Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Side 4
34
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001
Gu&mundur Arni Sigfússon,
þjálfari Gróttu/KR
Guðmundur með Ágústi
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um DV-Sport mun Guðmundur Árni
Sigfússon, þjálfari kvennaliðs
Gróttu/KR, taka við starfl aðstoðar-
manns Ágústs Jóhannssonar, þjálf-
ara kvennalandsliðsins í handbolta,
á næstu dögum en eins og kunnugt
er hætti Herdís Sigurbergsdóttir í
því starfi ekki alls fyrir löngu.
Guðmundur þekkir Ágúst vel því
hann var einnig aðstoðarmaður
hans þegar Ágúst stýrði fyrstu deild-
arliði Vals í fyrra. Ágúst á fyrir
höndum annasamt ár með kvenna-
landsliðin en hann stjómar einnig
U-18 ára og U-20 ára landsliðum
kvenna. -ósk
■V
NBA-DEILDIN
Atlantshafsdeildin:
Philadelphia 76ers ...........21-8
New York Knicks..............19-12
Miami Heat ..................18-14
Orlando Magic ...............14-16
Boston Celtics...............12-18
New Jersey Nets ..............9-21
Washington Wizards ...........6-25
Miðdeildin:
Charlotte Homets............20-11
Cleveland Cavaliers ........16-12
Milwaukee Bucks.............16-13
Toronto Raptors.............15-15
Detroit Pistons.............13-18
Indiana Pacers..............13-18
Atlanta Hawks ..............10-20
Chicago Bulls................5-25
Miðvesturdeildin:
Utah Jazz...................20-11
San Antonio Spurs...........19-11
Dallas Mavericks ...........20-12
Minnesota Timberwolves .... 17-14
Denver Nuggets ............16-15
Houston Rockets............14-15
Vancouver Grizzlies.........8-22
Kyrrahafsdeildin:
Sacramento Kings .............20-8
Los Angeles Lakers............22-10
Portland Trailblazers ........21-10
Phoenix Suns..................18-10
Seattle Supersonics...........17-14
Golden State Warriors ........10-21
Los Angeles Clippers .........10-21
Allen Iverson átti frábæran leik þegar Philadelphia 76ers bar sigurorð af Sacramento Kings á laugardaginn.
- og McKie sáu um Sacramento Kings
Allen Iverson sýndi ótrúlegan
viljastyrk á laugardagskvöldið þeg-
ar hann leiddi Philadelphia 76ers til
sigurs eftir framlengingu á útivelli
gegn Sacramento Kings, 107-104.
Iverson, sem á við erfið meiðsl að
stríða í öxl, skoraði 46 stig, tók níu
fráköst og gaf níu stoðsendingar í
leiknum. Aaron McKie átti einnig
frábæran leik fyrir Philadelphia
sem er með besta árangur allra liða
í NBA-deildinni, 21 sigur og 8 töp.
McKie skoraði 19 stig, þar á meöal
þriggja stiga körfu sem tryggði lið-
inu sigur í leiknum þegar 39 sek-
úndur voru eftir af framlenging-
unni, tók 10 fráköst og gaf 14
stoðsendingar.
„Flugferðin heim verður ekki svo
slæm,“ sagði Allen Iverson eftir
leikinn. „Mig verkjar í eyrun eftir
lætin frá áhorfendum en það að
vinna sigur hér er frábært fyrir
hvaða körfuknattleiksmann sem
er.“ Larry Brown, þjálfari Phila-
delphia, var einnig ánægður eftir
leikinn. „Þetta var ótrúlegur sigur
vegna þess að Sacramento er með
frábært lið. Það er mjög erfitt að
JBf vinna héma en okkur tókst það.
Allen og Aaron voru frábærir,"
sagði Larry Brown. Júgóslavinn
Predrag Stojakovic, sem var stiga-
hæstur leikmanna Sacramento
Kings með 33 stig, var ekki eins
sáttur i leikslok. „Við spiluðum illa
og eyddum mestum hluta leiksins í
að elta þá. Það var ekki fyrr en sjö
til átta mínútur vom eftir sem við
fórum að leika af eðlilegri getu,“
sagði Stojakovic.
Vandræöi á Lakers
Litlu munaði að Los Angeles
Lakers tapaði fyrir nágrönnum sín-
um, Los Angeles Clippers, á laugar-
daginn. Meistarar síðasta árs unnu
í framlengingu, 116-114, en óhætt er
að segja að sigurinn hafi staðið
tæpt. Kobe Bryant var sendur í bún-
ingsklefann eftir að hafa fengið
tvær tæknivillur í þriðja leikhluta
og hin stjama liðsins, Shaquille
O’Neal, fékk sjöttu villu sína undir
lok venjulegs leiktíma. Liðið lék því
án tveggja bestu manna sinna í
framlengingunni en tókst að knýja
fram sigur, þökk sé Robert Horry
sem skoraði níu af þrettán stigum
liðsins í framlengingunni, auk þess
sem hann varði skot Lamars Odoms
á lokasekúndum leiksins.
