Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 Schlesser sterkur Fjóröa sérleið París-Dakar ralls- ins fór fram í gær. Ökumennimir eru nú komnir til Marokkó og óku i gær fyrstu sérleiðina, 139 kíló- metra langa, af Qórum þar í landi. Franski ökuþórinn Jean-Luis Schlesser á Schlesser Buggy bíl vann sérleiðina örugglega og var fjórum mínútum á undan næsta manni, landa sínum Jean-Pierre Fontenay á Mitsubishi. Schlesser hefur nú 3:56 mínútna forystu á Fontenay eftir fjórar sérleiðir. Jap- aninn Hiroshi Masuoka sem var fyrstur eftir þrjár sérleiðir náði sér ekki á strik í gær og kom sjöundi í mark. Schlesser hefur ekið sérleiðirnar fjórar á 1:55,56 klst. Moritz í Sviss fyrir ári síð- an þar sem hún sleit öll sex krossbönd í hægra hné. Hún hefur sjálf sagt að þessi ár- angur komi henni á óvart, hún hafi í það minnsta búist við 2-3 árum til að jafna sig. Þegar atvikið átti sér stað var hún efst í samanlögðum heildarárangri kvenna í alpagreinum. Hún sneri þó aftur undir lok síðasta keppnistímabils og vann síðustu tvær keppn- ir vetrarins. Batinn var því greinilega skjótur þó hún segist enn finna til. „Ég læri bara að lifa með því,“ segir Kostelic sem skaut sér á topp heildarstigakeppninn- ar eftir síðustu keppni. Aðeins 3 keppnir hafa verið haldnar í svigi karla og eru línurnar ekki eins skýrar og í flokki kvenna. Fyrir tímabilið var búist við hinum unga Austurríkis- manni Mario Matt sterkum inn og hann leiðir stiga- keppnina i sviginu ásamt landa sínum Heinz Schilchegger sem hefur komið á óvart með góðum árangri. Matt varð annar á eftir Schilchegger í fyrstu keppni vetrarins þeir áttu svo sæta- skipti nú síðast í Madonna di Campiglio. Norðmaður- inn Hans-Petter Burás kom á óvart með sigri í Sestriere í síðasta mánuði en þrátt fyrir Ólympíugull í grein- irrni var þetta hans fyrsti heimsbikarsigur. Þetta virðist því ætla að vera einvígi Norðmanna og austurrísku risanna þó svo að meistari síðasta árs, Kjet- il-André Aamdt frá Noregi, hafi aðeins náð einu bronsi í vetur í sviginu. Ekki ber að afskrifa menn eins og Pierrick Bour- geat frá Frakklandi og Bandaríkjamanninn unga Erik Schlopy en báðir eru líklegir til að ógna einokun fyrrgreindra landa. Svissneskt stórsvig Einnig verður keppt í stórsvigi eins og áður segir en þar virðast keppendur frá Sviss ætla að taka öll völd. Gamla kempan Mich- ael Von Grúnigen og Sonja Nef leiða bæði örugglega í stigakeppninni og virðast í mjög góðu formi. Hermann Maier vill örugglega halda titlinum sem hann vann í fyrra en árangur hans í síð- ustu keppnum hefur valdið vonbrigðum. -esá Keppni hefst á ný um helgina eftir áramótahlé í heimsbikarkeppni alpa- greina. Konurnar halda til Maribor í Slóveníu þar sem þær keppa í stórsvigi og svigi en karlarnir flytja sig til Frakklands og verð- ur þar keppt í sömu grein- um. Afmælissigur? Það er varla sá veðmang- ari í heiminum sem ekki stólar á sigur Janicu Kostelic í svigi kvenna, hún hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í brekkunum. 