Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 tölvui tíkni og visinda Á þriðjudaginn/yrir viku birtist frétt á baksíðu DV um það að hefja eigi útflutning á þorskensímum til Ítalíu til notkunar í snyrtivörur. Útflutningurinn mun hljóða upp á millj- arða króna ef vel tekst til. Rannsóknir á ensímum hafa nú staðið yfir í 15-20 ár og er margt athyglisvert í gangi á þeim vettvangi sem vert er að gefa gaum að. Þorskensím í smyrslformi: Virkar vel á sár og bólgur - frekari rannsóknir fram undan Eins og fram kom 1 baksíðu- frétt i DV sein- asta þriðjudag er Jón Bragi Bjamason, pró- fessor í lífefna- fræði við Háskóla íslands, að fara að hefja útflutning á smyrsli sem unnið er úr þorskensímum, kall- að Penzim, og hefur reynst vel gegn þó nokkuö mörgum kvillum sem hrjá fólk. Ofurvirkt ensím „Vinnslan skiptist í tvo hluta hjá okkur. í fyrsta lagi vinnum við ensímblöndu úr þorskslógi, öllu nema lifur, hrognum og svili. Þessa blöndu köllum við kríótín sem hefur verið hreinsað af öll- um ensímum nema þeim sem eru það sem kallað er prótínkljúfandi og er hún notuð hjá Norðurís á Höfn í Hornafirði til framleiðslu á bragðefnum úr sjávardýrum," segir Jón. „Kríótínið hefur þann eiginleika að vera ofurvirkt. Ástæðan fyrir því er sú að það er virkt við mjög lágt hitastig í þorskinum þar sem sjórinn er um 5 stiga heitur. Virkni þess eykst síðan allt frá 20-200 sinnum við hærra hitastig sem gerir það að verkum að miklu minna þarf af því en spendýraensímum." Þegar Norðurís hefur nýtt kríótínið er það sent til Reykjavíkur. Fyrir- tækið Ensímtækni sér um að hreinsa það frekar þangað til að- eins er eftir ensímið Penzim. Gleymdi að hún var með gigt Fyrir þremur og hálfu ári komust Jón Bragi og samstarfs- fólk hans að því í samstarfsrann- sóknum að Penzim brýtur niður nokkrar gerðir prótína sem tengd eru bólgum, gigt og exemi, þ.á m. psoriasis. „Ég fór að gera rann- sóknir með virkni Penzim og byrjaði á móður minni sem er með slæma liðagigt og gat ekki lengur staðið upp á morgnana. Hún bar Penzim á hendur og fæt- ur. Fimm dögum seinna hringdi hún í mig og sagðist hafa staðið upp um morguninn og alveg ver- ið búin að gleyma því að hún var með gigt. Einnig prófaði ég Penzim á psoriasis-sjúklingum og í ljós kom að þaö virkaði í mörg- um tilfellum en þó ekki öllum, eitthvað sem ég hef enn ekki fengiö botn í,“ segir Jón. Fyrír þremur og hálfu árí komust Jön Bragi og samstarfsfólk hans að því í samstarfs- rannsóknum að Penzim brýtur niður nokkrar gerðir próíina sem tengd eru bólg- um, gigt og exemi, þ.á m. psoriasis. nærri búnar og næg verkefni fram undan. „Við ætlum okkur að halda áfram að rannsaka Penzim með einhverjar fleiri vör- ur í huga. Auk þess erum við að vinna í rannsóknum á því hvern- ig nýta megi ensímblöndur í förg- un úrgangs hvers konar úr mat- vælaiðnaði,“ segir Jón Bragi. Sala hreinna ensíma er einnig á teikniborðinu þar sem fleiri ens- ím en Penzim falla til úr kríótín- blöndunni. Nú þegar hafa Jón Bragi og samstarfsaðilar hans tekið að sér að hreinsa ensím fyr- ir rannsóknarhópa erlendis. Ástæðan fyrir þessu er sú að hreinsun ensíma á iðnaðarskala var þróuð af Jóni og samstarfsað- ilum. Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@ff.is Ensím eru próteinsameindir sem allar lífverur jarðarinnar framleiöa til þess að hraða fyrir efnahvörfum og hjálpa til við niöurbrot fæðu. Án þeirra værum viö mennirnir t.d. um 50 ár að melta eina máltíð í stað þeirra ca tólf tíma sem það tekur okkur aö staöaldri að klára hana alveg. Stöðugt eykst notkunargildi ensíma eftir því sem meiri rannsókn- ir fara fram. Ensím eru notuð í iðnaö og lyfjagerð. T.d. eru komin á markaö hreinsi- og þvottaefni sem nýta ensfm til að brjóta niöur óhreinindi og er helsti kosturinn viö þvílíka notkun aö ensímin eru algerlega lífræn, brotna auðveld- lega niður og valda því engri mengun. Ensím eru undirstaða hraðra efnahvarfa Litlar líkur á aukaverkunum „Það er aldrei hægt að útloka aukaverkanir en líkurnar eru hverfandi litlar þar sem hér er um algerlega náttúrlegt efni að ræða. Það hefur hins vegar eng- inn þeirra sem ég veit til að hafi prófað Penzim kvartað yfir slíku,“ svarar Jón Bragi aðspurð- ur. „Penzimið er mjög líkt og ákveðið ensím sem fólk hefur i meltingarveginum sem gerir lík- urnar á aukaverkunum mjög litl- ar.“ Jón tekur það hins vegar fram að hann viti um tvo einstaklinga sem hafi kvartað yfir sviða í húð þegar þeir bera kremið á. Skýr- inguna á því segir Jón vera sér- stakt efni sem viðheldur bygg- Umhverfi þorksins er 5 gráöur á celsíus og ensími sem geta unnið við þann hita vinna enn hraöar við líkamshita og þar af leiðandi þarf minna af þeim í hvers kyns áburð eða lyf sem framleidd eru úr þeim. Frekari rannsóknir leiddu í ljós mjög góða virkni Penzim gegn fjölmörgum kvillum. Eitt af því eru græöandi áhrif á sár. „Það eru til þó nokkur græðandi smyrsl sem innihalda spendýra- ensim. Hins vegar telur Jón Penzim vera mun meira græð- andi vegna þess að það er ofur- virkt við líkamshita. Jón segir að árið 1997 hafi hann og samstarfsfélagar hans haldið að þeir væru með eitthvað alveg nýtt í höndunum en komust svo að því að til var þýskt smyrsl sem unnið er úr nautaensímum. „Þetta var dálítið áfall fyrir okk- ur en í leiðinni staðfesti þetta þá trú okkar á virkni okkar vöru. Meginmunurinn á þessum tveim vörum er að magn ensíma í þýska smyrslinu er tvö hundruð sinn- um meira en í Penzim." ingu ensímssameindarinnar, sem er mjög viðkvæm. Hins vegar er aðeins um tvo einstaklinga af hundruðum sem hafa prófað og sviðinn ekki mikill þannig að fólk ætti ekki að hafa miklar áhyggjur. Næg verkefni fram undan Þótt Penzim sé komið á markað nú þá eru rannsóknir Jóns Braga og samstarfsfólks hans hvergi Þaö eru um þrjú og hálft ár síðan að Jón Bragi komst að því að Penzim virk- aöi vel gegn ýmsum kvillum og nú er það loks komið á markað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.