Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Page 8
EFTIR VINNU
Vikan 11. maí til 17. maí
-Íijf-IA
Ifókus
Laugardagur
12/5
•Klúbbar
■ ANP-JÚRÓVISJÓNPARTÍ Á THOMSEN Ólíkt
öllum öörum stööum í bænum verður Kaffi Thom-
sen eins langt frá júróvisjón og mögulegt er. Þetta
er ekki fyndið lengur! Um and-júrógrúvið sjá Árnl
E., Svennl og Grúúvmaster.
lögum í bland við hitt góðmetið. Húsið opnað kl.
24 og er opið til morguns. Frítt inn til kl. 3. Fritt inn
alla nóttina gegn framvísun stúdentaskírteinis.
■ LÚPÓ-SEXTETT Á KRINGLUKRÁNNI Lúdó-
sextett og Stefán mæta galvaskir á Kringlukrána
spíla og syngja.
■ MEIRA FJÓR Á FJÖRUKRÁNNI Hljómsveitin
KOS hefur enn ekki fengið nóg og ætlar aftur að
troða upp í kvöld á Fjörukránni. Þeir sem misstu
af þeim í gær geta nú bætt það upþ með því að
fara í djammgallann og drifa sig upp í Hafnarfjörð.
■ JÚRÓPARTÍ Á SPOTUGHT Svert Júróvisjónpar-
tí á Spotlight Húsiö opnað kl. 18 og verður keppn-
in sýnd á risatjaldi. Dragdrottningar skemmta eft-
ir keppnina og svo er það Dj. Dagný sem heldur
okkur í júróstuði fram á morgun. Munið að það er
einnig 20 ára aldurstakmark í Eurovision-partíið.
•Krár
■ DJ KÁRI Á OZIO Ofurplötusnúðurinn Dj Kári
spilar ofurtónlist á Ozio í kvöld.
■ BARA 2 Á CATAUNA Hljómsveitin Bara 2 er
aftur mætt til leiks á Catalina, Hamraborg, í
kvöld. Það verður stuð fram á nótt. Munið að vera
í spariklæðnaðinum.
■ BUTTERCUP Á GAUKNUM Buttercup með írisi
og Val í broddi fylkingar sér um fjörið á Gauki á
Stöng.
■ JÚRÓ-AMMÆLISPARTÍ Á VEGAMÓTUM Kóng
urinn Betti verður 25 og heldur ammælis- ogjúró-
visjónpartí á Vegamótum þar sem fram koma Mr.
White, Herb Legowitz, Helgi, á búngó, og Hjölli á
slagverk. Allt í boði Budweizer.
■ JÚRÓPARTÍ Á GULLÖLDINNI Það er að sjálf
sögðu svert Júrópartí á öldurhúsinu Gullöldinni
þar sem keppnin verður sýnd á stórum skjá. Þeg-
ar sigur er i höfn sér hljómsveitin Léttir sprettir
um áframhaldandi júrðstemningu.
■ JÚRÓPARTÍ í LEIKHÚSKJALLARANUM Júró-
visjónparti Leikhúskjallarans haldið með pompi
og prakt. 18.30-00.00 er ókeypis inn og boðið
upp á eurovision cocktail. Léttir réttirfrá 1500 kr„
4 risaskjáir og úrvals hljóðkerfi. Eftir að keppninni
lýkur verða sýnd myndbönd með helstu þátttöku-
lögum íslands í gegnum tíðina og að því loknu
mun hin frábæra hljómsveit Hringir og Magga
Stína leika fyrir dansi. Auk þeirra koma fram Örn
Árnason og Karl Ágúst, Sverrir Stormsker, Ester
Jökulsd., Andrea Gylfa, Halldóra Geirharðsd., og
Herbert Guðmundsson.Verði island í einu af 3
efstu sætunum verður fritt á barnum frá því
keppni lýkur til miðnættis.
