Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 Upplýsingaöldin til þriðja heimsins: PlayStation 2 netvæöir fátæka - heimilistölvur ekki inni í myndinni Ibúar þriöja heimsins hafa dregist langt aftur úr í tölvuvæöingu vegna fjárskorts, ástand sem margir telja aö veröi aö bæta svo almenningur í þessum löndum geti m.a. fengiö fræöslu í gegnum Netiö. hægum og nettengdum PlayStation 2 tölvum inn í skóla, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og heimili þá hafi íbúar þriðja heimsins aðgang að upplýsingum um eyðni, hreint vatn og margt fleira. Gage tekur fram að tölvurnar yrðu að ráða við hljóð og myndir þar sem ólæsi er algengt í fátækari löndum heims- ins. Helstu vandamálin við áætlun- ina er netsamband og orka fyrir tölvumar. Gage segir að gervi- hnattasamband sé ofarlega á lista og rætt verði Globalstar, fyrirtæki sem rekur símaþjónustu um gervi- hnetti. Einnig er verið að athuga fleiri möguleika. Margir hefðu talið að PC tölvur yrðu notaðar en Gage telur það falla um sjálft sig. PC tölvur eru of bilunargjarnar að hans mati og of miklir fjármunir og tími færu í að viðhalda tölvunum. Gage segir meira að segja að ef Playstation áætlunin fellur þá verði leitað allra annarra ráða áður en heimil- istölvur verði notaðar. Tillögurnar verða kynntar á G8 fundinum, fundi átta helstu iðnríkja heims- ins, í Genóva, Italíu, seinna í þess- um mánuði. PlayStation 2 styður einnig Linux hugbún- að. Linux hugbúnaður er stöðugt að sækja á í heiminum í dag og er það ekki sist vegna þess hversu vandaður hugbúnaðurinn er orð- inn, auk þess sem hann er algeriega ókeypis. Nefnd á veg- um Alþjóða efnahagsráðsins sem sett var á laggirnar til að koma með til- lögur um hvern- ig eigi að koma þriðja heims lönd- um inn í upplýsingaöldina hefur nú skilað af sér tillögum. Hug- myndin sem nefndin kom upp með er að nýta þær leikjatölvur sem til eru markaðnum til að nettengja íbúa fátæku landa þessa heims. Helst er talað um að nota PlayStation 2 tölvuna vegna þess hversu ódýr hún er miöað við hin- ar öflugu leikjatölvunar sem á leið- inni eru, eins og Xboxið frá Microsoft. PlayStation 2 styður einnig Linux hugbúnað. Linux hugbúnaöur er stöðugt aö sækja á í heiminum í dag og er það ekki síst vegna þess hversu vandaður hugbúnaðurinn er orðinn, auk þess sem hann er algerlega ókeyp- is. Til viðbótar er auðvelt að tengja harðan disk við leikjatölvuna. John Gage, stjómandi rann- sókna hjá tölvufyrirtækinu Sun Microsystems, er einn aðalhvata- maðurinn að stofnun nefndarinn- ar. Aö hans mati þarf samræmt átak stórfyrirtækja innan hugbún- aðargeirans og stjómvalda rikari landa heimsins til að netvæðing jq þriðja heimsins gangi upp. Gage segir aö með því að koma hand- Gróður ekki koltvísýringsgráðugur Vísindaaka- demía Bret- lands, The Royal Society, birti ný- lega niðurstöður skýrslu þar sem varað er við því að taka gróður inn í myndina þegar hugað er að minnkun koltvísýrings í andrúms- loftinu. Eina færa leiðin sé beinn niðurskurður á útblæstri. Þegar Kyoto-sáttmálinn var gerð- ur sendu nokkrar þjóðir inn þá til- lögu að nota mætti gróðursæld sem frádrátt á útblástur gróðurhúsaloft- tegunda. Prófessor David Read, sem stjórnaði gerð skýrslunnar, segir að þótt koltvísýringsneysla gróðurs geti hjálpað til styttri tíma þá séu langtímaáhrif