Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Síða 6
EFTIR VI NNU
Vikan 2 6. ianúar til 1. febrúar
H lífið
Sunnudaguf \
28/11
CBöl 1
■ DANSLEIKUR MEÐ CAPRÍ TRÍÓI i kvöld
veröur stuðdansleikur með Caprí-tríói í Ás-
garði, Glæslbæ. Missið ekki af þessu sunnu-
dagsfjöri sem byrjar klukkan 20 og stendur til
23.30.
•Klassík
■ S_UNgH> UM FRIÐ í HALLGRÍMSKIRKIU
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir dag-
skrá í kirkjunni í dag klukkan 17. Dagskráin ber
yfirskriftina Dagsöngvar um frið. Þar verður
frumflutt samnefnt tónverk eftir Jón Hlöðver
Áskelsson tónskáld við texta eftir Böðvar Guð-
mundsson skáld. Flytjendur eru Hlin Péturs-
dóttir sópran, Guðlaugur Vlktorsson tenór,
kammerkórinn Schola cantorum og Kári Þorm-
ar orgelleikari en stjórnandi er Hörður Áskels-
son. Einnig verða fluttar stuttar frásagnir af
stríðsátökum í samtímanum, sagðar af islensk-
um fréttamönnum ogfólki sem sjálft hefur upp-
lifað nálægð við strið. Auk þess verða flutt Ijóð
um stríðsátök og frið, m.a. eftir börn. Nánari
upplýsingar hjá Herði Áskelssyni simi
5101000.
©Leikhús
■ LANGAFI PRAKKARI Leikritiö Langafi
prakkari eftir Sigrúnu Eldjárn verður sýnt í
Mögulelkhúsinu við Hlemm kl. 14 í dag.
■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama tíma síðar er
framhald leikritsins Á sama tíma aö ári sem
sýnt hefur verið um langt skeið við miklar vin-
sældir. í kvöld kl. 20 verður framhaldið sýnt I
Loftkastalanum og eru það þau Tinna Gunn-
laugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson sem fara
með hlutverkin eins og áður. Nokkur sæti laus.
■ BLÁI HNÖTTURINN Leikritið Blái hnötturinn
eftir Andra Snæ Magnason verður sýnt klukkan
14 í dag í Þjóðleikhúsinu. Það er uppselt á
þessa sýningu.
■ BLÁI HNÓTTURINN Leikritiö Blái hnötturinn
eftir Andra Snæ Magnason verður sýnt klukkan
17 i dag í ÞJóðleikhúsinu. Örfá sæti eru laus.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Með
fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones verður sýnt
í kvöld kl. 20 á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins. Það er uppselt á þessa sýningu.
•Fyrir börnin
■ FRÍTT í LEIKHÚS Það er ókeypis á fjölskyldu-
sýningu á litla sviöiö í Borgarleikhúsinu í dag.
Þar munu Venni og Snælda ráða ríkjum og fá
ýmsa listamenn í heimsókn. Þessi sýning sem
erí boöi Kringlunnar og heitir Kringluvinir.Leik-
arar eru Stefán Sturla og Ingrid Jónsdóttlr og
framleiðandi er Gjörningar ehf.
■ KVIKMVNDA5ÝNINGAR FYRIR BÖRN í
NORRÆNA HÚSINU Nú eru aö hefjast að nýju
kvikmyndasýningar fýrir börn í Norræna húsinu.
Fyrsta myndin er frá Finnlandi en þar segir frá
Múmínálfunum sem Tove Janson hefur skrifað
svo skemmtilega um. Myndin er teiknimynd og
heitir Múmínsnáðinn og halastjarnan. Sýningin
tekur rúma klukkustund og aðgangur er ókeyp-
is.
