Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
Fréttir
DV
Ólafsfirðingar óhressir með dómsmálaráðherra:
Fá ekki sýslumann
Ólafsfirðingar eru allt annað en
ánægðir með að sú ákvörðun skuli
hafa verið tekin að sýslumannsemb-
ætti verði ekki áfram þar í bæ. Reynd-
ar hafa Ólafsfirðingar ekki haft sýslu-
mann frá haustinu 1999 þegar sýslu-
maður þeirra fór í timabundið leyfi og
gegndi störfum á Siglufirði. Hann hef-
ur nú hætt störfum þar og flutt suður
á land og ljóst er að Ólafsfirðingar eiga
ekki að fá arrnan sýslumann til bæjar-
ins eins og þeim hafði verið talin trú
um. Samkvæmt heimildum DV hefúr
verið talsvert „þras“ milli forráða-
manna bæjarins og dómsmálaráðu-
neytisins vegna þessa máls að undan-
fómu en niðurstaðan virðist liggja ljós
fyrii'.
„Það er langur timi liðinn ffá því að
sýslumaður fór og
við höfum heyrt
undir sýslumann-
inn á Akureyri á
meðan. Svör við
því hver fyrirætl-
unin væri hafa
ekki verið á lausu
og það er fyrst og
ffemst það sem
hefur valdið þess-
um núningi," seg-
ir Ásgeir Logi Ás-
geirsson, bæjar-
stjóri á Ólafsflrði.
Hann segir að
vissulega þurfl tvo
til þegar deilt sé en leggur áherslu á að
hann telji Ólafsfirðinga ekki hafa farið
Asgeir Logi
Ásgelrsson
Viö höfum ekki
fariö fram meö
ósanngirni í
þessu máli.
fram með ósanngimi í þessu máli.
„Það hefur áður staðið til að leggja
niður embætti sýslumanns hér en ekki
orðið af því fym en nú. Reyndar höfum
við ekki fengið formlega tilkynningu
um að embættið hafi endanlega verið
lagt niður. Við getum í framhaldinu
spurt okkur þess hvort ekki eigi að
leggja niður þessi embætti yfirleitt og
flytja bara vinnuna, sem þar er unnin,
til Reykjavíkur eins og dæmi era um,“
segir Ásgeir Logi.
Ásgeir Logi segir að það fari ekki
alltaf hátt þegar verið sé að flytja opin-
ber störf frá landsbyggðinni til Reykja-
víkur þvert ofan í yfirlýsta stefnu en ef
flytja eigi eitt eða tvö störf frá Reykja-
vík út á land sé blásið í herlúðra.
Við vorum ósáttir þegar sýslumað-
urinn fór héðan tímabundið en nú,
þegar ljóst er að embættið verður lagt
niður, hafa menn sett í herðamar. Við
viljum hins vegar fá að sjá einhver
önnur opinber störf hér i staðinn. Hér
á Ólafsfirði skila menn miklum pen-
ingum í þjóðarbúið. Hér em hæstu
meðaltekjur á einstakling á landinu,
menn skila miklu til samneyslunnar
og við getum gengið uppréttir. Við
vonum bara að þessi mál fái farsælan
endi sem hægt er að sætta sig við.“
Sýslumannsembættið á Akureyri
hefur þjónustað Ólafsfirðinga frá því
sýslumaðurinn fór þaðan og áform em
um að svo verði áfram. Ásgeir Logi
sagði að í sjálfú sér væri sú þjónusta
góð og ekkert út á hana að setja. -gk
Skortur á heimilislæknum í Vestmannaeyjum:
Búið að ráða fjórða lækninn
Búið er að ganga munnlega frá
ráðningu læknis í Vestmannaeyjum
en ein af fjórum stöðum heimilis-
lækna í Eyjum hefur verið laus síð-
an í vor.
„Það er nokkum veginn búið að
ganga frá ráðningu en sá sem tekur
við er bundinn fram yfir áramót,"
sagði Gunnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastj óri He ilbrigðisstofnunar-
innar i Vestmannaeyjum. Gunnar
sagði ekki vera búið að setja dag-
setningu á fyrsta starfsdag nýja
læknisins þar sem enn er ekki ljóst
hvenær hann fær sig lausan úr því
starfi sem hann gegnir núna. Jafn-
framt vildi Gunnar ekki greina frá
nafni hans.
Afleysingafólk var fengið til að-
.. . ■ ■• ->■.. , '
Vestmannaeyjar
Læknaekla hefur veriö í Vestmannaeyjum síðan í vor en nú sér fyrir endann á
henni þar sem búiö er aö ráöa í fjóröu stööu heimilislækna í Eyjum.
stoðar í Vestmannaeyjum í sumar
en þar sem afleysingafólkið er yfir-
leitt læknanemar á fimmta ári eru
erfiðleikar í vetur þegar nemarnir
eru aftur komnir í skóla. Gunnar
sagði að þess vegna yrðu læknarnir
bara þrír fram yfir áramótin. Ein-
ungis tveir heimilislæknar hafa ver-
ið í Eyjum mikinn hluta haustsins
þar sem þeir hafa verið að ljúka við
frí sín.
„Öll neyðartilvikum og slysum er
sinnt strax, neyðarmóttakan er
alltaf opin, en fólk sem er að leita
læknis vegna veikinda hefur stund-
um þurft að bíða óhóflega lengi
vegna þess hve læknar eru fáir,“
sagði Gunnar. -SMK
Nýtt hlutverk gamla Bedfordsins:
Slökkvibíll með
jólaljósum
DV, VÍK:
Gamli Bedfordlnn er hln skemmtilegasta jóiaskreyting.
