Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 7
b í ó
Regnboginn tekur í kvöld til sýnínga frönsku myndina Crímson Rivers.
Franskur tryllir í Alpaumgjörð
Það er ekki ósjaldan að það ger-
ist að Frakkar framleiði bíómynd-
ir sem fara hljótt sökum óstöðv-
andi kliðar frá bandarískum bíó-
myndum en eru engu að síður
gullmolar. Svo virðist vera með
myndina Crimson Rivers, á frum-
málinu Les riviéres pourpres, sem
slegið hefur rækilega í gegn í Evr-
ópu. Svo vel hefur henni verið tek-
ið að hugsanlegt er að hún verði
endurgerð fyrir Bandaríkjamark-
að eins og svo oft vill verða með
góðar evrópskar myndir, enda eru
þær oftast of drungalegar eða tor-
skildar fyrir hamborgararassana í
Kanaveldi.
Crimson Rivers er samkvæmt
lýsingum spennuhrollvekja eins
og þær gerast bestar. Sagan segir
frá rannsóknarlögreglumanninum
franska, Pierre, og lögreglumann-
inum óbreytta, Max. Þeir vinna
við aðskilin sakamál í grennd við
Alpana frönsku
sem, þegar fram
líða stundir,
tengjast á dular-
fullan hátt, jafn-
vel ómennskan,
sem endar sjálf-
sagt í einum
spennuhryll-
i n g s - h á r -
reisandi-látum
og meðfylgjandi
ópum úr
bíósalnum eins'
og góðra
spennutrylla er
vaninn.
Aðalleikari
myndarinnar er ekki af verri end-
anum, sjálfur Jean Reno. Hann
lelkur Pierre sem meðal annars
hefur gert garðinn frægari og
frægari í myndum eins og Leon,
Ronin og Mission Impossible. Á
móti honum leikur svo annar
Frakki, Vincent Cassel. Hann sást
meðal annars í Joan of Arc, auk
þess að hafa leikið í gæðaræmunni
frönsku Hatur (fr. La Haine).
Leikstjóri Crimson Rivers er
Mathieu Kassovitz sem þekktastur
er fyrir að leikstýra áðurnefndri
mynd, La Haine, sem fengið hefur
lofsamlega dóma og ekki að
ósekju.
„Þeir á Thomsen höfðu
samband við okkur og
báðu okkur um að koma
því þeir virðast styðja
sömu markmið og við, að
fara með tónlistina til
allra kima jarðarinnar.
Við vonumst aö sjálfsögðu
eftir löngu og góðu sam-
bandi við íslendinga. Það
er gott „vibe“ héma, land-
ið er í tisku og íslending-
ar virðast vita hvað góð
tónlist er. Fyrir okkur er
þetta eins og afturhvarf til
upprunans," segir Gill
Nightingale þegar hún er
spurð hvernig standi á
komu þeirra til landsins.
Er sjálf á leiðinni
Cream er tæplega níu
ára gamalt fyrirbæri sem
hefur haft á sínum snær-
um ekki ófrægari plötu-
snúða en Sasha, Fatboy
Slim, Frankie Knuckles,
David Morales og John
Digweed svo einhverjir
séu nefndir. Þá hefur Cr-
eam-gengið ferðast til yfir
75 landa í sama tilgangi og
þau koma hingaö nú.
En hvernig líst Gill þá á Thom-
sen?
„Ég hef séð myndir frá staðnum
en hef ekki komið á staðinn. Ég er
að sjálfsögðu að skipuleggja ferð til
ykkar þegar við erum búin að
koma okkur fyrir þama.“
Hvernig staðir eru þetta sem þið
eruð venjulega að spila á?
„Staðirnir sem við erum að spila
á eru mismunandi eftir hverju
landi. Það er það góða við þetta, við
getum verið með átta þúsund
manna gigg á Punktinum í Dublin
og skömmu seinna lítið 600 manna
dæmi í Japan. Stórir og litlir stað-
ir hafa báðir sinn sjarma."
