Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2001, Side 2
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 17 Sport Sport Valur-Tindastóil 106-73 0-4, 4-9, 9-14, (17-17), 23-21, 26-21, 34-26, 42-29, (46-29), 50-30, 61-37, 67- 37, (73-49), 80-52, 91-62, 101-71, 106-73 Stig Vals: Herbert Arnarson 30, Bjarki Gústafsson 19, Brian Hill 18, Pétur Sigurösson 13, Guðmundur Björnsson 9, Sigurbjörn Björnsson 6, Geir Þorvaldsson 6, Ragnar Steinsson 4, Vignir Pálsson 3. Stig Tindastóls: Shawn Myers 30, Friðrik Hreinsson 11, Michail An- dropov 8, Ómar Sigmarsson 7, Svavar Birgisson 7, Tony Pomonis 5, Lárus Dagur Pálsson 2, Kristinn Friðriks- son 2. Fráköst: Valur 46, 9 í sókn, 37 í vörn (Hill 14), Tindastóíl 33, 10 í sókn, 23 í vörn (Myers 13) Stodsendingar: Valur 27 (Guðmund- ur 8), Tindastóll 12 (Pomonis 3). Stolnir boltar: Valur 5 (Bjarki 2), Tindastóll 8 (Pomonis 3). Tapaóir boltar: Valur 11, Tindastóll 9. Varin skot: Valur 2 (HUl, Vignir), Tindastóll 3 (Andrapov 2). 3ja stiga: Valur 9/17, TindastóU 5/32. Viti: Valur 13/18, Tindastóll 14/27. Dómarar (1-10): Bjarni Þórmundsson og Kristinn Albertsson (7). Gœð i leiks (1-10): 6. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Herbert Arnarson, Val. Haukar-Þór Ak. 88-78 2-0, 7-14, 19-18, 24-23, (29-29), 29-31, 30-34, 36-34, 40-38, (51-42), 51-44, 53-49, 66-52, 75-59, (75-64), 75-66, 79-68, 81-75, 85-76, (88-78). Stig Hauka: Mike Bargen 26, Bragi Magnússon 19, Jón Arnar Ingvarsson 16, Marel Guðlaugsson 15, Lýður Vignisson 6, Guðmundur Bragason 4, Eyjólfur Jónsson 2. Stig Þórs: Sigurður Sigurðsson 21, Maurice SpiUers 20, Magnús Helga- son 10, Einar Örn Aðalsteinsson 10, Óöinn Ásgeirsson 7, Hafsteinn Lúð- víksson 4, Hermann D. Hermannsson 4, Einar H. Davíðsson 2. Fráköst: Haukar, 30,10 í sókn og 20 i vörn (Jón Arnar 5), Þór, 29, 9 í sókn, 22 í vörn, Óöinn 9). Stoðsendingar: Haukar, 19 (Jón Arn- ar 5), Þór, 14 (SpiUers 4). Stolnir boltar: Haukar, 8 (Bragi 3), Þór, 6 (Spillers 3). Tapaðir boltar: Haukar, 12, Þór, 16. Varin skot: Haukar, 6 (Bargen 3), Þór, 2 (Óðinn 2). 3ja stiga: Haukar, 7/17, Þór, 8/22. Víti: Haukar, 13/30, Þór, 20/24. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreið- arsson og Sigmundur Már Herberts- son (6). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 75. Maöur leiksins: Siguröur Sigurösson, Pór Ak. NBA-DEIIDIN Urslit í nótt: Miami-Detroit.............93-85 Mason 23 (18 frák.), Grant 14, Carter 12, Jones 11, Green 11 - Stackhouse 28, Buechler 12, Smith 12, Barros 11. Milwaukee-LA Clippers . . .112-91 AUen 32, Robinson 29 (12 frák.), CasseU 20 (14 stoðs.) - Richardson 15, Odom 14, Piatkowski 13. Houston-Toronto..........114-99 Mobley 26, Taylor 24, Williams 13 (8 fr.), Francis 12 - Carter 22, Oakley 16, Peterson 12, Davis 8 (9 frák.). Portland-Cleveland.......103-83 Wells 22, Smith 19 (9 frák.), WaUace 18, Sabonis 16 - Weatherspoon 17, MUler 14 (10 stoðs.), Murray 13. Leiðrétting 1 mánudagsblaði DV-Sport var því haldið fram að tslandsmeist- aratitill meistaraflokks Þórs í innanhússknattspyrnu væri sá