Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Page 12
I 1ötudómur Luxus - Have a Nice Trip Vérðskuldar eftirtekt Sköpunarfaðir Luxus er hinn íóðkunni Björn Jörundur Frið- ojömsson sem flestir muna vafa- iaust eftir sem einum forsprakka Mýdanskrar en innan þess stór- skotaliðs sem mynda Luxus má inna gamlan félaga Björns úr þeirri sveit, Jón Ólafsson, sem sér um allan hljómborðsleik plötunnar auk þess sem hann deilir forritun- irvinnu með Hafþór S. Guðmunds- syni, trymbli sveitarinnar. Guð- tnundur Pétursson og Stefán M. Magnússon sjá síðan um allan gít- irleik og í þessu sambandi má síð- an að lokum geta heimsókna þeirra Emilíönu Torrini og Szymons Kurans. Það eru þannig ekki bein- iínis smáir spámenn sem koma að gerð verksins og platan ber ótvíræð merki þess. Öll texta- og tónlistar- sköpun er í höndum Björns með þeim undantekningum að Alaska var unnið i samstarfl við þá Jón Ólafsson og Guðmund Pétursson og Have a Nice Trip er síðan skrifað á sameiginlegan reikning Luxus. í sem stystu máli mætti segja að Have a Nice Trip sé mistæk. Fyrsta lagi hennar, Now You’re Beautiful, svipar um margt til þess sem þeir félagar í Eels hafa verið að gera upp á síðkastið án þess þó að það standi vel af sér slíkan samanburð - engu að síður sæmilegt lag á eigin for- sendum. David Bowie er aldrei langt undan á plötunni og Elvis Costello gerir vart við sig hér og þar. Platan kemst ekki með öllu ósködduð frá textagerð Björns sem er þó engu að síður og yfirleitt í til- tölulega háum gæðaflokki. Sleep, þriðja lag plötunnar, er mjög smekklega unnið; dálítið Bítlaskot- ið án þess þó að sú staðreynd komi að sök og skemmtilegt viðlag þess hljómar síðan hálfpartinn líkt og það sé „úr lausu lofti gripið." Pink Floyd kemur mér helst til hugar þegar samstarfsverkefnið Alaska er annars vegar; þetta er einkar metn- aðargjörn tónsmíð og tilraunir í for- ritun og gítarleik eru að virka mjög vel. Verkið í heild sinni er í raun mjög ríkt af hvers konar tilrauna- mennsku og oftar en ekki verður sú tilraunamennska verkinu til góða. Emilíana og Björn eiga vel heppnaðan dúett í Heaven Knows (sem mætti kalla danslag en þá með þeim fyrirvara að hefðbundin dans- tónlist verður sjaldnast þetta vel ígrunduð) auk þess sem ýmsar ★★”Í sniðugar tilraunir eru áfram fram- kvæmdar til uppbrots. Lagið er gott og textinn með betra móti. Ensku- framburður Björns er ekki algjör- lega gallalaus fremur en textagerð- in og í þeim efnum veit ég satt að segja ekki hvort er bagalegra á plöt- unni, framburður með hinum stirða hefðbundna hreim Islend- ingsins eða þá Björn Jörundur að leika Liam og/eða Damon líkt og hann gerir í titillagi verksins. Björk vissi sínu viti þegar hún ákvað að snúa með þeim hætti á tónlistar- heiminn að slakur enskuframburð- ur yrði að nokkurs konar vöru- merki hennar. Have a Nice Trip uppfyllir auðveldlega þær kröfur sem maður gerir vanalega um fag- mannlega framsetningu auk þess sem hún er nægilega auðug af „nýju dóti“ til að verðskulda eftir- tekt og enn frekari yfirlegu. Hilmar Örn Óskarsson „Verkið í heild sinni er í raun mjög ríkt af hvers konar tilraunamennsku og oftar en ekki verður sú tilraunamennska verk- inu til góða.