Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 45
61
i
I
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
I>V
Britney ekki
boöid í brúö-
kaup Madonnu
Táningastjarnan Britney Spears
er sögð mjög vonsvikin yfir því að
hafa ekki verið boðið í brúðkaups-
veislu Madonnu í Skotlandi í næstu
viku. Illar tungur segja að Madonna
sé hrædd um að unga stúlkan steli
senunni og dragi athyglina frá
henni sjálfri. Britney hefur kippt í
marga spotta til að komast á gesta-
listann en án árangurs. Það kemur
hins vegar á óvart að bamsfaðir
Madonnu og fyrrverandi ástmaður
hennar, Carlos Leon, skuli vera
meðal þeirra sem boðið hefur verið
til veislunnar.
Kevin Spacey
skúrkur í James
Bond-mynd
Þó svo að tvö
ár séu þar til
næsta James
Bond-mynd
verður frum-
sýnd er þegar
orðrómur á
kreiki um hver
muni leika
skúrkinn.
Kevin Spacey
er oftast nefnd-
ur í því samhengi. Skúrkarnir í
Bond-myndunum eru eins og kunn-
ugt er svolítið sérstakir, bæði tryllt-
ari og viltari en skúrkar í öðrum
myndum. Verði Spacey fyrir valinu
verða aðdáendur Bond-myndanna
ekki fyrir vonbrigðum. Þó svo að nú
muni menn fyrst og fremst eftir
Spacey sem fóðurnum í American
Beauty hefur hann langa reynslu af
því að leika bófa. Hann lék til dæm-
is fjöldamorðingja í kvikmyndinni
Seven.
18. desember
Huröaskellir gengur um og skellir
huröum svo fast aö fólk hefur varla
svefnfriö.
Hurðaskellir
Sjöundi var Hurðaskellir
- sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því
þó harkalega marraði
hjörunum í.
Tilvera
Becker reyndi að
ræna börnunum
Forræðisdeila tennishetjunnar Bor-
is Beckers og eiginkonu hans, leikkon-
unnar Barböru, er á síðum allra þýsku
blaðanna. Nú er Boris sakaður um að
hafa reynt að ræna bömunum sínum.
Boris og Barbara, sem bæði er 33
ára, hafa ákveðið að skilja og er málið
komið fyrir dómstól í Miami. Ástæðan
er sú að Barbara og bömin, Noah
Gabriel, 6 ára, og Elias Balthasar, 1
árs, em í lúxusvillu fjölskyldunnar við
strönd Flórída. Þar hefur Barbara leit-
að til lögmanna vegna skilnaðarins.
Þýskir fiölmiðlar fullyrða að Boris
Becker hafi nýlega komið til heimilis
síns í Flórída til þess að halda jólin há-
tíðleg. Honum hafi hins vegar ekki
verið hleypt inn. Við það hafi hann
orðið æfur.
„Hann hefur hótað að taka bömin
frá mér og fara með þau til Þýska-
lands,“ sem með hjálp lögfræðinga
reynir nú að fá forræðið yfir
sonunum. Dómstóllinn hefur
úrskurðað að hvorki Barbara
né Boris fái um sinn að fara
með börnin frá Bandaríkjun-
um. Boris og Barbara vora
gift i sjö ár. ■—1
Auk forræðisins yfir börnunum
krefst Barbara helmings eigna tennis-
kappans sem rnemar em á jafnvirði
nær 10 milljarða íslenskra króna. í
Boris Becker
Tenniskappinn neitar aö
eiga vingott viö
rappsöngkonuna
Sabrinu Setlur.
kröfu sinni nefnir
Barbara að hún hafi
ekki eigin banka-—.
reikning og að hún
óttist nú að eiginmað-
ur hennar loki krítar-
kortareikningi henn-
ar.
Barbara krefst ekki
bara helmings eign-
anna heldur einnig
reglubundins fram-
færslulífeyris svo hún
geti haldið sama lífs-
stíl og hingað til. Bor-
is Becker yfirgaf fjöl-
skyldu sína 24. nóvember síðastliðinn.
Þýskir íjölmiðlar segja hann eiga vin-
gott við rappsöngkonuna Sabrinu Setl-
ur. Boris neitar því.
Magnari z l .y^stgr. ^
Hátalarar 5.969stgr.
Geislaspilari 26.900stgr.
fptnsheldir pokar
yrir GPS, GSM ofl
1.900stgr.
IB talstöð
13.900stgr.
enon
Neon Ijós i bíla
4.191stgr.
Bláar aðalljósaperur
1,995stgr.
Inni/útihitamælir
í útvarpið
5.900stgr.
J* F talstöðvar
7-950stgr. stk.
pfavarnarkerfi
2.900stgr.
Fjarstart
16.580
" stgr.
Eyjaradíó, Vestmannaeyjar
Radarvarar
^ð9.900stgr
petishitari
4.900stgr.
Fjarstýring á
samlæsingar
0S fyrir
Palm lófatölvu
28.450stgr.
Umboðsaðilar:
Radíónaust, Akureyri
Árvirkinn, Selfossi
Eyjaradíó, Vestmannaeyjum
Bensínstööin, ísafirði
Rafeind, Egilsstööum
Höf.: Jóhannes úr Kötlum