Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Side 5
Ifókus uLt
■ SÆUISVEITIN Á CATAUNA Þaö verður fjör á
Catalina, Hamraborg, í kvöld því Sælusveitin ætlar
að leika. Ókeypis inn og snyrtilegur klæðnaður er
skilyrði.
■ SÍLDARVALS Á LÆKNUM Það verður stuð á
Kaffi Læk í kvöld þar sem hann Njalll i Holti ætlar
aftur að stíga á sviö og jafnvel taka einn Síldarvals
fyrir gestina.
f Böl 1
■ RAUÐ GLEÐI j ÁRSELI Það verður rautt ball í
Árseli í kvöld og eiga þá allir að mæta í rauðum föt-
um. Gamanið stendur frá 20 til 23 og eru allir 16
ára og eldri velkomnir.
C-Klassí k
■ HEIÐURSTÓNLEIKAR í AKUREVRARKIRKJU
Kammerkórinn Schola cantorum við Hallgríms-
kirkju í Reykjavík heldur kórtónleika í Akureyrar-
kirkju klukkan 17.00 til heiðurs Áskeli Jónssyni,
90 ára. Með kórnum koma fram einsöngvarar úr
röðum kórfélaga, þau Kirstin Erna Blöndal sópran,
Gubrún Finnbjarnardóttir alt og Guólaugur Viktors-
son tenór ásamt orgelleikaranum Kára Þormar. Á
efnisskránni eru verk eftir þá feðga Áskel Jónsson
og Jón Hlöóver Áskelsson, ásamt latneskum
mótettum eftir norsku tónskáldin Knut Nystedt og
Kjell Mörk Karlssen. Stjórnandi Schola cantorum
er Hörður Áskelsson.
■ KAMMERTÓNLEIKAR j FRÍKIRKJUNNI Tónlist-
arskóli Reykiavíkur stendur fyrir kammertónleik-
um í Fríkirkjunni kl. 17. Á efnisskrá eru: Strengja-
kvartett nr. 1 op. 29 í a-moll, 1. þáttur eftir Franz
Schubert, Tríó op. 1 nr. 3, 1. þáttur eftir L. van.
Beethoven, Trois piéces bréves eftir Jacques Ibert
og Oktett fyrir strengjakvintett, klarínettu, horn og
fagott D803 op. 166eftir Franz Schubert. Aðgang-
ur ókeypis og allir velkomnir.
■ REOUIEM EFTIR MOZART Kór Hafnarfjarðar-
kirkju ásamt félögum úr kór Kópavogskirkju flytja
Requiem, Mozarts kl. 15.00 í Hásölum, safnaöar-
heimili Hafnarfjarðarkirkju. Einsöngvarar eru Elín
Ósk Óskarsdóttir söpran, Anna Slgríður Helga-
dóttir alt, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og
Jóhann Smári Sævarsson bassi. Konsertmeistari,
Zbigniew Dubik, ásamt félögum úr Sinfóníuhljóm-
svelt íslands. Stjórnendur Natalia Chow og Julian
Hewlett.
■ SINFÓNÍAN LEIKUR SÖNGLEIKJATÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur söngleikjatónlist
á tónleikunum klukkan 17 í dag. Hljómsveitarstjóri
er Martin Yates og söngvarar eru Debbie Gravitte,
Liz Callaway, Greg Edelman og Stephen Bogardus
sem öll koma úr leikhúsum á Broadway.
■ TÓNLEIKAR í BREIÐHOLTSKIRKJU Þrír kórar
halda sameiginlega tónleika í Breiðholtskirkju kl.
15. Kórarnir eru Gerðubergskórinn (kór Félags-
tarfs Gerðubergs), Þingeyingakórinn og M.R.60.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 en 500 kr. fyrir eldri borg-
ara. Allir hjartanlega velkomnir.
