Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Síða 3
Þeir 19 þusund framhalds-
skolanemar sem mega ekki
mæta í skolann dreifast nu
■m
um heiminn i leit að ein-
hverju til að stytta ser
stundir við i skammdeginu.
Fókus rakst a unga MH-
mey i kóngsins Kaupinhávn
og komst að þvi að ekki fá
allir vinnu á lagernum hjá
Baugi.
Unnur Edda Garöarsdóttir hefur veriö svipt réttinum til aö mennta sig. Hún starfar við skúringar í Kaupmannahöfn.
verkfall til
Koben
„Ég ákvaö bara einn daginn að
ég væri búin að fá nóg af því að
hanga heima og bora í nefið,“ segir
Unnur Edda Garðarsdóttir, 18
ára MH-ingur af málabraut. „Svo
ég pantaði mér bara far út og bý
hérna hjá vinkonu minni og fjöl-
skyldu hennar," heldur hún áfram
og bætir við að það sé erfitt að fá
vinnu heima því allir menntaskóla-
nemar landsins séu á vinnumark-
aðinum. Þess vegna fór hún til
Köben og vinnur nú við að skúra
bókasafn í Norrebro.
8,0 í meðaleinkunn
„Síðasti timinn sem ég fór í var
íslenska 323, held ég,“ svarar Unn-
ur, aðspurð um í hvaða tíma hún
var þegar hún var svipt réttinum
til að mennta sig. „Ég var að lesa
Sjálfstætt fólk. Fín bók,“ heldur
hún áfram og glottir yfir ritgerð-
inni sinni. Þetta var á fimmtu önn
Unnar í MH. í lok þeirrar fjórðu
fékk hún 8,0 í meðaleinkunn. En
það er svona sú meðaleinkunn sem
loðir við hana.
Stúlka með átta í meóaleinkunn
stefnir nú varla aö því að veróa
skúringakona í Norrebro?
„Nei. Þó þetta sé auðvitað fram
út af fyrir sig þá stefni ég á dans-
nám,“ svarar Unnur sem finnur þó
hjá sér löngun til að ljúka við stúd-
entsprófið áður.
Kennarar eiga ekki að
fara í verkfali
Finnst þér verkfalliö réttlátt?
„Nei. Mér fmnst að kennarar eigi að
fá hærri laun. Ríkið borgar þeim ekki
nóg en það er samt fáránlegt af þeim að
fara í verkfall sem bitnar bara á okkur
krökkunum en ekki á ríkinu. Þeim er
alveg sama þó kennarar séu í verkfalli
og því sé ég ekki að þetta breyti
nokkru fyrir þá.“
Þetta er annað verkfallið sem Unnur
verður fyrir á námsferli sínum. Það
fyrra stóð í sex vikur þegar hún var
tólf ára. Henni fannst það verkfall
skipta minna máli en þetta verkfall
sem hefur rústað öll plön hennar um
framtíðina.
En hvaó er fram undan?
„Ég kem heim ef verkfallið leysist og
okkur verður leyft að taka próf. Ef ekki
þá kem ég heim næsta haust og fer aft-
ur í íslensku 323,“ segir Unnur og yppt-
ir öxlum í kóngsins Köbenhávn.
Hann er helvítis töffari hann Margeir þegar hann er búinn að hlúa nostursamlega að
yfirvaraskegginu sínu, sem er réttnefnd klámmyndamotta af þýskum meiði, í heila
tvo mánuði og þetta er lengsta setning sem skrifuð hefur verið í Fókus til þessa og
ekki úr vegi að setja hér punktinn yfir punktinn:
Tveggja mánaða motta
„Eina rullan sem mottan spilar
er sú að það er mjög óþægilegt að
borða með hana, það festist allt í
henni. En hún fylgir kvöldinu og
hún lítur helviti vel út. Ég upp-
götva á mér nýja hlið,“ segir Mar-
geir um mottuna sem hylur á hon-
um efrivörina.
Fimmtíu snúða maki
Margeir er gamall jaxl í þeirri
grein skemmtanabransans sem
snýst um plötur, en það er einmitt
það sem hann gerir. Hann hefur
fylgt dansþættinum Partyzone út-
varpsstööva á milli og spilað á öll-
um helstu vettvöngum djammsins
síðasta áratuginn. Diskókvöld hans
hafa verið fastur liður á annan í
jólum síðastliðin fimm ár, og fest
sig tryggilega í sessi sem gubb
djammhunda í þeirri búlemíu sem
jólin eru. Nú hefur líka verið gef-
inn út geisladiskur með sýnishorni
af því sem maöurinn með mottuna
stendur fyrir. Eða eins og hann
orðar það sjálfur: „Þetta er tíma-
laus diskur með klassískri
partítónlist."
En ert þú bara eins manns
skemmtiatriði á kvöldinu?
„Ja, þetta snýst ekki um að vera
með 50 plötusnúða á svæðinu og
svaka sjóv. Það er bara verið að slá
upp góöu partíi með alvöru
diskómúsík (og þá er ekki verið að
tala um neitt Abba eða Beegees). Svo
hef ég alltaf verið með leynigest með
mér, meðal þeirra sem verið hafa eru
Daníel Ágúst og Páll Óskar.“
Og hver er þaö núna?
„Það kemur ekki til greina að ég
segi frá því,“ segir Margeir með yfir-
vegun. „En það verður líka ásláttar-
leikari með mér,“ upplýsir hann þó.
Diskó í hjartastað
En hvernig stendur á því að þú ert
svona mikil diskórotta?
„Ég er opinn fyrir góðri músík.
Hvort sem það er house, diskó, dub
eða rokk. Aha góða músík spila ég og
bý svo til eitthvað í kringum hvert og
eitt.“ Honum er ekki vel við að tengja
diskóið við rottur
Og var þér aldrei strítt á þessu?
„Nei, ég neita því ekki að diskó er
nálægt hjartanu. Ég hef aldrei verið
hræddur við að viðurkenna það að ég
kann að meta það. Ég er hugrakkur,"
segir hann, og nær ekki að fela hlát-
urinn.
En aftur að mottunni, hvenœr byrj-
aðirðu að safna fyrir kvöldið?
„Þetta er þrotlaus tveggja mánaða
vinna, endalausar snyrtingar."
Að því gefnu, hvaó yrði um diskó-
kvöld Margeirs ef mottan vœri ekki á
sinum stað?
„Hún þyrfti að vera rökuð af mér í
svefni eða eitthvað, ha,ha,ha. En
diskóið mundi áfram fá að hljóma,"
segir þessi káti diskósveinn með
næstum því batteríislausan farsíma
og heldur jólagjafakaupum áfram.
e f n i
Jólakort
Islendinga:
Hverjum
senda
þeir?
Jólasveinninn Stekkjarstaur:
Hvað gerir hann eftir
jólin?
Mikael Torfason:
Það hefur
ekkert
breyst
Höfundar
Villiljóss:
Koma
með nýjan
tón í kvik-
mynda-
gerðina
Masters at Work:
Enn að eftir
10 ár
Add n to (xj:
Vill gera
klámmynd
Ungir íslend-
ingar:
Hvernig er
að vera á
lausu?
Luxus og
Fræbbblarnir:
Plöturnar
dæmdar
£mXá*A
Yesmine og Anna:
Lífið í ræktinni
rlí f iö
I svörtum fötum með olötu
Unbreakable frumsvnd
Ki.Od.a;Snýt..aftur
Hasshausinn Grace komin í bíó
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Pjetur
af höfundum Villijóss
22. desember 2000 f Ó k U S
3