Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001
7
DV
Fréttir
Enn einn íslendingur til liðs við Harrison Ford í K19 - The Widow Maker:
Bondasonur ur Borgar-
firði slæst í hópinn
- kvikmyndað á slóðum Vestur-íslendinga við Gimli í Kanada
„Þessir kvikmyndaframleiðendur
auglýstu eftir statistum í dagbiöð-
um í Winnipeg og mér skilst að 500
manns hafi sótt um. Úr þeim hópi
voru valdir 20 og þeirra á meðal Jó-
hannes sonur minn,“ sagði Snorri
Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í
Borgarfirði, sem að vonum er stolt-
ur yfir frammistöðu Jóhannesar
sonar síns sem búsettur hefur verið
á slóðum Vestur-íslendinga í Gimli
i Kanada síðustu tvö ár og starfað
þar sem smiður. Þangað er mætt
kvikmyndatökulið Sigurjóns Sig-
hvatssonar sem framleiðir stór-
Ingvar Sigurðsson. Harrison Ford.
myndina K19 - The Widow Maker
með Harrison Ford, Liam Neeson -
og Ingvari Sigurðssyni í aðalhlut-
verkum.
Guðni Ágústsson á búnaðarþingi í gær
Höföar til heilbrigðrar skynsemi og vonar eö menn hætti viö bændaferöina.
m KSk
J|||
Enn fjölgar í bændaferðina til Bretlands:
Trúi þessu ekki
- segir landbúnaðarráðherra
„Við höldum þessu til streitu þar til
annað kemur í ljós. Nú eru þátttakend-
ur orðnir 35 talsins, Qórir hafa bæst við
síðustu daga en tveir hætt við,“ segir
Helga Magnúsdóttir sem hefur umsjón
með bændaferð Úrvals-Útsýnar sem
skipulögð hefúr verið um Bretiands-
eyjar þar sem nú ríkir neyðarástand
vegna gin- og klaufaveikifaraldurs. Öll-
um samkomum til sveita hefur verið
frestað, fólk fer ekki á milli bæja og
breskir bændur óttast um afkomu sína
og lifsviðurværi.
„Ég trúi þessu ekki,“ segir Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra og
höfðar til skynsemi bændastéttarinnar
þegar hann bætir við: „Ég harma að ís-
lenskar ferðaskrifstofur og ferðalangar
geti ekki breytt tilhögun ferða sinna í
ljósi þess ástands sem er á Bretiands-
eyjum. Gin- og klaufaveiki er stórhættu-
legur sjúkdómur og ég tel að almenning-
ur á íslandi sé mjög meðvitaður um að
nú þurfi að fara varlega."
- Getur þú ekki bannað bændaferð-
ina?
„Nei, ég get það ekki þó ég vildi.
Nú verð ég bara að treysta á heil-
brigða skynsemi þessara manna og
vona að þeir hætti við,“ segir Guðni
Ágústsson en hann setti búnaðar-
þing á Hótel Sögu í gær þar sem
hann hvatti bændur til að taka
höndum saman við stjórnvöld um
að sníða þá agnúa og galla af sem á
íslenska landbúnaðaðarkerflnu eru.
Fimmtíu sæti eru i boði í bændaferð
Úrvals-Útsýnar en ráðgert er að
ferðin verði farin um miðjan næsta
mánuð. -EIR
Nýtt bókunarkerfi hjá Herjólfi:
Skylda að skrá
alla farþega
- samkvæmt reglum frá Evrópusambandinu
Nýtt bókunarkeríi, þar sem skrá þarf
nafn og kennitölu hvers farþega, hefúr
verið tekið upp hjá Herjólfi sem nú er
rekinn af skipafélaginu Samskipum. Að
sögn Björgvins Amaldssonar, rekstrar-
stjóra Herjólfs, var nýja bókunarkerfið
tekið upp þar sem nú er skylda að skrá
alla farþega sem eru um borð í farþega-
skipum. „Þetta er samkvæmt reglum frá
Evrópusambandinu sem voru teknar
upp í kjölfar slysa sem orðið hafa í far-
þegasiglingum og við höfum því ekkert
val,“ segir Björgvin.