7 sigrar í jafn mörgum keppn- um segir allt sem segja þarf um hæfni þessarar 19 ára stúlku sem á einmitt afmæli í dag. Eins og kunnugt er slas- aðist þessi stúlka í St. Svig karla og kvenna í Frakklandi og Slóveníu um helgina: vart og hvítt - Kostelie virðist ósigrandi en keppni karla er algjörlega ófyrirsjáanleg * lál línuvarðarins Karls Ottesen, ^ sem varð öryrki við störf fyrir KSI: Nær KSI prófjnu? Frétt i DV í fyrradag þar sem greint var frá hremmingum línu- varðarins Karls Ottesens, hefur vakið mikla athygli. Karl var línuvörður á knatt- spymuleik ÍR og Selfoss á Val- bjarnarvelli í Reykjavík þann 24. ágúst 1989. Karl missteig sig illa í umræddum leik. t kjölfarið hef- ur hann gengist undir átta að- gerðir og er i dag 75% ör- yrki.Gengur við hækju með gervilið og bíður eftir ní- undu aðgerð- inni. Karl hefur frá því slysið átti sér stað leitað réttar síns, bæði hjá Knattspymu- sambandi ís- lands og Trygg- ingarstofnun ríkis- ins. Án árangurs. KSÍ hefur reynt í öll þessi ár að hlaupa frá ábyrgð í málinu í leit að hagstæðum lagabókstaf. Sam- bandið komst loks að þeirri nið- urstöðu að Karl hafi ekki verið deildardómari og því ekki tryggður af sambandinu. Engu að síður var Karl á skrá KSÍ yflr deildardómara þegar slysið áti sér stað og ljósmynd af honum birtist í þeirri skrá. Þegar KSÍ hentar kannast sambandið hins vegar ekki við að Karl hafi verið á umræddri skrá. Tekið skal fram að árið 1997 varð sú breyting að dómarar voru tryggðir á sama hátt og aðr- ir íþróttamenn. Slík óþverramál sem þetta geta því ekki komið upp í dag. Mál Karls er allt hið snautleg- asta fyrir KSÍ. Rétturinn er ef- laust KSÍ megin í málinu og sam- bandið i fullum rétti með að haga sér með þeim ótrúlega hætti sem raun ber vitni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að sambandið og forráðamenn þess áttu auðvitað að sjá sóma sinn í því að koma til móts við línuvörðinn með fjárhagsað- stoð í stað þess að gefa þessum fyrrverandi starfsmanni hreyfingarinnar langt nef þegar hann á um sárt að binda, búinn að missa vel launað starf og mikinn hluta heilsunnar. Mig óar við þeirri tilhugsun að slík ofurmenni skuli ráða ríkjum hjá KSÍ sem koma ekki auga á þessa hluti. Aö þeir hafi ekki innaborðs þann snefil af sómatil- finningu og samúð að veita Karli aðstoð á erfiðum tímum. Einkum og kannski sér í lagi vegna þess að KSÍ er vel rekið apparat fjár- hagslega og býr við sterka fjár- hagsstöðu. Hér er ekki lengur spurt um lagalegan rétt heldur leitað eftir siðferði og sómatil- fmningu sérsambands innan ÍSÍ. íþróttaljós Stefán Kristjánsson Mál Karls Ottesens er eflaust einsdæmi innan knattspyrnu- hreyfingarinnar. Hann hefur i ellefu ár barist fyrir því að end- urheimta heilsuna. Leitað réttar síns og leiða til að lina fjárhags- legar þjáningar í kjölfar slyssins. Eftir öll þessi ár birtist síðan úrskurður KSÍ: Því miður. Það eru ekki forsendur fyrir því að KSÍ geri neitt í málinu. Lögin og reglurnar eru okkar megin og Karl getur því átt sig og sín vandamál. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir að KSÍ segi sig frá þessu máli með þeim hætti sem það nú hefur gert. Ég leyfi mér að efast um að önnur sérsambönd innan ÍSÍ hefðu hagað sér með þessum hætti. Ég leyfi mér einnig að vona að stjórn KSÍ taki þetta mál upp nú þegar og þar á bæ vakni menn til vitundar um þá aumu niðurstöðu sem litið hefur dags- ins ljós. Það er KSÍ til minnkunar og mikill álitshnekkir fyrir sam- bandið, sem hefur aUa burði tU að sýna Karli Ottesen þá virð- ingu sem hann á skUið, ef sam- bandið veitir honum ekki fiár- hagslega aðstoð. Með þeim eina hætti að styrkja hann nú þegar fiárhagslega getur KSÍ áfram lif- að í hugum fólks sem vel rekið og sterkt sérsamband. Viðbrögð KSÍ á næstu dögum munu varpa ljósi á siðferðisþrek sambandsins og forráðamanna þess. Stefán Kristjánsson Karl Ottesen, fyrrym línuvörður, sést hér á Valbjarnavellinum þar sem hann misstrig ig illa 24. ágúst 1989. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.