Fetish fyrir Björk
Er ísland í alvörunni nokkuö eins
kúl og þið útlendingarnir viljió láta
af?
„Já, ísland hefur alltaf verið kúl
- það er nú einu sinni alveg efst á
landakortinu. Öll Skandinavía er
kúl og það er einstök senan sem er
í gangi þarna í augnablikinu
þannig að það er gott fyrir okkur að
fá að taka þátt í því. Svo er skipu-
leggjandi túrsins lika með eitthvað
klikkað fetish fyrir Björk!“
Ættum við að eiga von á einhverj-
um breskum klúbbarottum meó ykk-
ur?
„Við höfum ferðast um allan
heiminn og spilað undanfarin átta
ár og erum með fast aðsetur um all-
an heim, meðal annars í Suður-Am-
eríku, Kína og Japan á næstunni.
Danstónlistin er fyrir fólkið og nær
út fyrir menningarleg landamæri.
Við búumst einfaldlega við því að
sjá alla á svæðinu sem elska dans-
tónlist," segir Gill Nightingale.
Fastagestir Thomsen ættu að
verða varir við ýmsar breytingar i
kvöld því hingað kemur fjöldi
manns til að sjá til þess að ljósasjó-
ið og hljóðmál standist kröfurnar
sem Cream gerir. Húsið verður
opnað klukkan 23 og kostar litlar
1000 krónur inn til 1,1500 eftir það.
Gestalisti og T-bar kort gilda ekki.
Bióborgin
Memento
Sýnd kl.: 5,45, 8,
10,15
Pay it Forward
Sýnd kl.: 5,40, 8,
10,20
Traffic ★★★★
„Ef eitthvað rétt-
læti er til í
Hollywood (sem
margir efast um)
ætti Traffic að ná einhverjum Óskurum, með-
al annars sem besta kvikmynd. Soderbergh
hefur gert frábæra kvikmynd sem ekki er
hægt að segja aö sé ádeilumynd, heldur frek-
ar okkur öllum til aðvörunar," HK
Sýnd kl.: 5, 8,10,40
Bióhöl1in
Sweet November November er góður mán-
uður og tilvalið að rifja hann upp fyrir sumar-
ið.
Sýnd kl.: 3,40, 5,55, 8, 10,20
Exit Wounds .Sagan sem boðiö er upp á
myndinni er götótt eins og svissneskur ostur
og fátt í töluðu máli sem vit er í. Að öðru leyti
er ekkert sem gleður augað og ekki hefur
Seagal, meö aukinni reynslu, farið fram I leik-
listinni," HK
Sýnd kl.: 5,55, 8,10,10
Miss Congeniality ★ „Vinsælasta stúlkan er
stórkostlega fyrirsjáanleg mynd SG
Sýnd kl.: 3,40, 5,50, 8,10,15
Memento
Sýnd kl.: 8,10, 10,20
Thirteen Days Þrettán dagar er nú bara
næstum því tvær vikur, en sem betur fer er
Costnerinn ekki kominn út í þá pælingu aö
gera myndir í rauntíma. Kannski næst.
Sýnd kl.: 5,30, 8
Traffic ★★★★ (sjá Bíóhöll)
Sýnd kl.: 10,30
Nýi stíllinn keisarans Keisarinn er kominn
með nýjan stíl að hætti Disney. Sýnd kl.: 4
Way of the gun
★★ „í einn og
hálfan tíma er
myndin hröö,
samtölin ekki
ó þ æ g i I e g a
klisjukennd
(sérstaklega
eru þau ágæt
milli Gandolfini
og Roberts),
myndatakan
ágeng og smart
og plottið allt í
lagi. Síðasti hálftími myndarinnar er ekki
nándar eins skemmtilegur," SG
Sýnd kl.: 5,40, 8,10,20
Pokemon 3 Glæsileg skemmtun fyrir fólk á
þermistlginu og uppúr.
Sýnd kl.: 4, 6
Háskólabíó
Blow Johnny Depp sýnir á sér nefið og sýg-
ur mann og annan.
