Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2001, Page 4
18 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 Afram formaður HSI? Guömundur Á. Ingvarsson, for- maður Handknattleikssambands Is- lands hefur ekki enn líst því yfir að hann gefi kost á sér áfram en árs- þing HSÍ verður haldið um miðjan mars. Samkvæmt heimildum DV-Sport hefur Guðmundur áhuga á því að gegna starfi formanns í það minnsta eitt ár enn. Þó segja heimildarmenn DV-Sport að ef einhver bjóði sig fram gegn Guðmundi á þinginu muni hann skorast undan endur- kjöri. Guðmundur hefur stýrt HSÍ af miklu öryggi og festu frá því hann tók við for- mennsku og unnið nánast kraftaverk í fjár- málum sambandsins. -SK *''' Guðmundur Guðmundsson er sá þjálfari sem einna líklegastur er sem eftirmaður Þorbjörns Jenssonar í starfi landsliðsþjálfara. Guömundur Á. Ingvarsson mun að öllum líkindum halda áfram sem formaður Handknattleikssambands íslands. Anatoly Fedioukine, þjálfari Fram, hefur áhuga á starfi landsliösþjálfara. Flestir ættu að geta verið sammála því að það verður eftirsjá i Þorbirni Jenssyni sem landsliðsþjálfara í hand- knattleik. Skarð hans verður vandfyllt enda hefur enginn landsliðsþjálfari í handknattleik náð betri árangri með landsliðið. Eins og DV-Sport greindi frá i gær hefur Þorbjörn Jensson ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari. Hann hyggst greina frá þessari ákvörðun sinni opinberlega á næstu vikum eða dögum. Þorbjörn hyggst ekki starfa innan handknattleikshreyfingarinnar hér á landi í framtíðinni og ef til vill aldrei aftur. Það sem er fram undan hjá þess- um snjalla þjálfara er að þjálfa erlendis ef hann fær tilboð um slíkt eða að snúa sér aftur að fyrra starfl sem hann hef- ur verið í leyfl frá síðustu sex árin. Það er vissulega dapurt að landsliðs- þjálfari sem státar af besta árangri sem nokkur landsliðsþjálfari hefur náð skuli þurfa að hætta. Ástæðan er ekki slakur árangur landsliðsins. Ástæðum- ar eru einkum tvær; annars vegar stanslaus gagnrýni þjálfara hér á landi og hins vegar afar lélegt starf innan fé- laganna. y Persónuleg óvild Vissulega þarf landsliðsþjálfari að þola gagnrýni. Það hefur Þorbjörn gert en menn þola slíkt ekki til lengdar þeg- ar gagnrýnin er nánast marklaus og sprottin af hreinni persónulegri óvild i garð þess sem fyrir henni verðiu. Nýjasta dæmið er gagnrýni þjálfara FH í garð Þorbjörns. Þar sakaði þjálfarinn Þorbjörn meðal annars um hugmynda- leysi. Þessi sami þjálfari mætti síðan með lið sitt á dögunum í leik gegn Gróttu/KR og tapaði leiknum, 23-11. Eitthvað virðist hafa vantað upp á hug- myndaflug FH-þjálfarans í þeim leik. Þessi umræddi þjálfari hefur litlum sem engum árangri náð. Og ekki er fer- ill hans merkilegur ef hann er borinn saman við feril Þorbjöms Jenssonar. Steindauö félög Handknattleikshreyflngin á við slæmt vandamál að striða. Eftir ára- langa baráttu við erflðan fjárhag eru bjartari tímar fram undan á þvi sviði. Innan hreyflngarinnar stigmagnast hins vegar það vandamál að aðilar inn- an hreyfingarinnar sjálfrar eru að ganga að henni dauðri ásamt félögun- um í landinu. Talað hefur verið um að hreyflngin sé að éta sig innan frá og eru það orð að sönnu. Menn hafa rokið út á torg, ausið þar úr skálum reiði sinnar í stað þess að ræða málin innan hreyfingarinnar og leita lausna á þeim vettvangi. Eftir að íslenska liðið hafði náð 11. sæti á síðasta heimsmeistaramóti kom i ljós að mörgum fannst það lélegur ár- angur. Miðað við þann mannskap sem Þorbjörn hafði úr að spila var árangur- inn stórgóður og hefði með örlítilli heppni orðið hreint frábær. í Frakklandi kom illilega í ljós vandamál i leik