■ ÞREK OG TÁR í DOMUS VOX Söngleikjadeild
Domus Vox sýnir söng- og leikdagskrána Þrek og
Tár, byggöa á samnefndu leikriti eftir Ólaf Hauk
Símonarson, klukkan 14 og 20. Leikritið var sýnt
viö mikla aðsókn í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum
árum. Leikstjóri er Margrét Eir. Tónlistarstjórn er í
höndum Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Sýningar fara
fram í sal skólans, Skúlagötu 30, annarri hæð. Að-
göngumiðar eru seldir við innganginn. Nánari upp-
lýsingar á vef skólans: www.domusvox.is.
■ BURTFARARTÓNLEIKAR DAVÍÐS ÞÓRS Davíð
Þór Jónsson heldur burtfarartónleika í sal Tónlist-
arskóla FÍH, Rauðagerði 27, kl, 17. Á efnisskrá
tónleikanna eru aðallega frumsamin lög og ópusar
eftir Keith Jarrett og Dave Douglas. Með honum á
tónleikunum spila Jóel Pálsson á saxófón, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, Helgi
Svavar Helgason á trommur og slagverk og Matth-
ías M.D. Hemstock á trommur og siagverk. Að-
gangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomn-
ir.
■ GRADUALE NOBILI HELDUR TÓNLEIKA Gradu-
ale Nobili heldur tónleika í Langholtskirkju kl. 20.
Á efnisskránni eru þau verk sem kórinn syngur í
keppni evrópskra æskukóra í Karlund, Danmörku.
M.a. verður frumflutt verk sem Þorkell Sigurbjörns-
son samdi sérstaklegafyrir keppnina, verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Nordal og sameigin-
legt keppnisverk sem danska tónskáldið Peeter
Bruun samdi. Auk þess verða flutt verk eftir Hróð-
mar Inga Sigurbjörnsson, Ruth Watson Hender-
son, Knut Nystedt og Einojuhani Rautavaara. Eftir
hann flytur kórinn Suite de Lorca víð texta Feder-
ico García Lorca og Lapsimessu (Barnamessu) þar
sem strengjasveit, að mestu skipuð kórfélögum,
mun leika með.
■ VORTÓNLEIKAR FÓSTBRÆÐRA Karlakórinn
Fóstbræður heldur sína árlegu vortónleika í Lang-
holtskirkju klukkan 14 í dag. Auk kórsins koma
þau Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran og
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenr fram, bæði meö
kórnum auk þess sem þau 'syngja saman nokkra
dúetta. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og flutt verða
verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragn-
arsson, Anton Bruckner, Francis Poulenc, Zoltán
Kodály og Orlando di Lasso.Jónas Ingimundarson
sér um píanóleik og stjórnandi Fóstbræðra er Árni
Harðarson.
■ VORTÓNLEIKAR LÚÐRASVEITARINNAR
SVANS Lúðrasveitin Svanurinn heldur vortónleika
klukkan 15 í dag i Neskirkju. Fjölbreytt og lífleg tón-
list verður leikin sem allir hafa gaman að, ferskar
útsetningar af velþekktum suður-amerískum
danslögum, göngutónlist og stærri hljómsveitar-
verk.
•Sveitin
■ DISKÓÁORMINUM Það veröur dúndrandi diskó
á Orminum með tilheyrandi.
■ HAFRÓT Á RÁNNI Hljómsveitin Hafrót spilar á
Ránni, Keflavík i kvöld. Mikið fjör.
■ KUSK Á VH> POLLINN Hljómsveitin KUSK sér
a n $. a rjj...L..Lí 1.......1.Z....a b r í I
1 í f ið
F F T T P V T M M II
um rytma fyrir dansglaöa á Við Pollinn.
■ PENTA Á KAFFI AKUREYRI Hljómsveitin Penta
skemmtir á Kaffi Akureyri. Slagverksleikari Greif-
anna, Ingólfur Sig., sér um gestaleik.
■ PÁLL ÓSKAR Á N-1 Diskódrottning okkar ís-
lendinga hann Páll Óskar skemmtir gestum á N-1
bar í Reykjanesbæ.