„Þetta var ekki fallegt en sigur-
inn skiptir mestu máli. Þeir höfðu
engu aö tapa og það er alltaf erfitt
að spila gegn slíku liði,“ sagði besti
maður Lakers, Shaquille O’Neal eft-
ir leikinn. Eric Piatkowski, sem
skoraði 27 stig fyrir Los Angeles
Clippers, var vonsvikinn í leikslok.
„Það heföi verið gaman að enda ár-
ið 2000 með sigri á Lakers. Við feng-
um gullið tækifæri þar sem Shaq og
Kobe voru ekki með en nýttum það
ekki,“ sagði Piatkowski
46 stig ekki nóg
Það nægði Toronto Raptors ekki
að Vince Carter skyldi skora 46 stig
gegn Phoenix á laugardagskvöldið.
Carter lék lélega vöm allan leikinn
og lét nýliðann Paul McPherson,
sem skoraði 20 stig, gera ítrekað
grín að sér. Carter hitti einnig illa,
aðeins úr 11 skotum af 26, en hitti
úr 22 af þeim 27 vítaskotum sem
hann tók í leiknum. Jason Kidd
skoraði 27 stig fyrir Phoenix og
gerði Vince Carter erfitt fyrir með
góðum vamarleik.
„Það er alltaf erfitt aö spila á móti
Vince en ég gerði mitt besta og von-
andi er hann sammála mér um að
hann þurfti að hafa fyrir hverju ein-
asta skoti sem hann tók,“ sagði
Kidd eftir leikinn. Þessi sigur var
mjög mikilvægur fyrir Phoenix sem
tapaði leiknum á undan gegn Los
Angeles Lakers með 37 stiga mun.
Góöur gamlársdagur
Gamlársdagur var lélegu liðunum
í NBA-deildinni góður. Chicago
Bulls og Washington Wizards, sem
hafa tapaö flestum leikjum allra liða
í deildinni, unnu bæði sína leiki.
Chicago vann annan heimasigur í
röð þegar liðið bar sigurorö af New
Jersey Nets, 86-77, en Washington
Wizards tókst að sigra Detroit
Pistons, 110-106, eftir sex leikja tap-
hrinu. Elton Brand átti frábæran
leik fyrir Chicago Bulls gegn New
Jersey Nets, skoraði 31 stig og tók
16 fráköst. „Ég varð að vera ákveð-
inn. Ég fékk boltann ekki nógu mik-
ið í síðasta leik og var staðráðinn í
því að breyta því,“ sagði Brand eft-
ir leikinn en hann hitti úr 9 af 16
skotum sínum í leiknum.
Loks sigur hjá Cleveland
Cleveland Cavaliers batt enda á
fimm leikja taphrinu á fóstudags-
kvöldið þegar liðið fór í heimsókn
til Atlanta. Cleveland vann leikinn,
97-85. Cleveland er nú í öðru til
þriðja sæti Miðdeildarinnar með
sextán sigra og tólf töp. „Við mætt-
um áskoruninni í kvöld,“ sagði
barráttujaxlinn Chris Gatling, hjá
Cleveland, eftir leikinn. Mikil
meiðsli eru í herbúðum Cleveland
þessa dagana. Miðherjinn
Zydraunas Ilgauskas og bakverðim-
ir Bimbo Coles og Wesley Person
eiga allir við meiðsli að stríða og
má að einhverju leyti skrifa lélegt
gengi liðsins á þessi meiðsli. „Ég er
ánægður með að við fórum eftir því
sem lagt var upp fyrir leikinn,"
sagði Randy Wittman, þjálfari
Cleveland.
Sigur eftir 17 tapleiki í röö
Golden State Warriors náöi loks
að sigra Utah Jazz á fóstudagskvöld-
ið eftir að hafa tapað fyrir þeim í
sautján leikjum í röð þar á undan.
Leikmenn Golden State byrjuðu af
miklum krafti og það tók Utah Jazz
tæpar fimm mínútur að skora
fyrstu körfu sína í leiknum. „Ég
hélt að þessi leikur hefði einhverja
þýðingu fyrir mína menn en svo
virtist ekki vera. Þeir börðust betur
en við og voru gráðugri í sigur,“
sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah
Jazz, vonsvikinn í leikslok.
