Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Qupperneq 10
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
DV
10
Senn koma jó/iu/
Fréttir
Rjúpnaveiðin:
149.301 rjúpa. Árið 1998 veiddust
158.223 rjúpur, árið 1997 165.337,
157.900 veiddust 1996 og árið 1995
voru það 123.392 rjúpur. Á þessum
tölum sést að veiðin hefur verið á
niðurleið síðan 1997.
Innlent fréttaljós
Gunnar Bender
blaðamaður
Ert þú búinn að fá í jólamat-
inn?
„Ég hef aðeins fengið þrjár rjúpur
enda fór ég aðeins fyrsta daginn
sem mátti veiða. Maður hefur alltaf
verið að bíða eftir snjónum," sagði
Áki Ármann.
Eftir því sem DV hefur hlerað hjá
veiðimönnum hefur veiðin verið
miklu minni en í fyrra og líklegar
lokatölur eru rétt yfir 100 þúsund
fuglar þetta árið. Fáir dagar eru eft-
ir af veiðitímanum og margir ætla
að fara lokatúrinn um helgina. Tíð-
arfarið hefur breyst og þessi síðasta
rjúpnahelgi gæti geflð vel af fugli,
alla vega ætla margir að fara til
rjúpna og reyna að ná í jólamatinn.
Það er allra síðasti séns núna.
„Við ætlum vestur í Dali ennþá
einu sinni núna á þessum veiðitíma
en ég reikna ekki með að fá mikið,“
sagði veiðimaður sem er þúinn að
fá lítið af rjúpu og hann bætti við:
„Maður gerir sig ánægðan með
nokkra fugla, veðurfarið hefur
breyst og fuglinnn er kannski kom-
in meira í hópa,“ sagði veiðimaður-
inn ennfremur.
Mjög lítiö til af rjúpu
Þeir sem ætla að borða rjúpur um
jólin teljast heppnir ef þeir fá þær.
Á stórum hluta landsins eru ekki til
rjúpur i búðum sem áður hafa átt og
selt þær. Stór hluti veiðimanna sem
á fugl selur hann beint til þeirra
sem vilja kaupa hann. Þeir fá hærra
verð og engir milliliðir eru í mál-
inu. Rjúpnaveiðimenn eru með sína
fóstu kúnna sem vita að þeir fá ör-
ugglega fugla hjá þeim, þó þeir þurfi
kannski að borga aðeins meira verð
fyrir. „Við eigum til eitthvað af
rjúpu en það er greinilega minna til
henni og verðið verður eitthvað
hærra en í fyrra,“ sagði Jón Þor-
steinn Jónsson, markaðsstjóri hjá
Nóatúni, er við spurðum um stöð-
una núna þegar nokkrir dagar eru
til jóla og allir vilja fá rjúpur í
jólamatinn. Rjúpan gæti orðið dýr-
ari núna en oft áður, á milli 800 og
900 fyrir fuglinn heyrist oftar þessa
dagana. Og þegar menn fá ekki það
sem þeir eru að leita að borga þeir
bara hærra verð til að fá það. Það á
við rjúpumar líka þetta árið.
Akureyringar um vínveitingastaði:
Meirihluti vill hafa
opið skemmri tíma
- og er á móti nektardansstödum
DV, AKUREYRI:~
Mikill meirihluti Akureyringa er
hlynntur þeirri skerðingu sem gerð
var á afgreiðslutíma vínveitingahúsa
á Akureyri í haust. Þetta er niður-
staða viðhorfskönnunar sem GaRup
gerði fyrir Akureyrarbæ meðal ibúa
á Akureyri og í nærsveitum. Úrtak
könnunarinnar var 1000 manns á
aldrinum 16-75 ára og var nettósvör-
un 70,2% eða 656 manns.
Um 72% voru fylgjandi því að af-
greiðslutími vínveitingahúsa yrði
takmarkaður til kl. 1 eftir miðnætti
á virkum dögum, en 24% voru því
andvíg. Fylgjandi því að afgreiðslu-
tími vínveitingahúsa yrði takmark-
aður við kl. 04 um helgar voru 62%
en 34% voru ósammála. Þegar af-
staða þeirra sem eru fylgjandi
lengri opnunartima er skoðuð kem-
ur í ljós að mikill meirihluti vill
hafa opnunartíma ótakmarkaðan.
Ríflega 56% sögðust hafa orðið
fyrir einhverju ónæði af völdum
hátíðarinnar Halló Akureyri und-
anfarin ár en tæplega 44% töldu sig
ekki hafa orðið fyrir ónæði. Af
þeim sem sögðust hafa orðið fyrir
ónæði sögðust 15% hafa orðið fyrir
miklu ónæði. Þegar spurt var hvort
þörf hafi verið fyrir að breyta yfir-
bragði hátiðarinnar um síðustu
verslunarmannahelgi svöruðu 55%
játandi en 38% að þörfin á breyting-
um hafi verið lítil.