■ SKUGGABALDUR í GLAUMBÆ Diskórokktekiö
og plötusnúðurinn Dj. Skuggabaldur heldur uppi
skuggaiegri stemningu í Glaumbæ í Ólafsfirði í
kvöld. Skuggi spilar ABBA, Rammstein og allt þar
á milli. Það kostar 500 kall eftir miðnætti þannig
að það borgar sig að vera í fyrra lagi.
■ STUÐ Á ODDVITANUM Það er mergjað fjör á
Oddvitanum, Akureyri, er BéPé&Þegiðu mæta á
svæðið.
■ SÓLDÓGG Á FESTI Stuðgrúppan Sóldögg spilar
aö lokinni Fegurðarsamkeppnl Suöurnesja á Festl
í Grindavík.
•Leikhús
■ FÍFL í HÓFl Gamanleikritið Fífi í hófi verður frum-
sýnt klukkan 20 I kvöld í Gamla bíói (í húsi is-
lensku óperunnar). Leikstjóri er María Sigurðar-
dóttir. Miðasala i síma 5114200. Örfá sæti eru
laus.
I RAULANDI í RIGNINGUNNI Leikritiö Syngjandi
í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred
verður sýnt klukkan 20 I kvöld á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins. Örfá sæti laus.
■ BLÚNDUR & BLÁSÝRA Leikritið Blúndur & blá-
sýra, eftir Joseph Kesselring, verður sýnt í dag,
klukkan 19, á Störa sviði Borgarleikhússins.
■ KONTRABASSINN Einleikurinn Kontrabassinn
eftir Patrick Súskind er sýndur klukkan 19 í kvöld
í Borgarleikhúsinu. Ellert A. Ingimundarson leikur
og ieikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Örfá sæti eru
laus.
■ SNIGLAVEISLAN Snlglaveislan eftir Ólaf Jóhann
verður sýnd i Iðnó klukkan 20 í kvöld. Gunnar Eyj-
ólfsson, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg
og Hrefna Hallgrímsdóttir fara með helstu hlutverk
og leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Uppselt.
■ VITLEYSINGARNIR Leikritið Vitleysingarnir eft-
ir Ólaf Hauk Símonarson er sýnt í kvöld klukkan 20
í Hafnarfjaröarleikhúsinu. Þeta er siöasta sýning.
■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Hall-
dóra og co sýna í kvöld klukkan 20 Sjeikspír eins
og hann leggur sig í Loftkastalanum. Nokkur sæti
laus.
■ SNUÐRA OG TUÐRA - AUKASÝNING Klukkan
14 í dag verður aukasýning á leikritinu Snuðru og
Tuðru eftir löunni Steinsdóttur í Móguleikhúsinu
við Hlemm.
•Kabarett
■ ABBA-SÝNING Á BROADWAY Allra síðasta sýn-
ing á þessari feikivinsælu sýningu á Broadway.
Söngvarar í sýningunni eru Kristján Gíslason, Rúna
Stefánsdóttir, Birgitta Haukdal, Hulda Gestsdótt-
ir, Guðbjörg Magnúsdóttir og Jón Jósep Snæ-
bjömsson. Hljómsveit Gunnars Þóröarsonar leikur
undir á sýningunni. Diskótek eftir sýningu.
•Opnanir
■ ANNA HALLIN OG OLGA BERGMANN í LISTA-
SAFNI ASÍ Sýningar á verkum Önnu Hallin og Olgu
Bergmann verða opnaðar i Listasafni ASÍ, Freyju-
götu 41, í dag. Sænska listakonan Anna Hallin sýn-
ir málverk og teikningar í gryfju safnsins og heitir
sýning hennar Soft Plumbing. Hún sækir myndefni
sitt einkum í heim örvera og annarra frumstæðra
lífsforma og bregður á leik með ófyrirsjáanlegt
hegðunarmynstur þeirra. Olga sýnir í Ásmundarsal
safn verka unninna meö blandaðri tækni sem hún
kallar Rannsóknarstofu Doktor Bergmanns, en þar
er rýnt í furðumöguleika erfðaverkfræði og klónun-
ar, þar sem raunveruleikinn og ævintýrið geta
skipst á hlutverkum. Listasafn ASl er opið alla
daga nema mánudaga, frá 14-18, og stendur sýn-
ingin til 29. april.