■ NASISTAMELLUR Á DUBUNER Hinn feiki-
hressi og vel upp aldi dúett Nasistamellurnar mun
leika og syngja fyrir gesti öldurhússins Dubliner.
■ NJALU í HAFNARFIRÐI Njalli í Holti er aftur
mættur suður í Hafnarfjörðinn og spilar létta stuð-
tónlist á Kaffi-Læk i kvöld.
■ PENTA Á KAFFI AMSTERDAM Hljómsveitin
Penta heldur uppi rífandi júróvisjónfjöri á Kaffi
Amsterdam.
■ PÉTUR&GARGHJ. Á PLAYERVS Pétur Krist-
jáns&Gargið rokka feitast á Player¥s.
■ SIXTIES Á KAFFI REYKJAVÍK Rokkgrúppan
Sixties sér um fjörið á Kaffi Reykjavík.
■ SPRELLI Á NELLYVS Dj. Sprelli sér um tóna-
flóð og faðmlagatakt á NellyVs café.
■ TILBOÐSHELGI Á WALL STREET Wall Street
Bar heldur áfram að bjóða kokkteila, nú lce Blue.
Alltaf góð stemning.
■ STUÐ í DANSHÚSINU Stuðpinnarnir Anna Vil-
hjálms, Guðmundur Haukur og Viðar Jónsson
leika og synga í kvöld í Danshúsinu, Glæsibæ.
Fjörið hefst klukkan 22.
Böl 1
■ JÚRÓFÍLÍNGUR Á BROADWAY Sálin hans
Jóns míns blæs ásamt fríðu föruneyti til stórtón-
leika á Breiðvangi í tilefni Júróvisjón-keppninnar
alræmdu. Af þessu tilefni stíga nokkrir fyrrum
Júróvisjón-farar á Broadway-stokkinn og flytja þar
lögin sin. Þeirra á meöal verða Selma, Elnar
Ágúst og auðvitaö Stebbi litli Hilmars.
■ ANNA VILHJÁLMS i DANSHÚSINU Stórsöng
konan Anna Vilhjálms veröur í Danshúsinu Glæsi-
bæ í kvöld og fær Guðmund Hauk og Viðar Jóns-
son í lið með sér. Saman ætla þau að búa til
sveitasælu sem fengi Guðna Ágústsson til ganga
í barndóm, eða í það minnsta rifja upp fyrsta kúar-
kossinn. Húsið verður opnað um 22.
■ JÚRÓSIGURPARTÍ Á SKUGGANUM Sigri fagn
að í júróvísíjón á Skugganum frá kl. 22, eða þeg-
ar úrslit liggja fyrir. 500-kall inn eftir miðnætti og
ef ísland vinnurverður allt frítt á barnum til kl. 01.
22 ára aldurstakmark. Dj. Gummi Gonzales sér
um nýjustu danstónlistina.
■ JÚRÓVISJÓNPARTÍ Á 22 Dj. Johnny sér um
gleðina á Club 22 með úrvali af.eðal Eurovision-
•K1a s s í k
■ SÖNGTÓNLEIKAR i
SALNUM Þóra Einarsdótt-
ir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari
halda söngtónleika í Salnum kl. 17 þar sem þau
munu flytja sönglög og aríur.
■ TÓNLEIKAR í KIRKJUHVOU Þriðju tónleikar
Menningarmálanefndar Garðabæjar á þessu ári
ný 11
b í ó
í kvöld verður bíóveisla fyrir yngri kyn-
slóðina þar sem tekin verður til sýninga
Pokémon 3, með íslensku tali. Hægt er
að sjá myndina í Bíóhöllinni, Kringlu-
bíói, Regnboganum og Nýja bíói á Ak-
ureyri og í Keflavík.
Gömul, ný og goðsagna-
kennd pokémondýr
Það virðist engan enda ætla að
taka, Pokémon-ævintýrið, og því til
sönnunar er nú komin út þriðja
biómyndin um þessi litlu skrýtnu
kvikindi sem slást fyrir eigendur
sína - nokkuð sem krakkar á öllum
aldri eru himinlifandi með.
