Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Side 4
haf E SNL gegn Joyce Meyer \ðdáendur uppi- 5tandsgríns áttu sumir i erfiðleikum með að hemja rindarbotns- vöðvana þegar Skjár einn kynnti hinn ameríska glensþátt „Satur- day Night Live“ í dagskrá sinni. Þátturinn hefur verið klakstöð bandariskra gam- anleikara á þeim 25 árum sem hann hefur lafað í loftinu vestra. Leiðinlegra þykir að sýn- ingu þáttanna hefur verið frestað. Hjá Skjá einum fékkst ástæðan uppgefm, syrpan hefði lent i svipuðu veseni og Ómar Konráðs á leið sinni yfir Atlantshafið. Fyrstu spólunni verður hins vegar stungið i tækið á morgun klukkan 22 og bendir margt til þess aö sú tímasetning sé valin til þess að ganga á milli bols og höf- uðs á „700-klúbbnum" sem notið hefur mikils áhorfs á Omega. Stóra spurningin er sú hvort Omega-menn muni svara með hrókeringu og stilla Joyce Meyer upp andspænis Jennifer Lopez og Gwyneth Paltrow sem ríða á vaðið í SNL. Já, það má guö vita. María er vinsælt nafn á meybörnum en hvergi jafn vin- sælt og hjá geng- ilbeinum guðs. Eitt er það sem gripur skynfæri hins forvitna borgarbarns þegar spásserað er innan um grafreitina í kirkjugarðinum að baki Landa- kotskirkju. Af þeim 36 nunnum sem þar hvíla, innan um 3 kaþólska biskupa og nokkra presta, heita 34 Maria. Ýmist heita þær Mar- ía og einhverju gripandi millinafni: Til dæmis Maria Xaveria, Valeria, Balbina, Florentina, Clementina, Victoria, Albina eða Klotilde. Það er ekki gott að sjá hvernig á þessu stendur. Nunnurnarvita kannski sem er að eina konan sem sá gamli hefur barnað hét jú María, og þar sem æskilegur klæðnaður og atgervi nunna er ekki ætlað að bjóða upp á leiftrandi kynþokka er nafniö ef til vill eina meiköpp þeirra fyrir augu guðs, að minnsta kosti hérna megin skýjanna. Hann á að baki langan feril í tónlistinni og hefur gefið út þrjár plötur í það heila. Þó fólk þekki ekki nafnið Insol er tónlistarmaðurinn kokhraustur og hyggur á frekari út- gáfu í framtíðinni. Ingólfur Sigurðsson er rétt rúmlega þrítugur trúbador sem að- hyllist nýaldarstefnuna og boðar blóm, frið og ást með smáviðkomu í KFUM. „Mér fannst svo auðvelt að semja lög að ég var stundum farinn að syngja skólabækurnar." „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í stúdíó með svona stafrænum tækj- um þótt, ég sé nú með stúdíó heima, og þessi diskur þróaðist eiginlega út frá þvi að ég var að taka upp ýmislegt efni og hljóðmaðurinn minn á þess- um tíma var að segja mér að gefa þetta út, honum leist svo vel á þetta. Hann var jákvæður út í tónlistina og hrósaði mér fyrir lögin mín þótt hann skildi ekki textana,“ segir Insol um fyrstu plötuna sína sem skartaði flutningi hans á lögum eftir Bob Dyl- an. Auðvelt með að semja „Ingólfur segist hafa byrjað að semja tónlist árið 1983, hann hafi ver- ið mikið í listalífinu í Digranesskóla og farið snemma að skrifa. „Ég var mjög heimspekilega sinnaður, var farinn að lesa Nýal og fleira, var svo- lítill hugsuður. Fyrir þetta varð ég strax þekktur í skólanum.“ Næsti diskur Ingólfs, Blóm, ást og friður, kom út árið eftir og á honum samdi hann alla tónlistina sjálfúr. „Það vaknaði strax þessi draumur að gefa út, ég fann mig mjög vel í þessu. Ég var dáldið feiminn sem unglingur þannig að þetta var leið fyrir mig til að fá athygli og kynnast öðrum krökkum á félagslegan hátt. Þetta var svo skemmtilegt strax þeg- ar ég byrjaði á þessu og ég átti svo auðvelt með að semja, þetta bara rann frá mér. Mér fannst svo auðvelt að semja lög að ég var stundum far- inn að syngja skólabækurnar," segir hann hlæjandi. „Þegar ég var kominn í menntaskóla var þetta farið að hafa áhrif á námið og ég var farinn að falla í skólanum og þannig er öll mín skólaganga, ég hef yfírleitt hætt.“ Samband við æðra mannkyn „Ég kom fyrst fram árið 1985 á litlu jólunum í skólanum og svo árið eftir þegar árgangurinn okkar út- skrifaðist. Ég man enn eftir því þeg- ar ég kom fyrst fram, salurinn var rosalegur og tók vel undir og stemn- ingin var góð. Þá fann ég að þetta var það sem ég vildi gera.