Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 13 ÐV Ráðstefna um barnabækur í gær, í dag og á morgun: Meira splatter, kúk og piss DV-MYND HARI Sjón: Allt í kringum okkur eru starfandi herská leynisamtök... DV-MYND EINAR J. Dagný Kristjánsdóttir: Rauöhetta slapp frá úlfinum „undir saurfræöilegu yfirskini". Þuó kom dreióanlega mörgum á óvart á vel sóttri ráðstefnu um barna- bókmenntir í Geróubergi á laugar- daginn var þegar fullyrt var aö ís- lendingar vœru pempíulegri en grannþjóöirnar þegar kæmi að barnabókum. Sú ágæta bók Það er gott að bora í nefið féll til dæmis dauð niður hér- lendis vegna hneykslunar foreldra og fleiri hatursbréf bárust forlagi Einars Áskels hér á landi en heima í Svíþjóð þegar Meira óó Einar Áskell kom út. Þar neyðir lítill gutti Einar Áskel til að segja sér hryllingssögu í stað sögunnar um litla ungann sem Einar ætlar að lesa fyrir hann, enda er löngu vitað að börn þrá hrylling og elska ópenar (en fyndnar) kúk- og piss-sögur eins og best sést á því sem þau semja sjálf. Rithöfundurinn Sjón sagði því til sönnunar í sínu erindi sögu sem hann heyrði hjá barni um daginn: Krakki er lokaður úti á 13. hæð á hóteli og þarf að kúka en kemst hvergi inn á klósett. Að lokum finnur hann glugga og kúkar út um hann! í sömu svifum gengur halarófa leikskólabarna yfir torgið við hótelið og einn krakkinn lítur upp og segir: Nei sko! Sköllóttur kall með vindil! „Það merkilega við þessa sögu er að ég hafði þá ekki heyrt hana síðan ég var átta ára,“ sagði Sjón og fór svo með nokkrar vísur sem viðstaddir gátu vottað að hefðu lifað með barn- þjóðinni í a.m.k. hálfa öld og eru enn hafðar yfir í skúmaskotum með pissulykt eins og splunkunýr kveð- skapur! Sjón talaði um blessuð börnin sem alþjóðlega andspyrnuhreyfmgu gegn þeim góðu siðum sem fullorðnir reyna að innræta þeim. Alþjóðasöngur þessarar hreyfingar er „Na-na-na-na-na-naa“! Kunnum við ekki öll lagið? Fullorðnir, það er þeir sem ekki eiga lengur að- ild að þessum samtökum, eiga erfitt með að þola hvemig börnin taka vellíðunarlögmálið hiklaust fram yfir veruleikalögmálið og eru alltaf að reyna að temja litlu uppreisnargrísina og búa til úr þeim hlýðna þjóðfélagsþegna. Afstaða þeirra kem- ur vel fram í visunni góðkunnu eftir Káin sem Dagný Kristjánsdóttir greindi í sinu erindi: Faröu aó sofa, blessaö barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjafti hlýddu og vertu góður, heióra skaltu föður þinn og móður. Útþynntar splatterbókmenntir Dagný skoðaði barnaefni í ljósi sögunnar og þá einkum ævintýrin, hrikalegar splatterbókmennt- ir sem fullorðnir sögðu í sinn hóp framan af öld- um en voru ritskoðuð og útþynnt síðar handa ungum lesendum. Til dæmis slátrar úlfurinn ömmu í upprunalegu sögunni af Rauðhettu og þau Rauðhetta og úlfurinn gæða sér á gómsætu frikassé úr gömlu konunni áður en Rauðhetta fer upp í rúm með úlfinum. Þegar þangað er komið furðar hún sig á því hvað hann er loð- inn og grunar hið versta, segist þurfa að bregða sér út undir vegg áður en hún fær sér blundinn og sleppur þannig - „undir saurfræði- legu yfirskini" - frá úlfinum! Allir vita hvernig þessi saga hefur verið útvötnuð fyrir börn og gerð að viðvörunar- sögu til að kenna stúlku- börnum að slóra ekki og láta ekki fagurgala draga sig á tálar. Það á ekki að ritskoða burt hrollinn og lífshættuna úr gömlu ævintýrunum, sagði Dagný, því að börn hafa þörf fyrir ófreskjur og hrylling og eiga að fá hann - en aðeins þannig að sagan sýni líka hvernig þau geti náð valdi á því hættulega og hvernig