■ HERE. THERE AND EVERYWHERE í GALL-
ERÍ®HLEMMUR.IS í dag, klukkan 14, verður
opnuö sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin,
Here, there and everywhere, í galleri@hlemmur.is.
Með sýningunni leika Erla og Bo sér að því að
skekkja þann raunveruleika sem við eigum að
venjast í okkar daglega umhverfi. Þau breyta hinni
einsleitu Reykjavík í fjölþjóðlega borg, með aðstoö
stafrænt myndbreyttra Ijósmynda. Við undirbúning
sýningarinnar ferðuðust Erla og Bo til San Franciso
og Berlínar, þar sem þau mynduðu
stórborgarsamfélagið og íbúa þess. Sýningin
stendur til 29. april.
■ ODP NERDUM - KITCHMÁLARINN - Á
KJARVALDSSTÖÐUM Norski málarinn Odd
Nerdrum er mættur til islands til að vera
viðstaddur opnun sýningar sinnar á
Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16. Odd hefur
sérstööu innan samtímalistar. Hann hefur bæöi
vakið óbeit og aðdáun með þvi að beita ögrandi
tilfinningalegri höfðun og vera gamaldags af fullri
einurð. Odd Nerdrum er einn af helstu
sagnamönnum okkar tíma, djúpsær og sifelit
sjálfum sér samkvæmur i málverkum sem alltaf
eru í beinum tengslum við eigið lífshlaup. Hann
hefur skapað sér sérstakt landslag og sinn
einkalega takmarkalausa tíma. Mikilvægasta tema
í verkum hans er utangarðsmaðurinn, sá sem kýs
sér stað við jaðarinn eða hefur verið
hafnað.Djarfleg ummæli Odd Nerdrum í fjölmiðlum
hafa vakið athygli almennings á honum. Á
sýningunni má sjá þróun hans sem málara frá
miðjum níunda áratugnum en sérstök áhersla er
lögð á verk frá síðasta skeiöi - eftir hina storkandi
yfirlýsingu um að hann væri kitsch málari.Allt frá
því Odd Nerdrum kom fyrst fram árið 1964 hefur
verið Ijóst að módernisminn var honum ekki að
skapi. Fyrirmyndir sínar sótti hann i staðinn til
Ijóstækni Rembrandts og 17. aldar-raunsæis
Carvaggios. Á áttunda áratugnum gæddi hann list
sína oftast félagslegum og pólitískum vísunum en
verkin frá hinum níunda hafa um sig
goðsagnakenndan hjúp. Verurnar í verkumhans frá
þessum tíma eru einatt á reiki um einhverskonar
eyöilönd. Odd kom til íslands i fyrsta sinn vorið
1986 og fann þar fyrir ytri ásýnd þess landslags
sem bjó innra með honum, þar sem mörkin hafa
leyst upp milli fjarlægrar fortíðar, nútímans og
framtíðarinnar. Á fyrri helmingi tíunda áratugarins
gætti vaxandi óþreyju og kvíða í verkum hans og
samband karls og konu þróast þá í hatrömm átök
á léreftinu. Heldur miidari blær stafar af Ijósieitum
og léttleikandi málverkum frá sumrinul997.
