Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 1
KR-ingar innbyrtu 6. sigurinn í röð í körfuboltanum 19 Beckham hefur sýnt mestan stöðugleika - segir Franz Beckenbauer FVrrum landsliðsmaður Þjóðverja í knattspyrnu og nú stjómarmaður í Bayern Múnchen sagði i gær að i sínum huga myndi hann kjósa David Beckham hjá Manchester United í vali á leikmanni ársins hefði hann kosn- ingarétt í kjörinu. Mikil spenna ríkir um það hvaða knattspymumaður hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót sem kunngjörð verður i næstu viku. Beckenbauer hrósar Beckham í hástert og segir hann ráða yfir miklum hæfi- leikum sem eigi eftir að koma enn betur í ljós á næstu árum. „Sterkasta hlið hans er stöðugleikinn og hann verður án efa ofarlega í kjörinu. Það eru nokkrir sterkir leik- menn sem einnig koma til greina og má þar nefna Rivaldo hjá Barcelona og Zidane hjá Juventus. Þetta eru allt frábærir leikmenn,“ sagði Beckenbauer. -JKS Emmanuel Petit tíl hægri og Gert Verheyen kljást hér um knöttínn í viöureign Barcelona og Club Brúgge á Nou Camp i gærkvöld. LiÖin skildu jöfn en Barcelona vann tyrri leikinn í Belgíu og komst áfram. Pelit er óánægður í herbúðum Börsunga og vill fara Ira félaginu en þangaö kom hann frá Arsenal á sl. sumri. Reuters Þurfum stuðning - Haukar mæta Sandefjord í Evrópukeppninni á sunnudag „Ég er búinn að skoða norska liðið í nokkrum leikjum á myndbandi og það engin spurning um að þarna er á ferð öflugt lið. Ég tel Sandefjord jafnbetra en Bodö, sem við lögðum að velli í sið- ustu umferð, en það er ekki eins gott og Braga- liðið sem við lágum fyrir í forkeppni meistara- deildarinnar. Ég myndi segja að við ættum jafna möguleika gegn Sandefjord en það er alveg ljóst að við þurfum að vinna með 4-5 marka mun á heimavelli til að eiga möguleika að komast áfram,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, en á sunnudagskvöldið mæta Haukar liði Sandefjord í 3. umferð EHF-keppninnar. Síðari leikurinn fer síðan fram um aðra helgi í Noregi. Sandefjord lagði júgóslavneska liðið Banja Luka í síðustu umferð. Norska liðið vann íyrri leikinn á heimavelli með átta mark mun en tap- aði leiknum í Júgóslavíu með sjö marka mun svo tæpara gat það ekki verið. Viggó sagði að norska liðið keyrði á hraða- upphlaupum og sóknir liðsins væru stuttar eins og hjá Bodö. Sandefjord hefði í sínu liði mjög öfluga vinstri handarskyttu og yrði að hafa gott auga með henni á sunnudagskvöldið. „Við erum klárir í slaginn og ætlum okkur áfram í keppninni. Ég myndi telja möguleika okkar ágæta með góðum leik hér heima og öguð- um leik ytra. Það voru viss vonbrigði að ekki skyldu fleiri áhorfendur koma á síðasta Evrópu- leik okkar en þar spilaði örugglega inn í að leik- urinn var sýndur beint í sjónvarpi. Leikurinn við Sandefjord verður ekki i sjónvarpi og það er alveg ljóst að við þurfum á góðum stuðningi áhorfenda að halda,“ sagði Viggó Sigurðsson. -JKS Figo bestur Luis Figo, dýrasti leikmaður heims, hefur verið valinn besti leikmaður heims af lesendum timaritsins World Soccer. Figo fékk 26% atkvæða les- enda en í öðru sæti varð Zinedine Zida- ne, leikmaður Juventus, og þriðji Andriy Shevchenko, leikmaður AC Mil- an. Brasilíumaður- inn Rivaldo hlaut sömu kosningu í fyrra en hann var einnig valinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA á síðasta ári. -ÓK Holland lið ársins Hollenska lands- liðið í knattspyrnu var í gær útnefnt besta landslið árs- ins. Það var Alþjóða knattspymusam- bandið sem komst að þessari niður- stöðu og studdist við heildarárangur liðsins yfir árið. Fyrir utan tapið gegn ítölum á Evr- ópumótinu töpuðu Hollendingar aðeins einum leik í 14 viðureignum. Bras- ilíumenn höfðu sex árin á undan verið kjömir bestir. -JKS Lennon til Celtic Svo virðist sem Leicester og Celtic hafi komist að sam- komulagi um kaup- verðið á Neil Lennon og í gær- kvöld stefndi í það að n-irski landsliðs- maðurinn mætti á æfingu hjá Glasgow- liðinu í dag. Kaup- verðið er talið um 700 milljónir króna. Martin O’Neill, knattspy rnustj ór i Celtic og fyrmm stjóri hjá Leicester, hefur verið á hött- unum eftir Lennon síðan hann tók við Celtic í haust. Hann telur að Lennon komi til með að styrkja miðjuna hjá Celtic til muna. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.