Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 Skoðun i>v Svo lengi sem við búum hér ... Lýöveldistakan 1944 - hvernig hefur okkur reitt af? Er jólabaksturinn byrjaður hjá þér? Olga Bjarnadóttir nemi: Ég er búin aö baka fjórar tegundir nú þegar. Kjartan Jónsson sölumaöur: Ég er ekkert búinn aö baka sjálfur, en ég á svo yndislega konu sem hef- ur bakað heilan helling. Þórey Þórsdóttir nemi: Nei, mamma sér um þaö og bakar alveg helling. Birgir Daníelsson pitsusendill: Ég baka ekki neitt en mamma bakar og hún býr til bestu kökurnar í bænum. éjjji % g . MMjjgjwmzi 9 Jón Valtýsson bílstjóri: Nei, ekki hjá mér sjálfum, konan gerir þaö því þaö er allt gott sem hún gerir. Hermann Kristjánsson nemi: Ég ætla bara aö baka vandræöi. Björn Sigurösson skrifar:___________________________ Það hefur alltaf verið spurning hvort við íslendingar hefðum átt að skilja við Dani að fullu árið 1944. Hvort ekki hefði verið rétt að gefa Dönum (sumir segja okkur sjálfum) meiri aðlögunartíma og sjá hvaða stefnu málin tækju að heimsstyrj- öldinni lokinni. En okkur lá á, við vildum fá sjálfstæðið fullkomnað og engar refjar. Það varð úr og enginn veit því hvernig farið hefði ef beðið hefði verið lengur. Nú er komið að næsta þætti i sögu sjálfstæðis okkar. Hann snýst um það hvort við snúum aftur til Evrópu-lénsins, þar sem enn eru konungdæmi, furstadæmi og svo lýðveldi í bland. Og við spyrjum okkur: Erum við reiðubúin að breyta til enn á ný? Þvi má fyrst svara með annarri spurningu: Hvernig hefur okkur reitt af á þeim tíma sem við höfum notið sjálfstæð- isins? Svarið við þeirri spumingu ætti að hafa að leiðarljósi þegar við ákveðum framhaldið. Hafi okkur reitt vel af og slitin við Danmörku verið okkur hagstæö i hvívetna þá er varla ástæða til að snúa til baka. Eða hvað? Getum við leyst núverandi og að- steðjandi vanda án utanaðkomandi hjálpar? Verður t.d. byggðavandinn viðráðanlegur fari svo að allstórar byggðir, eins og á Vestfjörðum, á Norðurlandi og bær eins og Vest- mannaeyjar tæmast og fólk flytur til höfuðborgarsvæðisins í leit að hús- næði og atvinnu? Þetta er i sjónmáli nú. Kauptúnið Bolungarvík, kaup- skrifar: Sem viðskiptavinur hjá Flugleið- um ætlast ég til þess að Flugleiðir setji farþega sem stunda óspektir og reykingar í flugvélum félagsins á svartan lista og meini þeim aðgang að vélum félagsins. Annað sem ég vil benda á eru þessi leiguflugfélög sem koma hingað á háannatíma og sleikja rjómann af farþegamarkað- inum, fá farþega sem eru að spara einhverjar krónur meö því að skipta við þessa harkara í fluginu. Flugleiðir halda uppi áætlunar- flugi til og frá landinu allt árið, hvort sem vélarnar eru fullbókaðar eöa ekki. Hvernig ætla þeir farþegar sem styrkja harkarana aö ferðast „Bresti á fólksflótti frá landsbyggðinni stöðvast hann ekki í Reykjavík. Eng- ir atvinnumöguleikar, ekkert húsnæði. Fólk fœri þvi áfram: til Noregs, Svíþjóðar eða vestur á bóginn eina ferðina enn - til Ameriku. “ staðurinn Húsavík og jafnvel Vest- mannaeyjar eiga ekki mikla framtíð fyrir sér í því ljósi sem nú er brugð- ið upp af þessum stöðum. Bresti á fólksflótti frá landsbyggðinni stöðvast hann ekki í Reykjavík - engir atvinnumöguleikar, ekkert húsnæði. Fólk færi því lengra: til Noregs, Svíþjóðar eða vestur á bóg- „Það vœri fróðlegt að sjá viðbrögð SVR ef rútufyrir- tœkin byrjuðu að aka á strætisvagnaleiðunum frá 7 til 9 á morgnana og svo aft- ur kl. 16 til 18 og hirtu flesta farþegana. Ætli það yrði ekki snarlega stoppað. “ gerðu Flugleiðir það sama og þeir, hættu öllu flugi nema yfir hásumar- ið? Auðvitað getur verið dýrara að fljúga með Flugleiðum en