Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 19
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 DV Utlönd 19 Tólf fórust í skýstrokkum í Alabama: Lifandi leitað í húsarústum Björgunarsveitir í Alabama leit- uðu í gær í rústum húsa að fólki sem kann að hafa sloppið lifandi þegar skýstrokkar jöfnuðu heimili þess við jörðu. Að minnsta kosti tólf manns fórust í skýstrokkum sem komu niður á nokkrum stöðum í ríkinu. Tugir manna slösuðust. Mest áhersla var lögð á björgun- arstarf skammt sunnan við borgina Tuscaloosa þar sem þjóðvarðliðar lokuðu af hjólhýsahverfi sem jafn- aðist við jörðu í öflugum skýstrokki síðdegis á laugardag. Margir þeirra sem létust fundust inni í hjólhýsahverfinu. Skýstrokkar komu einnig niður annars staðar i Alabama. Þannig eyðilögðust tugir heimila í tveimur sýslum nærri landamærum Ala- bama og Flórída. Einnig urðu mikl- ar skemmdir í strjálbýlum sýslum í norðurhluta ríkisins. Skýstrokkurinn sem kom niður við Tuscaloosa eyðilagði meðal ann- ars verslunarmiðstöð. „Þetta var eins og verið væri að kasta sagi í viftu,“ sagði Joe Hayes, íbúi í Tuscaloosa-sýslu við frétta- menn. Hayes sagðist hafa séð mann sem skýstrokkurinn hrifsaði með sér þar sem hann sat í bíl sínum og þeytti honum upp að steinvegg. Maðurinn var úrskurðaður látinn síðar. Þúsundir manna um allt Ala- bama voru án rafmagns í gær. Ótt- ast var að fólkið þyrfti ef til vill að leita skjóls í neyðarskýlum ef kulda- kast sem hefur verið á þessum slóð- um héldi áfram. „Sjálfboðaliðar sjá fólki fyrir fæði, klæðum og húsaskjóli. Hreins- unarhópar eru að störfum en þess verður áreiðanlega langt að bíða að áhrif skýstrokksins verði afmáð,“ sagði Don Siegelman, ríkisstjóri í Alabama, eftir að hann hafði farið yfir hamfarasvæðið -við Tuscaloosa í þyrlu í gærdag. Greinilegt var að honum var mjög brugðið við það sem fyrir augu hans bar. Farið hef- ur verið fram á aðstoð alríkisins. Jólasveinninn hjá andfætiingum Ástralir þurfa víst ekki aö hafa áhyggjur afjólasnjónum því heima hjá þeim er hásumar um þessar mundir. Jólasveinn gladdi börnin sem sóttu mikla veistu á Bronte-baöströndinni viö Sydney í gær og gaf þeim svalandi íspinna í sum- arhitanum, viöstöddum tit óblandinnar ánægu. Norska lögreglan í vanda: Grunar að Vítisenglar eigi innanbúðarmann Norska lögreglan leitar nú að svikurum innan eigin raða eða þjóf- um sem afhentu vélhjólasamtökun- um Hells Angels lista með nöfnum, heimilisfóngum og símanúmerum mörg hundruð lögregluþjóna. Norska blaðið Aftenposten sagði í gær að listarnir hefðu fundist fyrr í haust þegar lögreglan gerði hús- rannsókn í höfuðstöðvum Vítisengl- anna í Ósló. Lögreglan hafði haldið upplýsingunum leyndum. Listamir vöktu einkum athygli lögreglunnar fyrir þær sakir að mörg símanúmeranna á þeim eru leyninúmer, aö því er heimildir Aftenposten herma. Lögreglan lítur á haldlagningu listanna sem stað- festingu á því að Vítisenglar njósni um starfsemi lögreglunnar. Þá hafa blaðamenn sem skrifa um samtökin einnig verið undir eftirliti. Norskir lögregluþjónar sem rann-' saka starfsemi vélhjólagengja hafa í áraraöir mátt lifa við hótanir. í ljós kom að listinn var í vörslu Vít- isengla á sama tíma og fjölda lög- regluþjóna og fjölskyldna þeirra, bæði í Ósló og annars staðar í Nor- egi, höfðu borist hótanir frá glæpa- gengjum sem tengjast samtökum vélhjólamanna. SIEMENS sem eiga heima hjá þér! 49.900 kr. stgr.) Uppþvottavél SE 34230 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. (59.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V20 1981 kælir, 1051 frystir. Hxbxd = 170x60x64sm. 55.900 kr. stgr.) Bakstursofn HB 28054 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. . mm (59.900 kr. stgr. Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín 55.900 kr. stgr) Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð á fínu verði. (69.900 kr. stgr. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. Þráðlaus sími Gigaset 3010 Classic DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. <5 12.900 kr. stgO mmm .900 kr. stgr. Ryksuga VS 51A22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. Umboðsmenn um land allt. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.