Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 6
Á öllum strætóskýlum borgarinnar Hefur þúfariö út aö vinna? „Nei, ekki nema í stuttar ferðir til að vinna eitt og eitt verkefni. Ég fór til London yfir helgi í eitt verkefni og ég hef tvisvar farið til Þýskalands. Ég var að æfa fótbolta í 11 ár og tók hann alltaf fram yfir módelstörfin á sumrin. En ég á eldri systur sem heitir Thelma sem hefur líka verið að módelast og við erum að spá í að fara saman til Mílanó að vinna sem fyrirsætur. Hún hefur unnið þar áður og er með skrifstofu þar,“ seg- ir Rakel og bætir því við að þær systur séu mjög nánar og það verði örugglega rosalega gaman að fara svona saman út. Yfirmaðurinn ekki fúll Rakel er nemandi á nýmála- braut í Menntaskólanum við Hamrahlið en hefur verið að vinna í Gallery Sautján síðan kennara- verkfallið hófst. Hún segir að yfir- menn hennar hafi bara tekið því vel að hún skyldi vera módel fyrir aðra tískuverslun. „Ég talaði viö verslunarstjórann til að vera viss um aö þetta væri i lagi og hann tók því bara vel,“ segir Rakel. „Það er bara svo- lítið djókað meö þetta í vinnunni." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirsætan tekur þátt í sjónvarps- auglýsingu, en hún var módel í þýskri farsíma- auglýsingu sem sýnd var á MTV. Ætlar þú aö leggja þetta fyrir þig? „Nei, ég hef aldrei haft það mikinn áhuga á þessu, enda slysaðist ég bara út í þetta. Þetta er skemmtilegt en samt ekki draumastarfið mitt. Ég veit ekki hvað mig langar til að starfa við, það verður bara að koma í ljós. En ég er alveg ákveðin í að ferðast mikið í framtíð- inni.“ Rakel segist hafa gaman af því að fara út á lífið og segist hún kíkja oft með vinkonum sínum og þá fara þær helst á Prikið. Rakel Þormarsdóttír er fyrirsætan sem leikur í Top Shop-auglýsingunni sem langflestir hafa séö, ef ekki á sjónvarpsskjánum þá á flestum strætóskýlum. Þegar hún er ekki að fyrirsætast er hún nemandi í Mennta- skólanum víð Hamrahlíð en vegna kennaraverkfallsins er hún nú að vinna í Gallery Sautján. „Top Shop-auglýsingin var mjög stórt verkefni, reyndar miklu stærra en ég hafði búist við. Þetta var mjög gaman en líka rosalega strembin og mikil vinna. Við byrjuðum klukkan Qögur um daginn en ég var ekki komin heim fyrr en klukkan fimm næsta morgun. Svo vaknaði ég bara einn daginn og þá var komin mynd af mér á hvert einasta strætóskýli borgarinnar," segir Rakel um Top Shop-sjónvarpsauglýsinguna. Fótboltinn fram yfir fyrir- sætuframann Rakel byrjaði i módelbransanum 1999 þegar hún tók þátt í Ford- keppninni. „Þetta fór allt frekar hægt af stað hjá mér, ég vann fáein verkefni fyrir eskimo, en það er fyrst núna sem hlutimir eru að gerast." Skiki flikaels Torfasonar Hver nennir að grafa íslenska fræðimenn? Stétt Islenskra fræöimanna virðist vera dauð stétt sérvitringa sem gerir lítið annaö en að kvarta (í hver annan) aö enginn hlusti á sig og að umræöan í samfélaginu sé alltof poppuð og þar af leiðandi ómálefnaleg. En þaö er eins og þeir fatti ekki að þeir eru meö höfuðið svo djúpt uppi í rassgatinu á hver öðrum að þeir finna ekki eigin skttafýlu. Líkkistan Um daginn var ég að flakka um vefinn og rakst á merkilegt vefrit. Kistan heitir ritiö og er í um- sjón nokkurra fræðimanna og þar er fremstur meðal jafningja Matthías Viðar Sæmundsson (ég veit að lesendur hafa fæstir hugmynd um hver þessi Matti er en það er einmitt ástæðan fyrir þessum pistli). Matthías Viöar er lærður ís- lenskumaður. Gáfaður mjög og ætti, undir eöli- legum kringumstæðum, fullt erindi við þjóðina. Hann er það sniðugur að ef eitthvert réttlæti væri í þessum heimi hefði hann tekið við af nafna sínum sem ritstjóri Morgunblaðsins í byrjun vikunnar. En því miður er lítið réttlæti f veröld þessari og kannski fæstir að sækjast eftir réttlæti fyrir sig og þjóðina. Hann Matti okkar hefur til dæmis bara lokað sig ofan í þessu vefriti sínu, Kist- unni, með öllum bestu vinum sínum. Og það þyrfti í sjálfu sér ekkert að vera athugavert ef fræðimenn kysu að dvelja í líkkistu og kannski ryðjast út við og við til þess að sjúga blóð úr hinum almenna borgara. En þvf miður