Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Page 7
Villiljós er ný íslensk kvikmynd sem verður frumsýnd í janúar 2001. Verkefnið er svolítið sérstakt • - /'i-V. „1' ^ . i'-. ' l ^ - ‘ fimm ieikstjórar standa á bak við myndina en aðeins einn handritshöfundur. Sögurnar gerast í á meðan borgin er rafmagnslaus og fjalla um sambönd af ólíku tagi. Handritshöfundur er Huldar fjörð en leikstjórarnir eru Dagur Kári Pétursson, Ragnar Bragason, ÁsgrímurjSvérrió^m^ii^S Gunnlaugsson og Inga Lísa Middleton sem er í Englandi og komst því ekki í viötal.; ; „Mér skOst að það hafl verið Huldar Breiðfjörð handritshöf- undur og fólkið hjá Zik Zak sem fengu hugmyndina að fá fimm leik- stjóra til að gera þessa mynd. Svona myndir hafa nokkrum sinn- um verið gerðar en ég man ekki til þess að þetta hafi verið reynt á þennan hátt áður. Kvikmyndir af þessu tagi hafa oft misheppnast vegna þess að þær hafa verið sund- urlausar," segir Ásgrímur Sverris- son en bætir svo viö að það gildi ekki um þessa mynd. „Villiljós er náttúrlega rosalegt masterpís." Ungir athafnamenn „Allar sögumar gerast i Reykja- vík um nótt og eiga þaö SEuneigin- legt að rafmagnið fer af borginni og tjallar um áhrif þess á persónur hverrar sögu fyrir sig,“ segir Ragn- ar Bragason. Aumingjaskápurinn, sem Ragnar leikstýrir, segir frá ungu pari sem er á rómantískum veit- ingastað en kvöldið breytist í martröð þegar eldri hjón setjast hjá þeim og fara að umsnúa þeirra veruleika. Helstu leikarar eru Gísli örn Garðarsson, Nína Fil- ippusdóttir, Eggert Þorleifsson og Edda Björgvinsdóttir. Ragnar lærði kvikmyndagerð í Bandaríkj- unum. Hann skrifaði og leikstýrði myndinni Fíaskó sem var sýnd fyrr á þessu ári. Hann hefur líka gert stuttmyndir, heimildamyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Ásgrímur leikstýrir hlutanum sem nefnist Heimsyfirráð eða bleiuskiptingar „Popphljómsveit er á leiðinni með flugvél til Reykja- víkur. Söngvarinn vill hætta popp- vitleysunni og verða ábyrgur faðir en hinir í bandinu eru ekki á því að leyfa honum það. Helstu leikar- amir eru Tómas Lemarquis og Helgi Björnsson. Ásgrímur kláraði nám í kvikmyndaleikstjóm í Bretlandi 1994 en eftir það hefur hann unnið að leikstjóm og fram- leiðslu ýmissa heimilda-, sjón- varps- og stuttmynda. Hann hefur starfað fyrir sjónvarp og var meðal annars framkvæmdastjóri Eddu- verðlaunanna. Einar Þór lauk gráðu frá kvik- myndaskóla í London árið 1992 og hlaut viðurkenningu fyrir leik- stjórn. Hann hefur starfað mikið fyrir sjónvarp og útvarp, bæði á ís- landi og í London. Hann er leik- stjóri síðasta hluta myndarinnar sem heitir Guð hrapar úr vélinni sem segir frá ungum manni sem kemur heim tO sín og að konunni uppi í rúmi með ókunnugum manni. „Þetta er svona stutt útgáfa af klassísku stofudrama og einnig lokahluti myndarinnar þannig að hún hnýtir saman aOar sögumar. Leikarar em Ingvar Sigurðsson, Baldur Trausti og Nanna Krist- ín,“ segir Einar. Dagur Kári er nýskriðinn úr kvikmyndskóla í Danmörku þar sem hann lærði leikstjórn. Hann hefur hlotiö fjölmörg verðlaun fyr- ir stuttmyndir, handrit, auglýsing- ar og tónlistarmyndbönd. Líkið í lestinni heitir sá hluti myndarinn- ar sem Dagur Kári leikstýrir. „Lík- bOsstjóri sem leikinn er af Bimi Jörundi er að rúnta um á líkbOn- um i myrkrinu og hans veröld er að hrynja saman. Hann á ímynduð- um samræðum við páfagaukinn sinn sem er með honum í bOnum.“ Fyrsta íslenska stórslysa- myndin „Myndin hangir saman á ákveðnum þráðum og þó þetta séu sjálfstæðar einingar er ramminn mjög sterklega byggður í kringum þær,“ segir Ragnar og Ásgrímur tekur undir: „Já, það verður ekki nógu vel undirstrikað að þetta er ein kvikmynd en ekki fimm stutt- myndir." „Auk þess hjálpar það tO við heOdina að það er einn handrits- höfundur, einn kvikmyndatöku- maöur, einn sem sér um alla tón- list, einn klippari og svo framvegis. Þetta gerir það verkum að myndin er ekki sundurslitin á neinn hátt,“ segir Einar Þór. „Sögurnar koma svo aUar saman i lokin og fléttast saman á skemmti- legan