þessum hörkurum en Flugleiðir halda jú uppi áætlunarflugi allt árið. inn eina ferðina enn - til Ameríku. Svo lengi sem viö búum hér við of mikið strjálbýli og ómældan kostn- að af því, og ekki er hægt að veita þangað fjármagni (sem sannanlega er ekki fyrir hendi), hvað þá að koma upp fullkomnu vegakerfi til strjálbýlisins, og svo lengi sem þjóð- in krefst þess, sem aldrei verður, hins títtnefnda góðæris til allra - jafnvel bara jafnræöis, þá hanga stór spurningamerki ávallt yfir höfðum okkar. Hvers væntum við af búsetu okkar í þessu landi, af því að krefjast sífellt stærri og stærri bita af kökunni sem sífellt verður smærri til skiptanna, eða af því að gerast lítill sameindardepill í þjóða- hafinu austan við okkur? Sprett- hlaupinu er senn að linna. Þá gefst tími til að hugsa. Það væri fróðlegt að sjá viðbrögð SVR ef rútufyrirtækin byrjuðu að aka á strætisvagnaleiðunum frá 7 til 9 á morgnana og svo aftur kl. 16 til 18 og hirtu flesta farþegana. Ætli það yrði ekki snarlega stoppað. Ég vil bara benda á þetta vegna sífellds nöldurs út í Flugleiðir. Ég, líkt og flestir íslendingar, er stoltur af því að Flugleiðum skuli takast að halda uppi áætlunarflugi til og frá landinu. Einnig vil ég benda þeim sem alltaf eru að flnna að Flugleiðum á að öllum er frjálst að fljúga hingað en enginn virðist hafa áhuga á þvi vegna þess að markaðurinn héma er alltof lítill til þess að erlend flugfélög önnur en harkarar leggi í það. Ekki talað við eigendurna Siguröur Magnússon hringdi: Bruninn í Vest- mannaeyjum er hræðilegur atburö- ur sem vert er að fjalla um frá öllum hliðum. En þar finnst mér á skorta. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur verið hinn opinberi orsök óuppiýst talsmaður. Margir ap hluta til. sakna þess að fjöl- ————— miðlar hafi ekki náð í eigendur fyrir- tækisins og fengið þá til að tjá sig um atburðinn. Venjulega er slíkt gert í svona málum. Nú er ýjað að því að um ikveikju hafi verið að ræða. Margir gátu sér þess og til strax eftir að frétt- in um eldsvoðann barst út. Það er ekki síst vegna yfirlýsingar lögreglu aö um íkveikju hafi verið að ræða að viðtal við eigendur er bráðnauðsynlegt. Til að kveða niður Gróusögur sem kynnu að kvikna og eru alltaf í námunda við mikinn eldsmat í umræðunni. Maradona-ofsóknir Brynjar skrifar: Það er með ólíkindum hvern- ig fjölmiðlar hafa keppst við að for- dæma mesta knattspymumann allra tíma, Diego Maradona (Stöð 2 í fararbroddi.) Með fullri virð- ingu fyrir miklum hæfileikmn Peles þá átti Maradona skilið að hreppa tit- ilinn „Fótboltamaður aldarinnar". Hann þurfti að glíma við margfalt erf- iðari aðstæður inni á vellinum en Pele sökum stóraukinnar keppnis- hörku á undanfómum áratugum. Eit- urlyfjavandamál og ódrengileg hegð- un Maradona eiga ekki að slá ryki í augun á fjölmiðlamönnum. Þau vandamál eiga heima á öðrum vett- vangi. Svo virðist sem Einar V. Sig- urðsson (íþróttagrein í Mbl.l2.12¥00) sé einn fárra í íþróttafréttamannastétt sem áttar sig á því. ísland er perla Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Ég las alveg prýðilega grein í Morg- unblaðinu eftir Jóhannes R. Snorra- son, fyrrv. flugstjóra, undir heitinu „Ætla Islendingar að glutra sjálfstæð- inu.