Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 7
Ifókus mi
irtóna á Gauk á Stöng eru löngu búin að
skipa sér fastan sess I tónlistarlífi Reykvík-
inga og nú skal en blásið á einu. Nánari upp-
lýsingar á www.undirtonar.is.
©Klassík
■ PÁSKABAROKK j SALNUM Páskabarokk
í tónleikaröðinni TÍBRÁ í Salnum, Kópavogi,
kl. 20. Margrét Bóasdóttir sópran og
Barokksveitin flytja ítalska söng- og hljóð-
færatónlist.
■ FÓSTUVAKA í HÁTEIGSKIRKJU Helga
Bachmann leikkona les píslarsöguna úrJó-
hannesargubspjalli. Þau Peter Tompkins,
óbó, og dr. Douglas A. Brotchie, orgel, leika
fjölbreytta tónlist fyrir óbó og orgel, meðal
annars eftir J.S. Bach, Telemann, Fauré og
Jón Ásgeirsson. Dagskráin hefst kl. 20 og að-
gangur er ókeypis.
Leikhús
■ EVA Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur
verður sýndur klukkan 21 I kvöld í Kaffileik-
húsinu. Miðasala í síma 5519055.
■ LAUFIN í TOSCANA Verkið Laufin i
Toscana eftir Lars Norén verður sýnt á Stóra
sviði Þjóðleikhússins i kvöld klukkan 20.
Örfá sæti eru laus.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið
Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones
veröur sýnt í kvöld kl. 20 á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins. Uppselt.
Miðvikudagur
11/4
•K1úbbar
■ STÓRVIÐBURÐUR Á THOMSEN Miles
Hollway og Elliot Eastwick saman, bak I bak,
á bakvið spilarana á Kaffi Thomsen. Við höf-
um heyrt í þeim í sitthvoru lagi. Nú er komin
tími á að heyra snillingana á bakvið þjóðsög-
una um Hacienda spila saman sem einn. 20
meðlimir á póstlista Thomsen verða á gesta-
lista. Skráðu þig á www.thomsen.is.
• Krár
■ SÓLDÓGG Á GAUKNUM Stuðdúddarnir í
Sóldögg fræsa fjöri út í salarkynni Gauks á
Stöng.
€ Klassík
I FÓSTUVAKA í HÁTEIGSKIRKJU Dr. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson héraðsprestur flytur erind-
ið Þeir vita ekki hvað þeir gjöra um þjáningu
ogfyrirgefningu. Kirkjukór Háteigskirkju og
kammersveit flytja Missa Brevis eftir Josef
Haydn og körverk eftir Franz Liszt og Hugo
Distler undir stjórn dr. Douglas A. Brotchie,
organista. Dagskráin hefst kl. 20 og aðgang-
ur er ókeypis.
■ TÓNLEIKAR Á HÓFN í HORNAFIRÐI Há-
varöur Tryggvason kontrabassaleikari og
Guðmundur Kristmundsson vtöluleikari tón-
leika í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði. Á efn-
isskrá veröa meðal annars verk eftir
J.S.Bach, Dittersdorf, Bartok, Sperger og
Gliere Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru
skipulagöir af menningarmálanefnd Horna-
fjarðar I samstarfi við Félag íslenskra tónlist-
armanna.
■ TÓNLEIKAR í HALLGRÍMSKIRKJU List-
vinafélag Hallgrímskirkju stendur fýrir tón-
leikum í Hallgrímskirkju, kl. 20 undir yfirskrift-
inni 0, crux ave. Prófessor Hans-Dieter Möll-
er frá Dússeldorf í Þýskalandi leikur orgeltón-
list eftir Bach, Nivers, Tournemire og Messi-
aen, auk þess sem hann leikur af fingrum
fram orgeltónlist yfir gregorisk stef dymbilvik-
unnar. Sönghópurinn Voces Thules syngur
gregoriska helgisöngva sem mynda grunninn
aö spuna Möllers. Viðfangsefnin tengjast
helgihaldi dymbilvikunnar, frá pálmasunnu-
degi til föstudagsins langa.