fyrsti í sögu félagsins. Það er rangt en liðið vann titilinn í fyrsta skiptið árið 1993. Valur-Tindastóll: Ovænt - Valsmenn steyptu einu af toppliðunum Einhver óvæntustu úrslit í úrvals- deildinni í körfuknattleik urðu í gær- kvöld þegar Valsmenn, sem aðeins höfðu unnið einn leik í deildinni, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Tinda- stólsmönnum með sannfærandi hætti, 106-73. Það höfðu ekki margir trú á því fyrir leikinn að Valsmenn mjmdu sigra, hvað þá að leika eitt af efstu liðunum sundur og saman og vinna að lokum meö 33 stiga mun í íþrótta- mistöðinni í Grafarvogi. Það var ljóst fljótlega í leiknum að Tindastóls- menn voru ekki með sjálfum sér og það nýttu Valsmenn sér tO fulls, tóku leikinn gjörsamlega í sínar hendur í öðrum leikhluta og fóru inn í leikhléi með örugga forystu. Valsmenn fyllt- ust miklu sjálfstrausti eftir því sem á leikinn leið með Herbert Arnarson í broddi fylkingar sem lék án efa sinn besta leik í vetur og það munar lið- inu svo sannarlega um. í þriðja leikhluta breikkaði bilið á milli liðanna og Tindastólsmenn náðu aldrei að rétta úr kútnum. í fjórða leikhluta fengu aliir liðsmenn Vals að spreyta sig og skiluðu þeir sínum hlutverkum með sóma. Pétur Már Sigurðsson skoraði 13 stig í fjórða leikhluta og virtist öryggið uppmálað. Þessi annar sigur Valsmanna í vet- ur hlýtur að gefa mannskapnum byr í seglin. „Við lögðumst á eitt, stað- ráðnir í því að vinna og það gekk eft- ir. Hittnin var góð og vörnin lengst- um. Við vitum nákvæmlega hvað bið- ur okkar í næstu leikjum. Við verð- um að vinna leiki og hala inn stig og takmarkið hjá okkur er tvímælalaust að halda sætinu í úrvalsdeild. Við munum berjast fyrir því til síðustu stundar," sagði Herbert Arnarson, Valsari og besti maður leiksins, við DV eftir leikinn. Hittni Valsmanna var góð og liðsandinn og baráttan skein úr hverju andliti. Tindastólsmenn tóku eins og að líkum lætur út sinn slakasta leik í vetur. Ekki er hægt að leika verr á öllum sviðum körfuboltans. And- varaleysi algjört, engin hittni, engin barátta. Þegar þannig háttar hjá einu liði þarf ekki að spyrja að leikslok- um. Af svona leik er svo sannarlega hægt að draga lærdóm. -JKS H EPSON OEILDIIM Chris Dade hjá Hamri hefur heldur betur farið á kostum síðan að faðir hans heimsótti hann i upphafi desembermánaðar. Síðan þá hefur Dade skorað 36,5 stig að meðaltali í sex deildarleikjum og gert 4,3 þriggja stiga körfur i leik. Hamar hefur unnið tjóra af þess- um sex leikjum. Dade fær að skjóta af vild ef marka má tölfræðina því hann hefur tekið 136 skot i þessum sex leikjum eða 22,6 að meðaltali. Á sama tíma hefur Dade aöeins gefið 16 stoðsendingar og hefur sem dæmi ekki náð að gefa stoðsend- ingu í síðustu þremur leikjum liðs- ins (á móti 71 skoti á körfu). Ástæða þessa sést kannski á þvi að þegar Dade hefur skorað þrjátíu stig eða meira í vetur hefur Ham- ar unnið 8 af 9 leikjum þar af 5 af 6 í deildinni. Hamarsmenn unnu í gær sinn fjórða sigur á íslandsmeisturum KR í vetur. Hamar vann báða deildarleiki liðanna, sló KR út úr bikamum og vann