“ Undir orð Jóhannesar er hægt að taka og hvert einasta þeirra. ísland er perla í Norður-Atlantshafi. ísland á ekki að þurf að betla nýtt sjálfstæði eða verslunarfrelsi hjá Evrópusam- bandinu. Þeir sem vilja leita til þessa sambands eiga ekki að fá að ráöa. Að lokum: fslandi allt. Samkeppnisráð burt Sparifjáreigandi skrifar: Ráð og nefndir á vegum ríkisins hafa að undan- förnu gengið þvert gegn vilja ráðamanna og nú síðast eyði- lagði Samkeppn- isstofnun mark- mið rikisins í bankamálinu. Ég skora á Valgerði viðskiptaráöherra að leysa ráöið frá störfum og fylgja með því fordæmi stöllu sinnar í umhverflsráðuneytinu sem losaði sig við Náttúruvendarráð enda skilja embættismenn ekki mikil- vægi pólitískra framkvæmda. Val- gerður hefur þegar þurft að þola óhlýðni af hálfu Búnaðarbankans og kominn tími til að hún bíti frá sér. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Ávísun, gjörið þið svo vel Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var á ferð í Eyjafirði á dögunum, enda verið að taka í notkun nýja barnadeild á Fjórðungssjúkrahúsi bæj- arins, og endurhæfingar- og þjálfunarsundlaug í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en Kristnesspítali er rekinn af Fjórðungssjúkrahúsinu. Með Ingibjörgu í för voru ýmis stórmenni úr borginni, sem sum starfa við Austurvöll, en þetta fólk þarf auðvitað alltaf að láta sjá sig þegar eitthvað er um að vera hjá sveitavarginum á landsbyggðinni. Þetta eru þeir sem gera hlutina í sveitinni mögulega, eða þannig. Framganga Ingibjargar heilbrigðisráðherra þenn- an dag var eftirtektarverð. I sjónvarpsfréttum mátti m.a. sjá ráðherrann dýfa fingri í vatn sundlaugar- innar í Kristnesi, sennilega til að athuga um hita vatnsins í lauginni eöa til að leggja blessun sina yf- ir vatnið á sjónrænan hátt. Ingibjörg flutti svo ávarp eins og tilheyrir og afhenti svo Fjóröungs- sjúkrahúsinu „gjöf'. Sveitamennimir sem viðstadd- ir voru töldu sig vita hver „gjöfin" væri, þeir gengu út frá því að hún væri 15 milljóna króna ávísun og peningana ætti að nota til að greiða upp fram- kvæmdir við laugarbygginguna. Svo reyndist hins vegar ekki vera, en „gjöfin" var ávísun upp á eina milljón króna til sundlaugar- innar sem kostaði 56 milljónir að byggja. Þetta var / sjónvarpsfréttum mátti m.a. sjá ráð- herrann dýfa fingri i vatn sundlaugar- innar í Kristnesi sennilega til að at- huga um hita vatnsins í lauginni eina framlag ríkisins til byggingarinnar þótt um opinbert mannvirki sé að ræða og fróðlegt að heyra af því fréttir hvernig sveitavargurinn hefur farið að því aö eignast sundlaug sem nauðsynleg er fyrir fjölmarga sem þurfa á endurhæfingu og þjálfun í vatni að halda. Skemmst er frá þvi að segja að bygging laugar- innar hefur verið að langmestu leyti fjármögnuð með framlögum félagasamtaka, einstaklinga og fyr- irtækja. Lionsmenn hafa t.d. farið mikinn við pen- ingasöfnun vegna laugarinnar og náð að safna um 20 milljónum króna með ýmsum hætti. Árum sam- an hefur fjármagni til laugarbyggingarinnar verið nurlað saman með alls kyns uppákomum, s.s. hag- yrðingakvöldum, sölu á pennum, bolum og rauðum fjöðrum og þar fyrir utan hafa einstaklingar gefið um 5 milljónir króna til byggingarinnar. Árum saman hefur þetta staðið yfir, en ekkert heyrst frá ríkinu. Svo rennur upp vígsludagur og það vantar 15 milljónir króna til að endar nái saman. Þá rennir fulltrúi ríkisstjórnarinnar í hlað með fylgdarliði og fer mikinn. Heimamenn setja sig í stellingar. Ráð- herrann hlýtur að vera með peningana sem vantar svo þessu ljúki loksins. Menn sperra eyrun við ræðu ráðherrans og bíða eftir stóru ávísuninni. En því miður. Upp úr umslagi ráðherra kemur ávísun upp á eina milljón króna, eða um 12% af því sem kostaði að setja upp sómasamlega salernisaðstöðu í dómsmálaráðuneytinu. Gjörið svo vel, sveitavargar, og njótið vel. s Afram Flugleiðir J.S. Diego Maradona Vandamálin eiga heima annars staöar. Valgeröur hefur þegar þurft aö þola óhlýðni af hálfu Búnaöar- bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.