“ Insol leikur á gítar og munnhörpu auk þess að syngja og yrkisefnin eru af ýmsum toga. Hippahugsjónin er augljóslega í hávegum höfð en ný- aldarstefnan fær sinn sess eins og sannast á titli nýjustu plötunnar, Hið mikla samband. Ingólfur segist einmitt snemma hafa verið farinn að semja lög um umhverfisvemd og líka um stelpur eins og tónlistar- menn gera. En seinna hafi honum fundist það vera skylda sín að koma með eitthvað mannbætandi í lögun- um. „Fimm af lögunum á Blóm, ást og friður voru samin á unglingsárun- um og var ég þar að koma út þess- um lögum sem ég hafði verið að spila á tónleikum í MK og víðar. Þetta eru lög sem eru búin að fylgja mér lengi og fólk kannast viö. Það skemmtilega við lögin á þeim disk er að þau komu eiginlega sjálfkrafa, öfugt við oft áður, þarna kom bara laglína upp í kollinn á mér. Þetta eru lög sem hafa hjálpaö mér rosa- lega að fá viðurkenningu og vin- sældir í gegnum skólagönguna og þegar ég hef spilað þau á tónleikum. Og við nýaldarsinnar teljum einmitt að þegar lög koma þannig þá sé það út af sambandi við æðra mannkyn, skyngjafa á öðrum hnetti.“ Verðlaun fyrir sviðsframkomu Hefuróu spilaö mikið opinberlega eftir aó þú hœttir í skólanum? „Nei, ég hef voða lítið spilað opin- berlega. I skólanum fékk ég að koma fram í gegnum félagslífið, t.d. í söng- keppninni 92, 93 og 94,“ segir hann og i ljós kemur að hann fékk verð- laun fyrir sviðsframkomu þegar Emilíana Torrini sigraði í keppn- inni ‘94. Þá spiluðu undir hjá hon- um þeir Hafli í Dead Sea Apple og Kalli í Bellatrix. „Skemmtilegir strákar sem ég kannast ennþá viö.“ „Eftir það hef ég mjög litið spilað opinberlega. Ég hef reyndar komið aðeins fram i menntaskólunum síð- ustu árin eftir að ég fór aö gefa út en þetta hefur samt ekki verið mikið skipulagt, það vantar soldið að ég sé með einhvem umba. Ég þarf eigin- lega að fara út í það núna til að kynna þessar plötur.“ Hefuröu veriö aö vinna eitthvað eft- ir aö þú hœttir í skólanum? „Nei, þegar ég hætti í MK ‘94 fór ég í bæjarvinnuna en hef ekkert verið að vinna síðan.“ En hefur eitthvaö selst af þessum plötum? „Það hefur reyndar farið voða lítið fyrir þessu. Ég hef ekki haft það mik- ið fjármagn til að geta framleitt stórt upplag. En ef það selst sem er komið í búðirnar get ég fullyrt að þetta verður gefið út í stærra upplagi næst.“ eiössynif Aðallega að hlusta á útvarpið „Ég sit nú bara í mínu pleisi og hef það sem náðugast,“ er við- kvæði Sveins M. Eiössonar Borg- nesings þegar Fókus nær í kapp- ann og spyr hvað sé á seyði hjá honum. Margir þekkja andlit Sveins enda hefur hann leikið ein- hver mestu fúlmenni íslenskrar kvikmyndasögu í myndum Hrafns Gunnlaugssonar og auk þess brugðið fyrir í verkum Þráins Bertelssonar og Friðriks Þórs. „Ég geri helst ekki neitt og reyni að hvíla mig þess á mifli,“ segir hann hress í bragði. Hann hætti nýlega störfum hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og hefur bara verið í feitu tjifli síðan. „Ég er aðallega að hlusta á útvarpið,“ segir hann og hlýðir mest á mælt mál Rásar 1 og Rásar 2 en enga ógurlega partítóna, að eigin sögn. „Það er alltaf eitthvað að heyra í útvarp- inu,“ bætir hann við og segist ein- staka sinnum stilla á Bylgjuna. Kempan hefur ekkert leikið síðan tökur stóðu á Myrkrahöfðingjan- um, síðustu mynd Hrafns. Hann er þó ekkert á því að leggja leik- inn á hilluna. „Það hefur bara ekkert verið kallað í mig eftir það og stendur ekkert fyrir dyrum núna. Maður er aUtaf tfl ef ein- hver viU mann.“ Kynni þeirra Hrafns ná langt aftur í tímann og það var krumminn sem uppgötv- aði sniUinginn. „Það var meðal annars af því að hann sá mig leika í sinni sögu sem var sett upp í Borgamesi,“ rifjar Sveinn upp. Hvað framtíðin ber í skauti sér viU hann spá sem minnst um. „Ég hef nú ekki hugsað mikið um það. Kannski fer ég í augnað- gerð á næstunni. Ég er með gláku. Það lokaðist fyrir annað augað og stendur tfl að láta laga það. Hvað svo sem verður, mað- ur veit ekkert um það.“ Sveinn, huggulegur aö vanda, í kvlkmyndinni Óöal feöranna. í myndinni leikur hann firrtan mann sem þröngvar sér á þroska- hefta stúlku. f Ó k U S 30. mars 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.