Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Blaðsíða 1
15 Fimmtudagur 1. mars 2001 dvsport@ff.is Sven-Göran Eriksson stjórnaði Englendingum til öruggs 3-0 sigurs á Spánverjum í fyrsta leik sínum sem þjálfari enska landsliðsins á Villa Park í gærkvöld. Sven-Göran sést hér fagna einu af þremur mörkum sinna manna og hrifning áhorfenda með hinn nýja þjálfara leyndi sér ekki á pöllunum eins og sjá má á þessum glaða enska strák hér að ofan. Reuters Stöðugleiki - Vala og Örn styrkt fram að Aþenu 2004 Afrekssjóður og íþrótta- og Ólympíu- samband íslands gengu í gær frá lang- tímasamningi við afreksfólkið Völu Flosadóttur og örn Arnarson. Samning- urinn gildir fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og á að gera þeim kleift að sinna æfingum og keppni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af einu né neinu. Sex milljónir á rúmum þremur árum „Þessi samningur gefur þeim 120 þús- und í mánaðarlaun fram yfir Ólympíu- leikana í Aþenu. Auk þess er gert ráð fyrir ákveðnum kostnaði sem nemur um 40 þúsund krónum á mánuði i sjúkraþjálfun, sáifræðiaðstoð og alla þá aðstöðu sem afreksfólk í fremstu röð þarf á að halda. Samanlagt fá þau hvort um sig um sex milljónir króna á samn- ; tp i r 1' t •• ; ;311n;TTi; i .Knnid-.átlBnnpíísi i, eþsr itk* í?ii ingstímanum sem sýnir og sannar að við erum tilbúnin til að styðja duglega við bakið á okkar besta íþróttafólki," sagði Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri íþrótta- og Ólympiusambands Is- lands. Tryggir stööugleika Vala og Örn voru bæði himinlifandi með samninginn og sögðu hann gera þeim kleift að stunda æfingar án þess að þurfa að hafa peningaáhyggjur. „Samningurinn tryggir okkur stöð- ugleika. Upphæðin sen við fáum er ákveðið bakland sem við getum treyst á og gerir það að verkum að við þurfum ekki að vinna með æfingum til að láta enda ná saman. Það er mjög mikilvægt að geta einbeitt sér algjörlega að íþrótt- inni,“ sagði Vala Flosadóttir stangar- stökkskona sem er á leið til til Banda- i‘i i i r} i li i i’ ;! j 3 r c (i i íinöbílDþrffir :í. uftsd iíifrfejii' ilrd 11< ríkjanna að athuga um skólavist. „Ég æfi ein eins og er en ég er í góðu formi og ætla að koma sterk inn þegar utanhússtímabilið hefst,“ sagði Vala. Allt opiö Örn Amarson hefur verið að æfa undir handleiðslu Brians Marshall hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar og undirbýr sig af krafti fyrir Meistaramóts íslands sem fram fer um miðjan mars. Frábær árangur Amar hefur þó ekki farið fram hjá sundþjálfurum úti í heimi og hafa bandarískir háskólar falast eftir pilti. „Þessi mál eru öll á byrjunarstigi og í raun veit ég ekkert hvar ég enda. Bandaríkin eru spennandi en mér líður vel heima i Hafnarfirði og á ekkert frekar von á því að breyta til,“ sagði Öm Amarson. 3Si3c stfal 11 u )',si.iíM II j acéréiltS lifcPEl F > C'l <it. sn<91 'lf* Ewing tapaði - þegar hann kom til New York á ný Sex leikir fóru fram í NBA-deild- Grant 26, Hardaway 22, Mason 20 - inni aðfaranótt miðvikudags. Pat- Richmond 29, Whitney 18, Laettner 16. rick Ewing sneri aftur til New San Antonio-Portland .... 87-95 York þar sem hann spilaði í 15 ár, Anderson 20, Duncan 16 (13 frák.), var hylltur af stuðningsmönnum Robinson 16 (10 frák.) -Wallace 22, New York Knicks en tapaði leikn- Pippen 20, Wells 18. um með liði Seattle. Sacramento-LA Clippers . . 106-93 New York-Seattle..101-92 Stojakovic 25. Divac 24 (12 frák.), Houston 24, Sprewell 21, Camby 21 (17 Pollard 17 (11 frák.) - Mclnnes 33, Odom frák.) - Lewis 20, Payton 19, Ewing 12. 16, Piatkowski 15. Toronto-Cleveland.101-89 Vancouver-Dallas...114-116 Carter 32, Peterson 29, Williams 12 - Abdur-Rahim 36, Bibby 26, Reeves 14 - Miller 16, Murray 16, Weatherspoon 12. Nowitzki 31, Nash 22, Howard 20. Miami-Washington.. 103-95 -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.