íslenska liðsins varð- andi vamarleikinn. Staðreyndin sú að i stöðu miðju- og lykilmanns í vöminni vantaði sterkan leikmann. Einnig má tilgreina íleiri stöður. Hér er komið að grundvallaratriði þess aö landsliðið er ekki eins gott í dag og við viljum og að Þorbjörn Jensson er hættur að starfa fyrir íslenska handknattleikshreyflngu. Nefnilega það að félögin hafa ekki sinnt þeirri frumskyldu sinni að búa til fram- bærilega Ieikmenn. Starflð innán félag- anna virðist steindautt. Og þegar lands- liðið stendur ekki undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar verður að at- huga hvort félögin hafi staðið sig í stykkinu. Það em jú þau sem eiga að skila landsliðinu góðum leikmönnum. Landsliðsþjálfarinn býr þá ekki til. í þessu sambandi má benda á stöðuna hjá Val í dag. Þar á bæ em ekki til leik- menn sem færir em um að leika lykilstöð- . una í vamarleik landsliðsins. Félagið hefur ekki skil- að nýjum leikmönnum í þessa stöðu heldur er rykið dustað af gömlum leikmönnum sem eitt sinn gerðu garðinn frægan. Eftirmaður Þor- bjöms Jenssonar mun því ekki leita á náðir Valsmanna um framtíðarmann í umrædda stöðu í vöminni því hann er hreinlega ekki tfl. Þetta dæmi er tekið hér til útskýringar, ekki vegna þess að ástandið sé eitthvað verra hjá Val en öðmm félögum. Þegar þetta er haft í huga ættu menn að sjá hve fáránlegt það er að sakast við Þorbjöm Jensson. Hann vann afar vel úr þeim leikmannahópi sem félögin alhentu honum fyrir HM. Hráefnið var hins vegar slakt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Lífsspursmál Þegar horft er til framtíðar til handa íslenskum handknattleik eru það eink- um þrjú atriði sem koma upp í hugann. Starf félaganna verður að stórbatna. Ef við ætlum að halda okkur á meðal þeirra bestu í heim- inum verða félögin að skila mun betra starfi og landslið- inu um leið mun betri leikmönn- um. Þeir aðilar sem haldið hafa uppi stanslausri orrahríð í fjöl- miðlum og teljast tfl starfsmanna hreyfingarinnar verða aö hugsa sinn gang. Láta af persónulegu framapoti og reyna þess í stað að ná árangri í því sem þeir eru að gera. Fyrr verður ekki tekið mark á gagnrýni þeirra. Vanda- mál handknattleikshreyfingarinnar verður hún að ræða og leysa innan sinna raða en ekki á opinberum vett- vangi. Þriöja atriðið sem er lífsspursmál fyrir hreyfinguna er að það fólk sem stýrt hefur hreyfingunni síðustu árin starfl þar áfram. Fram undan er árs- þing HSÍ. Þar eiga fulltrúar að ein- henda sér í að því að ræða af hrein- skilni um störf og markmið hreyfingar- innar. Og umfram allt að halda í það fólk sem bjargað hefur HSÍ frá gjald- þroti og komið fjárhag sambandins á réttan kjöl. Hér er fyrst og fremst átt við formanninn og framkvæmdastjór- ann sem reynst hafa HSÍ ómetanlegir liðsmenn. Hver tekur viö? Stjóm HSÍ stendur frammi fyrir erf- iðu verkefni, að ráða eftirmann Þor- bjöms Jenssonar. Að mínu mati koma aðeins þrír þjálfarar til greina. Anatoly Fedioukine hjá Fram, Guðmundur Guðmundsson þjálfari Dormagen í Þýskalandi og Al- freð Gíslason hjá Magdeburg í Þýska- landi. Mjög óliklegt er að Alfreð sé til í að breyta til enda Magdeburg eitt besta félagsliö heims i dag og Alfreð því í afar góðum málum hjá félaginu. Þá standa þeir Guðmundur og Fedoukine eftir. Báðir afar góðir kostir og samkvæmt heimildum DV-Sport hafa þeir báðir áhuga á starfinu. Hvort sem þeir verða ráðnir eða ekki þá bíður nýs landsliðs- þjálfara erfitt verkefni. Og það verður fyrst og síðast undir félögunum hér á landi komið hvort eftirmaður Þor- bjöms Jenssonar nær góðum árangri eða ekki i framtiðinni. -SK íþróttaljós Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.