Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2001, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2001, Page 1
15 Miðvikudagur 17. janúar 2000 dvsport@ff.is ■ jiijys 1J W ÆJiJiLHÍ mam Alexander Kárason, vélsleðamað- ur frá Akureyri, mun 1.-4. febrúar næstkomandi taka þátt í stærstu jaðarsportleikum veraldar sem hal- dnir verða í Vermont-fylki í Banda- rikjunum. Það eru hinir árlegu Winter X-games sem sjónvarpsstöð- in ESPN stendur fyrir. Á leikunum munu 350 í þróttamenn frá öllum heimshornum keppa í hinum ýmsu greinum vetraríþrótta á Mt. Snow- skíðasvæðinu. Alexander hefur unnið sér inn rétt til þátttöku í snjócrossi á leik- unum eftir frábæran árangur á stórmótum i Bandaríkjunum aö undanfómu. Þátttaka hans á jaðar- sportleikunum markar tímamót í sögu íslenskra vélsleðaíþrótta og á ferli Alexanders sjálfs. í fyrsta sinn hefur islenskur vélsleðaíþróttamað- ur náð slíkum árangri á alþjóða- vettvangi og verður spennandi að sjá hvemig honum reiðir af meðal 32 bestu vélsleðaökumanna heims. Jaðarsportleikunum verður sjón- varpað i 180 löndum og er áætlað að um 20 milljónir manna komi til með að fylgjast með útsendingun- um. Handknattleiksdómararnir Stef- án Arnaldsson og Gunnar Viðars- son hafa verið kallaðir til starfa á heimsmeistarkeppninni í hand- knattleik sem hefst eftir viku í Frakklandi og taka þeir sæti júgóslavneskra dómara sem ekki sáu sér fært aö mæta til keppninn- ar. Að sögn Stefáns munu þeir dæma í D-riðli keppninnar sem spilaður verður í Dunkerque en meðal annarra spila þar Rússar og Norðmenn. Stefán segir það ólík- legt að þeir dæmi meira en í riðl- unum og þykir líklegt að sem varapar í keppninni lendi þeir í niðurskurðinum að lokinni riðla- keppninni. -ÓK Dæma á HM Kann landsliðið ekki að kasta og grípa? Astæðan fyrir þessu bréfi eru ummæli ágæts þjálfara Hauka, Viggós Sigurössonar, á Visir.is 12. janúar 2001. Þar er haft eftir hon- um að landsliösmenn kvennalandsliðsins í handbolta kunni ekki að kasta og grípa og getulega séð sé það eins og 4. deildar lið i þýskum kvennahandbolta. Að eyða peningum í svona lið sé eins og að kasta peningum út um gluggann. Viggó er að sjálfsögðu frjálst aö hafa sínar persónulegu skoðanir en spumingin er hvort þjálfaranámskeið á vegum Handknattleiks- sambands íslands (HSÍ) sé rétti vettvangurinn fyrir slíkar skoðanir. Sú sem hér skrifar hefur leikið fyrir hönd íslands síðustu árin og kann þvi mjög illa þegar farið er með shk ósannindi, þar að auki opinberlega. Það er ekki ætlunin aö halda því fram að íslenska kvennalandsliðið sé eitthvað sterkara núna en undanfarin ár og þess vegna hafi verið tekið þátt í stórmóti. Slík fullyrðing væri einfaldlega röng því það er verið að byggja upp nýtt liðmeðung- um leikmönnum og því engan veginn rökrétt að búast við einhverjum teljandi árangri strax. Liðið í dag er vissulega ekki eins sterkt og landsliðið 1998 sem náði t.d. mjög hagstæðum úrslitum í æfmgaleikjum á móti Austurríki, (sem hefur verið með sterkari landsliðum síðustu ár) og Hollandi (sem hefur verið að byggja upp gott lið sem vann m.a. Norðmenn i úrslitakeppni Evrópumótsins ‘98) en það er bara ekki það sem er til umræðu hér. Til umræðu hér eru þær ósönnu fullyrðingar að leikmenn kvennalandsliðsins kunni ekki að kasta og grípa. Viggó reynir ekki einu sinni að vera faglegur í sinni gagnrýni