Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2001, Blaðsíða 4
18
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001
- hvílir á heröum of fárra manna í
Geir Sveinsson
metur
frammistöðu
handboltalands-
liðsins á HM
Ólafur Stefánsson:
Markahæstur
og með flestar
stoðsendingar
Geir Sveinsson bendir á í viðtal-
inu hér á síðunni að ábyrgðin í
landsliðinu hvílir á herðum of
fárra leikmanna. Þetta sést vel á
tölfræði liðsins á mótinu því Ólaf-
ur Stefánsson (til vinstri) er bæði
sá leikmaður sem skoraði flest
mörk (32) og sá leikmaður sem gaf
flestar stoðsendingar (42).
Auk þessa var Ólafur afar áber-
andi í tölfræði íslenska landsliðs-
ins á heimsmeistaramótinu í
Frakklandi. Hann var líka sá sem
fiskaði flestar brottvísanir á and-
stæðingana (5), gaf flestar sending-
ar sem gáfu viti (9) var oftast rek-
inn út af í tvær mínútur (7),
fiskaði flesta ruðninga (4), varði
flest skot í vörninni (8) og tapaði
flestum boltum (18). -ÓÓJ
landsliöinu
Geir Sveinsson, fyrrum fyrirliði is-
lenska landsliðsins og núverandi
þjálfari Vals, hefur fylgst með ís-
lenska landsiiðinu á HM í Frakk-
landi. Hann flaug út til Montpellier
þar sem íslenska liðið lék í riðla-
keppninni, sá flóra leiki en kom heim
fyrir tapleikinn gegn Júgóslövum í
16-liða úrslitunum. DV-Sport hitti
Geir að máli og spurði hann um ár-
angur liðsins á HM, undirbúning
landsliðsins og framtíð Þorbjörns
Jenssonar sem landsliðsþjálfara ís-
lenska liðsins eftir mót þar sem góðu
kaflarnir voru ekki nógu margir og
slæmu kaflarnir að sama skapi
mýmargir.
Ekki ásættanlegt
„Að mínu mati á það aldrei að vera
ásættanlegt fyrir ísland að komast að-
eins í 16-liða úrslit á stórmótum í
handknattleik. Við verðum að stefna
hærra og metnaðurinn til að gera sí-
fellt betur verður að vera til staðar.
Við verðum að gera kröfur því um
leið og við fórum að sætta okkur við
það að komast í 16-liða úrslitin þá er
sáralítill munur á okkur og þeim lið-
um sem ekki komust upp úr riðlin-
um. Aðalfjörið hefst þegar átta liða
úrslitin byrja. Þá eru menn með allan
tímann, spila níu leiki sem færa þeim
mikla reynslu.
Ef við skoðum hins vegar leik ís-
lenska liðsins i keppninni þá höfðum
við einfaldlega ekki getu til þess að
fara lengra. Liðið náði aldrei að spila
einn góðan og heilsteyptan leik, liðið
féll alltof oft ofan í dal meðalmennsk-
unnar og þess vegna var varla hægt
að fara fram á að liðið færi lengra,"
sagði Geir Sveinsson.
Lítiö gerst á ári
„Mér finnst hræðflegt hvað lítið
hefur breyst hjá landsliðinu síðan í
Króatíu fyrir einu ári. Menn tala um
peningaskort og það má til sanns veg-
ar færa að hann standi sambandinu
að einhverju leyti fyrir þrifum en það
þýðir samt ekki að skýla sér á bak við
skort á fjármangi endalaust. Það er
margt sem hefði mátt gera betur á
þessu ári sem liðið er frá Króatíu án
þess að kosta til þess miklu fjár-
magni.
Ég hefði viljað sjá æflngar hjá
landsliðinu síðastliðið sumar. Helm-
ingur landsliðshópsins er að spila hér
heima og því miður var stór hluti
þess búinn að spila í deildinni í byrj-
un apríl. Það hefði þurft að kalla þá
landsliðsmenn sem spila hér á íslandi
saman yfir sumartímann. Við búum á
litlu landi og þótt peningaskortur
komi í veg fyrir að við spilum æfinga-
leiki við önnur landslið þá hlýtur að
vera hægt að flytja menn frá Akur-
eyri og Vestmannaeyjum til Reykja-
víkur í æfmgabúðir. Ef við höfum
ekki það bolmagn er alveg eins gott
að leggja boltann niður.“
Stoppa Ólaf
„Það sem háir islenska landsliðinu
i dag er sú staðreynd að ábyrgðin
hvílir á herðum alltof fárra leik-
mánna. Við eigum fjóra leikmenn fyr-
ir utan og kröfurnar sem við gerum
til þeirra eru mjög miklar. Ég tek sem
dæmi Ólaf Stefánsson. Menn ræða
stanslaust um það að Ólafur þurfi að
gera meira af þessu og hinu en átta
sig kannski ekki á þvi að hver einasti
andstæðingur mætir okkur með því
hugarfari að stoppa Ólaf Stefánsson.