síðan annan af leikjum liðanna í Kjörísbikarnum þar sem KR fór reyndar áfram. Liðin hafa lokið leikjum sínum en eina leiðin fyrir KR-inga að hefna þessarra ófara er að liðin mætist í úrslitakeppninni. -ÓÓJ Aldrei spennandi - Haukar unnu Þór Ak. þrátt fyrir jafnræði framan af leik Haukar sigruðu Þór, Akureyri, á Ásvöllum í gærkvöld, 88-78, í Epson-deildinni í körfuknattleik. Leikurinn var aldrei neitt sér- staklega spennandi þótt jafnræði væri lengstum með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar náðu fljótlega góðu forskoti í þeim seinni og þrátt fyrir að Þórsarar hefðu saxað á það undir lokin var það ekki nóg. í heildina séð var leikurinn hin ágætasta skemmtun fyrir þá fáu áhorfendur sem leið sína lögðu að Ásvöllum. Þessi sigur var kær- kominn þeim Haukamönnum því hún hefur óneitanlega verið mög- ur hjá þeim tiðin að undanfornu en nú hélt liðið haus allan tímann og uppskeran var í samræmi við það. Þórsarar áttu góða spretti í þessum leik en duttu niður inn á milli og miklu munaði fyrir liðið að Óðinn Ásgeirsson og Maurice Spillers náðu sér engan veginn á strik í sókninni en hafa ber í huga að lengstum var vöm Haukanna með miklum ágætum. Sigurður heitur Hjá Haukum var Mike Bargen bestur en þeir Bragi Magnússon og Jón Arnar Ingvarsson léku mjög vel og Marel Guðlaugsson átti sína spretti. Hjá Þórsurum átti Sigurður Sigurðsson frábær- an leik og misnotaði aðeins eitt skot í leiknum en því miður fyrir þá þurfti hann að yfir gefa völlinn vegna meiðsla þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Magnús Helgason og Einar Örn Aðalsteinsson voru ágætir en þrátt fyrir að Maurice Spillers skoraði tuttugu stig þá nýtti hann skot sín illa og á mikið inni. „Það var kominn tími á að taka haus- inn úr rassgatinu og gera eitthvað af viti því við höfum aflt til alls í þessu liði og það er fyrst og fremst hugarfarið sem við þurfum að laga; þegar það er komið í lag held ég að fá lið komi til með að standast okkur snúning," sagði Bragi Magnússon, leikmaður Hauka, að leik loknum. -SMS Grindavík-ÍR 104-82 0-2, 9-4, 17-8, (33-21), 41-27, 48-31, 54-38, 56-46, (58-51), 64-58, (79-69), 91-71, 96-77, 104-82. Stig Grindavíkur: Kevin Daley 27, Elentínus Margeirsson 14, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Pétur Guðmundsson 11, Dagur Þórisson 10, Kristján Guðlaugsson 8, Bergur Hinriksson 7, Davið Þór Jóns- son 3, Guðmundur Ásgeirsson 2. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 18, Hreggviður Magnússon 17, Steinar Arason 13, Halldór Kristmannsson 11, Sigurður Þorvaldsson 8, Cedrick Holmes 7, Ólafur T. Sigurösson 4, Ás- geir Bachman 2, Benedikt Pálsson 2. Fráköst: Grindavík 40, 10 í sókn og 30 vörn (Daley 12), ÍR 31, 7 i sókn og 24 í vörn (Holmes 11). Stoðsendingar: Grindavík 29 (Páll Axel 7), ÍR 13 (Eiríkur 3). Stolnir boltar: Grindavík 15 (Pétur 4), ÍR 13 ( Holmes 3, Sigurður 3). Tapaóir boltar: Grindavík 15, ÍR 18. Varin skot: Grindavík ekkert, ÍR 1 (Holmes). 3ja stiga: Grindavík 11/25, ÍR 7/25. Víti: Grindavik 21/30, ÍR 17/21. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Jón H. Eðvaldsson (7). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 120. Maður leiksins: Kevin Daley, Grindavík. KR-Hamar 83-87 2-0, 4-8, 12-15, 22-21, (30-24), 34-31, 40-37, 42-51, (44-55), 50-55, 60-60, 65-67, (66-67), 72-69, 80-74, 80-79, 82-82, 83-82, 83-85, 83-87. Stig KR: Ólafur Ormsson 20, Keith Vassell 19, Hermann Hauksson 16, Jónatan Bow 14, Jón Arnór Stefáns- son 6, Tómas Hermannsson 2, Arnar Kárason 2, Hjalti Kristinsson 2, Ólaf- ur Ægisson 2. Stig Hamars: Chris Dade 33, Skarp- héðinn Ingason 19, Pétur Ingvarsson 12, Lárus Jónsson 8, Svavar Pálsson 7, Hjalti Pálsson 4, Óli Barðdal 3, Ein- ar Guðjónsson 2. Fráköst: KR 40, 12 í sókn, 28 í vörn (Bow 10), Hamar 42, 16 í sókn, 26 í vörn (Svavar Pálsson 13). Stoðsendingar: KR 21 (Jón Arnór 10), Hamar 22 (Pétur 6). Stolnir boltar: KR 13 (Bow, Her- mann 4), Hamar 17 (Pétur Skarphéð- inn 4). Tapaðir boltar: KR 24, Hamar 20 Varin skot: 7 (Bow, Jón Arnór 2). 3ja stiga: KR 9/26, Hamar 8/24. Víti: KR 16/26, Hamar 21/29. Dómarar (1-10): Jón Bender og Einar Einarsson, 6. Gatði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 270. Maður leiksins: Chris Dade, Hamri. Njarðvík-Keflavík 74-63 0-2, 5-9, 13-12, (15-20), 19-20, 26-25, 34-28, (37-34), 46-34, 52-36, 53-44, (58-44), 60-50,65-51,65-59, 69-61, 74-63. Stig Njaróvíkur: Logi Gunnarsson 20, Brenton Birmingham 14, Friðrik Stefánsson 13, Teitur Örlygsson 11, Jes Hansen 9, Friðrik Ragnarsson 5, Ragn- ar Ragnarsson 2. Stig Keflavikur: Calvin Davis 20, Hjörtur Harðarson 11, Gunnar Einars- son 9, Guðjón Skúlason 7, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Birgir örn Birgisson 5, Magnús Gunnarsson 3, Birgir Guð- finnsson 2. Fráköst: Njarðvík 10 sókn og 31 í vöm (Friðrik 10), Keflavík 12 í sókn og 28 vörn (Davis 14). Stoðsendingar: Njarðvík 11 (Teitur 3), Keflavík 7 (Birgir Örn 3). Stolnir boltar: Njarðvik 18 (Teitur 6), Keflavík 10 (Hjörtur 2, Magnús 2, Gunnar 2). Tapaðir boltar: Njarðvík 21, Keflavík 11. Varin skot: Njarðvík 6 (Hansen 4), Keflavik 2 (Davis, Gunnar). 3ja stiga: Njarðvík 7/23, Keflavík 7/24. Viti: Njarðvík 13/21, Keflavík 8/14. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson (8) Gœái leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 500. Maður leiksins: Logi Gunnarsson, Njarövík. Chris Dade, erlendur leikmaður Hamars, hefur reynst KR-ingum erfiöur aö undanförnu. Hann skoraði þrjár 3ja stiga körfur á lokakaflanum í leiknum í gærkvöld og tryggöi felögum sínum sætan útisigur. DV-mynd Hilmar Þór Hamar frá Hveragerði heldur áfram að gera KR lífið leitt því í gær sigraði það KR-inga í fjórða sinn í vetur og nú 83-87 á heimavelli KR-inga í Frosta- skjólinu. Hjá KR vantaði Magna Hafsteins- son en hjá Hamri var Ægir Jónsson fjarri góðu gamni. Leikurinn fór flör- lega af stað og hittu bæði lið vel í upp- hafi. KR-ingar þreifuðu aðeins fyrir sér og brugðu sér i svæðisvörn og prófuðu að pressa allan völl. Heimamenn voru hálfu skrefi á undan í fyrsta leikhluta en annar leikhluti var allur Hamars- manna. Þar gekk þeim flest í haginn, ef ekki