Málarinn hefur á undanförnum árum gert sér kyn
og líkamsferli að tema og í mörgum verka hans er
á ferli tvíkynjungur þar sem karl og kona blandast í
eitt. Síðla árs 1977 sagðist Odd smátt og smátt
hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri
kitsch málari. Ha
■ LJÓSMYNDAÆTINGAR FYRR OG NÚ í
ÍSLENSKRI GRAFÍK í dag, kl. 16, verður opnuð
sýning í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), á
Ijósmyndaætingum. Á sýningunni er kynnt saga
Ijósmyndaætingar á síöustu öld. Elsta verkið er frá
byrjun aldarinnar, eftir Ijósmyndarann Edward
Steichen, af málaranum Frans von Lenbach.
Myndin er unnin með tækni sem kallast
photogravure en það er aðferð sem notuð var í
kringum síöustu aldamót til að prenta Ijósmyndir.
Meö þessari aðferö er hægt að fjölfalda
Ijósmyndina án þess að gæðin rýrni nokkuö. Áferð
prentsins þykir einstök, tónar eru djúpir og
flauelsmjúkir. Photogravure-tæknin þykir flókin og
þarf mikla þjálfun til að ná góöum árgangri. Á
síðustu áratugum hafa hins vegar verið þróaðar
nýjar og aðgengilegar aðferðir sem hafa orðið til að
endurvekja áhuga manna á Ijósmyndaætingum. Á
sýningunni eru verk eftir átta listamenn og eru þau
ýmist unnin með hinni upprunalegu photogravure-
aðferð eða hinum nýju aðferöum. Listamennirnir
eru Edward Steichen, Lennart Olsen, Lasse
Mellberg/Samuel Llndskog, Maria Backström,
Helgi Snær Sigurösson, Björn Bredström og Eli
Ponsaing. Sýningin er opin fimmtudaga-
sunnudaga, frá 14-18, 7.-29. apríl (lokað á skírdag
og föstudaginn langa).
■ GULLMOLAR j LISTHÚSI ÓFEIGS Gullmolar
nefnist fyrsta einkasýning Sesselju Tómasdóttur
myndiistarkonu, sem hún opnar í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5, í dag, klukkan 15. Sesselja sýnir
portrait af dóttur sinni og vinum hennar sem öll eru
á fjórða ári. Sesselja hefur fylgst með þessum
börnum frá fæðingu og reynir hér að láta
persónutöfra þeirra njóta sín í myndunum sem eru
allar unnar með oliu á striga. Sesselja hefur veriö
að kljást við mannamyndir frá ööru ári í MHÍ. í
lokaverkefni sínu vann hún tvö málverk af frænku
sinni og andlitsmynd af dóttur sinni. Þetta er fyrsta
einkasýning Sesselju en hún hefur tekið þátt í sex
samsýningum. Hún rak gallerí Ustakot um níu
mánaða skeiö ásamt öðrum listakonum. í
framhaldi af þvi fjárfesti Sesselja í húsnæði aö
Auðbrekku 25 i Kópavogi, þar sem hún rekur
vinnustofu og gallerí. Sesselja útskrifaðist frá MHÍ
árið 1999, ásamt því að stunda nám við
Winchester School of Art í Englandi. Sýningin
verður opin á verslunartíma og stendur til 25. apríl.
■ UÓSMYNDASÝNING í GALLERÍ GEYSI Björn
Þór Björnsson opnar Ijósmyndasýningu í Gallerí
Geysi, Hinu húsinu v/lngólfstorg, í dag, á milli 16
og 18. Björn er tvítugur að aldri og er við nám á
listasviði Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Sýningin
stendur til 22. apríl. Allir eru velkomnir á opnunina
eða siðar.
■ SIGRÍÐUR RÓSINKARSDÓTTIR í STÓÐLAKOTI
Sigríöur Rósinkarsdóttir opnar i dag sýningu sina
á vatnslitamyndum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6,
klukkan 14. Sigriður er fædd að Snæfjöllum á
Snæfjallaströnd við ísafjarðardjúp og stundaði nám
við myndlistadeild Baðstofunnar í Keflavík í nokkur
ár. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Verkin á
sýningunni eru flest unnin á síðustu tveim árum.
Sýningin er opin daglega frá 14-18 (lokað
Páskadag) og stendur hún til 22. april.