þau geti sigrast á sínum innri óvinum ef þau vilji. Hins vegar vildi Dagný meina að í gömlu ævintýr- unum fælist líka ókjör af siðaboðskap sem stefnt væri gegn forvitni bama og upp- reisnargirni, en þessu voru fundargestir ekki alveg sam- mála. Bent var á í flörugum umræðum á eftir að yfirleitt hefndist söguhetjum síður en svo fyrir forvitnina, einmitt sýndu ævintýrin að ekkert gerðist ef ekki kæmi til óhlýðni og uppreisn eða að minnsta kosti sjálfsbjargarviðleitni. En kannski eru það einkum piltar sem fá prinsessuna og hálft ríkið fyrir óhlýðnina, stúlkumar sofa bara í hundrað ár meðan þær bíða eftir prinsinum. Niðurstaða fundarins var sú að menn ættu frekar að horfa á og hlusta á það sem bömin hefðu raunverulega gaman af og það sem höfðaði til þeirra en ákveöa hvort tveggja fyrir þau. Barnabækur eru kannski helst til penar hér á landi og lagði Olga Guðrún Árnadóttir til að Sjón efndi til afteprunarnámskeiðs fyrir rithöfunda og útgefendur. Tónlist mm r i ffmé Fágun og yfirvegun Ekki var nema vika frá því þær Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari héldu tónleika í Neskirkju með efnisskrá sem þær kölluðu „virtúós tónlist fyrir flautu og píanó“ þegar þær mættu aftur á sama stað á sunnudaginn var ásamt Margréti Stefánsdóttur flautuleikara með glænýtt pró- gramm sem bar yfirskriftina „Tvær flautur í þrjár aldir". Titillinn gefur glögga mynd af þvi sem boðið var upp á: tónlist fyrir tvær flautur allt frá barokki til samtímans. Tónleikarnir hófust á Konsert í G-dúr eftir Domenico Cimarosa sem var ítalskur samtíma- maður Mozarts. Þessi indæla tónlist sem kemur manni umsvifalaust í gott skap lék í höndum þeirra og var áberandi strax i upphafi tónleika hversu samstilltar þær Áshildur og Margrét voru, líkt og þær hefðu lítið gert annað en að leika saman. Ljúfir tónarnir liðu um kirkjuna þar sem flautan hljómar afar fallega, en hið sama er ekki hægt að segja um flygilinn. Hljómur hans var hreint ótrúlega innantómur og virtist leita eitthvað allt annaö en til áheyrenda, Nína Mar- grét var því ekki í öfundsverðri stöðu og þótt hún færi öruggum höndum um hljómsveitarpartinn með léttum og leikandi áslætti var kaldur tónn hljóðfærisins ekki í samræmi við tón flautnanna og skemmdi það svolítið fyrir heildarmyndinni. Dúó fyrir flautur eftir pólsk-ættaðan Banda- ríkjamann, Robert Muczynski að nafni, var skemmtilega flutt. Stuttir þættir verksins voru afar myndrænir þó að yfirskrift þeirra væri ein- ungis tempóeðlis, og skiluðu þær stöllur verkinu með glæsibrag. Dúett í F-dúr eftir Wilhelm Friedemann Bach var sömuleiðis fallega fluttur, og kliðmjúkur hljómur flautnanna og fallegt flæð- ið sem þær náðu í þessu einkar þægilega verki varð til þess að maður gleymdi stund og stað. Tríósónata í G-dúr eftir Johann Sebastian Bach var ekki síður falleg og var hún leikin af alúð og tilfinningu. Þar var hljómur flygilsins þó enn til ama, alltof dempaður og spurning hvort hefði ver- ið til bóta að hafa hann hálfopinn. Samleikur þeirra þriggja var virkilega lofsverður og hlýleg- ur adagiokaflinn ægifagur. Þríhyrna Atla Ingólfssonar er hnitmiðað verk, eins konar örverk, og fékk það fina meðferð hjá Áshildi og Margréti. Töluvert áhrifameira var þó verk Toru Takemitsu Masque en með því náðu þær að skapa einkar stemningsríkt andrúmsloft í kirkjunni með yfirveguðum og fáguðum leik. í lokin var svo brugðið á leik í Rigoletto-Fantasí- unni ópus 83 eftir Franz og Karl Doppler og var hrein unun að hlýða á þann flutning. Hann var í senn þokkafullur og spennandi og framreiddur af fullkomnu öryggi líkt og reyndar einkenndi allan ieik þeirra á þessum vel heppnuðu og skemmti- legu tónleikum. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Þrjár samstilltar Áshildur Haraldsdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir og Margrét Stefánsdóttir. DV-MYND HARI ________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Arnaldur til Þýskalands ihgáfurisinn Bastei-Lúbbe hefur tryggt sér útgáfu- rétt á tveimur skáldsögum Arn- alds Indriðasonar, Mýrinni sem kom út sl. haust og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV og Sonum duftsins sem kom út 1997 og var fyrsta skáldsaga hans. Bastei- Lúbbe tilheyrir einni stærstu út- gáfusamsteypu Þýskalands og hefur á sínum snærum höfunda á borð við Stephen King og Ken Follett. í Sonum duftsins kynnti Arnald- ur til sögunnar tvo rannsóknarlög- reglumenn sem hafa verið áberandi í verkum hans síðan. Um þá sagði Jón Yngvi Jóhannsson hér í DV: „Lögregluþjónamir tveir, Sigurður Óli og Erlendur, eru fyrirtaks par ög gætu orðið efniviður í fleiri reyfara." Þetta urðu áhrínsorð. Næst komu þeir fyrir í Dauðarósum 1998 og Mýrin er þriðja bókin þar sem þeir félagar eru í aðalhlutverki. 1999 kom út spennusagan Napóle- onsskjölin en þar koma Erlendur og Sigurður Óli aðeins fyrir í mýflugu- mynd. Lögreglupör á borð við þá fé- laga eru klassísk í sakamálasögum og leita forlög gjarnan að bókum með slíkum persónum sem hægt er að byggja á til lengri tíma. Nú hefur Bastei-Lúbbe veðjað á Erlend og Sig- urð Óla á þýskum bókamarkaði og verður fróðlegt að vita hvernig þeim farnast. Hér heima koma bækur Arnalds út hjá Vöku-Helgafelli. Booker í vanda í Englandi hafa menn áhyggjur af aðalstyrktaraðila Booker-verðlaun- anna sem reyndar er verslunarkeðjan sem vogar sér að heita Iceland. Rétt eftir að kanadíska skáldkonan Marg- aret Atwood tók við sinni feitu ávís- un sl. haust hvarf fulltrúi fyrirtæk- isins sem stýrði samkomunni frá fyrirtækinu, og hagnaðurinn af keðjunni hefur hrunið síðan græn- metisdeildin varð lífræn. Fyrir skömmu tilkynnti sjónvarpsstöðin Channel 4 að þar yrði ekki framar sent út beint frá afhendingunni og gefur forsvarsmönnum verðlaun- anna þar með góðan tíma til að skríða fyrir yfirmönnum BBC og biðjast afsökunar á því að hafa sagt þeim upp fyrir fjórum árum. Meðan allt þetta ólán dynur yfir tilkynna forsvarsmenn verðlaun- anna að formaður nefndarinnar í ár verði hinn umdeildi bókmennta- maður Kenneth Baker sem hefur sterk tengsi við bókaforlagið Faber. Gantast áhugasamir með að þar með sé auðveldara að veðja á sigur- vegarann ... Fiskar undir steini Háskólaútgáfan og Félagsvísinda- stofnun hafa gefið út bókina Fiskar undir steini - sex ritgerðir i stjórn- málaheimspeki eft- ir Hannes Hólm- stein Gissurarson prófessor. Þar fjallar hann um stjórnmál og stjórnmálaátök 20. ald- ar, einkum þó tvær lífseigar hug- myndir af ætt sósíalisma. Önnur er sú að maður megi þá og því aðeins skapa eitthvað, jafnvel þótt öðrum sé að meinalausu, að hann veiti öðr- um hlutdeild í því. Hin er að maður skaði jafnan aðra með því að nema einstök gæði náttúrunnar, en þeirr- ar hugmyndar hefur mjög gætt í umræðum síðasta áratug um kvóta- kerfið í íslenskum sjávarútvegi. Hannes greinir og gagnrýnir þessar hugmyndir í ritgerðunum sex og notar tækifærið til að lýsa kenningum Adams Smiths, Friðriks von Hayeks og Róberts Nozicks og svara margvíslegum rökum gegn þeim. FISKAR 11 N D I R

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.