Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2001, Blaðsíða 1
15 Pétur fngvarsson og iærisveinar hans í Hamri mattu þoia sitt fyrsta tap á heimavelli sinum i Hverageröi í vetur eftir aö hata unniö 11 fyrstu ieikina þar í deiid og bikurum. 16-17 ;-Ís*S Cassano til Roma Roma hefur samið við einn eftirsóttasta leikmanninn á ítal- íu, sóknarmanninn Antonio Cassano, sem spilar með Bari, til 5 ára. Roma og Juventus hafa barist um leikmanninn um nokkurt skeið. Svo virtist á tímabili sem hann væri á leið til Juventus og hefur samningurinn valdið nokkru fjaðrafoki á Ítalíu. Cassano mun fara til Roma eftir tímabilið en hann spilar mjög svipaða stöðu og Francesco Totti og á því engan veginn víst sæti í liðinu. -HRM Sprewell og Mutombo Framherjinn Latrell Sprewell hjá New York Knicks og mið- herjinn Dikembe Mutombo hjá Atlanta Hawks hafa verið valdir í lið í Austurdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer í Washington 11. febrúar næstkomandi. Sprewell og Mutombo koma í staðinn fyr- ir Grant Hill og Alonzo Mourn- ing sem báðir voru valdir í.byrj- unarlið Austurdeildarinnar. Larry Brown, þjálfari liðsins, mun ákveða hvaða leikmenn taka stöðu þeirra í byrjunarlið- inu. Sprewell hefur þrisvar áður verið valinn en Mutombo fjórum sinnum. Mutombo þakkaði heið- urinn með frábærum leik gegn Toronto Raptors í fyrrinótt. Mutombo skoraði 21 stig, tók 29 fráköst og varði sex skot. -ósk Egyptar slógu út Rússa Egyptar komu hressilega á óvart á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í gær þegar þeir báru sigurorð af Ólympíumeist- urum Rússa, 21-19, í átta liða úr- slitum keppninnar. Frakkar eru einnig komnir i undanúrslit eft- ir sigur á Þjóðverjum eftir fram- lengdan leik, 26-23. Svíar unnu stórsigur á Úkraínumönnum, 34-20, og Júgóslavar staðfestu styrk sinn þegar þeir lögðu Spánverja, 26-24. I undanúrslita- leikjunum mætast Svíþjóð og Júgóslavía annars vegar og Eg- yptaland og Frakkland hins veg- ar. Þessar viðureignir verða án efa magnaðar og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Egypt- um takist að fylgja eftir fræknum sigri á Rússum. -ósk Fer ef við follum - segir línumaðurinn Róbert Sighvatsson i. § o.„ m É * 'jpr *»= Róbert Sighvatsson Línumaðurinn Róbert Sighvatsson stóð sig með prýði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi og hafa fyrirspurnir borist í hann bæði frá þýskum og spænskum lið- um. Róbert leikur undir stjóm Guðmund- ar Guðmundssonar hjá Bayer Dormagen í Þýskalandi og er liðið eins og stendur í mikilli fallhættu. „Það er klárt að ég fer frá Bayer Dor- magen ef við föllum. Minn metnaður nær lengra en að spila í þýsku 2. deildinni," sagði Róbert Sighvatsson. Róbert nýtti 17 af 20 skotum sínum á HM (85%) og hefur nýtt yfír 80% skota sinna á tveimur síðustu stórmótum. -JKS/ósk Guðmundur afram Nú er orðið ljóst að varnarmað- urinn ungi og efnilegi, Guðmund- ur Mete verður áfram í herbúðum sænska liðsins Malmö. Guðmund- ur skrifaði á dögunum undir nýj- an tveggja ára samning við félagið, sem hafnaði i öðru sæti í sænsku 1. deildinni og tryggði sér þar með sæti í Allsvenskan á ný eftir eins árs veru í 1. deildinni. Eftirsóttur Guðmundur, sem er á tuttugasta aldursári, lék fjóra landsleiki með íslenska landsliðinu skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri á ár- inu og stóð sig með mikilli prýði. Hann var eftirsóttur síðasta haust og einn þeirra sem sýndi honum áhuga var knattspyrnustjóri Stoke, Guðjón Þórðarson. Hann hafnaði tilboði frá norska úrvals- deildarliðinu Lilleström og auk þess voru flestöll félög í efstu deild hér heima á höttunum á eftir þess- um efnilega leikmanni. Berst um stööuna Samkvæmt umboðsmanni Guð- mundar, Ólafí Garðarssyni, leist honum best á að halda áfram i Malmö. Baráttan um miðvarðar- stöðuna er reyndar mjög hörö því félagið hefur keypt tvo nýja mið- verði fyrir næsta keppnistímabil. -ósk Föstudagur 2. feb. 2001 dvsport@ff.is NBA-deildin í nótt: Niu í röð hjá Úlfunum Minnesota Timberwolves vann utah-Charlotte........87-76 sinn níunda leik í röð í NBA- Marshall 20, Malone 16, Stockton 11 (9 deildinni í nótt en úrslitin urðu stoðs.) - Wesley 15, Campbell 14. annars þessi: Portland-Phoenix...100-92 Dallas-Miami .....95-91 (frl) Smith 20, Wallace 19, Stoudamire 17 (10 Finley 26 (11 frák.), Eisley 17, Laettner 13 stoðs.), Sabonis 15 - Robinson 42, Rogers - Mason 23, Hardaway 21, Grant 9 (15 fr.). 11, Kidd 10, Delk 10, Del Negro 10. New York-Philadelphia . . . 80-87 Seattle-Chicago ....97-91 Houston 27, Sprewell 21, Camby 12 (9 fr., Baker 22, Davis 19, Barry 17 (11 stoðs.) - 4 varin), Johnson 8 - Iverson 31, McKie Mercer 30, Brand 19, Artest 13. 16, Hill 12, Ratliff 9 (13 frák.), Buford 8. Cleveland-Minnesota.81-90 Houston-LA Clippers .... 84-101 Gatling 15, Miller 14, Jackson 11 - Taylor 16, Mobley 13, Williams 13, Brandon 27, Garnett 18 (10 fráköst), Francis 12 - Odom 19 (7 frák., 10 stoðs.), Szczerbiak 16. Piatkowski 15, Mcinnis 14, Maggette 11. -HRM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.