Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Qupperneq 1
15
Föstudagur 16. febrúar 2001
dvsport@ff.is
Alda Leif lykilmaður í besta
árangri Holbæk frá upphafi
Alda Leif Jónsdóttir, sem leikur hjá Holbæk í Danmörku,
komst með liði slnu í úrslitakeppnina um Danmerkurmeistara-
titilinn sem hefst um næstu helgi. Alda Leif skoraði 18 stig þeg-
ar Holbæk vann Stevnsgade, 81-55, í síðasta leiknum. Holbæk
endaði í sjötta sæti en átta efstu liðin komust áfram. Þetta er
besti árangur Holbækliðsins frá upphafl en liðið hefur unnið
mjög á í vetur. Holbæk tapaði þannig flmm íyrstu leikjum sinum
og níu af fyrstu 12 en endaði deildarkeppnina með því að vinna
fjóra af síðustu sex leikjum sínum.
Holbæk mætir Glostrup í átta liða úrslitunum en Glostrup varð í þriðja sæti.
Holbæk vann leik liðanna 14. janúar síðastliðinn, 74-63, en Glostrup vann fyrri
leik liðanna í október, 85-50. Fyrsti leikurinn er um helgina. Alda Leif er lyk-
ilmaður á bak við þennan árangur; hún hefur stjórnað leik liðsins af röggsemi
og var sem dæmi með 6,5 stoösendingar og 8 fráköst aö meðaltali í þessum
tveimur leikjum gegn Glostrup. Alda Leif var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsend-
ingar og 3,5 stolna bolta að meðaltali í deildinni í vetur. -ÓÓJ
-
féll
Liverpool vann i gær 0-2 sigur á ítalska liðinu
Roma á Ólympíuleikvanginum í Róm í fyrri leik
liðanna í 16 liða úrslitum UEFA-bikarsins, sigur sem
ætti að duga liðinu til að komast áfram í næstu
umferð. Roma er með sex stiga forustu á toppi
ítölsku deildarinnar en varð í gær að sætta sig við
fyrsta tapið á heimavelli í vetur og aðeins það annað
í 28 heimaleikjum liðsins í Evrópukeppni félagsliða.
Michael Owen var hetja enska liðsins og sýndi og
sannaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik að
hann kemur sterkur inn að nýju eftir að hafa glimt
við meiðsli í allan vetur.
„Ég vissi að hann væri kominn aftur í sitt besta
form og þegar hann leikur svona er alltaf mikil
ógnun af honum því að hann getur alltaf skorað
mörk,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, sem
þama fagnaði einum mesta sigri sínum hjá félaginu.
Liverpool á góðar minningar frá Róm en þar hefur
liðið unnið tvo af fjórum meistaratitlum Evrópu og
siðasti leikur liðsins í borginni á undan leiknum í
gær var einmitt 1984 þegar liðið fagnaði síðasta sigri
í Evrópukeppninni.
í gær
Liverpool batt í
endahnútinn á
sigursæla viku
enskra liða í Evrópu
en þrjú ensk lið
unnu í vikunni og
það fjórða,
Manchester United,
náði í miklvægt stig
á útivelli.
Jón Arnar Magn-
ússon keppir á
móti í Vín um
helgina þar
sem hann reyn-
ir að tryggja sér
þátttökurétt á
HM innanhúss.
IR vann prufuleikinn
Miljkovic vill koma
Vamarmaðurinn skeggjaði, Zoran Miljkovic, sem varð meðal annars
íslandsmeistari fimm ár í röð (ÍA 1994-96 og ÍBV 1997-98), hefur mikinn
áhuga á að koma aftur næsta sumar og spila hér á landi.
Miljkovic lék með Vikingi í 1. deildinni í fyrra en nokkur lið hafa
þegar sett sig í samband við kappann en hann heldur öllu opnu öðru en
því að hann vUl leika í íslenska boltanum næstu tvö ár. -ósk
-ÓÓJ
Farmiði a HM i boði
- Jón Arnar Magnússon keppir í sjöþraut í Vín um helgina
Jón Amar Magnússon tugþrautarkappi
er kominn til Vínarborgar í Austurríki til
að taka þátt í austurríska meistaramótinu
í fjölþraut. Hann mun freista þess að ná
6100 stigum í sjöþraut sem er það sem
hann þarf til að tryggja farmiðann á HM
innanhúss í næsta mánuði. DV-Sport hitti
Jón Arnar á hóteli sínu í Vín þar sem
hann var nýbúinn að koma sér fyrir eftir
íremur langt ferðaiag.
„Ég er kominn til Vínar til þess að
reyna að tryggja farmiðann á HM í mars.
Það eru sennilega fjórir gulltryggðir inn,
en það mega átta sjöþrautarkappar keppa
á mótinu. Ég er sem stendur í sjöunda sæti
yfir samanlagðan árangur úr fjölþraut, það
er tugþraut og sjöþraut. Ég veit ekki hvort
þeir miða við árangurinn í tugþraut eða
sjöþraut. Minn besti árangur í sjöþraut í
ár er 6056 stig sem ég hlaut í Tallinn í Eist-
landi fyrir stuttu og er það fimmti besti ár-
angur ársins."
Olli sú þraut þér vonbrigðum?
„í rauninni ekki. Þúsund metra hlaupið
heföi mátt vera betra, en þetta var fyrst og
fremst til að yfirstíga sálræna hlutann. Að
komast í gegnum þraut án þess að meiðast.
En mér hefur gengið vel að undanfórnu, til
dæmis um síðustu helgi á meistaramótinu.
Þannig að þetta er að komast af stað aftur.“
Hvernig hefur verið að œfa þjálfara-
laust síðan i haust?
„Það hefur bara gengið mjög vel. Ég hef-
ur fengið góða hjálp hjá hinum og þessum
og þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem ég
hef haft æfingafélaga sem slíka. Fyrir
norðan var ég nánast alltaf einn.
í hvernig formi ertu i núna, saman-
boriö við Ólympiuleikana?
„Ekki í verra formi heldur en þá. Ég
byrjaði að vísu frekar seint að æfa, en það
var fyrst og fremst til að jafna sig andlega
eftir leikana. En það virðist ekkert vera
neitt míkið lakara."
Hversu mikla þýðingu hefur þetta mót
fyrir þig?
„Þetta er ekki spursmál upp á líf eða
dauða. Ég hengi ekkert haus þótt ég kom-
ist ekki inn á HM í næsta mánuði. Það
væri gaman að geta skorað vel um helgina
og þar af leiðandi að geta komist á HM, en
þegar upp er staðið verður maður einfald-
lega að gera sitt besta. Það verður af nægu
að taka í sumar, til að mynda heimsmeist-
aramótið utanhúss. Ég tek nú bara fyrir
eitt ár í einu, þannig að upp á framtíðina
að gera verð ég bara að sjá tii hvernig mér
gengur i ár og ákveða fram-
haldið upp frá því.“
Hvaó myndirðu segja að
vœri ásœttanlegur árang-
ur fyrir þig núna um helg-
ina?
„Allt yfir 6100 stigum yrði
ég mjög ánægður með. Það
fer lika eftir því hvernig mót-
ið er, hvort það verða sterkir
einstaklingar að keppa við
mig. Austurríkismenn eru ekk-
ert mjög hátt skrifaðir í fjöl-
þrautaheiminum, en þeir eiga þó
sína menn sem eru sterkir hver í
sinni grein,“ sagði Jón Arnar
Magnússon í viðtali við DV-Sport
í gær.
-esá