■ ÁSGEIR GUÐBJARTSSON í
SJÓMINJASAFNINU Sýning Ásgeirs
Guöbjartssonar verður opnuö í Sjóminjasafni
íslands í dag klukkan 13. Ásgeir er fæddur 28. júní
1927 og hefur allt frá unga aldri haft brennandi
áhuga á ýmiss konar handverki og veiðiskap. Ekki
hefur Ásgeir fengiö sérstaka menntun til
listsköpunar heldur veriö drifinn áfram af einlægum
áhuga við að gera sýnilegar hugmyndir sem
blundað hafa í hugskotinu á hverjum tíma. Hann
hefur unnið í frístundum við að skera út í tré, bein
(hvaltennur), plast og gler. Þá hefur hann á síðari
árum gert athyglisverðar myndir, þar sem hráefniö
er aðallega vindlahringir. Ásgeir hefur alla tíð haft
afar hljótt um sín áhugamál sem lúta að
listsköpun. Telur að þetta sé aöeins skemmtileg
fristundaiðja ætluð honum, hans fjölskyldu og
vinum til einhverrar gleði. Hann hefur nú látið til
leiöast að sýna nokkur verk sín t Sjóminjasafninu í
Hafnarfirði ef það gæti orðiö öðrum hvati til þess
að gera hugmyndir sínar að veruleika í handverki.
Sýning Ásgeirs stendur yfir í apríl og maí en
Sjóminjasafnið er opiö frá 13-17 um helgar.
■ EYÐIBÝLI í PAKKHÚSINU Á HÖFN í
HORNAFIRÐI Ljósmyndasýning Eyðibýli meö
verkum þeirra Brians Sweeney og Nökkva
Elíassonar sló svo eftirminnilega í gegn í borginni
að nú ætla íbúar Hafnar í Hornafirði að fá að njóta
hennar líka. Sýningin verður sett upp i Pakkhúsinu
í plássinu í dag og verður tii sýnis eitthvað fram yfir
páska.
■ HREFNA HARÐARDÓTTIR í LISTASAFNI
BORGARNESS í dag, frá 15-17, opnar Hrefna
Haröardóttir sýningu áleirverkum í Listasafni
Borgarness sem ber yfirskriftina Afturhvarf.
Leirverk Hrefnu eru innblásin af hugmyndum
lettneska mál- og fornleifafræðingsins Marija
Gimbutas (1921-1994) um gyðjudýrkun á
forsögulegum tíma og einnig verða til sýnis
leirvasar sem nefnast Steinar. Hrefna
Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA
og í Myndlista- oghandíðaskóla íslands 1992-95
og útskrifaðist úr Leirlistadeild. Hún hefur sótt
námskeið í grafík, Ijósmyndun og leirlist í
Frakklandi, á Italíu, í Ungverjalandi og Englandi
og tekið þátt í mörgum samsýningum en þetta er
önnur einkasýning hennar. Listasafn Borgarness
er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar,
Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi, og veröur sýningin
opin þegar safnið er opið, 13-18 alla virka daga
og 20-22 á fimmtudagskvöldum. Sýningin
stendur til 4. maí.
■ IÐUNN ÁGÚST$DQTTIR í BLÓMASKÁLANUM
VÍN Iðunn Ágústsdóttir opnar málverkasýningu í
Blómaskálanum Vin í Eyjafjarðarsveit í dag, kl.
14. Sýningin er opin fram til 19. april.
•Fundir
■ MÁLÞING UM KALDA STRÍÐIÐ OG KVIK-
MYNDIR Málþing er haldiö i Nýlistasafninu í
tengisum við kvikmyndahátíðina Pólítík þar sem
rætt verður um kalda strtðið og kvikmyndlr þar
sem rætt verður um þá sýn sem Sovétrikin og
Bandaríkin höfðu á hugmyndakerfi hvor annarra
og ekki síst hvernig þau lýstu eigin samfélagi.