“ iplötudómur Fræbbblarnir - Dásamleg sönnun um framhaldslíf ★★★ og hressandi Hrátt, hratt Sumarið 1981 hljóðrituðu Fræbbblarnir tónleika sem haldn- ir voru í Kópavogsbiói og stóð til að gefa út á plötu. Þetta var sum- arið sem íslenska pönk- og ný- iiylgjan náði hámarki, salurinn, ;em var jú vagga íslenska pönks- ■ns, var fullur af fólki og bandið ar þéttara og betur æft en nokkru inni fyrr. En eins og á við um umar aðrar pottþéttar stundir í ikksögunni þá klikkaði upptakan eitthvað og það var horfið frá út- 'áfunni. Tæpum tuttugu árum síðar, vor- ■ ö 2000, efndu Fræbbblarnir á ný til tónleika með útgáfu í huga og í betta skiptið var það á Grand Rokk. Upptökurnar fóru fram helg- ma 7. og 8. apríl og útkomuna er að finna á plötunni „Dásamleg iönnun um framhaldslíf' sem hér er til umfjöllunar. Tónleikaefni með Fræbbblunum er sérstaklega kærkomið því að þeir voru að alltaf betri á tónleik- um heldur en á plötu. Fyrsta plat- an þeirra, „VUtu nammi væna“ var vissulega frábær, en manni fannst alltaf sándið vera of kraft- lítið miðað við bandið í tónleika- ham. Seinni platan „Poppþéttar melódiur í rokkþéttu samhengi" var svo klassískt dæmi um stúdió- klúður - það var verið að hlaða alls konar aukahljóðfærum yfir grunnana og útkoman varð ómarkviss poppgrautur. En hvernig hefur svo eina pönk- hljómsveitin á íslandi, sem stóð undir nafni, elst? Jú, furðuvel. Meðlimirnir sem spUa á nýju plöt- unni eru flestir margreyndir Fræbbblar, þeir Valgarður Guð- jónsson söngvari, Stefán Karl Guð- jónsson trommuleikari, Arnór Snorrason og Tryggvi Þór Tryggvason gítarleikarar voru all- ir meðlimir 1981 en við hafa bæst þau Ellert EUertsson bassaleikari og bakraddasöngkonurnar Brynja Arnardóttir, Iðunn Magnúsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Tónlistin er í öllum aðalatriðúm svipuð og hún var frá upphafi. Þetta eru poppuð pönklög, stutt og melódísk. Lengsta lagið er rúmar þrjár mínútur. Þeir keyra þetta á þéttum takti og grípandi melódí- um. Gítarlínurnar, sem alltaf voru sérkenni Fræbbblanna, eru líka í hávegum hafðar. Flest lögin eru frumsamin en það eru líka nokkur lög eftir aðra, þ. á m. Kinks, Arth- ur Alexander, Johnny Cash og hirðlagasmiði Motown útgáfunnar Holland, Dozier og HoUand. Flott cover-lög voru aUtaf eitt af því sem gerði Fræbbblana skemmti- lega (samanber Rudy, Lover Plea- se og Public Image) og enn er það svo, I Walk the Line eftir Cash og You Better Move on eftir Alexand- er eru á meðal bestu laga plötunn- ar. Það er gaman að sjá hvað það er Fræbbblunum eðlilegt að taka fyrir klassísk popplög og sýnir að aUtaf blundaði poppari í pönkur- unum. Á heildina er þetta fín Fræbbbla-plata. Þetta hráa og hraða popp-pönk stendur alveg fyrir sínu og það er enn broddur í þessu bandi. Það sem helst dregur plötuna niður er að lögin eru mis- góð og svo eru textar Valgarðs ekki eins safaríkir og á dögum „Hippa“ og „20. September 1997“. Trausti Júlíusson FRÆBBBLARME „Á heildina er þetta fín Fræbbbla-plata. Þetta hráa og hraða popp-pönk stendur alveg fyrir sínu og það er enn broddur í þessu bandi. plötudómur Margrét Eir - Margrét Eir Fer sparlega með raddkraftinn Margrét Eir er frábær söngkona, •addmikil og raddfógur. Hún hefur