er ekk- ert f þessari kistu sem er ekki það dautt að Jesú Kristur sjálfur myndi falla f yfirlið við það eitt að finna rotnunarstybbuna sem leggur af sjálfri likkistu Háskóla Islands. Hvað þá að honum dytti f hug að þar lægju lík sem vit væri f að Iffga við. Greftrunin Það er einmitt svo skemmtilegt við Kistuna að hún er vandamál fslenskra fræðimanna í hnot- skurn. í þessu vefriti er aö finna aragrúa af fróðlegu og skemmtilegu efni sem almenning- ur hefði mjög mikinn áhuga á ef einhver kærði sig um að bjóða þeim það til lestrar. Svo ég minnist nú ekki á ef þær myndu birtast í ómenningarlegum Fókusi eða í æsilegu Helgar- blaöi DV eða á milli minningargreina Sunnu- dagsmoggans (og þar ættu kannski greinar upp úr líkkistú heima). Já, það er hægt að bóka að við vitleysingarnir myndum öll lesa þessar vönduðu hugsanir íslenskra fræði- manna ef þeir nenntu að flagga þeim. Ogvið þurfum á þeim að halda. Við erum hugs- andi fólk, hvort sem við klippum til hárkollur, prentum auglýsingar á plastpoka eöa hreins- um leiði f Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þar að auki fer ekki mikið fyrir grundvallarpælingum f fjölmiðlum og umræðan er vissulega (eins og fræðimenn Kistunnar hafa bent á) f innihalds- lausum fyrirsagnastíl. En þaö má vera aö standardinn sé svona lágur af þvf að flestir fs- lenskir fræöimenn hafa lokað sig ofan f líkkistu og bfða eftir þvf að grafararnir nenni að moka yfir þá. Minningargreinin En hér liggur einatt vandamálið. Umræðan fer ekki á það plan sem fræðimenn vilja nema þeir fari að taka þátt f umræðunni sjálfir. Svo ég taki dæmi þá skrifar Matthfas Viðar skemmti- lega minningargrein í (lík)Kistunni sinni um hin blóöstorknuðu bókmenntaverðlaun íslands. Hann var einu sinni f dómnefnd sem skera átti úr um það hver fengi verðlaunin. En þessi lýð- ræðislega nefnd þótti svo róttæk f vali sínu að hún var sett af (hylltu vfst ekki þá sem útgef- endurnir vildu hylla) og f staðinn var Svanhlld- ur Óskarsdóttir látin sjá um þetta ein og f dag eru verölaunin með svokölluðu einræðis- fyrikomulagi. En Matti er ekki bara að fjalla um þennan sorglega fasisma heldur kemur hann Ifka inn á þaö hversu ritdómar og umfjöllun um bækur séu á lágu plani (hverjum er það að kenna?). Honum finnst þeir einu sem halda uppi einhverjum standard f umfjöllun um jóla- bækur vera lllugi Jókulsson, Gelr Svansson og Þröstur Helgason Moggaegg. En hverjir eru þessir menn? Illugi er fædd gáfu- mannastjarna en hefur ekki fjallað um bækur f einhver misseri því hann hefur verið of upptek- inn við að skrifa hinar ágætustu bækur sjálfur, Geir Svansson er líka hættur að fjalla um bæk- Mikael Tarfason sörfaði á Netinu og komst að því að íslenskir fræðimenn eru ekki eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þeir eru til og það leynist jafnvel líf i ein- hverjum þeirra. En engu að síður eru þeir búnir að loka sig af og taka ekki þátt i neinni umræðu af viti. O A Æt m « e T Kistan VEFRJT UM fdXSYBINDI Gjöriöi svo vel: Líklsta íslenskra fræðimanna. Hver nennir ab moka mold fóst- urjarðarinnar yfir hana? ur og horfinn til betri starfa svo eini maðurinn sem heldur uppi einhverri vitrænni umræðu að mati Matta er Þröstur Helgason. Gott og vel. Það gerir Þröstur og hann gerir þaö vel. Einn. Hugsið ykkur? Hann er eini fslenski fræðimaö- urinn sem nennir að tala við almenning. Hinir loka sig ofan í líkkistu eöa eru siðblindir skalla- þopparar. Sérstakar þakkir Og það skiptir engu hvaða fræðigrein þú ert að tala um. Allir eru þessir svokölluðu fræðimenn of merkilegir með sig til að taka að fullu þátt f umræðunni. Þeir skrifa endalaust af greinum og senda frá sér skoðanir sfnar ofan í rignegld- ar líkkistur og skipta því engu máli þegar upp er staðið. Þótt ég efist um að íslenskir fræðimenn vogi sér að lesa annað en vefrit hver annars verö ég aö vona að nánustu ættingjar lesi þetta og að það verði þeim kannski hvatning til að rfsa upp frá dauðum og rifa um leið höfuðiö út úr rass- gati sætu háskólavina sinna og leyfa okkur hin- um að vera með. f Ó k U S 5. janúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.