Sýnd kl.: 5,30, 8, 10,30
The Mexlcan
Sýnd kl.: 5,30, 8, 10,30
State & Maine
Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,15
Thirteen Days (Sjá bíóhöll)
Sýnd kl.: 10
Billy Elliot Hommar fara í ballett, en töffar-
ar boxa og berja fólk i miöbænum. Ætli Billy
litli sé ekki aftaníossi.
Sýnd kl.: 8
The Gift ★★ „Athyglisvert hve myndin skil-
ur eftir sig,“ -HK
Sýnd kl.: 5,45
Kringlubíó
Sweet November
(Sjá Bíóhöll)
Sýnd kl.: 5,40, 8,
10,20
Pokemon 3 (Sjá
Bíóhöll)
Sýnd kl.: 4, 6
Exit Wounds
(sjá Bíóhöll)
Sýnd kl.: 5,55, 8,
10,10
Nýi stíllinn keis-
arans (Sjá
Bíóhöll) Sýnd kl.: 3,50
Save the Last Dance Sýnd kl.: 8, 10,15
102 Dalmatíuhundar Sýnd kl.: 3,50
Laugarásbíó
Blow (Sjá Háskólabló)
Sýnd kl.: 5,30, 8, 10,30
Enema at the Gates Enemy at the
Gates er stríðsdramatík I A-klassa.
Sýnd kl.: 5,30,
8, 10,30
The Wedding
Planner Þaö er
sama hvaö hún
dansar, alltaf er
rassgatiö á
Jennifer Lopez
jafn viðbjóös-
lega stórt og
ógeðslegt.
Sýnd ki.: 5,50,
8, 10,15
Regnboginn
Dýflissur og drekar Eitthvað segir mér
aö nærsýni og svitafýla liggi I loftinu.
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Cherry Falls
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Men of Honor ★★ „Men of Honor er að
sumu leyti ágæt spennumynd meö kjarn-
yrtum texta,“ HK
Sýnd kl.: 10
Malena ★★★ „Malena er samt gef-
andi kvikmynd, fallega kvikmynduð og
tónlist Ennio Morricone svíkur engan,"
HK
Sýnd kl.: 6, 8
Crouching Tiger Hidden Dragon
★★★★ „Eitt atriði gæti veriö samsuða
úr Svanavatninu, ET, tölvuleiknum Street
Fighter og Mary Poppins. Og gengur
þetta upp? Alveg hreint glymrandi," GSE
Sýnd kl.: 8, 10,30
Pokemon 3 (Sjá Bíóhöll)
Sýnd kl.: 5,30, 8, 10,30
Stjörnubíó
Crimson Rlver Loksins, loksins kemur
framhaldið af
Crimson Tide.
Sýnd kl.: 5,45,
8, 10,10
Dracula 2000
„Handritshöf-
undi og leik-
stjóra hefur tek-
ist að gera
þessa ódauö-
legu mýtu um
b I ó ö s u g u -
greifann ótrú-
lega óáhuga-
verða, Þeir reyna ekki einu sinni að
bjarga sér með húmor heldur líta leiðind-
in grafalvarlegum augum. Þaö var algjör
óþarfi aö vekja upp vampýruna fyrir
þetta bitlausa dót,“ SG
Sýnd k!.: 6, 8, 10
ntensi i bloöi
...og billykill
er lífshættuleg blanda
UMI tzROAH
RÁÐ vuvU’ lllllít
Ifókus
Vikan 11.maí til 22. ma
Stór breyting verður á skemmtistaðamenningu landsmanna
í kvöld þegar ofurklúbburinn Cream tekur sér bólfestu á
Thomsen í Hafnarstrætinu. Cream er kominn til að vera í
sumar og verður annan hvern föstudag í hverjum mánuði fram
í september. Plötusnúðarnir í kvöld verða þeir Paul Bleasdale
og Jon Carbon sem hafa um langt skeið verið innanbúðar-
menn á klúbbnum í London. í forvitniskasti hringdi Fókus til
Englands og spjallaði við Gill Nightíngale í höfuðstöðvum
Cream.
Afturhvarf til upprunans