Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 4
18 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 Dave Jones. Jones til Wolves Enski knatt- spyrnustjórinn Dave Jones, sem tókst að hreinsa nafn sitt af ákær- um um barnaníð- ingar eftir níu mánaða réttar- baráttu, var í gær ráðinn knattspyrnu- stjóri 1. deildar- liðsins Wolves. Jones, sem var við stjórnvölinn hjá úrvalsdeild- arliðinu Sout- hampton þegar ásakanirnar komu upp í lok ársins 1998 og var samstundis gefið árs leyfl frá störfum, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samn- ing við Úlfana. Jones fékk á sig fjórtán ákærur um barnaníðing- ar frá þeim tíma þegar hann vann á barnaheimili í Liverpool en var sýknaður ekki alls fyrir löngu. Tékkneski landsliðs- maðurinn Karel Po- borsky, sem leik- ið hefur með portú- galska liðinu Benfica, er að öll- um lík- indum á leið til ítédska stórliðsins Lazio fyrir 3,3 milljónir punda. Lazio hefur leitað að hægri kantmanni síðan Portúgalinn Sergio Conceicao fór til Parma sem hluti af kaupverði framherjans Herans Crespo og ætti Poborsky að geta Jijálpað í þeim vandræðum. Welski varnarmaóur- inn Chris Cole- man, sem er fyrirliði enska 1. deildar- liðsins Fulham, fótbrotnaði illa á hægri fæti þegar hann lenti í bílslysi á þriðjudagskvöld- ið. Þetta er mikið áfall fyr- ir Fulham sem er efst í 1. deildinni og leikur gegn Manchester United í þriðju umferð ensku bikarkeppn- innar á sunnudaginn. Framherjinn Robby Fowler komst heldur betur í hann krappan þegar ráð- ist var á hann fyrir utan skemmti- stað í Liverpool aðfaranótt miðviku- dagsins. Fowler hlaut nokkur meiðsli á and- liti en er að öðru leyti i lagi. Lögreglan hefur hand- tekið 39 ára gamlan karl- mann frá Liverpool í tengslum við árásina. Franski knattspyrnu- snillingurinn Zinedine Zidane, sem var valinn knattspyrnumaður ársins ekki alls fyrir löngu, er fastur á milli tveggja bíla- fram- leiðenda eftir að hann kom fram í auglýs- ingu fyr- ir banda- ríska bilaframleiðandann Ford. Zidane leikur með Juvent- us á ítaliu en félagið hefur löngum haft sterk tengsl við ítalska bílaframleið- andann Fiat. Fiat átti lengi stóran hluta í félaginu en fyrirtaekið seldi hann árið 1990. ítalska félagið harð- neitaði þó að Zidane hefði gert eitthvað rangt og sagði að honum væri frjálst að auglýsa fyrir hvaða bila- framleiðanda sem er. -ósk 5. 1 11 íslenska karla- og kvennalandsliöiö í golfi skeilti sér í keilu í Keilúhöllinni í Öskjuhlíö í gærkvöldi og var þaö hluti af tveggja daga æfingabúðum sem Staffan Johansson landsliösþjálfari setti upp. DV-mynd KK Æfingabúöir íslenska golflandsliösins: hjá kylfingum í Öskjuhlíð í gær Karla- og kvennalandslið íslands í golfi kom í gær saman í tveggja daga æfmgabúðir undir stjórn landsliðs- þjálfara íslands, Svíans Staffan Jo- hansson. Þetta er í annað sinn sem hann kallar saman liðin í æfingabúð- ir á undirbúningstímabilinu en liðið hefur æft reglulega í vetur í Reiðhöll- inni í Víðidal undir stjórn liðsstjór- ans Ragnars Ólafssonar. Johansson hélt fyrirlestur fyrir landsliðskylfingana í gær um and- íslandsmeistarinn í golfi, Björgvin Sig- urbergsson, sýndi skemmtileg tilþrif í keilunni í gær. DV-mynd KK lega þáttinn í keppnisgolfi. Eftir fyr- irlesturinn hélt landsliðið í keilu í Öskjuhlíð og átti góða stund þar sem alvara æfinganna vék fyrir glensi og gríni. Þrjú í Bandaríkjunum Þrir íslenskir kylfmgar, Ólöf Mar- ía Jónsdóttir, Keili, Örn Ævar Hjart- arson, GS, og Ómar Halldórsson frá Akureyri, dvelja í vetur í Bandaríkj- unum við æfingar og má búast við þeim sterkum til leiks næsta vor eftir að hafa æft við toppaðstæður á iðjagrænum golfvöllum vestanhafs i allan vetur. Miklar framfarir Ólöf María Jónsdóttir er ekki í vafa um að dvölin ytra eigi eftir að gera henni gott. „Ég fmn fyrir því að ég er að taka framfórum og vona að þessi dvöl mín hér ytra eigi eftir að gera það að verkum að ég komi betur undirbúin til leiks næsta vor,“ sagði Ólöf María Jónsdóttir, golfkonan snjalla úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. -ósk París-Dakar rallið farið af stað: Meistari Masuoka - fyrstur