síðastliðin ár komið fram í söngleikj- um (lærð bæði sem leikkona og djass- söngvari), verið í hljómsveitum og eft- irsótt sem bakraddasöngkona, nú síð- ast t.d. með Todmobile, Selmu og Páli Rósinkrans ásamt Regínu Ósk og Heru Björk - ekki slæmt tríó það. Nú hefur Margrét hins vegar stigið út á sólóbraut og gefið út fyrsta geisladisk Hugvekja sinn sem ber skírnarnafn hennar: Margrét Eir. Diskur þessi inniheldur 15 erlend lög, ensk og amerísk, frá afskaplega ólíkum flytjendum: Cyndi Laup- er/True colors, Dionne Warwick/You’ll never get to Heaven if you break my heart, Neil Young/Only love can break your he- art, Beach Boys/God only knows, Paul Weller/You do something to me, Moody Blues/Nights in white satin, Tom Waits/Temptation, Madonnu/Live to tell, Ninu Simo- ne/The other woman, Fine Young Cannibals/Funny how love is, Krist- inu Hersh (úr Throwing Muses)/Your ghost, Elvis Costello/Almost blue, Bob Dylan/Just like Tom Thumbs blues, David Bowie/Wild is the wind og Jevettu Steele (minnir mig...)/Call- ing you (úr bíómyndinni Bagdad Café). Af þessari upptalningu gæti maður haldið að útkoman væri ósam- stæð og lögin ósamrýmanleg en svo er alls ekki. Margrét og undirleikarar hennar hafa útsett lögin í sínum eigin stíl sem er listrænn, rólegur, næstum virðulegur, en með sterkri undiröldu ... eins konar djassað popp. Kristján Eldjárn leikur á gítar, er upptöku- stjóri og hljóðblandar ásamt Tómasi M. Tómassyni sem er tónmeistari hér (og auðvitað alltaf Stuðmaður og Þurs). Karl Olgeirsson spilar á Rhodes-hljómborð, Jón Rafnsson kontrabassa og Birgir Baldursson trommur. I sambandi við lagavalið hjá Mar- gréti Eir er ég ánægð með að þar er Sverris Stormskers Þðd halfa er ekki 1109 Viö Frónverjar neitum okkur sjaldnast um að neyta alls í botn. En samt viljum við líka spara. Matvælaframleiðendur vilja einnig spara. Þeir vilja spara á kostnað neytenda. Þeir eru enda- laust í því að stækka umbúðirnar og rýra inni- haldið. Þó að slíkt sé gamalt og ódýrt trix þá er það dýru verði keypt af okkur. Ég tek hér nokk- ur dæmi af handahófi sem ég hef vonandi ein- hvern tíma áður nefnt: Maður kaupir jógúrtdollu og hún er hálf. Ef hún væri í þeirri stærð sem hún ætti raunverulega að vera míðað viö innihald, semsé helmingi minni, þá myndu helmingi færri kaupa hana. Þetta þýðir að helmingi fleiri láta blekkjast en maður gæti ímyndaö sér. Við erum Ijótu helvít- is heilhveitis asnarnir. Maður kaupir 28 tommu Cornflakespakka og hann er hálfur. Ef innihald- ið væri mulið þá næði það vart botnfylli. Þess vegna er það náttúrlega í flögum. í kjötfarsi er svo gott sem allt nema kjöt, t.d. heill hellingur af einhverju óþverramjöli og sýklum og eit- urpöddum og svo náttúrlega ógrynnin öll af vatni og bindiefni til að hægt sé aö búa til nógu lögulegar handsprengjur úr viðbjóðnum. Samt eru allir að kaupa þetta jukk. Við erum ekki þjóð f hlekkjum hugarfarsins heldur kjötfarsins. Maður kaupir Tópas og Ópalpakka og þeir eru hálfir. Bráöum verða umbúðirnar af þessum pökkum orðnar svo stórar og fýrirferöarmiklar að maður getur ekki rogast meö einn pakka heim hjálparlaust, en alltaf skulu þeir vera jafn grátlega hálfir. Maður getur ekki á hálfum sér tekið. í