•Sveitin
■ SSSÓL í SKAGAFIRÐI Hljómsveitin SSSól
kemur aftur saman eftir 2ja ára hié og leikur
í kvöld á Miðgarði, Skagafirði. Kombakk eins
og þau gerast best og brjálaö stuð. Skál og
syngja Skagfiröingar skemmta sér og gera
hitt.
■ SKUGGABALDUR í ÓLAFSVÍK Diskórokk
tekið og plötusnúðurinn Dj. Skuggabaldur
hefur verið á ferðinni og gerir nú stutt stopp í
Ólafsvík. Hann mun halda uppi góðu fjöri á
Bæjarbarnum þar og spilar ABBA, Ramm-
stein og allt þar á milli. Það kostar 500 kall
inn.
■ ÞÚSÖLD Á PÁSKAGLEÐI Hljómsveitin
Þúsöfd spilar á Páskagleöi á Kaffi Kletti,
Reykholti í Biskupstungum.
•Leikhús
■ SYNGJANDI í SKÝFALLINU Leikritið
Syngjandi í rigningunni eftir Comden, Green,
Brown og Fred veröur sýnt klukkan 20 í kvöld
á Stóra sviöi Þjóðleikhússlns. Örfá sæti
laus.
■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan eftir Ólaf
Jóhann verður sýnd í lönó klukkan 20 í kvöld.
Gunnar Eyjólfsson, Sigurþór Albert Helmis-
son, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir
fara með helstu hlutverk og leikstjóri er Sig-
urður Sigurjónsson. Uppselt.
■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Leikritiö Á sama
tíma síöar veröur sýnt í kvöld klukkan 20 í
Loftkastalanum. Nokkur sæti eru laus.
•Síöustu forvöö
■ JÓNA THORS Í USTASAL MAN VIP
SKÓLAVÖRÐUSTÍG Listamaðurinn Jóna
an 6. a p r í I til 12. anríl
lliJJi
I-B----y—I-LI-fJ-l L
Höfum aldrei
verið hefðbundnir
SSSól kemur fram a Gauki á Stöng í kvöld og er þetta í fyrsta
skipti í rúmt eitt og hálft ár sem sveitin leikur á dansleik. Helgi
Björnsson söngvari segir að drengirnir séu orðnir hungraðir
aftur og tilbúnir í slaginn.
á Stöng í kvöld eftir eins og háifs árs útlegð. í vikunni verður svo landið tekið með
Thors opnaði á dögunum sýninguna Spegill,
Spegili... í Listasal Man við Skólavörðustíg
14 í Reykjavík og lýkur henni í dag. Á sýning-
unni eru verk unnin aðallega úr spegium og
leir. Viðfangsefni Jónu eru möguleikar spegl-
unar og endurtekninga í formi og skreyti.
Jóna Thors lauk námi frá leirlistadeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árið 1990. Hún
hefur tekið þátt í samsýningum á íslandi og
erlendis en þetta er fyrsta einkasýning henn-
ar. Sýningin er opin meðan verslunin er opin
og frá klukkan 14-17 á laugardögum og
sunnudögum. Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Fimmtudagur
12/4
Popp
■ KARAOKE Á CAFÉ NOBEL í kvöld verður
skrifaður enn einn kaflinn í skemmtanasögu
Reykvíkinga þegar hinn stórgóði skemmti-
staður Café Nobel tekur upp á því að bjóða
upp á karaokekeppni á hverju fimmtudags-
kvöldi. Húsiö opnar klukkan 18 og hefst
keppnin upp úr klukkan 20. Öllum er heimil
þátttaka en atkvæðisrétt um sigurvegara
hafa þeir einir sem gerast svo kræfir að
versla sér bjór á barnum. Einn bjór gefur þér
eitt atkvæði'og að sjálfsögöu má hver versla
sér eins mörg atkvæði og hann vill. í boði eru
glæsileg verðlaun, bikarar og fieira, en sigur-
vegari kvöldsins gengur út með eitt stykki
bjórkassa. Er það von þeirra Nobelsmanna
að þarna sé helsta sumarskemmtunin komin,
komin til aö vera.
