Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Nýr Jeep í Detroit Jeep er um það bil að frumsýna arftaka hins vinsæla Cherokee á bílasýningunni í Detroit í janúar. Bíllinn er alveg nýr pakki frá Jeep og hefur fengið nafni Liber- ty, en hann mun keppa við bíla eins og Land Rover Freelander og Ford Maverick. Nýr ofur-BMW Frést hefur að BMW ætli sér að koma meö arftaka Ml-ofurbílsins. Mun hann knúinn 3 lítra, 600 hestafla VlO-vél sem á ættir sínar að rekja til Formúlunnar. Þessi róttæki tveggja sæta sportbíU fær líklega nafnið M2. Búist er við að bíllinn kosti yfir 30 miiijónir og segir BMW aö þetta sé fyrsti götu- bíllinn sem kemst eitthvað í lík- ingu við Fl-bíl. Mun hann fara í framleiðslu árið 2002 og verður grindin til dæmis úr magnesíum, með koltrefja-yfirbyggingu, þannig að heildarþyngdin verður aðeins rúm 1200 kUó sem þýðir hálft hestafl á kUó. Vélin mun snúast aUt að 15.000 snúninga á mínútu og hleypa bílnum upp í hundraðið á vel undir 4 sekúnd- um. Það er ekki síst að þakka kerfi sem leyfir ökumanni að halda bensíngjöfinni í botni með- an skipt er. Búist er við að í þess- um bíl verði líka sömu leirbrems- ur og í Fl-bílnum. Mondeo bíll ársins hjá AutoExpress Ford Mondeo var valinn bUl ársins í Bretlandi af lesendum AutoExpress. Hlaut hann 25% at- kvæða og vann því C-línu Mercedes og Alfa 147 sem þóttu einnig liklegir. Bara konur UmboðsaðUi Citroén í BrasUíu hefur opnaö útibú í Sao Paulo sem er sérstakt fyrir þær sakir að þar vinna aðeins konur. Bygging- in er stór og á besta stað í mið- bænum. Þar er einnig fullkomin viðgerðaraðstaða. Aðeins konur vinna störfin og sinna líka örygg- isgæslu. Voru þær þjálfaðar sér- staklega. Ástæðan fýrir þessu er sögð vera sú að konur eru ráð- andi i kaupum á bUum. Sam- kvæmt könnun þar í landi hefur konan síðasta orðið í 70% tUvika. * * Nýr og stærri Range Rover Nýr Porsche AG, Stuttgart, mun bæta nýjum bU við núverandi línu í maí árið 2001, en sá er með sportlegri eigin- leika en þeir sem fyrir eru. VélaraUið er 462 hö en þar með verður 911 GT2 öfiugasti sportbíllinn frá Porsche. GT2, sem verður einungis með afturhjóla- drifi, hefúr aksturseiginleika sem sam- ræmast því sem gerist með svokaUaða „super-sportbUa“. Billinn er byggður á sama grunni og 911 Turbo og verður sýndur í fyrsta sinn á bílasýningunni í Detroit nú í janúar nk. Minni eigin- þungi bílsins, 42 hö meira vélarafi (umfram 911 Turbo) auk sportlegri drifbúnaðar og minna vindviðnáms eru helstu nýjungamar varðandi 911 GT2. Þessi hönnun hefur verið yfir- færð á svipaðan hátt á 911 GT3 en sá bíU er byggður á sama grunni og Car- rera 2 en án forþjöppunar. Fleiri tækninýjungar Markmiðin með hönnun 911 GT2 voru að smíða bU með einstaka akst- urseiginleika en um leið hámarksþæg- indi ökumanns að leiðarljósi. Auk þess skyldi bíllinn bjóða upp á fullkominn öryggisbúnað og tækninýjungar og vera hentugur tU daglegrar notkunar. Á meðal tækninýjunga eru bremsu- Von er á nýjum Range Rover á næsta ári og hefur hann fengið þónokkra andlitslyftingu. Það sem er augljósast í því efni eru kringlótt ljósin, sitt hvorum megin við risa- stórt griUið, einnig eru afturljósin orðin hringlaga. Þrátt fyrir breyt- ingarnar ætti öUum að vera ljóst að hér er Range Rover á ferðinni. Það sem við sjáum hins vegar ekki á myndinni er stærð nýja bílsins en hann er næstum fimm metra lang- ur. Fimm sentímetrum lengra hjóla- haf þýðir líka meira innanrými og í engu verður tU sparað í lúxus þar. Porsche á næsta ári - léttari bíll og aflmeiri vél Endurhönnuö yfirbygging og fjöðrun Þrátt fyrir stækkun er ekki mikill munur á þyngd gamla og nýja bUs- ins. Þvi var náð með því að nota léttmálma á fleiri stöðum og í sam- vinnu við bUahönnuðinn Karmann var nýja yfirbyggingin smíðuð úr sömu efnum og notuð eru í kappakstursbUa og ásamt álskelinni verður hún bæði sterkari og léttari. Mikið hefur einnig verið lagt í þró- un fjöðrunarinnar og er sjálfstæð, tölvustýrð loftpúðafiöðrun á öUum hjólum. Einnig er hægt að stjórna álagi gormanna og bUlinn er með sérstUlingu fyrir akstur í kröppum beygjum. BUlinn lækkar sig þegar stigið er inn og út, hækkar þegar ekið er af stað og lækkar aftur á miklum hraða. Þegar komið er á ójafnt undirlag taka