Pokémon 3 fjallar um leitina að
hinum dularfullu Unown pokémon-
um. Unown er orðaleikur á ensku
með orðið unknown sem þýðir
óþekktur. Þetta eru pokémonar
sem enginn hefur séð og aðeins eru
til þjóðsögur um. Þeir eiga að vera
26 talsins og segir sagan að hver og
einn sé í laginu eins og stafur úr
stafrófinu, því enska, þar sem hið
fullkomna íslenska stafróf er mun
auðugra í stafagerðum. Samkvæmt
sögum þá eiga þeir að ráða yfir
hæfileikum sem gera þeim kleift að
lesa drauma, hugsanir og tilfinn-
ingar fólks og geta svo breytt þeim
i raunveruleika fyrir hvern og
einn.
Þaö er aldrei dauö stund hjá þeim
félögum, Ash og Píkatsjú.
Óvæntur gestur i myndinni er
Charizard, pokémon sem pokémon-
þjálfarinn Ash sleppti eitt sinn.
Einnig koma fyrir allir hundrað
nýju pokémonarnir sem út komu í
fyrra í gull- og silfurútgáfum poké-
monspilanna. Myndinni fylgir síð-
an stuttmynd þar sem aðalpoké-
moninn, Pikatsjú, er í aðalhlut-
verki.
Það er sem sagt Pokémonveisla
fram undan hjá yngstu kynslóðinni
og allt með islensku tali.
verða haldnir í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 15. Rytj-
endur á tónleikunum eru Ingibjörg Guöjónsdóttir
sópran, Peter Maté píanóleikari og Kvennakór
Garöabæjar. Fyrir hlé syngur Ingibjörg við undirleik
Peter Maté verk eftir Edvard Grieg, Johannes
Brahms og Serge Rachmaninov. Eftir hlé syngur
Kvennakór Garðabæjar undir stjóm Ingibjargar
Guðjónsdóttur sína fyrstu sjálfstæðu tónleika.
Flutt verða íslensk og erlend þjóðlög, madrigalar
og sönglög eftir Anton Dvorak.
■ UPPSKERUHÁTH) í BÚSTAÐAKIRKJU Upp-
skeruhátíö barna- og unglingakóra Bústaöakirkju
verður haldin á laugardaginn kl. 16 í kirkjunni. Á
tónleikunum koma fram bama- og unglingakórar
kirkjunnar undir stjóm Jóhönnu V. Þórhallsdóttur
og við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar. Auk
þess syngja félagar í Kvennakórnum Léttsveit
Reykjavíkur. Alls eru starfandi i Bústaðakirkju
fimm kórar fyrir börn á aldrinum 5-16 ára og hafa
um 100 börn tekið þátt í starfinu í vetur. Upp-
skeruhátiðin er jafnframt fláröflun kóranna. i vor
munu Bjöllukórinn, Engla- og Barnakórinn syngja i
kirkjunni á Akranesi en Stúlkna- og Kammerkórinn
taka stefnuna á italíu i lok maí. Þar ætla þær að
halda sameiginlega tónleika með stúlknakór í Pi-
acenza. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krón-
ur fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir böm yngri en 12
ára.
•Sveitin
■ JOHNNY Á PÓLNUM í JÚRÓVISJÓNSKAPI
Hljómsveitin Johnny on the North Pole leikur fyrir
dansi á Eurovision-gleöi sem haldinn verður á
Duggunni i Þorlákshöfn í kvöld. Það er óhætt að
búa sig undir mikið fjör eins og ávallt þegar þess-
ir drengir stíga á svið.
■ EINAR ÖRN Á ÍSÓ Trúbadorinn og Bolvíkingur-
inn Einar Örn ætlar að trylla lýðinn á isafirði á
staðnum Á Eyrinni.