heldur er hann hreinlega með skítkast. Hefði hann kosið að gagnrýna boltameðferð eða leikskilning hefði málið litiö öðruvísi út. Boltameð- ferð er bara allt annað og miklu meira en bara að kasta og grípa. Ég getfullyrt það að allir leikmenn kvennalandsliðsins kunna að grípa. Þeir kunna líka allir að kasta þó svo lagfæra megi skotlag og bæta boltameðferð margra leikmanna. Hvað varðar fullyrðingar Viggós um getu landsliðsins þá efast ég um að Viggó hafi horft á 4. deildar leik í þýska kvennaboltanum því annars myndi hann ekki láta hanka sig á svona vitleysu. Ég hef hins vegar, með minu fyrrverandi liði Stjömunni, leikið fleiri leiki við þýsk lið (flest úr 2. Bundeslígunni) með góðum ár- angri. Nú síðast fyrir tveimur árum lékum við við Borussia Dort- mund sem endað hafði í þriðja sæti 1. Bundeslígunnar. Þar réðust úrslitin ekki fyrr en rétt undir lokin og endaði leikurinn með fjög- urra marka mun okkur í óhag ef ég man rétt. Eins og allir vita er langt bil á milli 1. deildar og 4. deildar, svo þessi fullyrðing Viggós er hrein og klár lygi og sýnir best það virðingarleysi og þann hroka sem hann hefur gagnvart íslenskum handboltakonum. Snjóboltalíkingar Viggó notar sér til rökstuðnings að allir sem séð hafi stelpur reyna að kasta snjóbolta sjái að þær hafi ekki þá sveiflu sem til þarf. Enn og aftur verð ég að segja að ég skil ekki svona fullyrðingu. Það er til fuflt af stelpum sem kunna ekki að kasta snjóbolta, en það er einnig til fullt af stelpum sem kunna það. Þessu er alveg eins farið með stráka. Ég get alveg tekið undir að hlutfall stelpna sem ekki kunna að kasta er ef til vill hærra en hlutfafl stráka. Ég giska á að skýringin sé að strákar fái meiri æfíngu í að kasta sem böm. Viggó segir einnig að við getum bætt kvennahandboltann mikið með betri þjálfun í yngri flokkunum og talar hann sértaklega um að kenna að kasta og grípa. Ég get alveg verið sammála honum þama. Ég vil ganga lengra í þeirri fullyrðingu og segja að þetta eigi bæði við karla- og kvennaboltann. Ég vil jafnvel ganga enn lengra og segja að leggja þurfi meiri áherslu á boltalausar hreyfingar og betri fóta- vinnu. Þegar handboltinn á undir höggi að sækja vegna minnkandi þátt- töku í yngri flokkum verða félögin að skoða sín mál og gera gæði þjálfunarinnar meiri. Það er ein einfaldasta leiðin til að sporna við minnkandi þátttöku og draga úr affóllum þegar ofar dregur. Framboð á tómstundum og afþreyingu er alltaf að aukast og er nauðsynlegt að tryggja gæðin til að halda þátttakendum við efhið. Ef litið er á stöðu kvennahandboltans í dag er ljóst að hún er ekki góð. Aðeins tíu lið era í meistaraflokki sem mörg hver eiga við mannskapsvandamál að stríða. Viö þurfum að halda rétt á spöðunum því annars getur endað með því að við horfum upp á kvennaboltann hverfa af fjölum íþróttahalla hérlendis. Það þarf að gera átak í að auka ásókn stúlkna í iþróttina með því að velja hæfa þjálfara til þess að kenna íþróttina en ekki nota til þess unga, menntunarlausa og reynslulausa „þjálfara". Þótt ástandið sé ekki enn orðið það slæmt að landsliðsmenn kvenna kunni ekki að kasta og grípa, megum við ekki sofa á verðinum. Áður en langt um líður gæti það orðið raunin. Virðingarfyllst Ragnheiður Stephensen, landsliðskona og atvinnumaöur í handknattleik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.