skynjarar eftir meiri slaglengd og stUla fiöðrunina eftir því. 1 bílnum er svo spólvöm og skrikvöm með haUaviðnáminu úr Freelander-bílnum. Þetta er nýja útlitið á Range Rover sem von er á í lok ársins 2001. Hann er stærri og betur búinn en áður þótt hald- ið hafi verið í hið klassíska útlit hans að mestu leyti. Vélar frá BMW Stærsta breytingin er þó í vélun- um þar sem þessi bUl var hannaður meðan BMW átti enn þá verksmiðj- urnar. Minnsta vélin verður sú sama og í BMW X5, sem er 4,4 lítra V8 vél. Stærsta vélin er hins vegar V12 vél sem kynnt verður í næstu 7- linu frá BMW. Gamla 2,5 lítra dísil- vélin er orðin of lltil fyrir þetta tröU svo að hann fær tvær nýjar BMW- dísUvélar, 4 lítra V8 og 3 lítra sexu. Báðar verða stUltar þannig að hann hefur mikið tog á lágsnúningi. Ford, eigandi Range Rover-merkisins í dag, mun þó koma með nýjar vélar fljótlega og verða það 4 lítra Jagúar- vélin og 6 lítra vélin úr sportbUnum Aston Martin Vanquish. BMW hefur notfært sér vel þró- unarvinnuna í Land Rover og Range Rover- jeppunum þvi von er á nýjum jeppum og jepplingum frá þeim. Uppi eru plön um að kynna 3- línu jeppling, byggðan á sömu grunnatriðum og Freelander, og X7- jeppa tU að keppa við Range Rover. -NG Takiö eftir loftinntakinu framan á húddinu sem sér um að halda framendanum niöri eftir því sem hraöinn eykst. Einnig eru mun breiðari afturdekk á GT bílnum þar sem hann er einungis með afturhjóladrifi. diskar úr keramísku efni sem þola margfalt álag á við stáldiska og 4 ör- yggisloftpúðar eru einnig staðalbúnað- ur í 911 GT2. Þessi nýi Porsche er 20 mm lægri en 911 turbo og er hámarks- hraðinn 315 km/klst. Þetta er fyrsti Porsche-bíllinn fiá upphafi sem hefúr rafeindabúnað sem takmarkar há- markshraða en hröðun frá kyrrstöðu í 100 km/klst. er 4,1 sekúnda. Eigin þungi bflsins, samkvæmt DIN-mæl- ingu, er 1440 kg en það er 100 kg minna en 911 Turbo. Sjáanlegur munur er á 911 GT2 miðað við 911 Turbo. Fram- endinn á GT2 er með loftinntak fram- an á búddinu sem myndar hringrás og þrýstir bílnum niður að framan eflir því sem hraði eykst. Svartholin (loft- inntökin) eru stærri en á 911 Turbo og skipt í miðju með rim. Að aftan er stærri stillanleg vindskeið sem stækk- ar og minnkar auk þess að breyta um lögun eftir hraða. -NG Fornbflaklúbburinn byggir bflasafn Hafinn er undirbúningur að bygg- ingu þúsund fermetra bílasafns í El- liðaárdalnum í Reykjavík á vegum Fombílaklúbbsins og mun húsnæð- ið einnig hýsa félagsaðstöðu klúbbs- ins. Mun safnið rísa við hlið safns Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og reiknað er með þvi að húsið rúmi um 25-30 fornbíla, auk þess sem gríðarlegt ljósmyndasafn klúbbsins verður þar til sýnis. Þótt bílafjöldinn verði ekki meiri á safn- inu en ofangreindar tölur segja til um verður oft og iðulega skipt um bíla þannig að safnið verður í stöðugri endurnýjun. Segja má að í landinu séu að minnsta kosti 200 sýningarhæfir fornbílar og því hægt að hafa margar og skemmtilegar sýningar á safninu á hverju ári. Virkt félagsstarf Fjöldi félagsmanna í Fombíla- klúbbnum er tæplega 600 um þess- ar mundir og félagsstarfið blóm- legt, jafnt að sumri sem vetri. Á sumrin er farið í 13-15 ferðir, lang- ar og stuttar, innanbæjau- og utan. Farið er í kvöldrúnta um borgina, dags- og helgarferðir um nærliggj- andi sveitir, eina langferð og síðan er haldið landsmót. Á liðnu sumri var landsmótið haldiö á Hvann- eyri, samhliða fornbíladegi sem haldinn var að tilstuðlan Búvéla- safnsins. Á veturna hittast félagar klúbbsins vikulega á miövikudags- Þar sem að gamli Voyager fiöl- notabíllinn frá Chrysler kom illa út úr árekstrarprófunum hafa þeir nú kynnt nýtt módel sem fer sölu næsta vor. Framendanum hefur verið breytt mikið og nú eru fiórir öryggispúðar staðalbúnaður. kvöldum í Húnabúö, Skeifunni 11, og síðasta miövikudagskvöld hvers mánaðar er opið hús með dagskrá, myndasýningum og fyrir- lestrum. -NG Einnig fær hann nýjar og aflmeiri vélar, 2,4 lítra bensínvél og 2,5 lítra dísilvél sem skilar 140 hestöflum. Loks verður endurhönnuð fiöðrun í bílnum og mikið úrval aukabúnað- ar eins og DVD spilari og flatir skjáir í höfuðpúðunum. Öruggari Voyager

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.