•Síðustu forvöö
■ ANNA JÓA Myndlistarmaðurinn Anna Jó-
hannsdóttir - Anna Jóa - lýkur f dag sýningu á
málverkum auk vatnslitamynda, teikninga og
myndbandsverks í Listasafni ASÍ við Freyju-
götu. Verkin voru unnin á sl. 2 árum en auk
þess hefur Anna tekið virkan þátt í menningar-
árinu og má þar nefna þrjú gróðurhús með
grænmetisskúlptúrum á Lækjartorgi og Ijós-
gjörning í Elliðaánum í tengslum við Ijósahátíð f
nóvember sl., glímugjörning á framhlið Háskóla
íslands f október og málaða skúlptúra við
Ljósafossvirkjun f sumar. Málverkin, Ifkt og þrf-
víð verk Önnu á árinu, voru unnin út frá hug-
myndum um birtingarform orku sem hreyfing.
Vakin er athygli á garðgalleríinu „Yfir vegginn"
að Laufásvegi 62 þar sem gangandi vegfarend-
um er boðið að Ifta yfir garðvegginn og sjá verk-
ið (T)Aflstöðvar sem sýnt var við Ljósafossvirkj-
un.
■ SJÁLFBÆR SKÁL I dag lýkur Kári Gunnars-
son sýningu í gallerý Geysi, Hlnu Húslnu v/lng-
ólfstorg. Kári sýnir skál sem hann vann I hönn-
unarnámi við Iðnskólann f Hafnarfiröi og fékk
sérstaka viðurkenningu fyrir við útskrift voriö
2000. Skálinn byggir á hugmyndum um sjálf-
bærni. í hana eru nýtt óæðri efni sem ekki eru
takmörkuð af náttúruverndarsjónarmiðum.
''t Þannig er hún samansett úr 2“x4" byggingar-
timbri, akrýlplasti og öxulstáli. Hugmyndin er að
skapa stássmuni fyrir nútfmafólk að hafa í hf-
býlum sfnum er auk þess hafa hagnýtt gildi.
Aðrir munir á sýningunni eru 2 skálar úr
akrýlplasti hluti af stærri seríu sem ekki er full-
búinn. Kári Gunnarson er fæddur f Reykjavfk
árið 1979. Lauk hann hönnunarnámi við löna-
skólann f Hafnarfirði árið 200 auk þess sem
hann hefur numið við Myndlistarskóla Kópa-
»- vogs.
Ifókus
■ HÓRÐUR JÖRUNDSSON í STÓÐLAKOTI
Það er sfðasti sýningardagur hjá Herði Jörunds-
syni f Gallerí Stöðlakoti i dag. Á sýningunni eru
vatnslitamyndir málaðar á árinu 2000. Sýning-
in er opin daglega frá 14-18.
■ MYNPBÖND MÁNAÐARINS í GALLERÍ
RVK. Hópur myndlistamanna lýkur í dag
sýningu á videoverkum í kjallara Gallerís
Reykjavíkur,
Skólavörðu-
stíg 16. Alls
eru 15-20 víd-
eóverk sýnd á
skjám og varp-
að upp á
veggi. Skóla-
vörðustígnum
verður einnig
varpað inn í
gallerfið á
brengluðum
rauntíma á
tvöföldum
hraða. Þau
sem verk eiga á sýningunni eru Elín Helena
Evertsdóttir, Elínborg Halldórsdóttir, Guð-
finna Hjálmarsdóttir, GunnhildurHauksdótt-
ir, Haraldur Karlsson, Hugleikur Dagsson,
Jóhann G.Bjargmundsson, Ólóf Björg
Björnsdóttir, Ragnar Kjartansson, Sirra
Sigurðardóttir og Jón Sæmundur. Galleriið
er opið virka daga frá 11-18.
■ STOLNU LISTAVERKIN í ÍSLENSKRI GRAF-
ÍK I dag lýkur sýningu 2. og 3. árs nema við
Listaháskóla íslands f íslenskri grafík. Eftir að
sumum verkanna á sýningunni var stolið endur-
sköpuðu nemarnir þau eftir bestu getu og hafa
hlotið lof fyrir. Sýningin er opin frá 14-18.
