Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 24
28
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001
Tilvera
X>V
Ræflarokk í
Borgarleikhúsi
Ræflarokkið fær að sleikja tæm-
ar á hinni dýru list þegar hljóm-
sveitimar Fallega gulrótin og
Rass troða upp á litla sviði Borg-
arleikhússins í kvöld kl. 21. Fal-
lega gulrótin samanstendur af
viðundrum þeim sem náttúran
ætlaði til búsetu í Kópavogi og
hinn gimilegi Rass er undir hin-
um hamslausa Óttari Proppé og
félögum hans.
Klúbbar
1 BREAKBEAT.IS A 22 DÍ HabÍt
verður við spilarana á Breakbeat.is-
kvöidi á Tuttuguogtveimur. Auk
hans munu fasta-snúðar kvöldanna,
Dj Addi, Dj Eldar og Dj Reynir, taka
í spilarana og kynna gestum það
nýjasta sem er að gerast í heimi
jungle tónlistarinnar.
Klassík
■ SKOLATONLEIKAR Klukkan átta í
kvöld verður Tónlistarskóli Kópa-
vogsmeð magnaða skólatónleika í
Salnum.
Síðustu forvöð
■ VATNSLITASYNING I SMIÐJ-
UNNII dag lýkur glæsilegri vatns-
litasýningu á verkum nokkurra Ijsta-
manna í Smlðjunni art gallerí, Ár-
múla 36. Listamennirnir eru meðal
annars Ásgrímur Jónsson, Guórún
Svava, Gunnlaugur Scheving, Haf-
stelnn Austmann, Jón Axel, Jón
Engilberts, Kjarval, Muggur, Þor-
valdur Skúlason, Harpa Björnsdótt-
ir, Björg Orvar og Hlíf Ásgrímsdóttir.
Fundir
■ BIBLIULESTRAR I HALLGRIMS-
KIRKJU I kvöld kl. 20 verður fýrsti
Biblíulesturlnn af fimm sem haldnir
verða í Hallgrímskirkju næstu
miðvikudagskvöld. Aö loknum
Biblíulestrinum veröur stutt
helgistund á föstu í kirkjunni. Séra
Ingþór Indriöason annast lestrana
sem veröa úr Fyrra Kórintubréfi. Allir
velkomnir.
■ KARLAR Á KVENNAVINNUSTAÐ
Á morgun kl. 12 mun Steinunn
Haröardóttir félagsráðgjafi,flytja
fýrirlestur sem hún nefnir: í veröld
kvenna/Karlar á kvennavinnustaö.
Fyrirlesturinn er á vegum Rann-
sóknarstofu í kvennafræðum og
verður haldipn í stofu 101 í Odda.
Myndlist
■ GERÐARSAFN í KÓPAVOGI
Verk úr einkasafni Sverrls Sigurös-
sonar. Sýningin stendur til 31.
mars.
■ ÁSMUNDARSAFN VIÐ SIGTÚN
Fjöll rímar viö tröll, Páll Guömunds-
son í bland við Asmund Svelnsson.
■ LISTASAFN REYKJAVÍKUR
HAFNARHUSI Sófamálverkiö er til
sýnis til 25. mars. Útisýning Ro-
berts Dells stendur til 25. mars en
franska frásagnarmálverkið stendur
til 21. mars.
■ LISTASAFN REYKJAVÍKUR.
KJARVALSSTODUM Gullni pensill-
inn, samsýning íslenskra figúratífra
málara, stendur til 24. mars.
■ NÝLISTASAFNH) Samsýning
Stelngríms Eyfjörös, Rögnu Her-
mannsdóttur, Finns Arnars Arnar-
sonar og Huldu Stefánsdóttur
stendur til 25. mars.
Sjá nánar; Lífiö eftir vinnu á Visi.is
í veröld kvenna:
Karlar á kvennavinnustöðum
Fjölskyldumal
Gleymdu börnin
Þórhallur
Heímisson
s krifar um
fjölskyldumál á
miövikudögum
Á morgun mun Steinunn Hrafns-
dóttir félagsráðgjafi halda fyrirlest-
ur í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn
er á vegum Rannsóknastofu í
kvennafræðum og nefnist Karlar á
kvennavinnustöðum og byggir á
niðurstöðum rannsóknar á vinnu-
umhverfi stjórnenda í félagsþjón-
ustu á íslandi.