D jass
■ GÍTARDÚÓ Á MÚLANUM Þeir Jakob Olsen
og Ómar Einarsson leika órafmagnaða tónlist
úr söngbókum meistaranna á Múlanum I
Húsi Málarans.
■ DJASSAÐ Á MÚLANUM Þeir Ómar Einars-
son og Jacob Olsen mynda Gítar-dúóiö sem
ætlar að djassa á Múlanum í Húsi Málarans
í kvöld.
•Leikhús
■ SÖNGLANDI í REGNINU Leikritiö Syngj-
andi í rigningunnl, eftir Comden, Green,
Brown og Fred, verður sýnt klukkan 20 í
kvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Örfá
sæti laus.
■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan eftir Ólaf
Jóhann verður sýnd í síöasta sinn í Iðnó
klukkan 20 í kvöld. Vegna mikillar aðsóknar
hefur verið ákveðiö að flytja sýninguna í Loft-
kastaiann eftir páska. Gunnar Eyjólfsson,
Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og
Hrefna Hallgrímsdóttir fara með helstu hlut-
verk og ieikstjóri er Sigurður Sigurjónsson.
Uppselt.
•Síðustu forvöð
■ MINNINGAfRlTÓNLEIKAR í GALLERÍ NEMA
HVAÐ? Minninga(r)tónleikar verða haldnir í gall-
erí Nema Hvað Skólavörðustíg 22c i dag. Rutt
veröur verkið RQTSORO eftir Margréti M. Norð-
dahl og Þórunni Ingu Gísladóttur. Verkið sam-
anstendur af hljóði sem unnið er úr röddum og
myndum, kvikum og kjurrum, úr ýmsum áttum.
Galleríið er opið milli 14-18.
•Fundir
■ PALLBORÐSUMRÆÐUR í HÁTEIGSKIRKJU
Pallborðsumræður eru haldnar i Háteigsklrkju
um fyrirmyndir, samskipti og jákvæða örvun í
fjölskyldunni. Þátttakendur eru sr. Carlos A. Fer-
rer prestur, Elísabet Berta Bjarnadóttir félags-
ráögjafi, Matthildur LaufeyHermannsdóttir leik-
skólakennari, Páll Heimir Einarsson meðferðar-
fulltrúi o.fl. Umræðurnar hefjast kl. 20.
% \1
Hljómsveitin SSSól snýr aftur á
trompl.
„Við vorum beðnir að um að
spila á Hlustendaverölaunum FM
og ég held að þrýstingurinn hafi
bara verið orðinn of mikill þannig
að við slógum til til að losa um
spennuna. Þetta var rosagaman og
tókst mjög vel þannig að í fram-
haldinu var ákveðið að taka nokk-
ur gigg og losa enn frekar um
spennuna þannig að ég held að
menn séu bara að komast aftur I
jógastellingarnar," segir Helgi í
upphafi.
Reanhlífarsamtökin
SSSól
„Já, þetta verður auðvitað hefð-
bundið ball, ekki það að við höfum
nokkum timann verið hefðbundn-
ir. Þetta verður því óhefðbundið
bail á okkar hefðbundna hátt,“ seg-
ir Helgi um ballið í kvöld. Á dögun-
um sendi sveitin frá sér nýtt lag,
Ég veit þú spáir eldgosi, á nýjasta
Pottþétt-disknum. „Svo eigum við
náttúrlega orðið góðan katalóg af
þekktum lögum, mjög þekktum
lögum og rosalega þekktum lög-
um,“ segir Helgi, glettinn á svip.
Hvemig er skipan hljómsveitar-
innar núna?
„Við ermn með originalinn í
þetta skiptið. Reyndar er þaö nú
svo að SSSól er orðin að nokkurs
konar regnhlífarsamtökum, þetta
er fin aðstaða fyrir brilljant rokk-
ara til að fá útrás og þegar menn
eru búnir að spila sig út af borðinu
vegna lélegrar æfingasóknar þá
skiptum við einfaldlega."