Bí ó
■ KODÉKS BÉZ TSESTÍJA í BÍÓSAL MÍR
Rússnesk kvikmynd frá 1993 verður sýnd f bíó-
sal MÍR f dag, klukkan 15. Myndin heitir í skjóli
valds og vegtyllu á fslensku. Myndin gerist í
Moskvu og Zúrich á síðustu mánuöum Sovét-
ríkjanna. Leikstjóri kvikmyndarinnar er
Vsevolod Shilovski. Aðgangur er ókeypis og all-
ir eru velkomnir.
■ KQDÉKS BÉZ TSESTÍJA í BÍÓSAL MÍR
Rússnesk kvikmynd frá 1993 verður sýnd í bfó-
sal MÍR f dag, klukkan 15. Myndin heitir í skjóli
valds og vegtyllu á fslensku. Myndin gerist í
Moskvu og Zurich á síðustu mánuðum Sovét-
rfkjanna. Leikstjóri kvikmyndarinnar er
Vsevolod Shllovský. Aðgangur er ókeypis og all-
ir eru velkomnir.
•Sport
■ MAN UTP & WEST HAM Á SPORTKAFFI
Klukkan 13.45 f dag eru allir velkomnir á Sport-
kaffl að fylgjast með Manchester United
keppa á móti West Ham á skjánum.
■ ÍSLAND S TÉKKLANP Á SPORTKAFFI Ekki
missa af leik íslands og Tékklands í HM á risa-
skjá á Sportkaffi.
■ AMERÍSKI BOLTINN Á SPORTKAFFI Þeir
sem ekkert vit hafa á amerískum fótbolta geta
að minnsta kosti mætt til að kíkja á klappstýr-
urnar hrista það sem hrista má miðað við
bandarfskar siðferöisreglur. (Hver þarf kunn-
áttu þegar hann hefur G-sting?) Þeir sem vit
hafa á fþróttinni geta fylgst með New York Gi-
ants og Baltimore Ravens keppa.
Mánudagur
29/1 *
•Kabarett
■ PICASSO ÁSTKVENNANNA SÁLGREIND-
UR Listaklúbbur Leikhúskjallarans stendur fyr-
ir þemakvöldi þar sem listamaðurinn Pablo
Plcasso er sálgeindur og krufinn til mergjar.
Auður Ólafsdóttir listfræðingur fjallar um list
Picasso. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir flytur
erindi um listamanninn sem talinn er hafa
þjáðst af narsissisma. Leikkonurnar i sýning-
unni Ástkonur Picassos, þær Margrét Guð-
mundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir,
Guðrún S. Gísladóttir og Anna Kristín Arn-
grímsdóttir segja, ásamt leikstjóranum, Hlín
Agnarsdóttur, frá leikhúsvinnunni og leika brot
úr verkinu. Umræður verða f lok dagskrárinnar
sem hefst klukkan 20.30 en húsið verður opn-
ar klukkan 19.30. Aðgangseyrir er 1000 kall en
500 krónur fyrir skólafólk og klúbbfélaga.
•Fyrir börnin
■ SÓNGVAR FRÁ SJÓNARHÓU BARNA Mar-
grét Bóasdóttir sópran og Ungverjinn Miklos
Dalmay pfanóleikari halda Ijóðatónleika f kvöld
klukkan 20 f TlBRÁ, tónleikaröð Salarins í
Kópavogi. Efnisskrá þeirra ber heitið Söngvar
frá sjónarhóll barna og eru þaö tslenskir og er-
lendir Ijóðasöngvar sem allir fjalla um börn eða
eru lagðir börnum f munn. í söngvunum er lögð
áhersla á hið ríkulega fmyndunarafl sem börn
hafa og einlægni þeirra og heiðarleika. Margrét
og Miklós hafa starfað að tónlistarmálum á
Úr hinum alræmda sértrúarsöfnuði plötusnúða með hug-
sjónir, DiY, kemur plötustýran Emma og millilendir á Thom
sen á heimleið frá New York. Þar mun stelpan standa fyrir
þriggja nátta einnar nætur gamni.