Sterkasti varnarmaður andstæðing-
anna er yfirleitt settur honum til höf-
uðs þannig að hann hefur afskaplega
lítið svigrúm. Aðrir leikmenn gera
lítið til að hjálpa Ólafi og þá komum
við að því hvort taktíski þátturinn
hafi verið nógu sterkur hjá liðinu i
Frakklandi. Það sem mér finnst vera
sorglegt er að liðið er ekki að taka
neinum framfórum á því eina ári sem
liðið er frá Króatíu. Við lentum í ell-
efta sæti þar en því tólfta nú og með
það að leiðarljósi að Evrópukeppnin
er sennilega sterkara mót þá má segja
við varla náum að standa í stað.“
Á góöum aldri
„Það sem er jákvætt við íslenska
landsliðið er að flestir leikmanna liðs-
ins eru á góðum aldri og ættu að eiga
nóg eftir. Það eru aðeins Duranona og
kannski Guðmundur Hrafnkelsson
sem eru að komast á aldur og það fyll-
ir mann vissri bjartsýni. Frammi-
staða ungu homamannanna, Guðjóns
Vals og Einars Arnar, var ljós punkt-
ur í mótinu en samt sem áður fannst
mér skrýtið að hann skyldi ekki taka
Gústaf Bjamason með sem vara-
mann fyrir Guðjón Val sem hefur
litla reynslu. Gústaf hefur mikla
reynslu á stórmótum og hefði án efa
nýst okkur vel i þessu móti, sérstak-
lega i leiknum gegn Júgóslavíu. Mér
fmnst að Þorbjörn hefði átt að fara út
með 16-18 leikmenn en skrá aðeins 14
því eins og kom fram þegar líða tók á
mótið þá vora 2-3 menn í þessum
hópi aðeins farþegar sem hann treysti
ekki þegar á hólminn var komið.
Halldór fyrir Heiömar
Mér fannst æfingahópurinn sem
hann valdi ágætur en ég skyldi ekki
af hverju hann tók Heiðmar Felixson
fram yfir Halldór Ingólfsson. Það kom
í ljós í Frakklandi að hann treysti
Heiðmari ekki í sóknarleiknum og
þar með varð Ólafur að bera uppi
hægri væng íslenska liðsins einn og
óstuddur alla keppnina. Halldór hef-
ur spilað frábærlega með Haukum
undanfarin tvö ár, spilað marga Evr-
ópuleiki þar sem hann hefur staðið
vel og hann hefði getað leyst Ólaf af
hólmi. Einnig er spuming hvort ekki
hefði mátt nota Einar Baldvin Árna-
son og Hilmar Þórlindsson frá
Gróttu/KR sem hafa báðir verið mik-
ið í umræðunni að undanfömu. Það
þýðir hins vegar ekki að ætla að gera
þessa menn að landsliðsmönnum á
einum mánuði. Það hefði þurft að
hefja markvissari undirbúning fyrir
mótið miklu fyrr og þá hefðu þessir
tveir leikmenn eða einhverjir aðrir ef
til vill nýst landsliðinu í Frakklandi."
Tímaskortur ekki afsökun
„Ég kaupi samt ekki afsökun Þor-
björns um lítinn tima til undirbún-
ings. Nánast öll þau lið sem komust í
átta liða úrslit mótsins eiga við sama
vandamál að glíma og við, þ.e. lykil-
menn spila i þýsku eða spænsku úr-
valsdeildinni og því gefst minni tími
en ella til að stilla saman strengi lið-
anna. Ég bendi á að bæði Spánverjar
og Júgóslavar skiptu um þjálfara
stuttu fyrir mót en samt hafa þessi lið
verið mjög sterk og Júgóslavar eru
komnir í undanúrslit mótsins. Þetta
er alltaf spurning um að nýta þann
tíma sem gefst vel og að minu mati
var undirbúningur okkar fyrir HM
oft á tíðum ómarkviss."
Vantaöi heilsteyptan leik
„Vandamálið hjá liðinu á HMvar
að að það náði aldrei eins og áður
sagði einum góðum heilsteyptum leik
í keppninni. Það gerði það að verkurn
að leikmenn fóru að efast um sjálfa
sig, sjálfstraustið minnkaði og menn
biðu einfaldlega eftir því að slæmu
kaflarnir kæmu. Þessi frjálsi hand-
bolti sem Þorbjörn er þekktur fyrir
virtist ekki ganga upp að þessu sinni
en við megum samt ekki gleyma því
að Þorbjöm náði frábærum árangri i
Kumamoto árið 1997 með sams konar
leikaðferð. Nú virðast önnur lið hins
vegar vera farin að ráða við þessa
leikaðferð og það setur okkur í
vanda.“
Þarf aö hugsa sín mál
„Ég hef gengið í gegnum súrt og
sætt með Þorbimi og unnið marga
sæta sigra með honum. Mér fannst
rétt að hann fengi tækifæri til að
rétta skútuna af eftir Króatíu en ég
neita því ekki að ég hefði viljað sjá
hann nýta tímann betur fyrir HM í
Frakklandi. Þorbjörn einn veit af
hverju hann gerði það ekki og hann
þarf að hugsa sín mál fyrir framhald-
ið. Ég veit ekki hvort hann heldur
áfram en það er væntanlega undir
forystu HSÍ komið þar sem samning-
ur hans rennur út í vor. Mér finnst að
handknattleiksforystan ætti að fara
að leita að mögulegum eftirmönnum
fyrir Þorbjörn hvort sem það er í út-
löndum eða hér heima,“ sagði Geir
Sveinsson. -ósk
Sölustaðir And 1:
Intersport ■ Útilif • Nanoq • Sportbúö Kópavogs • Leiksport • K-sport Keflavik
Hjá Sirrý Grindavík • Brynjar Karl Akranesi ■ Borgarsport Borgarnesi
Vestursport ísafiröi • Skóbótin Sauðárkróki • Sportver Akureyri ■ Alparnir
Egilsstööum • Öldusport Seyðisfirði • Sportlíf Selfossi ofl.
Innflutningur og dreifing:
Primo ehf. Sími. 5 444 222 • Fax: 5 444 232 • primo<P.' primo.is