íslenskur vinnumarkaður ein-
kennist meðal annars af þvi að
meirihluti kvenna og karla vinnur
störf þar sem hitt kynið er í minni-
hluta eða ekki til staðar. Til dæmis
vinnur meirihluti kvenna á íslandi
í opinberum stofnunum við svoköll-
uð kvennastörf þar sem karlar eru í
minnihluta. Mun fleiri konur en
karlar vinna við félagsþjónustu og
hið sama má segja um grunnskóla-
kennslu, leikskólakennslu, hjúkrun
og störf á sviði bókasafns- og upp-
lýsingafræði.
„Það hafa verið gerðar fáar rann-
sóknir hér á landi um karla sem
starfa á vinnustöðum þar sem kon-
ur eru í meirihluta,“ segir Steinunn
Hrafnsdóttir, „aftur á móti benda
þær rannsóknir sem hafa verið
gerðar til þess að karlar á kvenna-
vinnustöðum séu hlutfallslega
margir í stjórnunarstörfum og kom-
ist skjótar i hærri stjórnunarstörf
en konurnar. Þeir virðast einnig
leita í ákveðin störf innan grein-
anna sem samrýmast frekar hinni
hefðbundnu karlmennskuímynd.
Viðhorf til karla á kvennavinnu-
stöðum er yfirleitt jákvætt og starfs-
systur þeirra vilja gjarnan fjölga
þeim á vinnustaðnum. Þrátt fyrir
þetta gætir ákveðinnar tvíbendni
gagnvart körlunum sem birtist m.a.
í því að þeir eru oft álitnir öðruvisi
en aðrir karlmenn og stundum er
talið að þeir séu samkynhneigðir“.
Steinunn segir að sínar niður-
stöður séu svipaðar og komið hafa
fram í erlendum rannsóknum.
Karla sem fara í hjúkrun velja sér
yfirleitt störf við svæfingar- og
slysahjúkrun eða þá við rannsókn-
ir. Þetta eru allt störf sem samræm-
ast ríkjandi karlmennskuímynd.
Karimenn finna fyrir ákveönum þrýstingi
Steinunn Hrafnsdóttir féiagsráðgjafi segir að í samfélaginu séu mjög ákveönar hugmyndir um hvað séu karla- og
kvennastörf og það geti reynst erfitt fyrir einstaklinga aö brjótast út úr hefðinni.
„Ég held að karlmenn finni fyrir
ákveðnum þrýstingi frá samfélag-
inu, bæði frá körlum og konum, um
að það sé ekki nógu karlmannlegt
að starfa í ákveðnum greinum. Mér
finnst þetta nokkuð sláandi því ég
tel að kynin séu ekki í eðli sínu það
ólík að þau geti ekki unnið sömu
störfin. Það er oft litið á karla sem
vinna kvennastörf sem „mjúka
menn“ og að þeir hafi öðru vísi
félagslegahæfni en aðrir karlmenn.
Sumir karlmennirnir sem ég talaði
við taka undir þetta og telja sig hafa
meiri hæfni á þessu sviði en aðrir
karlmenn. Sanifélagið hefur mjög
hefðbundnar skoðanir um hvað eru
karla- eða kvennastörf og það geti
reynst erfitt fyrir einstaklinga að
brjótast út úr hefðinni."
-Kip
Við íslendingur elskum að
eignast börn! Það er næstum
því hægt að sanna þessa barna-
ást okkar tölfræðilega. Fáar
þjóðir í Evrópu eignast fleiri
börn en við miðað við hina
frægu höfðatölu. Mörgum þjóð-
um fækkar reyndar og hefur
farið fækkandi undanfarna
áratugi. En okkur fjölgar. Og
það er ekkert lát á þessari
fjölgun. Við byrjum líka mun
fyrr að eignast börnin okkar
en flestar Evrópuþjóðir,
þannig að mun hærra hlutfall
fjölskyldna hér á landi er ungt en á
meginlandinu, ungir foreldrar með
fullt af bömum. Svo er auðvitað
fullt af einstæðum foreldrum líka
með ungu börnin sin. Það er frá-
bært að vera svona ung og spræk
þjóð. Börnin eru gleðigjafi í lífinu
og öll viljum við börnunum okkar
hið besta.
