Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Side 15
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 15 DV Menning Hádramatísk tónlist Tónlist Jóns Leifs var lengi bara pár á pappír því mörg verka hans höfðu til skamms tíma sjaldan eða aldrei verið flutt. Þetta hefur breyst á undanfórnum misser- um og er það vel. Tón- verkin heyrast æ oft- ar á tónleikum og hljómdiskar eru nú orðnir nokkrir. Er þar ekki síst að þakka raðútgáfu á vegum BlS-útgáfufyr- irtækisins, en það fyrirtæki hefur áður tekið upp á sína arma tónsmiði sem hafa þótt athyglisverðir en mikið skort á kynningu. Mestur fengur er auðvitað að upptök- um af stórum verkum sem minni líkur eru á aö flutt séu nógu oft til að hægt sé að kynnast þeim að neinu ráði. Tónlist Nýjasti hljómdiskurinn í röðinni frá BIS ber titilinn Hafís. Þar leikur Sinfóníuhljómsveit Islands nokkur verka Jóns sem hann samdi og útsetti fyrir raddir, ein- söngvara eða kór og hljómsveit. Þama má finna bæði stór verk og smærri í skemmtilegri blöndu. Haíis op. 63 er skrifað fyrir blandaðan kór og hljómsveit. Þetta er hádramatísk löng sena sem virðist visa langt út fyrir titil sinn. Sú einfalda en hrika- lega náttúrumynd sem menn búast við reynist hafa mannlegan tón. Hugsanlega er það þátttaka kórsins sem verður til þess að í bráðnandi og veltandi jökun- um er sem losni úr læðingi mannlegur máttur, mannleg örlög áður frosin í kulda gleymskunnar. Ekki þó örlög einstaklinga heldur hópa, þjóða eða kynþátta. Stjómand- anum, Anne Manson, tekst að halda þannig á sprotanum að spenna verksins stigmagnast á áhrifaríkan hátt og sannfæringarkraftur litar túlk unina. Þann lit hefur kannski of oft vantað í flutning stærri verka Jóns. Það er umhugs- unarefni til hverra við leitum þegar kemur að því að setja fram menn- ingararfinn. Þessi frábæri og metnaðar- fulli stjómandi er gestum Sinfóníuhljómsveitar íslands kunn og freistandi er að velta fyrir sér hvemig starf hljómsveitarinnar hefði mótast með hana í fararbroddi. Guðrúnarkviða er eins og margt eftir tónskáldið sér- kennilega þunglamaleg tónsmíð. Hinn einfaldaði og per- sónulegi hljómaheimur skáldsins hefur alltaf sina töfra en hrynur er í þessu verki langtum of einfaldur. Svo einslit hrynmynstur verða auðveldlega leiðigjöm, ekki síst vegna þess hve hljómarnir hafa veika stefnu í kerfi hans. Sönglínur einsöngvaranna em að mestu byggðar líkt og um venjulegt hljóðfæri væri að ræða, en manns- röddin hefur löngum krafist sérstöðu. Efni sem getur hljómað vel í meðferð tréblásara verður stirt og skrýtið þegar raddir syngja það. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Gunn- ar Guðbjörnsson og Loftur Erlingsson gera þó vel og ekki við þau að sakast. Nótt tekur yfir tólf mínútur í flutningi. Það er skrifað fyrir samsöng tenórs og barítons með lítilli hljómsveit. Lýsing Þorsteins Erlingssonar á ástarfundi um sum- arnótt er stytt og hljómskreytt. Stirðleiki línanna fyrir raddirnar í tvísöngsstíl á ekkert sameiginlegt með efni ljóðsins. Ekki svo að skilja að tónlistin hafi ekki aðdrátt- arafl. Samhengi hennar við textann er bara svo tæpt að líklega nyti efnið sín betur í hreinum hljóðfæraflutningi án textans. Gunnar Guðbjömsson tenór og Ólafur Kjart- an Sigurðsson baríton syngja vel og raddir þeirra hljóma vel saman. Varkámi litar þó flutning þeirra og greinilegt að efnið þyrfti mildu meiri tíma til að fljóta. Minni verk eru áheyrileg, sérstaklega sönglög- in, og bjóða velkomna tilbreytni í stil. Sem sagt: athyglisverður en köflóttur diskurþar sem lang- dregin einhæfni er rofin með hreint hrífandi augnablikum. Þau hefðu kannski aldrei orðið ef ekki hefði verið gefinn tími í grámanum