Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 48
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Tré- húsgögn í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur Þórir Einarsson, sáttasemjari ríkisins, eftir samningafund í gær: Staðan er liðlegri ** - biðum eftir útspili sem ekki kom, segir Elna Katrín Jónsdóttir í gær var 46. samninga- fundurinn í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Um miðjan dag voru menn á því að ein- hvern smávonameista væri að frnna í deilunni. Ákveðið var að fundinum yrði fram- haldið í gærkvöld. Sá fund- ur stóð þó ekki lengi og í samtali við DV sagði Þórir Einarsson, sáttasemjari rík- isins, að enn væri langt i DV-MYND KK Kennarar hjá sáttasemjara Kennarar við upphaf seinni samningafundaríns í gærkvöld. undanfarið hafi snúist um stærri skref í tilfærslum úr yfirvinnu í dagvinnu og það hafi aukið vonir manna um að koma dag- vinnulaununum á þokka- legt ról, að því tilskUdu að rikið kæmi með það sem upp á vantar inn í samn- inginn: „Ég vona svo sann- arlega að umrætt útspil komi.“ Ekki náðist í Gunnar land og þó að tónninn í nefndarmönn- um hefði verið liðlegri og bjartari þá væri enn mikið eftir: „Óneitanlega er staðan í heild liðlegri í dag en hún hef- *ur verið. Það er samt ekki komið neitt samkomulag upp á borðið og mikil vinna eftir til að svo verði en umræð- ur eru jákvæðari og ég mun sjá til þess að fundað verður áfram fram að jólum og er næsti fundur í dag. Það er óneit- anlega sáttatónn í viðræðunum og ef eitthvað á að draga saman fyrir jól þurfa menn að hafa hraðan á.“ Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði að lítil tíðindi væru af fundi gærdags- ins: „Við áttum von á útspili frá ríkinu sem aldrei kom. Hvað varðar sáttatón ’ í viðræðunum þá höfúm við í samn- inganefndunum ekki verið að fjand- skapast út i hvert annað; það er helst að ráðherrar hafi verið að senda okk- ur tóninn. Svo ég víki aftur að samn- ingafundinum í gær þá var ákveðin bjartsýni í okkar röðum um miðjan dag. Við áttum von á að eitthvað myndi gerast en því miður gerðist ekk- ert.“ Elna Katrín segir að umræðumar Bjömsson, formann samninganefndar ríkisins, eða Geir Haarde fjármálaráö- herra vegna málsins. -HK Guömundur Martelnsson, framkvæmda- stjórl Bónuss. Elías Þorvaröar- son, verslunar- stjóri Nettó í Mjódd. Sigurjón Bjarna- son, fram- kvæmdastjórl Krónunnar. Bónus segir ekkert vopnahlé vera í verðstríði: Nettó út af lág- vöruverðsmarkaði - óskhyggja, segir verslunarstjóri Nettó Spennan virðist verað að minnka á lágvömverðsmark- aðnum eftir mikið stríð í siðustu viku þegar verð á græn- meti og ávöxtum lækkaði verulega í nokkra daga. DV hefúr fylgst vel með þessum mark- aði og gert nokkrar verðkannanir. Þrátt fyrir að aðil- amir þrir sem harðast berjast á þessum markaði, þ.e. Nettó, Krónan og Bónus, haldi því allir fram að mikið sé um verðbreytingar og lækkanir í verslun- um þeirra varð þeirra ekki vart í könn- unum DV. Blaðið mun áfram fylgjast vel með ailri þróun á þessum markaði og gera reglulegar og óvæntar verðkannanir. Á laugardag gerði blaðið verðkönnun á 15 vörutegundum i versl- ununum þremur sem leiddi í ljós að engar verðbreytingar höföu átt sér stað frá deginum áður. í tveimur verðkönn- um DV á fóstudag á ódýrustu matar- körfunni, óháð tegundum, reyndist Bón- us vera með lægsta verðið en aðeins munaði sex prósentum á verði Krónu- körfunnar og Bónusskörfúnnar. Nettó reyndist vera 18 prósent dýrari en Bón- us. Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir ekki vera vopnahlé á markaðnum og þó mikið sé um verðbreytingar sé Krónan greini- lega dýrari verslun en Bónus. „Við erum ódýrastir í öllum vörum og ef Krónan er með lægra verð en við i ein- hverri vörutegund stendur það aldrei lengur en í nokkrar mínútur,“ segir Guðmundur. „Nettó hefúr setið eftir i þeim hasar sem hefur verið undanfama daga, enda hefur verð verið að hækka mikið hjá þeim undanfarið ár. Þeir geta ekki keppt á lágvöruverðsmarkaðnum, í þessari dýru húsaleigu og með þetta mikla vöruúrval. Þeir eru frekar í flokki með Hagkaupi og Fjaröarkaupum." Elias Þorvarðarson, verslunarstjóri hjá Nettó í Mjódd, segir sína verslun ekki hafa gefist upp á því að keppa við lægstu verslanimar. „Það er óskhyggja hjá Bónus að við séum að hækka verð því það er langt frá því. Hins vegar er al- veg ljóst að við erum að skerpa vinnu- brögð okkar í verðgæslumálum þessa stundina og það fer mikið í taugamar á þeim.“ Siguijón Bjamason, framkvæmda- stjóri Krónunnar, segir að tilkoma henn- ar á markaðinn hafi komið neytendum til góða þar sem verð á matvöm hafi sjaldan verið hagstæðara. „Samkeppnin er í fullum gangi og við erum ódýrari en Bónus í sumu og þeir i öðm.“ -ÓSB DV-MYND HILMAR PÓR Óvænt snjókoma Ekki mun snjórinn þó stoppa lengi við á grundum landans því að spáö er hlýnandi veðri. Einhverjir ná þó að nýta sér snjóinn áöur en hann bráðnar. Urðu þessir eldhugar á vegi Ijösmyndara DV í gær þegar hann var á ferð hjá Seljabrekku. Ekki er annað að sjá en snjórinn sé eftir allt til einhvers nyt- samlegur þegar hann loksins kemur. Engin viðtöl á sunnudögum Dómsmálaráðuneytið staðfesti í síð- ustu viku úrskurð Útlendingaeftirlitsins um að neita Aslan Gilaev, manni sem segist vera 26 ára gamall flóttamaður frá Tsjetsjeníu, um dvalarleyfi á íslandi. Honum verður þó ekki vísað úr landi um sinn en verður hins vegar að gera nánari grein fyrir máli sínu. Aslan fór nýverið í hungurverkfall til þess að ítreka þá staðhæfmgu sína að vís dauði biði hans ef honum yrði vísað úr landi. Hvort Aslan er enn í hungur- verkfalli er óljóst. Þegar DV reyndi að ná sambandi við Aslan í gærkvöld neit- aði eiginkona hans fréttamönnum að tala við hann á þeirri forsendu að það væri sunnudagur. Aslan kom hingað til lands i júní sl. og kvæntist íslenskri konu skömmu eftir það. Þau hjónin hafa sagst eiga von á bami. Lögmæti hjónabands þeirra er dregið í efa þar sem Aslan hefur ekki gef- ið áreiðanlegar upp- lýsingar varðandi uppruna sinn. „Lög gera ráð fyrir því að þeir sem em kvæntir eða giftir íslensk- um ríkisborgurum fái sjálfkrafa dvalar- leyfi. Vandinn er sá að það liggur ekki fyrir hver þessi maður er,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður dóms- málaráðherra. „Hann hefúr gefið upp- Aslan Gilaev Sótti um hæli sem flóttamaður. lýsingar á ýmsum stigum málsins en þær hafa hins vegar verið misvísandi eða rangar." Aslan sótti upphaflega um dvalarleyfi á Islandi sem flóttamaður en eftir að hann gekk í hjónaband dró hann þá um- sókn til baka og sótti um dvalarleyfi á þeim grundvelli að hann væri kvæntur íslenskum ríkisborgara. Aslan kærði sjálfúr úrskurð Útlendingaeftirlitsins til dómsmálaráðuneytisins en mætti ekki á fund sem hann var boðaður á þar sem m.a. átti að gefa honum kost á því að lýsa staðháttum í Tsjetsjeníu. Þó Aslan hafi verið neitað um dvalar- leyfi hefúr ekki verið tekin ákvörðun um að vísa honum úr landi að svo stöddu. -SMK Rafkaup Ármúla 24, s. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.