Loks var spurt hvort viðkomandi
væri hlynntur eða andvígur starf-
semi nektardansstaða á Akureyri.
Þar var niðurstaðan sú að 43%
voru andvíg starfseminni, 23%
hlynnt en 35% tóku ekki beina af-
stöðu.
-gk
- erfitt að fá rjúpu víða
Rjúpnaveiðitíminn er farinn að
styttast verulega í annan endann en
nokkrir dagar eru eftir og veðurfar-
ið hefur ekki breyst mikið í stórum
landshlutum. Snjóinn hefur vantað
og það hefur bjargað rjúpunni þetta
árið, þó hann hafi aðeins komið síð-
ustu klukkutímana, þá sérstaklega
fyrir norðan og austan. Veiðimenn
eru ákveðnir i að nota þá fáu
klukkutíma sem má skjóta og ætla
margir á veiðar um helgina og fram
í næstu viku. Einhveijir veiðimenn
hafa ekki ennþá fengið rjúpur í
jólamatinn og til eru þeir sem ekki
hafa fengið nema eina, tvær rjúpur
þó þeir hafi farið mörgum sinnum á
skyttirí, það dugir varla í jólmatinn.
„Það er mjög erfitt að segja hvað
mikið hefur veiðst en veiðin er
minni en i fyrra. Þetta höfum við
heyrt hjá þeim fjölda veiðimanna
sem við ræðum við dags daglega,“
sagði Áki Ármann Jónsson, veiði-
stjóri á Akureyri, i samtali við DV.
„Um fjöldann er ekki hægt að sega
strax en við eigum von á að fá veiði-
tölurnar fyrr núna en í fyrra. Núna
geta veiðimenn skilað þessu á Net-
inu til okkar, ætli tölurnar verði
ekki komnar í febrúar, ég reikna
með því. Þetta mun þýða að við
verðum fyrr með þær en í fyrra.“
En tölurnar eru lægri en í
fyrra, er þaö ekki oruggt?
„Jú, það held ég örugglega, alla
vega hafa veiðimenn þónokkuð
kvartað við okkur um minni veiði
en í fyrra. Þetta verður eitthvað
minna en 150 þúsund fuglar eins og
í fyrra, það er ljóst. Rjúpnaveiðin
hefur líka verið að minnka síðan
1998.“
Rjúpnaveiðin hefur verið minnka
síðustu árin og við skulum aðeins
kíkja á staðreyndir í tölum, þá kem-
ur ýmislegt í ljós. Síðan Veiðistjóra-
embættið byrjaði með veiðikortin
hafa tölurnar um rjúpnaveiðina leg-
ið fyrir á hverju ári og síðustu ár
líta svona út: í fyrra veiddist
Calida 33'
LOEWE.
Þótt þab sé slökkt á því,
er horft á þab
Xelos 32
Xelos 32"
16:9 100Hz- Super black line
flatskjár
verb 169.900
Planus 29"
1:3 mynd í mynd-100Hz-
iuper black line flatskjár
veröl 1 9.900
Planus 32"
16:9 100Hz- Super black line
flatskjár
v.rt.179.900
Calida 33"
4:3 mynd í mynd-IOOHz-
Super black line skjár
v.rt.159.900
BRÆÐURNIR.
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Loewe hefur veriö einn virtasti sjónvarpstækja-
framieibandi Þýskalands frá árinu 1923.
Tækin samanstanda af því besta úr öllum áttum,
hljóö, mynd og umgjöröin sjálf endurspegla þaö,
aö ekki sé talaö um endinguna. Fyrir vikiö erum
viö hvergi smeyk aö bjóöa þriggja ára
ábyrgö á þessari gæöavöru, ekki bara á
myndlampa, heldur á öllu tækinu. Loewe er
stofuprýði sem er unun aö horfa á,
jafnvel þótt þaö sé slökkt á því.
Öll tæki drifin m. 12 volta rafmótor.
Hleðslutæki fylgir. Áfram og
afturábak / hæg/hraðar stilling.
Ljós-hljóð-speglar-símar o.fl.
Verð frá kr. 30.000 - 36.000
Hjá Glóa færðu einnig:
Tornados vatnsbyssur,
kr. 2.800.
Plöstunarvélar fyrir alla,
frá kr. 4.800.
Sól- og öryggisfilmur á
i hús og bíla
Píptæki á hurðir og glugga,
kr. 2.400.
Brunastiga, ál og stál, 5 m,
kr. 4.800.
Eftirlitsspegla, kúpta,
ýmsar stærðir.
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 ^ '
Búið að skjóta
100 þúsund fugla