fyrst. Sigfríður Bjömsdóttir Jon Leifs: Hafís. Sinfóníuhljómsveit Islands og ein- söngvarar undir stjórn Anne Manson. BIS 2000. Jón Leifs tónskáld / bráönandi og veltandi jökunum er sem losni úr læðingi mannlegur máttur, mannleg örlög áöur frosin í kulda gleymskunnar. Bókmenntir m Sérkennileg blanda í sögu Guðjóns Sveins- sonar um Nílarprinsessuna er sagt frá egypskum flóð- hestum sem búa við Nílarósa og íslenskum hest- um en sagan gerist á land- námstíma íslands. Flóð- hestakonungshjón á vestur- bakka Nílar eignast dóttur sem þau kalla Flóðhildi. Þegar þau fara að leita að maka handa dótturinni heyra þau af hvítum, und- urfögrum hesti sem á heima á íslandi og nefnist Prins. Sá er enginn venjulegur hestur heldur afkvæmi svartrar hryssu og silfurgrás vatnahests eða nykurs. Ekki liggur beint viö hvemig eigi að gera úr þeim par en þá skerst í málið krókódíll nokkur, doktor Dílkrók- ur, sem ætlar að hagnast á öllu saman. Blanda af egypskum flóöhestum og íslenskum land- námshestum er óneitanlega sérkennileg og framandi. Hún gengur þó að vissu marki upp. Kaflamir um dýra- og mannlíf á íslandi á landnámsöld eru um margt fróð- legir og ættu að lífga upp á landnámið í hugum ungra lesenda. Ýmiss konar þjóðsagnakennd fyrirbæri á borð við landvættir og nykra koma við sögu og falla ágætlega að andrúmslofti sögunnar. Kaflarnir sem gerast í Eg- yptalandi eru að sama skapi ágætlega skrifaðir en eigi að síður er erfitt að tengja svo ólík sögusvið þó að höf- undur geri sitt besta til að tvinna þau saman frá upp- hafi. Egypsku persónumar takast flestar ágætlega. Doktor Dílkrókur er vel heppnað illmenni en hann hefur verið gerður útlægur frá Súdan vegna þess að hann át konuna sina í bræðikasti (32). Níels níundi, konungur flóðhest- anna, er lika skemmtileg persóna og engan veginn eins vitur og gáfaður og hann þykist vera. Níelsína drottning og Flóðhildur prinsessa fylgja honum svo í blindni eins og hefðbundnar kvenpersónur. íslensku persónumar eru ekki eins spaugilegar. Eink- um er athyglinni beint að Prins, vinkonu hans, Eldingu, og móður hans, Tinnusvört. Mennskar persónur eru lítt áberandi nema Ingólfur Amarson en hann stendur utan við meginatburðarásina. Að lokum má nefna nokkra fugla, einkum Gráhegra sem leikur tveimur skjöldum. Persónur hestanna fylgja hefðbundnu mynstri. Þannig dregur Elding Prins óafvitandi út í ógöngur eins og Eva Adam forðum daga. Tinnusvört gegnir hefðbundnu móðurhlutverki en faðir Prins, nykurinn, kemur hon- um til bjargar að lokum og reynist sönn hetja. Nílarprinsessan hefur ýmsa kosti, en egypska sagan og sú íslenska falla ekki alltaf nógu vel saman og sagan verður fulllangdregin og hæg. Myndir Erlu Sigurðar- dóttur eru skemmtilegar og eiga mikinn þátt í að sýna muninn á þessum tveimur heimum. Katrín Jakobsdóttir Guðjón Sveinsson: Nílarprinsessan. Muninn bókaútgáfa 2000. Ifc 4% II > 6 f •} jdb i' 1 .9 Glæsilegt úrval V Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum/æ dúkum, Ijósum og gjafavörum. Arshótíðadress fyrir börn og fullorðna, samkvæmisveski. Bk Matta rósin 20% afsl. JH ) jÉgr j Pelsar í úrvali opi& Sigurstjarnan virka daaa 11-18, [ bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-16 Sími 588 4545. Pelsfóðurs- kápur ogjakkar Ullarkápur og jakkar meö loðskinni ! hennar! Stuttir og síðir pelsar í úrvali Minkapelsar Tilboð 50% útborgun og eftirstöðvar vaxtalaust allt að 12 niánuðum. Loóskinnshúfur L oóskin nstrejlar L oóskin nsh árhön d Klassískur fatnaður Bocace-skór Þar sem vanilátir versla PELSINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160. g tgi Raðgreiðslur í allt að 36 mónuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.