■ EINN&SJÖTÍU Á VH> POLLINN Stuðgrúppan
Einn&sjötíu sér um fjörið á Viö pollinn, Akureyri.
■ HAFRÓT Á RÁNNI Hljómsveitin Hafrót mætir
aftur til leiks í kvöld á Ránni í Keflavík.
■ HÁLFT í HVORU í EYJUM Hljómsveitin Hálft í
hvoru heldur uppi fjörinu í Höllinni í Vestmannaeyj-
um.
■ JÚRÓFJÖR Á ODD-VITANUM Hljómsveitin
Stuöbandalaglö frá Borgarnesi leikur á stórdans-
leik að lokinni Júróvisjónkeppni í kvöld, eða frá
miðnættis til fjögur á Odd-vitanum, Akureyri. Hver
veir nema þeir taki svo sem einn Engil, það er að
segja ef allir eru ekki fýrir löngu komnir með leið
á því.
■ JÚRÓVISJÓNDJAMM Á MÓTEL VENUSI Ertu
að fara í Júróvisjónpartý? er þá ekki tilvalið að
skella sér á Mótel Venus í Borgarnesi að þvi
loknu? Þar verður stuðbandið Bingó með ekta
Júróvisjóndansleik í kvöld. Allir sem vilja dansa og
skemmta sér eru meira en velkomnir, hinir eru
bara velkomnir.
■ JÚRÓVISJÓNVAKA í EGILSBÚD Eurovision-
vaka verður haldin í Fjallasal í Egilsbúð, Neskaup-
stað, þar sem keppnin er sýnd á breiðtjaldi. Öl á
hálfvirði meðan keppnin stendur. Jón Hilmar og
Bjarni sjá svo um stuðið frá 23-3 og það er fritt
inn i boði samninganefndanna.
■ SPILAFÍKLAR Á SELFOSSI Hljómsveitin
Spilafíklamir sjá um fjörið á HM Kaffi, Selfossi.
■ SWEETÝ Á DALVÍK Hljómsveitin Sweetý held-
ur uppi brjálaðri júróstemningu á Café Menningu,
Dalvík.
■ SÓLDÖGG í STAPANUM Hljómsveitin Sóldögg
sér um stuðið á Stapanum, Reykjanesbæ.
■ SÓLDÖCG j STAPANUM Hljómsveitin Sóldögg
veröur með risa Júróvisiondansleik í Stapanum,
Reykjanesbæ, þar sem tvær kynþokkafullar dans-
meyjar munu valhoppa um sviðið í reyk og Ijósa-
sjóvi við taktfasta rokktóna Sóldaggar. Einlægir
aðdáendur sveitarinnar eru minntir á
www.soldogg.is þar sem hægt er að fýlgjast með
málefnum grúppunnar.
■ ÍRAFÁR í SJALLANUM Hljómsveitin írafár með
beibið Birgittu í broddi fýlkingar spilar í Sjallanum,
Akureyri.
■ HARMONÍKUDJAMM Á ÖLFUSI Félag harm-
oníkuunnenda á Selfossi og nágrenni halda vor-
ball í kvöld á Básnum, Ölfusi. Spilarar úr félaginu
leika og gestaspilarar troöa upp. Gamanið hefst
klukkan 22 og eru allir velkomnir, ungir sem aldn-
ir.
©Leikhús
■ FEÐGAR Á FERÐ Feðgarnir Árni Tryggvason og
Öm Árnason eru höfundar og leikarar I leikritinu
Feðgar á ferö sem sýnt er kl. 20 i kvöld í lönó.
Uppselt.
■ PÍKUSÖCUR Píkusögur eftir Eve Ensler verður
sýnt í kvöld klukkan 19 í Borgarieikhúsinu. Leik-
stjóri er Sigrún Edda Bjömsdóttir en leikkonur eru
þær Halldóra Geirharösdóttir, Sóley Elíasdóttir og
Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Uppselt.
