Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 43
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
I>V
Tilvera
Einu sinni islending-
ur alltaf íslendingur
Elías H. Snorrason
hefur veriö búsettur i
Svíþjoö i fimm ár en
segist alltaf vera
meö heimþrá.
Elías H. Snorrason:
Semur tónlist og býr
til brjóstsykur
Elías H. Snorrason, eða Elli í
Eldsmiðjunni eins og hann var kall-
aður í gamla daga, sendi nýlega frá
sér sinn fyrsta disk sem nefnist „It’s
a Beautiful Day“. Elías stofnaði á sín-
um tíma Eldsmiðjuna og verslunina
Kvöldúlf en fyrir nokkrum árum
venti hann sínu kvæði í kross og
sneri sér að andlegum málum.
„Ég var áberandi í viðskiptalífinu
á sinum tima en fannst alltaf vanta
eitthvað upp á og fann mig að lokum
í hugleiðslu. Fyrir nokkrum árum gaf
ég út bók sem heitir „Ég er skínandi
sól“ og er þar að vísa til þess að við
erum öll skínandi sólir.“ Elías byrj-
aði snemma að vinna fyrir sér og seg-
ist hafa séð um sig sjálfur frá sautján
ára aldri. „Ég var um tíma hálfgerður
utangarðsmaður í samfélaginu en
náði að rétta úr kútnum og koma mér
á strik með því að stofna Eldsmiðj-
una. Það má segja að ég hafi byrjað
nýtt líf og orðið ungur maður á upp-
leið. Ég eignaðist hús og bíl og aÚt
það en fann eftir nokkur ár að það
dugði ekki til og það var meira inni í
mér sem vildi brjótast út.“
Syngur á þremur tungu-
málum
„Það er tiltölulega stutt síðan ég
byrjaði að semja tónlist þrátt iyrir að
hafa verið viðloðandi hana lengi. Ég
var í Dómkómum í mörg ár og svo
gutlaði ég líka eitthvaö á trommur.
Gítarinn var þó aldrei langt imdan og
síðustu árin fór ég að semja á hann.
Salan á diskinum hefur gengið mis-
jafnlega en þeir sem hafa hlustað á
hann segja að hann vinni á með
hlustun. Það hefur aftur á móti geng-
ið verr að fá verslanirnar til að stilia
honum upp á áberandi stað en ég
reyni bara að vera duglegur að koma
honum út. Ég ætlaði að vera með tón-
leika til að fylgja honum eftir en
hætti við. Það er of stutt til jóla og
fólk allt of upptekið í jólaösinni.
Textamir á diskinum eru á þremur
tungumálum, íslensku, ensku og
sænsku, og ég er viss um að þetta er
í fyrsta sinn íslendingur syngur á
sænsku inn á disk.“
Alltaf íslendingur
Elías hefur verið búsettur í Svíþjóð
í fimm ár en segist alltaf vera með
heimþrá. Einu sinni íslendingur,
alltaf Islendingur, eins og hann segir.
„Ég kenni íslensku og er með nám-
skeið í hugleiðslu sem byggjast á bók-
inni minni. Síðan framleiði ég brjóst-
sykur sem nefnist polkagrísir. Þetta
er mjúkur brjóstsykur sem ég bý til
sjáifur. Hann er ekki ólíkur gamla
bismarkbrjóstsykrinum en í tuttugu
sentimetra lengjum í mismunandi lit-
um og bragðtegundum." -Kip
Skógræktarritið, 2. tbl. 2000, komið út:
íturvaxinn hlynur
Ritið hefst á tveimur ræðum frá há-
tíðarsamkomu á Þingvöllum 27. júní
sl., í tilefiii 70 ára afmælis Skógræktar-
félags íslands, ræðu Magnúsar Jó-
hannessonar, formanns Skógræktarfé-
lags íslands; „Góður árangur í skóg-
rækt, merki um vellíðan hins náttúru-
lega umhverfis", og ræðu Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra; „í skógrækt á
íslandi fmnur sköpunarþörf mannsins
sér viðspymu“. Þá er grein um „tré
ársins“, sem er íturvaxinn hlynur í
garðinum við húsið Sólheima í Bfldu-
dal í Amarfirði. Sú nýlunda er að í
blaðinu er innfelld mynd af „tré árs-
ins“ í A-4 stærð. Þá birtist 2.
grein í greinaflokki Vil-
hjálms Lúðvikssonar um
„Skógrækt áhugamanns-
ins“ er nefiiist „Um skóg-
rækt í Brekkukoti o.fl.“.
Jón Geir Pétursson ritar
greinina „Öldungamir í
borginni". Þar er lýst
gönguleið í miðborginni
þar sem unnt er að skoða fimm áhuga-
verð tré frá fýrstu árum tijáræktar í
Reykjavík. Rætt er við Karl Eiríksson
í greininni „Ræktun viö skógarmörk".
Þar lýsir hann ræktun við erfið skil-
yrði í StífLisdal. Sigurður Blön-
dal á 3 greinar í ritinu í greina-
flokkunum „Furður í skógrækt-
inni“ og „Fyrr og nú“. Baldur
Þorsteinsson skrifar grein um
skráningu á fræi sem safnað hef-
ur verið eða flutt inn á árunum
1933-1992 og 2 aðrar greinar er
tengjast innflutningi tijátegunda.
Þá er grein eftir Bjöm Jónsson er
nefnist „Ræktun áhugamannsins.
Skilar hún árangri?" Einar Gunnars-
son ritar þarfa grein um „Grisjun
skóga". Fjöldi annarra áhugaverðra
greina er í ritinu.
usgögn
Bæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234
Opið alla daga til jóla 10-22
59
14(Í£uC(skartgripir
Miíqð úrvaC af
demanfásífirtgnpum
áfrábceru verði.
‘JFattegir demantsfringar,
frábcert verð.
MianzFiringar
Sendum myndaíista.
Laugavegi 49, sími 561 7740
ólagjöfin hennar!
Stuttir og síðii
pelsar í úrvali
Minkapelsar
Tilboð
50% útborgun
og eftirstöðvar
vaxtalaust allt að
12 mánuðuni.
Pelsfóðurs-
kápur ogjakkat
Ullarkápur og
jakkar með
loðskinni
Loöskinnshúfur
Loðskinnstreflar
Loðskin nsh árhön d
Klassískur fatnaðm
Bocace-skór
Þar sem
vandláth
versla
PELSINN
Kirkjuhvoli, sími 552 0160
B Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði
«T
m