allt, og fóru stundum ótrúleg skot ofan í. Gestirnir unnu leikhlut- ann með 17 stigum og fóru því með 11 stiga forskot í leikhléið. Ingi Steinþórs- son, þjálfari KR, hafði greinilega feng- ið menn til að hugsa sinn gang inni í klefa því leikmenn KR komu virkilega tilbúnir til seinni hálfleiks. Það tók þá um 4 mínútur að jafna leikinn, 60-60, og komust síðan yfir, 62-61. Samt sem áður voru það gestirnir sem leiddu eft- ir þriðja leikhluta með einu stigi, 66-67. Árnar Kárason hafði fengið sína fimmtu villu í byrjun seinni hálfleiks og því var Jón Árnór Stefánsson í leikstjórnandahlutverkinu stóran hluta ieiksins. Hann þurfti sjálfur að hvíla utan vallar vegna villuvandræða og fékk síðan sína fimmtu villu undir lok leiksins. Það þýddi það að Keith Vassell þurfti að taka boltann upp og gekk það ails ekki nógu vel hjá heimamönnum. KR-ingar náðu þó 6 stiga forskoti, 80-74, og rúmar tvær minútur eftir. Flestir hefðu nú haldið að þetta forskot KR-inga væru nóg til að sigra á svona stuttum tíma en Hvergerðingar voru á öðru máli, enda nýbúnir að éta upp 30 stiga forskot gegn Haukum. Þeir náðu að jafna á rúmri mínútu, 82-82, með 3ja stiga körfu frá Chris Dade. Dade kom svo Hamri yfir með annarri 3ja stiga körfu sem var hans þriðja á skömmum tíma. Heimamenn glopr- uðu síðan sinni sókn og Pétur Ingvars- son tryggði sigur sinna manna á víta- línunni. Hvergerðingar voru vel að sigrinum komnir. Baráttan og eljan í liðinu er ótrúleg og menn gefast aldrei upp. Það er með ólíkindum hvað Pétur Ingvarsson hef- ur náð að gera með liðið á stuttum tíma og eins og er er það í fjórða sæti. Liðið samanstendur af leikmönnum sem höfðu ekki gert garðinn frægan fyrir en þeir fóru að spila fyrir Hamar. Leikmenn eins og Skarphéðinn Inga- son hafa tekið ótrúlegum framfórum og frammistaða hans í gærkvöld sýndi það að það er ekki að ástæðulausu að Friðrik Ingi, þjálfari landsliðsins, er farinn að gefa honum auga. Sama mætti segja um fleiri leikmenn liðsins sem stóðu sig vel í gær. Chris Dade heldur áfram að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum og réðu KR-ingar ekkert við hann í gær. Svavar Pálsson var sterkur undir körfunni Það háði KR-ingum mikið að vera leikstjórnandalausir í lokin. Leikmenn framkvæmdu kerfin stundum illa eða fóru allt of snemma út úr þeim. Einnig vantaði smávegis leikgleði sem þarf að fylgja því að spila íþróttir. Ólafur Ormsson átti fínan leik og Keith Vassell var ágætur en tapaði mörgum boltum. Jónatan Bow var sterkur í seinni hálíleilk og Hermann Hauksson átti góðan leik. Jón Arnór spilaði mik- ið sem leikstjórnandi og skaut því ekki boltanum mikið en gaf margar stoðsendingar. Það er spurning hvort leikstjómandahlutverkið fer ekki að verða áhyggjuefni fyrir KR ef Arnar er frá vegna villuvandræða eða meiðsla. -BG Vörnin vann leikinn - Njarövíkingar höföu betur í nágrannaslagnum Njarðvíkingar höfðu betur í topp- og nágrannaslagnum gegn Keflavík í Ljónagryfjunni i gærkvöld. Lokatölur urðu 74-63 og leiddu heimamenn í hálfleik, 37-34. Sigur heimamanna setur þá eina á topp deildarinnar, auk