■ FYRIRLESTUR UM FÓSTURMÁL OG VEL-
FERÐ BARNA Gunvor Andersson prófessor held-
ur opinberan fyrirlestur í boði Félagsráðgjafar við
Háskóla íslands og Endurmenntunarstofnunar
HÍ. ki. 14.15 í Lögbergi, stofu 101. Fyrirlesturinn
verður fluttur á ensku og ber yfirskriftina Chlld
welfare and foster care seen from different per-
spectives. Gunvor Andersson er meðal fremstu
sérfræðinga á Norðurlöndum á sviði rannsókna á
fósturbörnum. Hún er stödd hér á landi til að
halda fyrirlestra fyrir starfsfólk í félagsþjónustu
sem stundar þriggja anna nám í barnaverndar-
starfi viö Endurmenntunarstofnun Hl.
■ MÁLSTOFA UM FERPAMENN OG VIRKJANIR
Landvernd og verkefnlsstjórn rammaáætlunar
um nýtlngu vatnsafls og jarövarma boða til mál-
stofu kl. 14 þar sem kynntar verða niðurstöður
rannsóknar á viðhorfum innlendra og erlendra
ferðamanna til svæða á hálendinu, m.a. með til-
liti til mannvirkja. Málstofan verður haldin sam-
timis í Reykjavík, á Akureyri, Sauðárkróki og á Eg-
ilsstöðum með hjálp fjarfundabúnaðar. í Reykja-
vík verður málstofan til húsa í Námunni, Endur-
menntunarstofnun Háskóla íslands, á Akureyri í
Salnum, í húsnæði Háskólans á Akureyri við
Þingvallastræti 23, á Sauðárkróki hjá Þróunar-
sviöi Byggöastofnunar, Skagfirðingabraut 21,
og á Egilsstöðum verður hægt að fylgjast með í
fjarfundaveri í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Bí ó
■ KVIKAR MYNDIR 1 NÝLÓ Kvikmyndahátíðin
Kvikar myndir er nú haldin í annað sinn, frá 29.
mars til 8. april, í Nýlistasafninu og í salarkynn-
um MÍR við Vatnsstíg og er yfirskrift þessarar
hátíðar Pólitík. Eins og yfirskriftin gefur til kynna
þá er umfjöllunarefni hátíðarinnar pólítík og
verða yfir 50 myndir sem því hugtaki tengjast
sýndar. Þann 7. apríl verður haldið málþing í
tenglsum við hátíðina þar sem rætt verður um
kalda stríðiö og kvikmyndir þar sem rætt verð-
ur um þá sýn sem Sovétrikin og Bandaríkin
höfðu á hugmyndakerfi hvor annarra og ekki slst
hvernig þau iýstu eigin samfélagi. Nýlistasafnið
er opið alla daga 14-18.
*
Stendur þú
fyrir einhverju^
Sendu upplýsingar i
j• iriail fokuníviokus.is/lnx C)t>Ö 5020
Tökum
gamla símann
upp í nýjan
Ef þú gerist áskrifandi að farsímaþjónustu Íslandssíma
tökum við gamla símann þinn upp í nýjan.
Með því að bindast Íslandssíma í tólf mánuði og greiða
reikninginn með greiðslukorti, býðst þér nýr farsími
á einstökum kjörum: engin útborgun og 12 jafnar greiðslur
sem dreifast á símareikninginn næstu 12 mánuði. Að auki
bjóðast þér enn lægri mínútugjöld. Kynntu þér tilboð
fslandssíma í 800 1111, á islandssimi.is eða heimsæktu
söluaðila okkar: Bókval Akureyri, Griffil, Hátækni,
Heimilistæki, Heimskringluna, Japis, Kalíber, Nýherja
eða Símabæ og kynntu þér þetta frábæra tilboð.
Nokia 3310
695 á mánuði eða
8.337 kr. með uppítöku á eldri síma,
Þú færð 6.879 kr. fyrir gamla símann
Íslandssími
GSM GPRS GLUGGINN