staðinn fyrir að búa til Risa Risa Tópas af hverju búa þessir asnar ekki til Fullan Tópas í venjulegri stærð? Þeir græða náttúrlega ekk- ert á því. Maður kaupir kakóbauk og er þar með tekinn i kakóið því hann er svo hálfur að það hálfa væri nóg. En það hálfa er alls ekki nóg. Maður vill fá það að fullu á fullu sem maður greíðir fullu verði. Maður kaupir Knorr-kryddglas og það er hálft. Knorr-kompaníið er nokkuð lúm- skt og afspyrnu þreytandi. Til að enginn sjái í gegnum glasið og blekkinguna þá reyra þeir miðann alveg upp í topp. Og þó svo lokið sé skrúfað af þá er næsta ómögulegt aö sjá ofan í baukinn fyrir innra lokinu sem er rautt og klossað. Þeir reikna ekki með að maður kroppi það upp þegar heim er komið og kíki oní „spari- baukinn" heldur fari bara að krydda og krydda eins og motherfucker af lífs og sálar kröftum. Glasið hafa þeir úr gleri til að gefa innihalds- leysinu viðunandi vigt. Og svo okra þeir á þessu drasli sem er náttúrlega ótrúlega „cheap". Maður kaupir Oscar-kjötkraftsdollu og hún er langt frá því að vera hálf. Þetta er einhver smá- slumma á stærö við meðal ungrottuskít og eig- inlega alveg eins í útliti. Ég hef ekki enn þá lagt í að bragða á þessu af ótta við að þetta líkist ekki bara rottuskít. En það vantar ekki umbúð- irnar. Maður ætlar aldrei að vera búinn aö opna þetta því aö hvert lokið tekur við af öðru eins og þarna sé að flnna einhvern geysiverðmætan ættardýrgrip en ekki skítaklessu. Það er senni- lega ætlast til að maður taki andköf af hrifningu yfir umbúðunum og gleymi sér í Indiana Jones- gullgrafaraspenningi við að komast til botns í ★★★Á engin klisja, þ.e.a.s. lög sem allir eru alltaf að syngja eða níðast á. Að visu eru þarna nokkur heimsfræg lög en flest hin hafa ekki heyrst (mikið) hér opinberlega enda þótt þau séu á plöt- um þessa fræga fólks ... vonandi kem- ur Margrét þeim á framfæri sem víð- ast. Margrét er, eins og áður segir, raddmikil en fer sparlega með þann kraft - er ekkert í raddleikfimi í hverri hendingu eins og Mariah Car- ey - notar frekar röddina í túikun textans. Hins vegar á hún það til að brýna röddina hressilega á hljómleik- um og ég mæli með Margréti og með- spilurum hennar „læf‘; missið ekki af því ef tækifæri gefst. En það er ekki bara innihald disks- ins sem er fallegt og listrænt, líka um- búðirnar: ljósmyndun Ari Magg, hönnun Óli Daníel. Andrea Jónsdóttir „Margrét og undirleikarar hennar hafa útsett lögin í sínum eigin stíl sem er listrænn, rólegur, næstum virðulegur, en með sterkri undiröldu ... eins konar djassað popp.“ að það hálfa væri nóg. En það hálfa er alls ekki nóg. Maður vill fá það að fullu á fullu sem maður greiðir fullu verði.“ „málinu" (dollunni) og pæli svo ekkert í drullu- stöppunni þegarhún lítur dagsins Ijós. Ætli þeir verði ekki farnir að selja þetta í bómull og gler- öskju innan fárra ára. Hálfri að sjálfsögðu. Á uppsprengdu verði. Umbúðirnar stækka, verðið hækkar, innihaldið minnkar. Svona er þetta á öllum sviðum nútímans. Maður er alltaf að kaupa hálft af öllu á fullu verði. Það er allt hálft í þessum heimi nema hvað íslendingar eru alltaf fullir. Hálfvitar. 12 f Ó k U S 22. desember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.