Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 36
52
Tilvera
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
DV
Seltjarnarnes er draumasveitarfélagið:
Snæfellsbær er stangarstökkvarinn
- Reykjavík fellur úr 2. sæti niður í það þrettánda. Lægri meðaleinkunn vegna skuldasöfnunar,
aukinnar skattpíningar og fólksflutninga
Einkunnir sveitarféiaga
- sk*. aSíerðuni Vísbendingar
-il
Staöa
99 98
1 1
2 8
3 13
4 32
5 9
6 7
7 5
8 20
9 6
10 22
11 23
12 15
13 2
14 1A
15 4
Einhunn Srej
SELTJARNARNESKAUPSTAÐUR 7,50 7,20 0,3B;
Sveltarfélaglö Olfus
Grlndavíkurkaupstaöur
Snæfellsbœr
Bessastaöahreppur
Garöabær
Reykjanesbær
Slgl uQaröarkaupstaöur
6.10 5,30 ,„Q,80
5,50 4,90 0,60
5,20 1,90
5,20 5,30
5.10 5,50
5,10 5,70*«'
5,00 4,10 ’3m
5,00 5,60
Húsavíkurkaupstaöur _ -v3,70^^fa
Sveltarfélagiö Homaflörður
Gerðahreppur 4,60 4
Reykjavtkurborg r - ' $.60 ^6
Vlsbending hefur undanfarin ár
gert úttekt á rekstri sveitarfélag-
anna og einkunnir þeirra fyrir áriö
1999 liggja nú fyrir. Þegar á heildina
er litið juku sveitarfélögin skatttekj-
ur sinar um 12,6% árið 1999 frá ár-
inu á undan. Að mestu leyti er þessi
hækkun fengin með hækkun út-
svars.
Á sama tíma hækkuðu útgjöldin
um 12,1%, þar munar mest um auk-
in útgjöld til fræðslumála, sem
hækkuðu um 58.560 kr. á hvern íbúa
(11,9% hækkun frá árinu á undan),
félagsþjónustu, sem hækkaði um
33.414 kr. (10,2%) á hvem íbúa,
æskulýðs- og íþróttamála, sem
hækkuðu um 11.219 kr. (7,4%), og yf-
irstjórnar en útgjöld til þess mála-
flokks hækkuðu um 9.854 kr. (9,4%)
á hvern íbúa.
Að teknu tilliti til fjármagnsliða
voru rekstrartekjur 7,5 milljarðar
umfram rekstrargjöld á siðasta ári
sem er um 32% aukning á milli ára.
Skattpíning og skuldasöfnun
En hvaða sveitarfélög skara fram
úr í stjórnun, hvar er best að búa?
Vísbending hefur vegið og metið
nokkra þætti í rekstri sveitarfélag-
anna til þess að svara þessum
spurningum en auðvitað verður það
mat langt frá þvi fullkomið, ekki
frekar en greining á ársreikningum
fyrirtækja.
Einkunnagjöfin stendur hins veg-
ar fyrir sínu sem mælikvarði á
draumasveitarfélagið og þó að hún
eigi ekki aö gefa mynd af greiðslu-
eða lánshæfi einstakra sveitarfélaga
gefur hann ágætis vísbendingu um
það hvaða sveitarfélögum ber að
skoða sinn gang.
Á mælikvarða draumasveitarfé-
lagsins hafa sveitarfélög verið að fá
verri einkunn á milli ára, bæði í ár
og á siðasta ári. Árið 1997 var með-
aleinkunnin 4,75, í fyrra var hún
4,53 en í ár er hún 4,26. Ástæðan er
aukin skuldasöfnun, meiri skattpín-
ing og miklir fólksflutningar. Eins
og undanfarin ár kemur Seltjarnar-
neskaupstaður langbest út úr þess-
um samanburði, fær 7,5 í einkunn
sem er hærra en á síðasta ári. Sveit-
arfélagið Ölfus kemur einnig sterkt
út úr þessari einkunnagjöf enda
með lægstu skuldabyrði á hvern
ibúa allra sveitarfélaga. Sérstaklega
má veita þvi athygli að Reykjavík
fellur úr öðru sæti listans í það
þrettánda og lækkar um næstum
tvo heila í einkunn á milli ára.
Snæfellsbær á réttri leiö
Stangarstökkvari listans er án
nokkurs vafa Snæfellsbær sem und-
anfarin tvö ár hefur vermt neðsta
sæti listans en er nú í því fjórða
með 5,2 í einkunn sem er vel yfir
meðaltalinu. Það sem veldur er
fyrst og fremst stöðugleiki í fólks-
fjölda en einnig hefur bæði hlutfall
reksturs málaflokka og fjárfestinga
af skatttekjum verið nær mörkum
draumasveitarfélagsins en nokkru
sinni áður. -DVÓ
€íóúu pxiMi.