Slökkviliðsstjórinn í Vik í Mýr-
dal, Einar Hjörleifur Ólafsson, sem
jafnframt er rafverktaki á staðn-
um, er búinn að finna gamla
slökkvibílnum nýtt hlutverk í allri
jólaljósadýrðinni fyrir jólin. Bíll-
inn stendur við gatnamót Austur-
vegar og Suðurvíkurvegar í Vík og
blasir við öllum sem aka um Suö-
Sígræna }éíatréð
-eJo///té á/i e/i/r á/'
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn
eðaltré, í hœsta gœðaflokki og prýða þau nú
mörghundruð íslensk heimili
urlandsveg. Slökkvibíllinn er af
gerðinni Bedford, trúlega árgerð
1958, en var fluttur til landsins
1971. Er hann búinn að þjóna Mýr-
dælingum, Álftveringum og fleir-
um frá þeim tíma og hefur staðið
sig vel. Mýrdalshreppur hefur tek-
ið í notkun nýinnfluttan notaöan
slökkvibíl sem er nokkrum áratug-
um yngri en Bedfordinn sem hefur
þar með lokið hlutverki sínu sem
slökkvibíll. Hann er aftur á móti
hin skemmtilegasta jólaskreyting
og þörf áminning um að fólk fari
varlega með eld um jól og áramót
sem og á öðrum tímum. -SKH
DV-MYND
Risakrani
Fyrirtækiö GP kranar hefur flutt til
landsins 300 tonna skotbómukrana
sem er sá stærsti sem fluttur hefur
veriö til landsins.
Sá stærsti
Hann er heldur betur vígalegur,
nýjasti kraninn í kranaflota fyrirtæk-
isins GP kranar. Um er að ræða
stærsta skotbómukrana sem fluttur
hefur verið til landsins og er hann alls
þijú hundmð tonn að þyngd. Að sögn
Péturs Jóhannssonar, eiganda GP
krana, telur fyrirtækið að full þörf sé
fyrir krana af þessari stærð og þegar
em komin verkefni fyrir hann, til að
mynda uppi á Grundartanga.
Pétur segir að þróunin sé að tækin
era að verða stæmi. „Fyrir þremur
árum keyptum við 150 tonna krana
sem núna em orðnir of litlir. Það kem-
ur því eflaust að því að þessi krani
verði of lítill," segir Pétur. Hann segir
að fyrirtækið ætli sér eitt til eitt og
hálft ár að vinna upp markað fyrir
svona tæki. Kraninn kemur frá Þýska-
landi og kostar 115 milljónir króna
með flutningunum til landsins. -MA
Ellingsen og Sandfell sameinast:
Engum sagt upp
- segir Bjami Th. Bjamason framkvæmdastjóri
10 ára ábyrgð
12 stærðir, 90 - 500 cm ►
Stálfóturjylgir Þ-
Ekkert barr að tyksuga ►
Truflar ekki stofublómin >•
Eldtraust
Þarfekki að vökva
íslenskar leiðbeiningar
Traustur söluaðili
Skynsamlegjjáifesting
\Q Bandalag íslenskra skáta
'tré!
-" °9 nú faerðu
FJARSTYRÐUR PORSCHE 911 TURBO
Magnað leikfang sem nær
allt að 25 km hámarkshraða.
Verð kr. 10.900
TAKMARKAÐ MAGN!
K7a/jolatréð
Kn'y^f
n9lunnn
gjafavöruverslun bilaáhugafólks
mM
Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is
Fyrirtækin Ellingsen ehf. og Sand-
fell ehf. hafa verið sameinuð. Tilkynnt
var um þetta fyrir helgi, en sameining-
in gekk í gildi 1. desember og heitir
sameinað fyrirtæki Ellingsen-Sandfell
ehf. Ellingsen var stofnað í Reykjavík
1916 og Sandfell á ísafirði árið 1964.
Bæði fyrirtækin hafa stundað sölu á
útgerðarvörum og ýmsum rekstrarvör-
um til sjávarútvegs.
Gert er ráð fyrir að samlegöaráhrifa
af sameiningunni fari að gæta strax á
næsta ári. Þá er áætlað að velta fyrir-
tækisins verði rúmar 500 milljónir
króna. Markmiðið er að bjóða upp á
breiða vörulinu og öfluga þjónustu við
sjávarútveginn með starfsstöðvar í
Reykjavík og á ísafiröi. Auk þess mun
fyrirtækið áfram stunda verslunar-
rekstur á Grandagarði, 1 hinni þjóð-
þekktu verslun Ellingsen.
Aðaleigandi hins sameinaða fyrir-
tækis er Oliuverslun íslands hf., en
framkvæmdastjóri er Bjami Th.
Bjamason og Samúel Guðmundsson er
stjómarformaður.
Bjami sagði i samtali við DV að eng-
um yrði sagt upp vegna þessarar sam-
einingar, hvorki í Reykjavík né á ísa-
firði. „Reksturinn verður með
óbreyttu sniði á báðum stöðum og okk-
ur veitir ekkert af því fólki sem hjá
okkur starfar núna. Það era um 25
manns. Með sameiningunni getum við
samnýtt ýmsa þætti fyrirtækjanna
tveggja. Við það sparast í bókhaldi,
skrifstofú- og stjómunarkostnaði."
-HKr.