-ósk
NBA-DEILDIN
Úrslit á fostudag:
Atlanta-CIeveland ........85-97
Terry 28, Wright 20, McLeod 10 -
Murray 22 (11 frák.), A. Miller 19,
Weatherspoon 16, Harpring 13,
Gatling 13.
Miami-Washington..........91-98
Jones 31, T. Hardaway 25, Mason 19
(11 frák.), Bowen 10 - Howard 19, R.
Hamilton 17, Whitney 16, Nesby 15.
New York-Chicago..........95-68
Sprewell 32, Rice 20, Ku. Thomas 18,
L. Johnson 10 - Mercer 19, Brand 12
(9. frák.), Artest 9, Fizer 8.
Portland-Vancouver......104-81
Sabonis 20, Wallace 14, Wells 14,
Pippen 12, Stoudamire 10, Augmon 10
- Abdur-Rahim 29, Dickerson 11,
Swift 10.
Golden State-Utah .......100-89
Jackson 20 (14 frák.), Blaylock 20,
Hughes 20 (11 stoðs.), Jamison 13 (10
frák.) - Russell 19, Starks 13,
Marshall 13 (12 frák.), Malone 12.
Úrslit á laugardag:
Boston-Orlando ............90-95
Walker 26 (12 frák.), Pierce 15, Carr
14 - Amaechi 23, McGrady 19 (7 frák.,
7 stoðs.), Doleac 12.
Dallas-Houston............99-114
Finley 32 (9 frák.), Nash 26, Nowitzki
20 (8 frák.) - Mobley 24, Francis 22 (11
frák., 8 stoðs.), Anderson 15, Thomas
14, Taylor 12 (8 frák.).
Seattle-Charlotte .......104-102
Payton 21 (10 stoðs.), Barry 18 (10
stoðs.), Baker 15, Ewing 15, Lewis 14
- Wesley 24, Mashburn 19, Brown 18
(17 frák.), Davis 17, Coleman 14.
Detroit-Miami............102-110
Stackhouse 35, Atkins 26, Wallace 8
(21 frák.) - Jones 23, Mason 20 (10
frák.), Hardaway 19 (11 stoðs.), Bowen
17, Grant 16 (14 frák.).
Indiana-San Antonio .......77-89
J. Rose 20, Best 13, J. O'Neal 11 (13
frák.). Miller 9 - M. Rose 20 (13 frák.),
Robinson 15 (9 frák.), Porter 12,
Anderson 11 (10 frák.), Ferry 10.
Minnesota-New York........79-88
Szczerbiak 22, Gamett 16 (10 frák.),
Brandon 13 (10 stoðs.) - Sprewell 27,
Houston 27, Thomas 12 (14 frák.),
Childs 10 (8 stoðs.).
Sacramento-Philadelphia 104-107
Stojakovic 33 (7 frák.), Webber 29 (10
frák.), Williams 9, Jackson 8 -
Iverson 46 (9 frák., 9 stoðs.), McKie 19
(14 stoðs., 10 frák.), Ratliff 18 (8 frák.),
Lynch 9 (9 frák.).
Phoenix-Toronto..........109-103
Kidd 27 (9 stoðs.), Marion 20,
McPherson 20, Robinson 18, Delk 15 -
Carter 46 6 frák., 6 stoðs.), Oakley 17
(9 frák.), Jackson 16.
Denver-Milwaukee........120-113
McDyess 35 (14 frák.), LaFrentz 26 (10
frák.), Van Exel 18, Lenard 13, Posey
13 - Robinson 31 (9 frák.), AUen 26 (8
frák., 7 stoðs.), Hunter 24 (9 stoðs.).
Vancouver-Golden State . 101-102
Abdur-Rahim 31 (11 frák.), Dickerson
23, Bibby 14 (10 stoðs.), Harrington 9
- Jamison 35 (18 frák.), Jackson 18,
Hughes 15, Porter 9, Blaylock 8.
LA Clippers-LA Lakers . . 114-116
Piatkowski 27, Miles 17 (12 frák.),
Rooks 12 (11 frák.), Mclnnes 12,
Maggette 12 - O’Neal 29 (15 frák.),
Bryant 17, Fox 16 (9 stoös.), Horry 13,
Grant 12 (8 frák.), Harper 10.
Úrslit á gamlársdag:
Chicago-New Jersey........86-77
Brand 31. (16 frák.), Mercer 18, Artest
14, Hoiberg 12 (10 frák.) - Marbury 18,
WiUiams 16 (14 frák.), Harris 15, GUl
12 (8 frák.).
Washington-Detroit.......110-96
Howard 35, HamUton 21, Whitney 13,
Lopez 13, Ekezie 13 (8 frák.) -
Stackhouse 25, WaUace 21, Barros 14,
Atkins 9, Smith 9. -ósk