Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 „Ekki óviidarmaður Þorbjörns" „Ég er ósáttur með að vera talinn til sérstakra óvildarmanna Þorbjörns Jenssonar í íþrótta- ljósi DV-Sport í gær. Það er alls ekki rétt. Þvert á móti hef ég ekkert út á Þorbjörn Jensson að setja og tel að hann hafi náð mjög góðum árangri sem þjálfari," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Nissandeildarliðs FH í handknattleik, í samtali við DV-Sport i gær. „Ég get heldur ekki verið sáttur við þá fullyrðingu sem fram kemur í umræddri grein að ég hafi ekki náö neinum árangri sem þjálfari. Ég skilaði titli með Haukunum á sínum tíma og tel að það sé að ná árangri. Að sjálfsögðu verður landsliðsþjálfari á hverjum tíma að taka gagnrýni. Ég var spurður af ákveðnum fjölmiðli út í landsliðsmálin og svaraði þeim sam- kvæmt minni sannfæringu. í þeim svörum mínum fólst engin óvild í garð Þorbjöms Jens- ' sonar. Mér finnst það mjög miður ef hann er hættur afskiptum af íslenskum handknattleik," Guömundur Karlsson. sagði Guðmundur. -SK unaariegur aomur - skipti sköpum og kom Liverpool aö líkindum áfram í keppninni Leikið var í 16-liða úrslitum UEFA- bikarkeppninnar í gærkvöld og óhætt að segja að margt hafi borið tii tiðinda og enn hallar á ógæfuhliðina hjá ítölskum liðum á meðan Spánverjar fagna mikilli velgengni. Liverpool tók á móti Roma á An- field og eftir ð-2 sigur enskra í Rómar- borg var ljóst að ítalirnir myndu mæta dýrvitlausir til leiks. Það kom enda á daginn að leikurinn var harð- ur sérstaklega af hálfu ítaiana fram- an af. Liverpool lá aftarlega á vellin- um og vildi greinilega halda sínum hlut og tókst það ágætlega framan af í daufum fyrri hálfleik. í síðari háifleik fór hins vegar að draga tO tíðinda. Liverpool fékk þá víti en hetja fyrri leiksins, Michael Owen, sýndi af sér ótrúlegt kæruleysi og Francesco Antonioli, markvörður Roma, varði auðveldlega. Liverpool féll sífellt aftar á völlinn og á endan- um fengu þeir á baukinn þegar vara- maðurinn Gianni Guigou skoraði með fallegu skoti. Skömmu síðar fór send- ing Vincenzo Montella í hendi Marcusar Babbel og þaðan út af. Dóm- arinn fiautaði og benti kiárlega á víta- punktinn en síðan breytti hann dómi sínum án þess að hafa samráð við að- stoðardómarann og dæmdi horn. ítal- irnir mótmæltu harðlega og fengu nokkrir þeirra gul spjöld. Það kom þeim í koll siðar því Damiano Tom- assi fékk annað gula spjaldið sitt og þurfti að víkja af veili. Guigou fékk annað gult spjald sitt í leiknum skömmu síðar en í öllum ólátunum fyrr í leiknum virtist dómarinn ekki hafa náð að skrá fyrra spjaldið. Það sem eftir lifði leiks náði Liverpool að halda Rómverjum í burtu og fógnuðu mikið þegar loks var flautað til leiksloka. Parma var annað ítalska liðið sem féll út í gær og það á heimavelli gegn PSV. Þeir unnu að vísu leikinn 3-2, eftir að hafa lent 0-2 undir, en fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir gestina þannig að þeir unnu á mörkum á útivelii. Spánverjar áttu góðu gengi að fagna eins og áður segir. Þriðja ítalska liöið tapaði síðan leik gegn spænsku liði er Alaves tók gamla stór- veldið Inter í kennslustund á San Siro og vann 0-2, samanlagt 3-5. Landar Alaves í Rayo Valiecano eru ekki með stórlið en þeir eru samt komnir í 8- liða úrslit eftir 6-2 sigur samanlagt á Bordeaux sem spilaði lengstum einum færra á heimavelli í gær og því erfitt að vinna upp 4-1 tap á útivelli. Þriöja spænska liðið Barcelona átti ekki 1 neinum vandræðum með AEK frá Aþ- enu og vann 5-0 á Camp Neu og Luis Enrique heldur enn áfram að skora og setti þrjú stykki í gær. Þjóðverjar komu þokkalega út úr kvöldinu í gær, Kaiserslautern komst áfram með 1-0 sigri á Slavia Prag Prag en hins vegar tapaði Stuttgart fyrir þriðja spænska liðinu, Celta Vigo, en það var viðbúið þar sem Stuttgart