Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
DV
17
Fréttir
Jólaskemmtun á Barnaspítala Hringsins
Þau voru brosmild börnin á jölaskemmtun Barnaspítala Hringsins í gær.
Dansaö var í kringum jólatréð, jólasveinninn kom í heimsókn og skemmti
börnunum meö söng og gamansögum.
Útibú Landsbankans á Djúpavogi:
Fært undir sama bankanúmer og Höfn
- íbúarnir óánægðir
Mikil óánægja rikir meöal íbúa
á Djúpavogi með þá ákvörðun
Landsbankans að færa starfsemi
útbúsins á staðnum undir útibúið
á Höfn.
Útibúið á Djúpavogi er nú rekið
undir sama bankanúmeri og úti-
búið á Höfn. Áður hafði starfsfólki
í bankanum verið fækkað og af-
greiðslutíminn styttur. Að sögn
Ólafs Ragnarssonar, sveitarstjóra
á Djúpavogi, hafa íbúamir mót-
mælt þessum breytingum Lands-
bankans.
„Við erum ekki ánægð með
breytingarnar, sérstaklega vegna
þess að þetta er í andstöðu við
stefnu ríkisstjórnarinnar um að
færa störf út á land,“ segir Ólafur
og bætir við að verið sé að færa
störfin jafnt og þétt suður.
Hann segir að íbúum á Djúpa-
vogi finnist þessi ákvörðun Lands-
bankans sérkennileg í ljósi þess að
íbúum hefur fjölgað á staðnum.
Einnig er stórfyriræki í laxeldi
með veltu upp á þrjá milljarða að
hefja starfsemi á staðnum. „Þetta
er því alveg þvert ofan í allt sem er
að gerast hérna,“ segir Ólafur.
Sveitarstjórnin hefur rætt við for-
svarsmenn Landsbankans og við-
skiptaráðherra vegna málsins og
hefur viöskiptaráðherra tekið mál-
ið til skoðunar.
Kristinn Briem, forstöðumaður
í Landsbankanum, segir að útibú-
ið á Djúpavogi verði rekið áfram
þótt það heyri nú undir sama
bankanúmer og útibúið á Höfn.
„Þetta er fyrst og fremst hagræð-
ingarmál innan bankans sem
breytir engu varðandi þjónust-
una,“ segir Kristinn.
-MA
DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON.
Halli í heimabæ ráðherrans
Sjúkrahúsiö og heilsugæslustööin í
heimabæ heilbrigöisráöherra eru
rekin meö miklum halla vegna stór-
aukinna verkefna.
Akranes:
35 milljóna halli
á sjúkrahúsinu
DV, AKRANESI:
A síðasta fundi stjórnar Sjúkra-
hússins og heilsugæsjustöðvarinnar
á Akranesi kynnti Ásgeir Ásgeirs-
son, skrifstofustjóri rekstarstöðu
stofnuninnar fyrir mánuðina janú-
ar til október 2000. í máli hans kom
fram að halli af rekstri eftir tímabil-
ið væri 25,4 milljónir króna, eða
3,7% af tekjum. Nefndi hann þó að
taka þyrfti þessar niðurstöður með
þeim fyrirvara að í tekjum væru
komin rekstrarframlög sem ekki
væru komin útgjöld fyrir, svo sem
vegna launa. Að þessum framlögum
slepptum væri halli rúmlega 35
m.kr., eða rúmlega 5%.
Að mati Ásgeirs eru helstu orsak-
ir rekstrarvandans stóraukin starf-
semi, nokkrir ófyrirséðir kostnaðar-
liðir, ásamt því að rekstrargrunnur
stofnunarinnar virðist vera vaná-
ætlaður vegna annarra liða en
launa. -DVÓ
íslensk verðbréf hf.:
Tilboð í meiri-
hluta hlutafjár
DV, AKUREYRI:
Fjárfestingarfélag Norðlendinga
ehf. hefur gert tilboð í 51% eignar-
hlut í íslenskum verðbréfum hf.
Stjóm íslenskra verðbréfa hefur
fjallað um tilboðið og vísað því til
hluthafa félagsins.
Fjárfestingarfélag Norðlendinga
er að fullu i eigu Lífeyrissjóðs Norð-
urlands. Sjóðurinn hefur að undan-
fömu leitað leiða til að efla eigin
eignastýringu og er niðurstaðan sú
að farsælast sé að byggja á sam-
starfi við heimaaðila. Að sögn Kára
Arnórs Kárasonar, framkvæmda-
stjóra Lífeyrissjóðs Norðurlands, er
markmiðið með þessu samstarfl
m.a. að auka sérhæfingu við eignar-
stýringu sjóðsins og skjóta um leið
styrkari stoðum undir fjármálaþjón-
ustu á Norðurlandi með eflingu ís-
lenskra verðbréfa hf.
Sparisjóður Norðlendinga er
stærsti einstaki hluthafinn í íslensk-
um verðbréfum og segist Jón Bjöms-
son sparisjóðsstjóri fagna þessu til-
boði sérstaklega. Hluthafar munu á
næstu dögum taka formlega afstöðu
tU tUboðsins. Jón segir þetta sam-
starf heimamanna mjög ánægjulegt,
með því breikki og styrkist starfsemi
íslenskra verðbréfa tU muna og al-
mennt muni þetta hafa jákvæð áhrif
tU uppbyggingar fjármálastarfsemi á
svæðinu. -gk
hP OmniBook 6000
Ný hönnun. Fyrir þá sem þurfa
mikil afköst. Tilvalin fyrir
viöskiptaumhverfi&. Mikið úrval
fylgihluta.
hp OmniBook XE3
Hentug fartölva fyrir Internetið og
margmi&lun. Innbyggðir flýtihnappar
tryggja skjóta og einfalda leið að
aðgerðum. Kemur með því sem þarf
til viðskipta og skemmtunar.
h p B r i o
Intel Plll 800 MHz, Micro turn
256 Mb minni, 20 Gb diskur,
nVIDIA GeForce2 GTS 32 Mb , DVD
8x/40x og 4x4x24 skrifari.
Windows 98,Word 2000.
HP 17" skjár.
Verð 199.000 kr.
Intel Plll 750 MHz, 128 Mb minni,
15 Gb diskur og DVD drif.
Windows 98, WordPerfect.
HP 17" skjár.
Verft 149.900 kr.
h p e-PC
e-PC - forskot á framtíðina.
Hljóðlát og stöðug.
Minni kostnaður.
h p Vectra
Hágæða tölvur fyrir viðskipta-
umhverfið. Fáanleg í þremur
mismunandi útfærslum (MT,DT,SFF).
i n v e n t
Penninn Skrifstofutæki
Suðurlandsbraut 4, sími 540 2025
Penninn Bókval
Hafnarstræti 91-93, sími 461 5050