hverfandi. Read segir magnið af koltvísýringsútblæstri vegna brennslu á jarðeldsneyti sé það mikið að eins og ástandið sé í dag þá nái gróður bara að nota 40 % af útblæstrinum. Það mun minnka með auknum útblæstri. Read varar einnig við því að ræktun meira lands skili meiri eyðingu koltvísýr- ings. Til þess þurfi köfnunarefnisá- Eins og staöan er í dag nær gróöur aöeins aö eyöa um 40 % prósent- um af þeim koltvísýringi sem mann- kyniö lætur frá sér. burð sem gæti valdið því að gróður- inn framleiddi aðrar gróðurhúsa- lofttegundir, s.s. metangas og nit- uroxíð. Read segir að eina færa langtímaleiðin í vörnum gegn gróð- urhúsaáhrifum sé niðurskurður út- blásturs lofttegunda sem valda breytingum á andrúmsloftinu. Starfskona fyrirtækisins Matsushita Electric Industrial sýnir höggþétta far- tölvu. Ekki er um venjulega fartölvu aö ræöa heldur handhæga og færanlega heimilistölvu. Hún hefur hlotiö nafniö Panasonic Pronote AirFG. Skjárinn er á stærö viö stílabók og er i þráölausu sambandi viö vinnsluboxiö sem virk- ar í allt aö 50 metra fjarlægö. Tölvan kemur á markaö seinna á þessu ári. Anarchy Online er ævintýrahlutverkaleikur þar sem galdrar eru jafn góö og gild vopn og hvaö annaö. Netleikurinn Anarchy Online kominn út: Fjögur ár í spilun Anarchy On- line er gríðar- lega stór multiplayer- hlutverkaleikur sem spilast á Netinu og marg- ir hafa beðið eftir með mikilli eftir- væntingu. Leikurinn gerist í fram- tíðarlandinu Rubi-Ka og er áhersla lögð á góðan söguþráö og veitir leik- urinn spilurum meira frelsi en áður hefur þekkst í hefðbundnum hlut- verkaleikjum. Hér tekur þú þátt í bardögum i framtíðinni og sekkur inn i netheim sem sagður er upp- fullur af smáatriðum og góðri graf- ik. Þúsundir leikmanna geta spilað á sama tíma í Anarchy Online, ferð- ast um einir með sjálfum sér eða í hópum, og skapa leikinn og at- burðarásina á eigin spýtur. Leik- menn rekast á dýr, skrímsli, sjó, skóga, eyðimerkur, stórborgir og minni þorp sem hægt er að rann- saka og verða hluti af. Umhverfiö breytist í sífellu og skiptir frá nótt yfir í dag, frá sólskini yfir i regn, að hættulegum sandstormum og hvirf- ilvindum. Allir karakterar í leikn- um eru öðruvísi þar sem leikurinn býður upp á endalausa möguíeika í sköpun þeirra. Hægt er að ráða hörundslit og fítumagni, einnig er hægt að velja um hell- ing af mismunandi fatnaði og húðflúr. Allir karakterar í leiknum eru öðruvísi þar sem leikurinn býður upp á endalausa möguleika í sköp- un þeirra. Hægt er að ráða hörund- slit og fitumagni, einnig er hægt að velja um helling af mismunandi fatnaði og húðflúr. Leikurinn er einnig ótrúlega stór og tekur það fleiri klukkutíma í rauntíma að fara frá einum enda Rubi-Ka til annars. Mikilvægast þó í Anarchy Online er þjóðfélagið sem skapast. Allir leik- menn hitta fólk alls staðar frá heim- inum og geta haft samskipti við það með texta, spjalli eða með því að sýna svipbrigði og hreyfingar. Þeir sem ætla sér að spila Anarchy On- line verða að vera viðbúnir að gefa sig í leikinn því leikurinn býður upp söguþráð sem endist i næstum fjögur ár. Funcom-fyrirtækið hefur síðan starfsfólk í að fylgjast með at- burðarásinni og tryggja þaö að i leiknum sé alltaf spenna og stöðug þróun. ---—» 'iul yu- Jaj lúí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.