Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Page 1
 15 Föstudagur 23. feb. 2001 dvsport@ff.is Hvalreki á fjörur Philadelphia 76ers Dikembe Mutombo, sem tekið hefur flest fráköst til þessa í NBA-deildinni í vetur, gekk i gær í raðir Philadelphia 76ers frá Atlanta Hawks. Mutombo, sem orðinn er 34 ára gamall, á eflaust eftir að styrkja sitt nýja liðið mikið. Auk hans fór Roshown McLeod einnig til 76ers. í skiptum fyrir þessa tvo leikmenn fékk Atlanta Hawks fióra leikmenn frá 76ers, þá Theo Ratliff, Toni Kukoc, Nazr Mohammed og Pepe Sanchez. Þessi skipti komu nokkuð á óvart en Atlanta hefur / É' J leikiö vei í vetur. Atlanta fær að vísu til sín þrjá unga Éa leikmenn sem þeir hugsa til framtíöar. Toni Kukoc H verður líklega þó ekki lengi hjá Atlanta og kæmi ekki \ lHflÍXiÍWÁ ;1 ovart hann færi annaö innan tíðar. Þá skiptu Mark Jackson og Mugsy Bouges yfir í New York Dikembe Mutombo. Knicks frá Toronto sem fékk í staðinn Chris Childes. -JKS Fjölmenni til Lissabon Haukarnir, sem mæta Sport- ing í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik, fá góðan stuðning á morgun i fyrri viðureign lið- anna í Lissabon. Um 180 manna stuðningshópur fylgdi liðinu út í gær og var flogið með Flugleiða- vél beint til Lissabon. Komið verður síðan heim aðfaranótt sunnudags. Langt er síðan að svona stór hópur hefur fylgt félagsliði úr landi í Evrópukeppni. Þessi stuðningur á eflaust eftir að koma Haukaliðinu til góða í þeirri erfiðu baráttu sem bíður liðsins á morgun. -JKS Gunnar eftirlits- maður í Pamplona Gunnar Gunnarsson verður eftirlitsmaður á leik spænska liðsins San Antonio Portland og Braga frá Portúgal í 8-liða úrslit- um meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fer fram í Pamplona á morgun. íslenskir dómarar standa hins vegar í eldlínunni um aðra helgi Þá dæma Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson síðari viður- eign franska liðsins US d’Ivry og júgóslavneska liðsins RK Jugovic Kac í Evrópukeppni bik- arhafa í París. -JKS Kiraly kaus að vera hjá konunni Ungverski landsliðsmarkvörð- urinn og samherji Eyjólfs Sverr- issonar hjá Hertha Berlín, Gabor Kiraly, gefur ekki kost á sér í landsleikinn gegn Bosníu sem verður í bosníska bænum Zenica á miðvikudaginn kemur. Eiginkona hans á von á barni um það leyti sem leikurinn verður. Kiraly vill ekki taka þá áhættu að verða ekki viðstaddur fæðingu fyrsta barns þeirra hjóna. -JKS Michael Owen spyrnir aö marki Roma en Walter Samuel er til varnar. Síöar í leiknum misnotaöi Owen vítaspyrnu. Leikmönnum var oft heitt í hamsi í leiknum, einum leikmanni Roma var vikiö af leikvelli og fjölmargir fengu aö líta gula spjaldið. Haukar mæta Sporting í Evrópukeppninni í Lissabon á morgun: 16 mánaða bann vegna steraneyslu Þrír ítalskir knattspyrnumenn voru í gær dæmdir i 16 mánaða keppnisbann vegna neyslu ólög- legra stera. Leikmennirnir sem hér um ræðir eru Christian Bucci og Salvatore Monaco en báðir leika þeir með Perugia í efstu deild. Sá þriðji heitir Andr- ea Da Rold hjá 2. deildarliðinu Pescara. í venjulegu eftirliti gengust þeir Bucci og Monaco undir lyfjapróf eftir leik Perugia og Lazio 14. október sl. sem reynd- ust jákvæð. Da Rold féll einnig á lyfjaprófi eftir leik við Monza í september sl. -JKS - sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við brottförina í gær Haukar mæta portúgalska liðinu, Sporting frá Lissabon, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópu- keppni félagsliða í handknattleik í Lissabon á morgun. Portúgölsk fé- lagslið eru Haukum að góðu kunn á Evrópu- mótunum en liðið mætti Braga i for- keppni meistara- deildar á sl. hausti og varð undir. Þaðan fór það beint Viggó Sigurösson, inn í Evr- þjálfari Hauka. ópukeppni JYl s \ félagsliða. Þar hefur liðinu vegnað vel, sigraði fyrst belgíska andstæð- inga og síðan norsku liðin Bodö og Sandefiord í næstu tveimur umferð- unum þar á eftir. Öruggt má telja að Sporting sé ekki eins sterkt og Braga en sem stendur er Sporting í þriðja sætinu í 1. deildinni þar í landi. Ljóst er að liðið er sterkt þvi það lagði spænska liðið Caja Cantabria í siðustu um- ferð og þar á undan rússneska liðið CSKA frá Moskvu. Sporting leikur léttleikandi og hraöan handbolta „Það er engum blöðum um það að fletta að Sporting er gott lið en ég er búinn að skoða það vel á mynd- böndum sem ég hef haft undir hönd- um. Þetta er öðruvísi lið heldur en Braga, það er léttleikandi og leikur hraðan handbolta. Markmiðið hjá okkur verður að halda hraða þess niðri og leika sterkan vamarleik. Ef við náum að leika jafngóðan leik og viö sýndum gegn Braga ytra er ég bjartsýnn á hagstæð úrslit. Við verðum umfram allt að leika af skynsemi," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, rétt fyrir brottforina frá Keflavík síðdegis í gær. Það kom Haukamönnum nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar þeir sáu að dómararar leiksins kæmu frá Kýpur en síðari leikinn í Hafnar- firði um aðra helgi dæma dómarar frá Rúmeníu. „Þessir dómarar frá Kýpur hljóta að kunna til verka því annars væri þetta hreint grín að láta þá dæma þennan erfiða leik,“ sagði Viggó. Viggó sagði ekkert gefið eftir í svona keppni og liðið yrði að ná sín- um besta leik í Lissabon á morgun. Ef viö leikum á okkar styrk eru möguleikarnir góöir „Það er búið að vera töluvert álag á leikmönnum að undanfömu og vonandi situr engin þreyta í mönn- um. Ef við leikum á okkar styrk eig- um við góða möguleika á góðum úr- slitum í Lissabon. Liðið er búið að fá góðan skóla frá leikjunum við norsku liðin. Við emm að mæta mönnum sem gera ekkert annað en að æfa og leika handbolta. Þetta eru þvi hreinir atvinnumenn svo við verðum að halda vel á spöðunum,“ sagði Viggó. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.