Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 11 I>V Útlönd Morðinginn í framhaldsskólanum í Kaliforníu sýnir engin merki iðrunar: Lögreglukonur bera burt mótmælanda Suður-kóreskar lögreglukonur bera burtu ættingi'a starfsmanns Daewoo-bílaverksmiðjanna sem missti vinnuna í verk- smiðju fyrirtækisins í borginni Pupyong, vestur af höfuðborginni Seoul. Þúsundir lögreglumanna gæta verksmiðjunnar í Pupyong vegna hótana þúsunda verkamanna sem misstu vinnuna og ættingja þeirra. Byssan var fullhlaðin Nemendur minnast fallinna félaga Hópur nemenda Santana-framhaldsskólans í Santee í Kaliforníu kom saman við skólann sinn í gær til bænahalds og til að minnast samnemendanna tveggja sem féllu í skotárás fimmtán ára skólapilts á mánudag. hann þegar Fimmtán ára pilturinn sem drap tvo skólafélaga sína og særði þrettán manns til viðbótar í skotárás í fram- haldsskóla í Kaliforníu á mánudags- morgun var með fullhlaðna byssu og tilbúna til notkunar þegar lögreglan handsamaði hann. „Þetta hefði getað farið miklu verr,“ sagði Bill Kolender, lögreglu- stjóri í San Diego-sýslu, og bætti við að skotmaðurinn, Charles „Andy“ Williams, hefði hlaðið byssuna fjór- um sinnum og skotið um þrjátíu skotum áður en hann gafst upp. Hann átti þá tíu kúlur eftir, þar af átta í byssunni. Williams gortaði sig af fyrirætlun- um sínum alla helgina en vinir hans trúðu honum ekki og töldu hann vera að gera að gamni sínu. Hann bauð meira að segja tveimur piltum að taka þátt í skotárásinni með sér en sagði svo að þetta væri bara grín þegar gengið var á hann. Pilturinn, gafst upp sem var bæði smávaxinn og væskils- legur, var lagður í einelti i skólanum vegna líkamsburða sinna. „Þetta var reiður ungur maður sem hóf að skjóta á hvað sem fyrir varð af ástæðum sem okkur eru ekki kunnar og hann hefur ekki sýnt nein merki iðrunar," sagði morðdeildarmaðurinn Jerry Lewis á fundi með fréttamönnum. Stjórnendur Santana-framhalds- skólans sögðu í gær að skólinn yrði opnaður aftur í dag fyrir nemendur sem vildu fá áfallahjálp. Þrír nem- endur sem sagt er að hafi vitað af fyrirætlunum Williams en sögðu ekki frá þeim fá hins vegar ekki að- gang. Williams bjó með foður sínum og eldri bróður. Móðir hans býr í Suð- ur-Karólínu. Að sögn lögreglunnar stal pilturinn skammbyssunni úr lokuðum vopnaskáp föður síns þar sem voru nokkrar aðrar byssur. Sharon tekur við stjórnartaumum Ariel Sharon tekur við embætti forsætisráðherra ísraels í dag eftir að ísraelska þingið lýsir yfir trausti sínu á sjö flokka samsteypustjórn hans síðdegis. Stjórnin, sem hinum hægrisinn- aða Sharon hefur tekist að berja saman á þeim mánuði sem liðinn er síðan hann var kjörinn forsætisráð- herra, nýtur stuðnings 73 þing- manna af 120 sem sitja á þingi. Stæsti samstarfsflokkur Sharons er Verkamannaflokkurinn. Tony Blair Tengdapabbi breska forsætisráðherrans reykti maríjúana heima hjá honum. Tengdapabbi reykti dóp heima hjá Tony Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur alltaf verið harður andstæðingur allrar fikniefnanotk- unar. Nú hefur komið i ljós að tengdafaðir breska forsætisráðherr- ans reykti maríjúana heima hjá honum. Tengdapabbinn, Tony Booth, sem er orðinn 69 ára, er leik- ari og þekktur drykkjubolti. Fyrir mörgum árum brenndist hann illa við drykkju og til þess að lina sárs- aukann fór hann að reykja maríjúana. Samkvæmt breska blað- inu The Mail on Sunday reykti Tony Booth efnið þegar hann var í heimsókn hjá Tony Blair og dóttur sinni Cherie. Blair var þá ráðherra í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins. Heilbrigðisráðherra skuggaráðuneytis íhaldsflokksins, Liam Fox, gagnrýnir tengdaföður Blair fyrir að nota maríjúana gegn sársaukanum. miín Toyota Camry LE 2200, árg. 1998, ek. 53 þús. km, ssk., rafdr., álfelgur, hraðastillir o.fl. Verð aðeins kr. 1.890.000. ATH. skipti. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is Stuöningsmenn Osama með bækistöð í London Breska leyniþjónustan, MI5, hef- ur komið upp um áætlanir stuðn- ingsmanna Osama Bins Ladens, eft- irlýsts hryðjuverkamanns, um að nota London sem bækistöð fyrir sprengjuárásir á Vesturlönd. Fyrir rúmum tveimur vikum handtók lög- reglan 10 meinta hryðjuverkamenn sem taldir eru vera í sambandi við sádi-arabíska auðkýfmginn. í síðustu viku kynnti Jack Straw, innanríkisráðherra Bret- iands, áætlun um bann við starf- semi öfgasamtaka frá Bretlandi, þar á meðal al-Qa’ida-hreyfingu Bins Ladens. Al-Qua’ida, sem þýðir bækistöð- in að því er greint er frá í Sunday Times, er talin standa á bak viö sprengjuárásir á sendiráð Banda- ríkjanna í Afríku í ágúst 1998. Osama Bin Laden Stuðingsmenn hans voru handteknir í London. Meðal þeirra 10 múslíma sem lögreglan í London handtók í síð- asta mánuði var Omar Mahmood Abu Omar, íslamskur klerkur. Hann hefur tvisvar verið dæmdur fyrir aðild að hryðjuverkum í Jórdaníu og er grunaður um tengsl við al-Qua’ida. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Klerkurinn, sem er betur þekktur undir nafn- inu Abu Quatada, hefur búið í Bretlandi frá 1993 sem pólitískur flóttamaður. Hann rekur bókasafn í Willesden í London. Lögreglan í Þýskalandi gerði breskum yfirvöldum viðvart eftir handtöku meintra hryðjaverka- manna í Frankfurt í desember síð- astliðnum. Skjöl í fórum þeirra bentu til að félagar í hreyfmgunni væru einnig í London. Við höfum ýmiskonar hús á um 15 stöðum á Spáni og um allan Flórídaskagann. j Getum útvegað allt að 85% lán til allt að 30 ár Verðum með sýningu á Hótel islandi dagana - 10 og 11 mars næstkomandi frá klukkan 13-1 Komiö og kynnið ykkur hvað við höfum upp á að bjóða. Einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu okkar. íð ftfVlfiniw. !. ' * fswww.buysunhouses.com I L-»<m 421 8815 og 698 9242 " * íKOÍaÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.