Hann segir að slíkt kerfi hafi ekki
verið til og ekki var hægt að kaupa sam-
bærileg kerfi hjá fyrirtækjum eins og
Flugleiðum. „Við létum því hanna bók-
unarkerfi inn í tölvukerfið okkar,“ seg-
ir Björgvin. Síðastliðinn sunnudag
seinkaði einni ferð Herjólfs, meðal ann-
ars vegna þess að vélarbilun kom upp í
kerfmu. Björgvin segir að nokkrir
hnökrar hafi komið upp i kerfinu í byrj-
un en verið sé að vinna að því að shpa
það tiL Hann segir að seinkunin á
sunnudag hafi verið óviðráðanleg og að
fyrirtækið harmi að hún skyldi hafa
orðið. -MA
Fótbolti á ísnum
„Þegar ég talaði við strákinn í gær
var búið að krúnuraka hann og hann
var að máta búninga. Þeir eru að
kvikmynda þarna á Winnipegvatni og
fluttu með sér stóran kafbátsturn sem
komið hefur verið fyrir á vatninu
míðju sem er ísi lagt. ísinn hafa þeir
svo sprengt svo það líti út fyrir að
kafbáturinn hafi brotið sér leið upp,“
sagði Snorri á Augastöðum sem taldi
að hlutverk sonar síns í stórmynd-
inni væri að leika einn úr áhöfn rúss-
neska kafbátsins. Jóhannes hafi vafa-
lítið verið valinn vegna þess að hann
er stór og ljós yfirlitum og með mikið
alskegg. Eftir að hafa verið krúnurak-
aðir og klæddir i búninga
hafi statistunum verið
gert að liðka sig og
spila fótbolta á ísnum
svona eins og kafbátaá-
höfn gerir þegar hún
kemst upp eftir langa dvöl
í undirdjúpum.
Ingvar frekar en Ford
„Jóhannes var að vonast
til að hitta Ingvar Sigurðsson
þarna á tökustað en i gær vissi
hann ekki hvort hann væri á
staðnum. Hann var eiginlega
Kafbátsturninn
Kafbátsturninn sem komiö hefur veriö fyrir á ísilögöu vatninu.
spenntari fyrir Ingvari en Harrison
Ford,“ sagði Snorri á Augastöðum.
Gerð stórmyndarinnar
, K19 - The Widow Maker
hefur vakið mikla at-
, hygli vestan hafs og þá
, sérstaklega vegna
þeirra launa sem
Harrison Ford þiggur
, fyrir að leika í
, myndinni. Hafa
slíkar tölur ekki
Kanadíska
pressan
- þar sem sagt
var frá mynda-
tökunni.
heyrst i Hollywood síðan Marlon
Brando lék í nokkrar minútur í upp-
hafsatriði einnar StarWars-mynd-
anna fyrir allmörgum árum.
Ekki heim í bráð
„Jóhannes kann vel við sig þama í
Gimli. Allt ódýrara en hér heima í
Borgarfirðinum og þó smiðskaupið sé
eitthvað lægra en hann á að venjast er
afkoman miklu betri. Þá eigum við
mikið af skyldfólki þarna vestra
þannig að ég á ekkert frekar von á syni
minum heim í bráð,“ sagði Snorri Jó-
hannesson sem biður spenntim frekari
frétta af syni sínum, Ingvari Sigurðs-
syni og Harrison Ford á
Winnipegvatni. -EIR
Til að rýma fyrir Office 1 stórmarkaði sem opnar seinna í mánuðinum bjóðum við hjá Tæknivali
tölvubúnað og rekstrarvörur á verulega Lækkuðu verði.
Þetta er tækifæri sem hvorki fyrirtæki né einstaklingar hafa efni á að missa af!
Office 1 verslun opnar á sama tíma á Akureyri!
Verðdæmi
Acer geislabrennari 12x8x32 með Nero
hugbúnaði n^l^jgOO kr. (á „gamla
verðinu" fyrir hækkun vegna STEF-
gjalda)
Nokia GSM 6210
nú 27.990 kr. - áður 34.985 kr.
Microtek 3600 usb skanni
nú 8.990 kr. - áður 14.990 kr,
Samsonite ferðataska með fartölvuhólfi
nú 9.900 kr. - áður 17.900 kr.
Tæknival
Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000
Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 461 5000
Superstore