þess sem þeir koma betur út úr innbyrðis viðureignum við Keflavík með sínum 11 stiga sigri í gærkvöld. Keflvtkingar höfðu betur í Keflavík, 106-96, svo að ef liðin enda jöfn verður Njarðvík ofar. „Þetta eru leikirnir sem við bíðum eftir, alltaf hörkuleikir. Vömin hjá okkur í síðustu þremur leikjum hefur verið frábær og við sýnum að við erum með besta varnarlið landsins, og þrátt fyrir að sóknin hafl ekki alltaf gengið þá bættum við það í vörninni," sagði Logi Gunnarsson, besti leikmaður Njarðvíkinga, að leik loknum. Keflvíkingar mættu til leiks án Fals Harðarsonar sem er meiddur og Albert Óskarsson leikur ekki fleiri leiki í vetur. Sóknin í leiknum var ekki burðug framan af og var ljóst að liðin lögðu áherslu á sterkan varnarleik. Njarðvíkingar ætluðu sér að gera það sem nánast enginn getur, að stoppa Calvin Davis. Þótt Davis skoraði 20 stig þurfti hann að hafa mikið fyrir hlutunum og heimamenn voru duglegir að mæta honum í hjálparvörninni. Jón Nordal byrjaði vel hjá gestunum og þeir leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-20. Leikurinn jafnaðist í öðrum leikhluta og staðan var 34-34 er 2,2 sekúndur voru eftir af hálfleiknum og Njarðvíkingar áttu innkast undir sinni körfu. Þeir tóku langt innkast og út frá því skoraði Brenton Birmingham þriggja stiga körfu og þriggja stiga forskot heimamanna í hálfleik. Karfan virkaði sem vítamínsprauta á heimamenn því þeir héldu áfram í seinni hálfleik og Logi skoraði sjö fyrstu stigin í hálfleiknum og skyndilega var munurinn 16 stig. Keflvíkingar virtust vera að koma til baka í lok þriðja leikhluta. Vörn heimamanna var mjög sterk á kafla í leikhlutanum og skoruðu gestirnir aðeins 10 stig alls í honum. Lokaleikhlutinn var svo barningur þar sem Keflvíkingar gerðu allt sem þeir gátu til að jafna leikinn, en vörn heimamanna var sterk og þrátt fyrir að sóknarleikur þeirra væri ekki sannfærandi á köflum þá treystu þeir á vörnina sína sem var þeirra aðal í þessum leik. Liðsheildin var sterk hjá heimamönnum. Logi skoraði mikilvægar körfur, Teitur lék einn sinn besta leik í vetur og skilaði góðu hlutverki á öllum vígstöðvum. Þá áttu Hansen og Friðrik Stefánsson góðan leik í vörninni og fráköstuðu þeir félagar vel. Brenton Birmingham lék einnig ágætiega. Hjá gestunum stóð Calvin Davis upp úr. Jón Nordal byrjaði vel en lenti í villuvandræðum og þá átti Hjörtur góðan leik. „Við töpuðum mótinu á þessum degi fyrir ári síðan, og það er því enn ánægjulegra að sigra hér í kvöld og nú ætlum við að halda út. Hlutirnir eru að smella hjá okkur og við erum að fá þá mynd á liðið sem við viljum. Áð vinna toppliðið án þess að spila sérstaklega í sókninni er merki um sterka vörn okkar og þetta var gaman, allir lögðu sig fram og áhorfendur stóðu sig sömuleiðis frábærlega," sagði Teitur Örlygsson, annar af þjálfurum Njarðvíkinga, glaður að leik loknum. -EÁJ '' ^ EPSON DEILDIIM Njarövikingar unnu sinn 17. heimalelk í röð þegar þeir lögðu nágranna sína í Keflavík i gær. Þetta var þriðja árið í röð sem Njarðvík vinnur Keflavík heima í deildinni og í áttunda sinn