Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Síða 1
15
Miðvikudagur 7. mars 2001
KR-stúlkur uröu deildarmeistar-
ar í kvennakörfunni í gær meö því aö vinna 31 stigs
sigur í Keflavík. Þær sýndu frábær tilþrif í leiknum og eru vel aö titl-
inum komnar en þetta er þriöji bikarinn sem fer í vesturbæinn í vetur. Á stóru myndinni
lyftir Kristín Björk Jónsdóttir, bikurunum í leikslok en á þeirri minni fagna KR-stúlkur
deildarmeistarartitlinum saman.
Þriðja árið í röð
KR varð í gær deildarmeistari í
kvennakörfunni 3ja árið í röð en Keflavík
vann deildarmeistaratitilinn sex fyrstu
árin sem úrslitakeppnin fór fram. -ÓÓJ
- en ekki bugaður - Guðmundur Guðmundsson fékk að taka pokann sinn í gær
Handknattleiksþjálfarinn Guð-
mundur Guðmundsson, sem þjálfað
hefur þýska 1. deildarliðið Bayer
Dormagen síðan í júlímánuði 1999,
var í gær rekinn frá félaginu þrátt
fyrir að eiga tæplega eitt og hálft ár
eftir af samningi sínum.
Lítið hefur gengið hjá Bayer Dor-
magen í vetur og situr liðið í þriðja
neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar eft-
ir fjögur töp í síðustu fjðrum leikjum.
Guðmundur hefur þurft að glíma við
mörg vandamál í vetur. Illa hefur
gengið að fá fjármagn og auk þess
hafa mikil meiðsli hrjáð liðið. Meðal
annars var þeirra besti leikmaður,
sænska skyttan Christian Eriksson,
frá í fjóra mánuði. DV-Sport náði tali
af Guðmundi í gærkvöldi og ræddi
við hann um brottreksturinn.
Fer með höfuöið hátt
„Ég fer ekki héðan frá Dormagen
með skömm. Þvert á móti ber ég höf-
uðið hátt því ég veit hvemig ég hef
unnið síðan ég kom hingað út. Ég hef
lagt mig allan fram en því miður em
það sumir hlutir sem ekkert fær
breytt, s.s. litlir peningar og meiðsli
leikmanna. Við vorum með lítinn
hóp vegna lítils fjármagns og máttum
þar af leiðandi illa við meiðslum. Við
þessu er ekkert að gera. Ég og fram-
kvæmdastjórinn vomm oft búnir aö
ræða saman á undanfórnum vikum
um gengi liðsins og þessi ákvörðun
var tekinn í algerri vinsemd. Ég er
ekki svekktur heldur lít ég á þennan
tima hjá Dormagen sem gífurlegan
lærdómstíma. Þetta er harður heim-
ur og menn verða að þola mótlæti af
og til,“ sagði Guðmundur Guðmunds-
son.
„Það er kannski fullsnemmt að
segja til um það hvað gerist næst hjá
mér. Ég vil ekki útiloka neitt og í
þéssum geira geta hlutimir verið
fljótir að gerast."
Þegar Guðmundur var spurður út
í stöðu þjálfara íslenska landsliðsins
sem hann hefur verið orðaður sterk-
lega við vildi hann litlu svara.
„Það væri rangt af mér að vera að
tjá mig um þessa hluti, sérstaklega í
ljósi þess að Þorbjörn hefur ekki enn
ákveðið hvort hann ætlar að hætta
eða halda áfram,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson, brottrekinn en ekki
bugaður í samtali við DV-Sport.
-ósk