Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 1
15 Litmanen til Liverpool Finnski landsliðsmaðurinn Jari Litmanen gekk í gær til liðs við Liverpool frá Barcelona á frjálsri sölu. Litmanen, sem skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning, átti í erfiðleikum með að festa sig i sessi og fékk leyfi hjá forráðamönnum fé- lagsins að fara 18 mánuðum áð- ur en samningur hans rann út. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var himinlif- andi með komu Litmanen og sagði að Liverpool væri að fá leikmann á heimsmælikvarða sem myndi svo sannarlega styrkja liðið í baráttu komandi mánaða. -ósk Jari Litmanen er kominn til Liverpool. íslenska landsliðiö í handknattleik spilar þrjá æfingaleiki gegn Frökkum icfar soenrandi ieíkj- m -tr nelgína. Hann iaAsi'-smafmdí í gær ié mcm tilkyrtnír end- 'cúfismefstarakeppn- ,imxiar næstkomandi - í röð án sigurs gegn Frökkum sem virðast vera með sama tak á okkur og Svíar Islenska landsliðið í handknatt- leik hefur undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi fyrir alvöru nú um helgina þegar liðiö mætir Frökkum í þremur landsleikjum. Landsleikirnir fara fram á Ásvöllum laugardaginn 6. janúar kl. 16, í KA-heimilinu á Ak- ureyri á sunnudaginn kl. 17 og þriðji og síðasti leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 9. janúar kl. 20.15. Dapurt gengi gegn Frökkum íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Frökkum á undanfórnum árum. ís- lenska liðið hefur leikið sjö leiki í röð gegn þeim án þess að vinna sig- ur og hafa sex þeirra endað með tapi. Síðasti sigurleikurinn gegn Frökkum var fyrir rúmum átta ár- um í Laugardalshöllinni og virðist sem þessi ágæta þjóð sé komin með svipað tak á landsliði okkar og Sví- ar. Liðin mættust síðast í Frakklandi í byrjun árs 2000. Spilaðir voru tveir leikir sem voru liður í heldur bág- um undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu. Frakk- ar sigruðu í fyrri leiknum, 24-20, en jafntefli varð í þeim síðari, 20-20. Liðið sem Frakkar koma með til íslands er ekki ósvipað því liði sem spilaði í Frakklandi á síðasta ári. Munurinn er einna helst sá að leik- menn liðsins hafa öðlast meiri reynslu eftir þátttöku á Ólympíu- leikunum í Sydney. Það sama er ekki hægt að segja um okkur íslend- inga enda verða þessi landsleikir þeir fyrstu síðan um miðjan júní á síðasta ári. Tólf frá Frakklandi Daniel Constantini, landsliðsþjálf- ari Frakka, hefur valið sextán manna hóp fyrir heimsmeistarakeppnina og munu allir þeir leikmenn koma til ís- lands. Sextán manna hópur Frakka er að mestu leyti skipaður leikmönn- um sem spila með frönskum liðum. Tólf leikmenn spila í frönsku deild- inni, þar af sjö frá efsta liði deildar- innar, Montpellier. Tveir félagar Ólafs Stefánssonar, markvörðurinn Christian Gaudin og skyttan Joel Abati, eru í hópnum en frægasti leik- maður liðsins er að öllum líkindum leikstjórnandinn Jackson Richard- son sem leikur með spænska liðinu Portland San Antonio. Auk hans kemur Patrick Cazal frá spænska lið- inu Bidasoa. Það er engum blöðum um það að fletta að franska liðið er mjög sterkt og þessir þrír leikir ættu að vera hvalreki á {jörur ís- lenskra handknattleiks-áhuga- manna. Hópur klár þann nítjánda Þorbjöm Jensson, landsliösþjáif- ari íslands, mun tilkynna sextán manna hóp sinn fyrir Frakklandsförina þann 19. janúar, daginn eftir seinni leikinn gegn Bandaríkjamönnum. Ekki er enn komið í ljós hvort Ragnar Óskars- son getur spilað en hann fer í lækn- isskoöun í Frakklandi í dag og kemur aftur til íslands eftir viku. Aðrir leikmenn liðsins eru heilir og tilbúnir í slaginn. Leikirnir gegn Frökkum ættu að gefa góða hugmynd um það hvar íslenska liðið stendur getulega séð og viljum við hvetja alla til að mæta á leikina og styðja strákana. -ósk Bengt meö fyrirlestur Sænski landsliðsþjálfarinn Bengt Johansson mun halda fyr- irlestur á A-stigs þjálfaranám- skeiði sem HSÍ stendur fyrir um helgina. Johansson er hér á landi til að fylgjast með lands- leikjum íslendinga og Frakka en þessi sigursæli þjálfari varð góð- fúslega við beiðni HSÍum að halda klukkutíma fyrirlestur um sænska landsliðið. Námskeiðið fer fram um helgina í Víkinni og meðal kennara eru Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðs- son, Geir Sveinsson og Sebastian Alexandersson. HSÍ og Flugfélag íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem hljóðar upp á það að ílugfé- lagið mun fljúga með landslið ís- lands og Frakklands til Akureyr- ar á sunnudaginn þar sem liðin mætast kl. 17. Frítt fyrir börnin Miðaverð á landsleikina þrjá er 1000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir þörn 10-16 ára en frítt fyrir böm yngri en tíu ára. Sama miðaverð verður á öll- um landsleikjunum. Góðar minningar Frakkar eiga góðar minningar frá íslandi. Þeir léku síðast hér á landi í heimsmeistarakeppninni árið 1995 og fóru eins og ílestir muna með sigur af hólmi. Þá sigruðu þeir Króata í úrslitaleik og unnu hug og hjörtu áhorfenda með mikilli leikgleði og skemmtilegri framkomu. -ósk Franski hópurinn Markverðir: Christian Gaudin, Magdeburg . . 220 Bruno Martini, Montpellier .... 140 Aðrir leikmenn: Thierry Omeyer, Montpellier .... 12 Jerome Fernandez, Montpellier . . 70 Didier Dinart, Montpellier......82 Guillaume Gille, Chambery.......86 Bertand Gille, Chambery.........58 Daniel Narcisse, Chambery........4 Gregory Anquetil, Montpellier ... 81 Andrej Golic, Montpellier ......75 Oliver Girault, Paris SG .......61 Laurent Puigsegur, Montpellier .. 38 Jackson Richardson, Portland SA 315 Joel Abati, Magdeburg ..........25 Patrick Cazal, Bidasoa..........91 Stephane Plantin, Toulouse......22 Fjórir leikmenn hafa verid valdir til vara: Stephane Joulin, Magdeburg Seufyan Sayad, Sélestat Sémir Zuzo, Paris SG Bernard Latchimi, PSG Frakkar mæta Svíum og Dönum á móti í Sviþjóð 10.-14. janúar og fá síðan Túnisa í heimsókn og spila viö þá tvo leiki, 19. janúar í Bordeaux og 20. janúar í Saintes. Frakkar eru í B-riöli í heimsmeist- arakeppninni í Frakklandi. Mótherj- ar þeirra eru Argentina, Alsír, Brasilía, Kúveit og Júgóslavía. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.