í síðustu 9 deild- arleikjum liðanna í Njarðvík. Valsmenn unnu loks eftir langa taphrinu og það í tvenn- um skilningi. Auk þess að hafa tapað níu deildarleikjum í röð í Epsondeildinni í vetur höfðu Tindastólsmenn unnið sjö leiki í röð gegn Valsmönnum fyrir sunnan. Valsmenn höfðu unn- ið Tindastól síðast heima 1. desember 1991. ÍR-ingar töpuðu sínum ní- unda útileik í röð í gær í Grindavík þar sem þeir hafa reyndar aðeins unnið einu sinni í 11 heimsóknum sínum I úrvalsdeildinni. Grindavík hefur unnið ÍR-inga í Röstinni í níu síðustu skipti eða frá því 30. október 1988. Óláfur Jón Ormsson, fyrir- liði KR, klikkaöi á siðasta víti sínu gegn Hamri í KR-húsinu í gær en þá hafði kappinn nýtt 30 víti í röð í Epsondeildinni. Ólafur Jón hitti úr 11 fyrstu vítum sínum í gær en það 12. misfórst. Ólafur hefur nýtt 48 af 54 vítum sínum í vetur sem gerir 88,9% vítanýtingu. Kristinn Albertsson, dómari úr Breiðabliki, dæmdi sinn 400. leik í úrvalsdeild er hann dæmdi leik Vals/Fjölnis gegn Tindastól í gærkvöld. Hefur enginn dómari dæmt svo marga leiki í úrvalsdeild karla. Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild 16 ára gamall, þann 25. febrúar 1982. -ÓÓJ Vandræðalaus sigur Grindvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR, 104-82, á heimavelli skoti en svo tóku ÍR-ingar við sér í lok fyrrníálfleiks, þéttu Grindvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR, 104-82, á heimavelli sínum í gærkvöld. Grindvíkingar náðu forystunni snemma og héldu henni frekar vandræðalaust til leiksloka. Nýr Bandaríkjamaður, Kevin Daley, var í liði Grindvíkinga og hann gaf tóninn strax eftir eina og hálfa mínútu með tilþrifa- mikilli troðslu. Grindvíkingar létu síðan kné fylgja kviði og náðu fljótt tíu stiga forystu. ÍR-ingar virtust í vandræðum með vamarleikinn hjá sér til að byrja með og fengu Grindvíkingar ansi oft ýmist að labba í gegn eða fá frí skot auk þess sem þeir voru mun grimmari í fráköstunum. Varnarleikurinn lagaðist um stundarsakir hjá ÍR-ingum eftir að Jón Örn þjálfari tók leik- hlé í miðjum fyrsta leikhluta en var samt á stundum ansi glopp- óttur. Fram að leikhléi héldu Grindvíkingar nokkuð öruggu for- skoti en svo tóku ÍR-ingar við sér í lok lyrn hálfleiks, þéttu vörnina og náðu nokkrum hröðum upphlaupum. Munurinn var sjö stig í leikhléi og fór svo niður í sex stig og fengu ÍR-ingar nokkur tækifæri til að minnka hann niður í þrjú stig. Það tókst ekki og eftir það komust ÍR-ingar aldrei nærri Grindvíkingum sem höfðu töglin og hagldirnar til leiksloka. Þar fór Kevin Daley fyrir sínum mönnum og sýndi skemmtileg tilþrif þó að hann væri reyndar orðinn nokkuð þreyttur undir lokin. Daley var besti maður Grindvíkinga og ef fram heldur sem horfir mun hann reynast Grindvíkingum vel þegar hann kemst í betra form. Elentínus átti einnig prýðilegan leik. Hjá ÍR-ing- um bar mest á Eiríki Önundarsyni og Halldór Kristmannsson byrjaði vel en dalaði er á leikinn leið. Cedrick Holmes náði sér hins vegar alls ekki á strik og munar um minna. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.