Emma kemur beint af flugvell-
inum og er skellt í sófann á rit-
stjórnarskrifstofu Fókuss. Hún
er mjög bresk í útliti og er ekkert
langt frá Dorrit Mousaieff í
klæðaburði, svona við fyrstu sýn.
En maður dæmir ekki bækur eft-
ir kápunni og undir kápu Emmu
og dragtinni leynist gamall breik-
ari og hip hop-haus.
Tók ekki lyfin í NY
Hvernig var flugið?
„Fínt flug en ég var samt svolít-
ið þreytt og er að drepast í fjand-
ans mjöðminni (e. my bloody hip).
Ég var svo fegin að komast til
New York að ég djammaði stans-
laust og gat því ekki tekið lyfin
mín,“ segir Emma og brosir breitt.
Mjöðmin hefur angrað hana lengi.
Þú ert svolítill djammhundur, er
það ekki?
„Jú, ég vil gjaman djamma með
spilamennskunni, koma, djamma
yfir nóttu og fara svo á næsta
stað.“
Emma er búin að vera ein 10 ár
í bransanum og er hluti af
klíkunni DiY. „DiY er hópur fólks
sem tók sig saman í miðju klúbba-
æðinu í Bretlandi og ákvað að búa
til sin eigin partí í staðinn fyrir að
bíða í biðröðum á klúbbum sem
rukkuðu morð fjár og voru með fá-
ránlegar kröfur um klæðnað og
annað sem engu máli skipti fyrir
skemmtunina. DiY stendur
einmitt fyrir Do it Yourself og
þetta fólk ákvað að taka málin í
sínar hendur og halda ókeypis
partí fyrir alla. Fleiri fetuðu í fót-
spor okkar og djammið batnaði til
muna,“ segir Emma um starfsem-
ina.
Fædd til að dansa
Ferill Emmu byrjaði í breik-
dansi og áhuga á Electro og Hip-
hop og þau áhrif segir hún að séu
vel merkjanleg hjá sér en nú spil-
ar hún aðallega house-músík.
„Ég ólst upp við mismunandi
tónlist og foreldrar mínir sögðu
alltaf að ég væri fædd til að
dansa.“
En hvaö ertu að gera hér?
„Vinur minn í New York hafði
spilað á Thomsen áður og hafði
samband við þá fyrir mig. Það er
frábært að koma hér við á heim-
leið.“
Og hvernig líkar þér?
„Það er bölvaður kuldi hér. Ég
hélt að Bretland væri kalt áður en
ég fór til New York en það er ekki
einu sinni kalt þar miðað við hér.
En það er fínt, þá hætti ég að kvarta
heima hjá mér.“
Og hvaö á aó gera hérna?
Djamma?
„Nei, ég er að spila öll þrjú kvöld-
in og verð að vera edrú svo ég geti
tekið pillurnar mínar og mjöðmin
hættir að pína mig. Kannski ég
reyni að skoða mig aðeins um ef ein-
hver nennir að sýna mér eitthvað
merkilegt," segir hún kát.
flölbreyttum vettvangi, bæði hér og erlendis, en
þessir tónleikar eru þeir fyrstu sem þau vinna
saman. Nánari upplýsingar í síma 570 0400.
•Fundir
■ RÓDDIN SEM SPEGILL SÁLARINNAR
„Röddin sem spegill sálarinnar" er námskeið
sem boöið er upp á í Leikskólanum Höfn,
Marargötu 6 í Reykjavík, í kvöld og annað
kvöld, milli kl. 19.30 og 22 bæði kvöldin. Á
námskeiöinu er unnið með útvíkkun raddar-
innar: að vera sér meðvitandi um hvaðan
röddin kemur og líkamann sem hljómbotn
hennar. Þetta er ekki söngnámskeiö heldur á
þaö að auka skilning fólks á eigin raddbeit-
ingu og annarra. Leiðbeinandi er Sigrún Harð-
ardóttir ráðgjafi. Þátttaka tilkynnist í síma
5523222. Námskeiðið kostar 4000 kr.
Þridjudagur \
30/1
•Klúbbar
■ STEFNUMÓT Á GAUKNUM Stefnumót
Undirtóna verður í kvöld á Gauki á Stöng. Þar
verða hljómsveitirnar Trompet, God speed og
Fuga, sem áður hét Beespiders. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21 og það kostar 500 kall
inn. Allir eldri en 18 ára eru velkomnir.