En þaö er ákveðin mótsögn í
gangi i þjóðfélaginu varðandi börn-
in og fjölskyldurnar. Annars vegar
elskum við sem sagt börnin og vilj-
um helst eignast sem flest börn. A
hinn bóginn er barnafjölskyldum
gert mun erfiðara fyrir hér á landi
en í löndunum í kringum okkur.
Þegar litið er á heildarútgjöld landa
í Evrópu, kemur nefnilega það und-
arlega í ljós, að barnaþjóðin ís-
lenska fjárfestir einna minnst allra
þjóða í barna- og fjölskyldumálum.
Á það við bæði hvað varðar skóla og
félagsmál sem og bein útgjöld til
fjölskyldumála. Afleiðingarnar sjást
víða, meðal annars í því hversu fáir
hér á landi ljúka framhaldsnámi
miðað við í öðrum Evrópulöndum.
En þessi forgangsröðun í fjármálum
ríkisins hefur ekki síður' áhrif á
vettvangi fjölskyldunnar. Því það er
nefnilega ekki nóg að fæða börnin i
heiminn. Hér njóta fjölskyldurnar
mun minni stuðnings en gengur og
gerist hjá nágrannaþjóðunum. Til
þess að standa straum af barnaupp-
eldi og öllu því sem það nú kostar
að koma blessuðum börnunum til
manns, þá þurfa hinir fullorðnu að
vinna langan vinnudag fjarri fjöl-
skyldunni. En það er ekki aðeins
knýjandi þörf sem veldur þessum
langa vinnudegi. Vinnan er dyggð
hér á landi og það hefur alltaf þótt
flott að geta unnið sem lengst. Við
erum mörg ekki enn búin að til-
einka okkur það verðgildi sem ríkir
í nágrannalöndum okkar, þar sem
menn telja tímann með fjölskyld-
unni dýrmætari en tímann sem var-
ið er í framapot í vinnunni. T.d. er
orðið erfitt að fá ungt fjölskyldufólk
í ráðherrastörf á Norðurlöndunum,
því þau störf taka svo mikinn tíma
frá fjölskyldunni. Sjáið þið í anda
einhvern af þingmönnunum okkar
hafna ráðherrastöðu til þess að-geta
varið meiri tima með fjölskyldunni
sinni? Nei, ætli ráðherrastóllinn sé
þeim ekki dýrmætari en það.
Oft bætist við þennan langa
vinnudag félagsmálastúss margs
konar, líkamsrækt og skemmtanir
um helgar þegar hin langþreytta,
bammarga þjóð fær útrás eftir
stranga vinnuviku. (Hafið þið til
dæmis tekið eftir því að öll hin
ágætu málþing um m.a. fjölskyldu-
mál eru alltaf haldin um helgar,
þegar fjölskyldan á frí? Hvar eru þá
börnin á meðan foreldrarnir eru að
þinga um nauðsyn þess að sinna
börnunum sínum betur? Að
minnsta kosti ekki hjá foreldrun-
uml). Þannig kemur sú undarlega
staða í ljós þegar vel er skoðað að
þjóðin sem elskar börn, þjóðin sem
eignast fleiri börn en flestar aðrar í
Evrópu miðað við höfðatölu, þessi
þjóð hefur engan tíma til þess að
sinna elskuðu börnunum sínum.
Þannig kemur sú undar-
lega staða í Ijós þegar vel
er skoðað að þjóðin sem
elskar böm, þjóðin sem
eignast fleiri börn en
flestar aðrar í Evrópu
miðað við höfðatölu,
þessi þjóð hefur engan
tíma til þess að sinna
elskuðu bömunum sín-
um. Hún hefur nefnilega
svo mikið annað að gera
að hún gleymir þeim.
Svo em allir hissa á því
þegar erfitt er að ná sam-
bandi við unglingana.
Hún hefur nefnilega svo mikið ann-
að að gera að hún gleymir þeim. Svo
eru allir hissa á því þegar erfitt er
að ná sambandi við unglingana.
Hvað ætli unglingarnir hafi svo sem
áhuga á því að tala við einhverja
foreldra sem aldrei hafa mátt vera
að því að sinna þeim áður? En þeg-
ar við missum unglingana út úr
höndunum á okkur þá er of seint að
ætla sér að bæta fyrir öll töpuðu
árin. Og þá verður okkur ljóst að
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.