eftir þrjár sérleiðir Japanski ökuþórinn Hiroshi Masuoka hefur tekið forystu í rall- inu frá París í Frakklandi til Dak- ar í Senegal eftir þriðju sérleiðina en hún var ekin á ströndinni við borgina Castellon í suðaustur- hluta Spánar í gær. Masuoka og aðstoðarmaður hans, Frakkinn Pascal Maimon, sem aka Mitsubishi-bíl, hafa ekið sérleiðirnar þrjár á 42:58 mínút- um. í öðru sæti eru sigurvegarar síðustu tveggja ára, Frakkamir Jean-Louis Schlesser og Henri Magne, sem aka sérbúnum bíl að nafni Schlesser Buggy, 46 sekúnd- um á eftir og í þriðja sæti er ann- að franskt par, Jean-Pierre Fontenay og Gilles Picard, einnig á Mitsubishi, mínútu á eftir Masu- oka. Fontenay og Picard unnu sér- leiðina í gær og voru sex sekúnd- um á undan Masuoka og Maimon. Schlesser, sem leiddi keppnina fyrir sérleiðina í gær, var einni mínútu lengur en Masuoka að aka sex kílómetra sérleið í spænskri Qöru í gær og missti því forystuna í keppninni til Japanans. Keppni í mótorhjólaflokki var frestað i gær en þar hefur Frakk- inn Richard Sainct á KTM-hjóli forystu, hefur ekið tvær sérleiðir á 35:04 mínútum. Annar er Spán- verjinn Juan Roma á BMW-hjóli, 54 sekúndum á eftir. -ósk NBA-DEILDIN Dúóið - hjá Lakers gerði gæfumuninn Þeir Kobe Bryant og Shaquille O’Neal leiddu sína menn, LA Lakers, í 82-71 sigri á Utah í nótt. Þeir skoruðu samanlagt 56 stig en sá síðarnefndi tók alls 17 fráköst í leiknum. Úrslit: Boston-New York..........91-100 Walker 30, Stith 16, Pierce 16, Ander- son 11 - Houston 25, Childs 17, John- son 16, Sprewell 12, Thomas 10. Philadelphia-Atlanta......98-90 Iverson 21, Ratliff 17 (11 frák., 7 varin), Lynch 12, McKie 11 (10 frák., 10 stoðs.) - Terry 17, Glover 10, McLeod 10. Milwaukee-Cleveland........88-83 Allen 25, Cassell 16, G. Robinson 10 (6 frák., 7 stoðs.), T. Thomas 10 (10 frák.) - Mihm 18 (15 frák.), Gatling 18, L. Murray 17. Dallas-Detroit...........104-107 Finley 35, Nowitzki 25 (12 frák.), Nash 22 (9 stoðs.) - Stackhouse 33 (7 frák., 8 stoðs.), J. Smith 28 (15 frák.), Atkins 11 (7 stoðs.). Phoenix-LA Clippers .......90-85 C. Robinson 21, Kidd 12 (11 stoðs.), Marion 11 (9 frák.) - Odom 24 (7 frák.), Mclnnis 17, Rooks 12. Portland-Indiana .........102-86 Wells 27, Pippen 24 (9 stoðs.), R. Wallace 11 (9 frák.) - J. Rose 16, R. Miller 13, Croshere 12. Vancouver-Charlotte .......99-89 Dickerson 22, Bibby 21 (10 stoðs.), Abdur-Rahim 19 (10 frák.) - Coleman 18, Mashburn 17, Ba. Davis 17 (9 frák., 8 stoðs.). LA Lakers-Utah.............82-71 Bryant 31, O’Neal 24 (17 frák.), Hor. Grant 6 (11 frák.) - Russell 16 (8 frák.), Marshall 16 (8 frák.), Malone 14. Denver-Golden State .... 111-100 McDyess 25 (17 frák.), Lenard 23, LaFrentz 13 (8 frák.), McCloud 13 - A. Jamison 26 (11 frák.), Jackson 22 (12 frák.). L. Hughes 17 (6 stoðs.) -esá L 9 SPANN Spænska bikarkeppnin: Atletico Madrid-Osasuna.......3-1 Badajoz-Racing Santander......0-4 Beasain-Real Zaragoza.........0-3 Ceuta-Barcelona ..............0-3 Compostela-Celta Vigo . . 3-1 (e. frl.) (Staðan var 1-1 eftir 90. mínútur) Extramadura-Valladolid . 2-1 (e. frl.) (Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur) G. Torrelavega-Las Palmas .... 2-1 Guadix-Valencia .........4-4 (e. frl.) (Guadix vann í vítakeppni, 6-5) Jaen-Murcia..............1-1 (e. frl.) (Murcia vann í vítakeppni, 7-6) Leganes-Numancia ..................2-0 Tenerife-Deportivo La Coruna . . 3-2 Toledo-Rayo Vallecano .........0-1 Xerez-Real Mallorca ...............0-3 Granada-Villareal .......1-1 (e. frl.) (Granada vann í vítakeppni, 4-2) Levante-Espanyol ..................0-2 San Sebastian Reyes-A. Bilbao . 1-2 Átta 1. deildarlió duttu út úr annarri umferö spænsku bikarkeppninnar. Þar á meðal var efsta lið deildarinnar, Valencia sem tapaði fyrir 3. deildar- liöinu Guadix eftir vítaspyrnukeppni. Guadix, sem er í botnbaráttunni í 3. deild, komst í 3-0 og síðan 4-2 en Sló- veninn Zlatko Zahovic skoraði tvö mörk fyrir Valencia á lokamínútun- um og náði að knýja fram framleng- ingu. Þóróur Guðjónsson kom ekki við sögu í tapi Las Palmas. -ósk i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.