■ PLATANOF Nemendaleikhúsið og Hafnarfjarö-
arleikhúsiö sýna í kvöld Platanof eftir Anton Tsjek-
hov. Sýningin hefst klukkan 20 og miðinn kostar
700 krónur. Uppselt.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Meö
fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones verður sýnt á
aukasýningu í dag kl. 16 á Stóra sviöi Þjóðleik-
hússins.
■ SKÁLDANÓTT Skáldanótt eftir Hallgrím Helga-
son verður sýnd á Stóra sviöi Borgarleikhússins
klukkan 19 í kvöld. Nokkur sæti laus.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Meö
fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones veröur sýnt í
kvöld kl. 20 á Stóra sviöi Þjóðleikhússins. Upp-
selt.
■ BALL í GÚTTÓ Leikfélag Akureyrar sýnir í kvöld
klukkan 20 leikritið Ball í Gúttó eftir Maju Árdal.
•Kabarett
■ VORHÁTÍÐ SHJUSKÓLA 2001 Árleg Vorhátíö
Síðuskóla er haldin og hefst með andlitsmálun kl.
12.30, skrúðganga hefst svo kl. 14.00. Allir eru
hvattir til að hafa með sér trommur, flautur og eða
annað til þess að slá taktinn með. Svo er líka tik
valið tækifæri að taka fram furðufötin og vera lífleg
útlits, svo ekki sé nú talað um fána og blöðrur. Far-
ið verður í ýmiskonar útileiki, trúðar, kraftakeppni,
spákona veröur á svæðinu, hjólaskoðun oghjóla-
þraut, tölvuleikjakeppni, tombóla, tónlist, grillaðar
pylsur, ís, kaffi og kökur og margt margt fleira.
■ BRÚÐARSÝNING Á AKUREYRI Haldin er brúö-
arsýning í Toyotahúsinu áAkureyri. Þar mun verða
sýnt það nýjasta í brúðarvöndum og skœytingum,
kjólum, hárgreiðslu og förðun jafnframt sem nýj-
ustu brúðarbílamir verða sýndir frá Toyota. Sýning-
in stendur yfir frá kl. 12-18. Kl. 15 og 16.30 munu
sýningarbrúðhjón ganga um sali og sýna sig og
fylgihluti. Býflugan og blómiö verður með brúö-
hjónapott i sumar þar sem vikuferð til Portúgals
fyrir tvo með Úrvali- Útsýn verður í boði.
Opnanir
■ ANNA Þ. GUÐJÓNSDÓTTIR í MAN Anna Þ.
Guöjónsdóttir opnar í dag kl. 16 sýningu á mál-
verkum sýnum í Listasal Man, Skólavöröustíg 14.
Sýningin er opin á virkum dögum og laugardögum
frá 10-18 og á sunnudögum frá 14-18. Þegar versf
unin er lokuð er gengið inn um stigagang frá Skóla-
vörðustíg. Sýningin stendurtil 27. maí.