hefur ekki spilað vel það sem af er leiktíð. Nágrannar Spán- verja, Portúgalar, náðu að koma sínu eina liði, Porto, áfram í keppninnni en góður sigur á heimavelli kom þeim sannarlega vel. -ÓK Fyrsta keppni í snjókrossi Fyrsta keppni ársins í snjó- krossi fer fram um helgina rétt hjá Egilsstöðum, nánar tiltekið við Fjarðarheiði þar í grennd. Keppnin fer fram laugardaginn 24. febrúar og hefjast æfingar fyr- ir hádegi. Hlé verður gert miili klukkan tólf og eitt en keppnin sjálf hefst klukkan tvö. Keppt er i fjórum flokkum, Pro Open, Pro Stock, Sport Open og Sport 500 og er þátttakan góð og búist við að miiii 30 og 40 keppendur mæti. DV Sport er einn af styrktar- aðilum íslandsmótaraðarinnar og af þvi tilefni mun verða veittur sérstakur eignarbikar fyrir bestu tilþrifin, DV-Tilþrifabikarinn. Einnig verður áhættusýning eftir keppnina sem fram fer á stökk- pöllum og ýmislegt verður um að vera eftir keppnisdaginn þannig að óhætt ætti aö vera að lofa góðri sleðahelgi fyrir austan þar sem snjórinn er. -NG Xf UEFA-BIKARINN Kaiserslautern-Sf. Prag .. 1-0 (1-0) 1-0 Lokvenc (59.). Bordeaux-R. Vallecano . . .1-2 (2-6) 0-1 Cembranos (20., víti), 1-1 Mingo (24., sjálfsm.), 1-2 Bolo (50.). Nantes-Porto ..........2-1 (3-4) 0-1 Pena (35.), 1-1 Vahirua (68.), 2-1 Armand (74.). Barcelona-AEK Aþena ... 5-0 (6-0) 1-0 Enrique (22.), 2-0 Enrique (31.), 3-0 Rivaldo (57.), 4-0 Enrique (60.), 5-0 Gerard (87., víti). Liverpool-Roma.........0-1 (2-1) 0-1 Guigou (70.). Inter Milan-Alaves.....0-2 (3-5) 0-1 Cruyff (78.), 0-2 Tomic (83.) Parma-PSV Eindhoven . . . 3-2 (4-4) 0-1 Rommedahf (32.), 0-2 Kezman (45.), 1-2 Milosevic (64., víti), 2-2 Milosevic (69.), 3-2 Montano (90.) Celta Vigo-Stutteart...2-1 (2-1) 1-0 Karpin (7.), 1-1 Blank 45, 2-1 Mostovoi (85.). íslandsmótið í dorgveiði haldið á Ólafsfjarðarvatni: Búist við fjölmenni - góður undirbúningur og búist við dágóðri veiði „Við erum að byrja undirbúninginn á fullu fyrir Íslandsmótið sem verður haldið á Ólafsfjarðarvatni 10. mars. Tíðarfarið hefur verið gott en ég held að veiðimenn eigi eftir að fjölmenna á mótið víða af landinu," sagði Björn G. Sigurðsson, formaður Dorgveiðifélags íslands, í samtali viö DV-Sport. Allt er að komast á fullt fyrir mótið en þama verður veittur fjöldi verðlauna fyrir þá fiska sem veiðast. Það eru Dorgveiðifélag íslands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafiarðar, Hótel Ólafsfiörður og Ólafsfiarðarbær sem standa að mótinu. „Mótið var haidið þarna í fyrra og tókst vel þó það hefðu auðvitað mátt veiðast fleiri fiskar, en fiskurinn er fyrir hendi í vatninu. Síðasta sumar veiddist vel í Fjarðaránni og það gæti þýtt að eitthvað væri af bleikjunni eftir tO að taka hjá þeim sem eru að dorga núna á vatninu. Það hefur eitthvað veiðst á Ólafsfiarðarvatni í vetur en dorgveiðimenn hafa reyndar lítið getað veitt á vötnum landsins, vegna blíðu. Núna hefur breytt um veður og ísinn er allt í lagi á vötnunum, flestum. Þetta byrjar snemma á laugardagsmorguninn og verður eitthvað fram eftir degi. Við veitum fullt af verðlaunum fyrir stærstu fiskana, flesta fiskana og yngsti og elsti veiðimaðurinn fær verölaun. Hótelið býður fólki að koma daginn áður og gista," sagði Bjöm að lokum. íslandsmótið var haldið í fyrra á Ólafsfiarðarvatni en það hefur verið haldið víða eins og á Reynisvatni, Arnarvatnsheiði, og Laxárvatni við Blönduós, svo einhverjir staðir séu tíndir til. Dorgveiöitíminn er að ganga í garð, ísinn á vötnunum er allt í lagi og veiðimenn hafa eitthvað verið að reyna eins og á Ljósavatni. Þar fékkst góð veiði fyrir fáum dögum síðan. -G.Bender Dorgveiöimenn einbeittir viö iöju sína. íslandsmótiö í dorgveiöi hefur notiö mikilla vinsælda og er búist við hörkukeppni á Ólafsfjaröarvatni þann 10. mars. DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.