Rokkið blífur
„Það er búið að vera ákaflega
gaman að taka þátt i þessu æsku-
lýðsstarfi með drengjunum í gegn-
um tímann. Svo gaman að það
verður að rifja upp taktana öðru
hverju því þaö er jú rokkið sem
blífur. Ég lít líka á þetta sem svona
þróunarstarf til þjóðfélagsins og
þeirra rokkara sem hafa verið aö
djöflast í bransanum undanfarið.
Þeir hafa verið að softast dálítið
upp, þetta eru orðin hálfger boy-
bönd, þannig að það er í lagi að
minna þá á að þetta byrjaði á rokk-
inu.“
Helgi segir að SSSól verði lítið
að spila í sumar, þeir taki auðvitað
vel valin gigg um landið en það
eigi eftir að koma í ljós. Þeir hafi
hins vegar ákveöið aö taka
smárispu núna I staðinn.
„Þetta byrjar núna með þessu
páskahreti. Gaukurinn í kvöld er
upphitun og svo verðum við í Mið-
garði á miðvikudaginn og endum í
Sjallanum á Akureyri á fóstudag-
inn langa."
nýtt í bíó
Regnboginn frumsýnir um helgína myndina Bounce.
Ástin er eilífðar umfjöllunarefni
Ben og Gwyneth túlka hér tortryggnl vestræns nútímafólks gagnvart ástinni.
Það er nokkuð öruggt að heilu
vöruskemmurnar í Hollívúdd eru
fullar af gömlum og misgleymdum
ástarsögumyndum frá hinum ýmsu
tímum. Sú söfnun tekur engan
enda enda er einn af þeim ósiðum
sem fólk virðist ekki geta hætt að
stunda að verða ástfangið hvort af
öðru, óháð kyni, litarhætti, aldri,
hæð, líkamslykt, líkamslýtum né
öðru, og á meðan það hættir ekki
þá halda ástarsögur og myndrænar
útfærslur á þeim áfram að streyma
fram.
Bounce er einmitt ein slík, þ.e.
ástarsaga, sem fjallar um einstak-
lingana Buddy Amaral og Abby
Janello. Buddy er af tegundinni
einhleypur kall, tegund sem, ef töl-
fræði nýjustu kannana er rétt, fer
sífellt fjölgandi i. Abby er af teg-
undinni einstæð móðir, sem einnig
telst vera fjölmennari nú en áður
samkvæmt könnunum. Þau eru
bæði að sleikja sár síðasta sam-
bands þegar þau rekast á hvort
annað af algjörri tilviljun. Þau að
sjálfsögðu verða eitthvað skotin í
hvort öðru. Þegar líður á samband-
ið fer Abby að gruna að samfundir
þeirra hafi ekki verið svo óvart.
Það þarf ekki að kynna aðalleik-
arana tvo en þar fara þau Gwyneth
Paltrow og Ben Affleck. Gwyneth,
næstum-því-Pitt, hefur leikið í fullt
af myndum og sumum þeirra meira
að segja góðum. Þar má meðal ann-
arra nefna gæðaræmuna Seven þar
sem hún var drepin af Kevin
Spacey. Ben hefur líka leikið í
nokkrum myndum og sjálfsagt
flestir séð þær þar sem hann er vin-
sæll um þessar mundir. Þar ber
kannski hæst Good Will Hunting
sem hann einmitt skrifaði með
kannski-kærastanum sínum Matt
Damon.
Leikstjóri myndarinnar er Don
Roos og er þetta önnur myndin
hans. Eitthvað er ástin honum hug-
leikið efni því fyrri myndin, The
Opposite of Sex, var líka um þetta
eilifðarmálefni en þó í mun svartari
tónum en Bounce. Hann segist hafa
viljað sýna fram á tortryggni vest-
ræns nútímafólks gagnvart ástinni.