■ JÓN GÍSLASON í GAMLA LUNDI Á AKUREYRI
Yfirlitssýning á myndlist Jóns Gíslasonar húsa-
smiðs í Fjólugötunni verður opin í Gamla Lundi í
dag og á morgun. Opnunin verður í dag klukkan
14. Jón Gíslason átti og rak byggingarfyrirtækið
Trésmiöaverkstæöi Jóns Gíslasonar um 40 ára
skeið og eru húsin sem hann byggði á Akureyri
hátt í hundrað talsins. Hugur hans stóð snemma
til myndlistar, sem varð hans aðalfrístundaiðja í
gegnum árin. Það skipti sköpum fyrir hann að
sækja kvöld- og helgarnámskeið í myndlist á árun-
um 1948 -1950 í skóla, sem Félag fristundamál-
ara rak á Akureyri. Þar fékk Jón kennslu í blýant-
steikningu, olíumálun og mótun úr leir. Hann lærði
að gera gifsafsteypur af vangamyndum og styttur
mótaðar eftir fólki sem sat fyrir. Jón hefur gert fjöl-
margar vangamyndir úr gifsi af ýmsu fólki á Akur-
eyri, en flest verka hans eru þó unnin í tré. Eitt af
verkum Jóns er þó mest áberandi á Oddeyrinni á
Akureyri, en það er húsið Gamli Lundurvið Eiðsvöll
sem Jón keypti af Akureyrarbæ á níunda áratugrv
um. Þar sem viðir hússins voru allir grautfúnir end-
urbyggði hann það spýtu fyrir spýtu og innréttaði
með sýningarsal á neðri hæðinni. Húsið var tekið í
notkun á 70 ára afmæli Jóns 14. sept. 1985. Fjöf
margar sýningar hafa verið haldnar í Gamla Lundi
síðan og annar salur hæfir ekki betur verkum Jóns
Gíslasonar. Börn Jóns og fjölskyldur þeirra efna til
þessarar sýningar í tilefni af því að Jón varð 85 ára
á síðasta hausti. Sýningin spannar yfir gripi og
myndir frá síðustu 50 árum. Þar á meðal blýant-
steikningar, vangamyndir og styttur úr gifsi ásamt
fjölmörgum styttum og gripum sem Jón hefur skor-
ið í tré. Sýningin er opin frá 14-18 í dag og á morg-
un og eru allir velkomnir.
■ SVANAVATN Á SUNNUDÖOUM Í GALLERÍ
FOLD Lýöur Sigurösson opnar í dag málverkasýn-
ingu í baksalnum í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-
16. Sýninguna kallar hann Svanavatn á sunnu-
dögum. Lýður Sigurðsson er fæddur á bænum
Glerá í Kræklingahlíð við Akureyri. Hann er hús-
gagnasmiður að mennt og útskrifaðist frá Iðn-
skólanum á Akureyri. Hann sótti ýmis myndlistar-
námskeið, meðal annars í Myndlistarskólanum á
Akureyri. Eftir að Lýður flutti til Reykjavíkur 1982
stundaði hann nám við Myndlistarskólann í
Reykjavík, m.a. undir leiðsögn Hrings heitins Jó-
hannessonar. Þetta er áttunda einkasýning Lýðs
Sigurðssonar, en að auki hefur hann tekið þátt í
fjölda samsýninga. Myndir Lýðs, sem eru í súrr-
ealistiskum stíl, hafa vakið óskipta athygli. Sýn-
ingin er opin á virkum dögum frá 10-18, laugar-
daga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17. Hún
stendur til 27. maí en þá á Stóri Björn afmæli.
Því er spáð að Stóri Bjórn mæti á limmósíu á
opnunina I dag klukkan 15.
•Fundir
■ MÁLÞING UM BLADE RUNNER Kvikmynda-
klúbburinn Filmundur stendur fyrir málþingi í Há-
skólabíói um kvikmyndina Blade Runner sem
verið er að sýna á sama stað. Myndin sýnd kl. 14
og verður málþingið strax í kjölfar sýningarinnar,
eða kl. 16.10. Á málþinginu mun Ólafur H. Torfa-
son kvikmyndafræðingur ræða um mannlíki í
kvikmyndum en fyrirlestur hans heitir Mannlíki
og mannskepnur; frá maníkeum til Matrix. Þá
mun Hilmar Ernesto Ramos bókmenntafræðing-
ur ræða um póst-móderniska þætti myndarinnar
en fyrirlestur hans heitir Lífgervillverður maður.
Að lokum mun Þorkell Ágúst Óttarsson ræða um
Eden stef í Blade Runner en fyrirlestur ber heitið
Þaö er eitthvað rotiö í Eden. Allir kvikmyndaá-
hugamenn, sem og allt áhugafólk um vísindi og
heimspeki er eindregið hvatt til að láta sjá sig.