hátt og áUt endar svo í stór- slysi,“ segir Dagur Kári og Ragnar tekur undir, „þetta er stórslysa- mynd myndi ég segja, fyrsta ís- lenska stórslysamyndin." Heilinn í hópnum „En við gleymum Ingu Lísu, hún er besti leikstjórinn af okkur. HeO- inn í hópnum eins og við köUum hana,“ segir Ragnar. „Við erum hálfónýtir héma því okkur vantar „the feminin touch“,“ bætir Einar Þór við. Inga Lísa lauk MA-gráðu frá kvikmyndaskóla í London árið 1991. Hún hefur tvisvar hlotið lista- mannalaun frá íslenska mennta- málaráðuneytinu og fengiö margar aðrar viðurkenningar fyrir verk sin, meðal annars fyrir myndina Ævintýri á okkar tímum frá 1993. Mömmuklúbburinn heitir hlut- inn sem hún leikstýrir og fjallar um þrjár óléttar unglingsstúlkur og er aðalpersónan er leikin af Haf- dísi Huld Þrastardóttur. „Það er svolítið skemmtOeg tOvUjun að Inga Lísa var sjálf ófrísk á meöan á tökum stóð. Þessar unglingsstelpur eru aUar velta þessu nýja hlutverki fyrir sér og hvemig framtíðin á eft- ir að verða,“ segir Ásgrímur. „Þaö er reyndar það sem er sameiginlegt í öUum sögunum, þetta er aUt ungt fólk á krossgötum að glíma við það að takast á við alvöru lífsins og horfast í augu við óvissa framtíð. Það er kannski rauði þráðurinn i sögunni," bætir hann við. Getið þiö sagt einhverjar skemmtilegar sögur af tökum? „Ég var með flensu aUann tím- ann á meðan á öUum tökum stóð og á sterkum lyfjum. Svo hafði ég aldrei prófað að taka upp í bU áður þannig að það var sérstök lífs- reynsla að vera i viku tökum í níst- ingsfrosti í bU,“ segir Dagur Kári. „Það er bara mjög skemmtUegt að gera kvikmynd og maður skemmt- ir sér vel aUan tímann," segir Ás- grimur. „Hvað eins og maður muni einhverjar sögur af tökum, maður er búinn að blokka það aUt út,“ seg- ir Ragnar en bætir svo við að hann hafi komist upp með að taka upp á stað þar sem er víst kolólöglegt að vera. „Enginn komst að því að við höfðum verið þama en fólk verður svo bara að giska hvar þetta sé tek- ið.“ Myndin var tekin upp á mjög löngu tímabUi með löngum hléum. Tökur hófust í nóvember í fyrra og lauk ekki fyrr en í haust, þannig að það er kannski ekki furða að leik- stjóramir muni engar sögur. „Inga Lísa var ólétt og líka með flensu - það voru aUir með flensu þarna,“ segir Dagur Kári. „Sko, ég er sá eini sem tek lýsi og hreyfi mig og verð því sjaldan lasinn. En þeir hinir liggja aUtaf í leti og það má ekkert gerast því þá verða þeir bara hundveikir," segir Einar Þór. Villiljós 2 Ásgrímur segir að ný kynslóð sé að koma fram í kvikmyndagerð. „Við emm aUir, fyrir utan Ragga, að gera okkar fyrstu bíómynd. Ég held að þetta ár sem er að líða marki tímamót að minnsta kosti fyrir kvikmyndagerðarmenn og sé árið þar sem urðu ákveðin kyn- slóðaskipti. Það eru miklu fleiri en bara við sem erum að gera okkar fyrstu myndir.“ Einar bætir því við að þau séu öU með bakgrunn í út- löndum, bæði í námi og starfi. „Það er svolítið einkennandi fyrir þessa kynslóð að hafa bæði menntun og reynslu mjög vfða að, þannig að það er aö verða tU mjög stöðug stétt kvikmyndagerðarmanna.“ Ragnar segist sannfærður um að íslenskir áhorfendur muni taka þessari mynd fegins hendi því þetta er al- veg nýr tónn í íslenskri kvik- myndagerð og mjög frábrugðið öUu því sem gert hefur verið áður. „Svo má alveg gera ViUUjós 2 þar sem við getum séð hvað verður um allt þetta fólk, tU dæmis tíu árum seinna,“ segir Einar Þór. „Ég þoli reyndar ekki þegar er verið að afhjúpa öll trikkin í sam- bandi við kvikmyndagerð. Ég vU að þetta sé dálítU mystería og að áhorfendur viti sem minnst áður en þeir sjá myndina," segir Ás- grímur. Hvaó á svo að gera í framtíðinni? „Halda áfram í kvikmyndagerð," er einróma svar frá leikstjórunum. „Maður kann ekkert annað,“ segir Einar. „Annars verðum við öU stór- stjörnur á alþjóðavettvangi eftir þessa mynd þannig að það verður auðveldur eftirleikur,“ segir Ragn- ar öruggur. „Aumingja þið ef myndin floppar, segi ég nú bara,“ segir hinn hógværi Dagur Kári. 22. desember 2000 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.