jL e i k h ú s
■ HÁALOFT Geðveiki svarti gamaneinleikur-
inn Háaloft heldur nú áfram eftir áramótin.
Sýning í kvöld kl. 21T Kaffileikhúsinu i Hlað-
varpanum. Einleikari og höfundur verksins er
Vala Þórsdóttlr leikkona.
•Krár
■ 2 DÓNALEG HAUST Á GAUKNUM Hljómsveitin
2 dónaleg haust heldur stórtónleika á Gauki á
Stóng í kvöld. Hún mun flytja frumsamiö efni í
bland við annað. Gestasöngvarar munu stíga á svið
og ýmsar aðrar skemmtilegar uppákomur verða.
©Leikhús
■ LÓMA Leikritiö Lóma • mér er alveg sama þótt
einhver sé að hlæja að mér eftir Guðrúnu Ás-
mundsdóttur verður sýnt í Möguleikhúsinu viö
Hlemm kl. 11.30 í dag. Uppselt.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Meb
fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones verður sýnt í
kvöld kl. 20 á Smiðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Nokkur sæti laus.
•Síöustu forvöð
■ FINNA B. STEINSSON í dag lýkur Finna B.
Steinsson sýningu sinnl, Kooks 00, í Bankastræti
0 og á Netinu á slóðinni www.KooksOO.com. Finna
lauk námi við Munchenarakademíuna 1992. Af
einkasýningum hennar má nefna 1000 velfur í
Vatnsdalshólum (í Vatnsdal og Gerðubergi 1993),
Brýrað baki (Norðurárdal 1994) ogtilraun um þúfu
(Ásmundarsal 1996).
•Sport
■ MAN UTD OG SUNDERLANP MÆTTIR Á
SPORTKAFF1 Það verður hægt að fylgjast með leik
Sunderland og Manchester United á skjánum á
Sportkaffi. Gó Davíð!
•Klassík
■ GUNNAR PÁLL Á GRAND HÓTEL
REYKJAVÍK Hinn sívinsæli Gunnar Páll spil-
ar rómantíska og hugljúfa tónlist á Grand
Hótel Reykjavík. Gunni byrjar gamanið
klukkan 19.15 og hættir ekki fyrr en 23. All-
ir velkomnir.
•Leikhús
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið
Með fulla vasa af grjóti eftir Marle Jones
verður sýnt í kvöld kl. 20 á Smtðaverkstæði
Þjóðleikhússins. Örfá sæti laus.
•Kabarett
■ ZEFKLOP SPILAR j KAFFILEIKHÚSINU
Hljómsveitin Zefklop leikur í Kaffileikhús-
inu, Hlaðvarpanum, í kvöld, klukkan 21.
Zefklop leikur frumsamda tónlist eftir Ragn-
ar Emilsson gítarleikara. Auk hans skipa
sveitina Þorvaldur Þór Þorvaldsson, tromm-
ur, Birgir Kárason, bassi, og Þorbjörn Sig-
urðsson, hljómborö. Gestaleikarar eru Birk-
Ir Freyr Matthíasson, trompet, og Eyjólfur
Þorleifsson, saxófónn. Tónlist Zefklop teng-
ir saman ýmsar ólíkar tónlistarstefnur, þar á
meöal djass, latín, fönk og rokk. Aögangs-
eyrir er 800 kr.
Stendur þú
fyrir einhverju^
Sendu upplýsingar a
je-ma.; foKús#fok.is.!S/fax 550 5020