■ SAMFYLKINGIN RÆÐIR EVRÓPUMÁUN
Samfylkingin stendur fýrir fundi í Norræna hús-
inu frá kl. 11-14 þar sem rædd verður Evrópu-
skýrsla sem flokkurinn hefur látið taka saman fýr-
ir sig og er ætlað að auka þekkingu og umræðu
á álitamálum sem snerta hugsanlega aðild að
Evrópusambandinu, bæði á opinberum vettvangi
og innan flokksins. Þá er gert ráð fyrir að hún geti
orðið mikilvægt innlegg í stefnumótun Samfylk-
ingarinnar í Evrópumálum. Þetta er fyrsti fundur-
inn í fundaröð sem fram verður haldið næsta
haust. Yfirskrift þessa fyrsta fundar er StjórnsýsÞ
an og Menntamál. Formaður Samfylkingarinnar
Össur Skarphéöinsson flytur opnunarávarp. Ei-
ríkur Bergmann og Ásta Sif Erlingsdóttir ræða
menntamál, visindi og rannsóknir og um stjórn-
sýslumál fjallar Baldur Þórhallsson. Skýrslan
verður gefin út í heild sinni á hausti komandi.
■ KISTAN OPNUÐ í USTASAFNI REYKJAVÍK-
UR Kistan, vefrit um listir og menningu á slóðinni
www.kistan.is, verður opnuð með pompi og
prakt í Listasafni Reykjavíkur og verður að því til-
efni haldið opnunarhóf frá kl. 16-18. Flutt verða
ávörp, skemmtiatriði verða á boðstólum svo og
léttar veitingar. Á meöal þeirra sem koma fram er
kanadíski þjóðlagasöngvarinn Bill Bourne og
einnig mun lllugi Jökulsson flytja fyrsta pistil Kist-
unnar.
■ VORVINDAR í NORRÆNA HÚSINU Árlegar
viðurkenningar Barna og bóka, íslandsdeildar
IBBY, fyrir menningarstarf í þágu barna og ung-
linga verða veittar í Norræna húsinu kl. 14. Þrir
einstaklingar hljóta VORVINDA-viðurkenningar
að þessu sinni fyrir framlag sitt til barnamenning-
ar. Þá mun Þöll, samstarfshópur um barna- og
unglingamenningu á bókasöfnum, einnig veita
verðlaun í samkeppninni Ljóð unga fólksins og
afhenda ungu skáldunum eintak af bókinni Vet-
ur, sumar, vor og haust. Lesið verður upp úr verk-
um sem hljóta viðurkenningar. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir svo lengi sem hús-
rúm leyfir.
Bí ó
■ FILMUNDUR SÝNIR BLAPE RUNNER Kvik-
myndaklúbburinn Rlmundur sýnir myndina Blade
Runner frá 1982 í salarkynnum Háskólabíós kl.
14 og 22.30, og verður málþing haldið um mynd-
ina í millitíðinni; sjá Fundir. Hér er um að ræða
án efa eina af bestu framtíöarmyndum sem gerð
hefur verið, leikstýrt af hinum virta leikstjóra
Ridley Scott. Hér er um að ræða leikstjóraútgáfu
frá 1991 sem er af mörgum talin taka uppruna-
legu útgáfunni fram. Óvenju miklar breytingar
voru gerðar þegar myndin var endurútgefin og ber
hæst að endinum, sem þótti helst til væminn og
formúlukenndur var breytt, og jafnframt fékk rödd
Harrison nú fýrst að njóta sín þar sem talað hafði
verið fyrir hann í fyrri útgáfunni.
B10IAV cfókus
Hínmíiii 300 h&ppnit fí-*»AMiííiir
fá mntít á myntltna•
Afhnnttist í miáasyiu
Eildir fyrir e/rtn.
Ath.: f«?'» itiiáar i Hásifnlattió. 1r*’i (ji/il.ir i l.mignráshni iry
50 mitinr i Hnniairhiú.