QJf þuí aÖ þ ú ent &u& þjieyttwt
þd gef ég. þéi gjafatyé^tQeð
cuuliitómedfe’íci tned fuiþ.iáuuldi o# fétaáÚK,
húð og nudd
Húðmeðferðar- og nuddstofa
World Class Austurstræti 17, 101 Rvík. Sími 562 6200
rt
FL(S herðaslá
Jólatilboð 6.980
NITESTAR svefnpoki - 5°c
lólatilboð 3.990
PHONEX úipa VENTURE
Jólatilboð 13.990 S-XXL
GONGUSTAFIR
Jólatilboð 2.990
—n------1
)URA gönguskór st. 36-48
Jólatilboð 6.900 iðurll.300
Islenska landsliðið
í sölu á skíða- og snjóbrettabúnað
veldu búnað þar sem fagmennirnir eru
Guðmundur Gunnlaugsson
verslunarstjóri
skíðaþjálfari og sérfraeðingur
um svigskíði
Þorsteinn Hymer
sölumaður
landsliðsþjálfari
í skíðagöngu
Bill Clark
sölumaður
íslandsmeistari 2000 á snjóbretti
18. desember mánudagur 10.00 - 22.00
19. desmeber þriðjudagur 10.00 - 22.00
20. desember miðvikudagur 10.00 - 22.00
21. desember fimmtudagur 10.00 - 22.00
22. desember föstudagur 10.00 - 22.00
23. tfesember laugardagur 10 00 - 23.00
24. desember sunnudagur 09.00 - 12.00
töppuríAWv í/ úítvcét
m
^BLAX
Skeifunni 6 • 108 Reykjavík • Sími 533 4450
Einlæg og nærgöngul Ijóö
Nína Björk Árnadóttir var án efa ein mikilvægasta röddin í skáldskap
síðustu áratuga.
Dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjallarans:
I minningu
Nínu Bjarkar
Dagskrá Listaklúþbsins í kvöld er
helguð mirmingu skáldkonunnar Nínu
Bjarkar Ámadóttur sem lést fyrr á
þessu ári. Nína Björk var án efa ein
mikilvægasta röddin í skáldskap síð-
ustu áratuga.
Einlæg og nærgöngul ljóð hennar
tjá sterkar tilfmningar og áhrifamikla
sýn á ástina, óttann, samfélagið og
hlutskipti kvenna. Fyrsta ljóðabók
Nínu, „Ung ljóð“, kom út 1965. Nína
var fjölhæfur listamaður, fyrir utan
ljóðlistina skrifaði hún skáldsögur og
viðtalsbækur að ógleymdum leikritum
hennar sem hafa verið færð upp hjá at-
vinnuleikhúsum ja&t og frjálsum leik-
hópum. Einnig var Nína mikilvirkur
þýðandi fagurbókmennta.
Fjöldi listamanna tekur þátt í dag-
skránni á mánudagskvöldið. Flytjend-
ur ljóða og óbundins máls eru: Guð-
bergur Bergsson, Helga Bachmann,
Linda Vilhjálmsdóttir, Elísabet Jökuls-
dóttir, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögn-
valdsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Karl Guðmundsson.
Jón Proppé, ritstjóri ljóðabókarinn-
ar „Blómiö sem þú gafst mér“, sem gef-
in er út af JPV forlagi, hefur umsjón
með ljóðadagskránni. í seinni hluta
dagskrárinnar verða leiklesin brot úr
áður óbirtu leikriti eftir Nínu, „Reiki-
stjömum", og eru flytjendur þau Edda
Heiðrún Backman, Þóra Friðriksdótt-
ir, Sigurður Skúlason, Guðrún Gísla-
dóttir, Sigurður Sigurjónsson og Her-
dís Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Tinna
Gunnlaugsdóttir.
Einnig verður fluttur kafli úr leik-
ritinu „Súkkulaði handa Silju“ í tali og
tónum og annast Anna Kristín Am-
grímsdóttir, Þórunn Magnea Magnús-
dóttir og Egiil Ólafsson, sem tóku þátt
í uppfærslu Þjóðleikhússins, flutning-
inn ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur.
Tónlistarmennirnir Carl Möller,
Guðmundur Steingrímsson og Birgir
Bragason leika lög eftir Carl Möller
sem samin vora við ljóð Ninu og hún
ásamt fleirum las inn á geisladisk sem
væntanlegur er á markað von bráðar.
Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið er
opnað kl. 19.30. Allir era velkomnir
meðan húsrúm leyfír.