Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 4
- í opna flokknum 1. Magnús Lárusson .............77 2. Brynjar Hlíðberg ............62 3. Bogi G. Árnason .............47 4. Ragnar Vilhjálmsson .........39 5. Guðmundur Sigurðsson ........35 5. Siguröur Gylfason ...........35 7. Péturína L. Jakobsdóttir ....32 8. Þórarinn Karlssson ..........31 9. Jón Tryggvi Arason ..........30 10. Svava Halldórsdóttir .......29 11. Andri Thór Birgirsson ......25 12. Birgir Árnason .............22 13. Jón Þór Sigurðarson ........19 14. Eva A. Sigurðardóttir ......15 15. Arnar Helgi Hlynsson .......13 Urslit Staðan - eftir Qóra keppn- isdaga, 14 umferöir 1. Steinar Freyr Gislason .....233 2. Magnús Lárusson ............202 3. Brynjar Hlíöberg ...........200 4. Bogi G. Árnason ............184 5. Ragnar Vilhjálmsson ........122 6. Þórarinn Karlsson ..........105 7. Guðmundur Sigurðsson........103 8. Jón Tryggvi Arason .........100 9. Svava Halldórsdóttir ........97 - 10. Péturína L. Jakobsdóttir .... 96 11. Eva A. Sigurðardóttir ........91 Það er erfitt að vera fremstur með keppinautana á hælunum en það fær sigurvegari keppninnar, Magnús Lárusson, að reyna hér. DV-myndir JAK Hörkukeppni - Qórði keppnisdagur íslandsmeistaramótsins í körtuakstri ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 Magnús Lárusson og Péturína L. Jakobsdóttir, sigurvegarar keppninnar, voru að vonum ánægð með árangur sinn. DV-mynd JAK Péturína L. Jakobsdóttir er frá Skagaströnd og eina æfingaaðstaöa hennar í þar er niðri á bryggju. Þrátt fyrir þessa lélegu aðstööu hefur henni gengið vel í kartinu og nýtur hún stuðnings sveitunga sinna. DV-mynd JAK íslandsmeistaramótinu í körtu- akstri var fram haldið á laugardags- kvöldið og þá voru að vanda eknar fjórar umferðir íslandsmeistara- mótsins. Keppnin var mjög hörð og spenn- andi enda gekk mikið á í brautinni. Fyrir þessa keppni var Steinar Freyr Gíslason með afgerandi forystu í stigakeppni íslandsmeistaramótsins. Munaði 106 stigum á Steinari Frey og Magnúsi Lárussyni sem var næst- ur honum að stigum. Brotinn bíll og brotin bein Steinar Freyr var í miklum keppnisham í fyrstu umferð dagsins og ók hann á tvo keppendur. Annar þeirra kastaðist út úr brautinni og varð að hætta keppninni. Fyrir þetta hlaut Steinar Freyr 10 sek. refsingu sem minnkaði verulega sigurmögu- leika hans. Stuttu síðar, í sömu um- ferð, ekur Steinar Freyr fyrir annan keppanda, þeir rekast saman svo að bíU Steinars Freyrs snýst fram fyrir hinn keppandann sem ekur yfir Steinar Frey og skilur körtuna hans eftir óökufæra og Steinar Frey með brotin bein. Steinar Freyr varð því að hætta keppni og náði hann einungis tveim- ur stigum þennan keppnisdag. Erfitt á toppnum Magnús Haukur Lárusson naut góðs af hrakförum Steinars Más og sigraði hann að þessu sinni. Tókst honum að minnka stigamuninn nið- ur í 31 stig og hleypa með því spennu aftur í íslandsmeistaramótið. „Þetta var svolítið erfið keppni, erfitt að vera alltaf fremstur, en samt góð og skemmtileg," sagði Magnús. „Það má segja að ég hafi grætt svolít- ið á óheppni annarra keppenda eins og t.d. Steinars en hann hefur verið mjög sigursæll í keppnum sumars- ins. Steinar stakk okkur af í síðustu keppni þvi þá áttum við í dálitlu brasi, ég, Brynjar og Bogi. Þá feng- um við fá stig en núna eru möguleik- arnir meiri á að ná titlinum." Lurkum lamin Péturína Laufey Jakobsdóttir náði bestum árangri stúlknanna í kartinu en hún sigraði í kvennaflokki. „Keppnin í dag var mjög góð en þetta er þriðja keppnin í röð sem búlinn klikkar í þriðju umferð og ég dett út,“ sagði Péturína eftir keppnina. „í fyrstu tveimur umferðunum var ég fyrst í kvennaflokknum og í þriðja sæti opna flokksins en svo bil- aði bíllinn i þriðju umferð. Ég ætla að vona að aút sé þegar þrennt er. í go-kart-keppnum fmnst mér erfiðast að halda haus því ég fæ svo í hálsinn við aksturinn. Ég hef tekið þátt í mörgum íþróttagreinum en þetta er langerfið- asta greinin sem ég hef tekið þátt í. Það er ótrúlegt og fáir trúa því en daginn eftir er maður allur lurkum laminn og að drepast úr strengjum. En ef maður sigrar er þetta hálf- gerð sigurvíma svo að það er allt í lagi,“ bætti Péturína við. Því má bæta við að ekki er óalgengt að körtuökumenn rifbeinsbrjóti sig við aksturinn, álagið er svo mikið. Æfir á bryggjunni „Ég byrjaði að keppa í kartinu í vor og er búin að taka þátt i öllum keppnum sumarsins," sagði Péturína. „Mér hefur gengið mjög vel, er búin að vinna allar keppnim- ar í sumar, nema þá fyrstu. Þá var ég að keyra brautina í fyrsta skiptið og kunni ekkert á bílinn. Ég var búin að æfa mig aðeins að keyra bílinn á bryggjunni heima á Skagaströnd, í flotbúning. Nei, smá spaug. Allir á Skagaströnd eru mjög áhugasamir um kartið og fylgjast með Mótorsportþáttunum á Stöð 2. Það hafa allir mjög gaman af þessu og styðja mig svo að ég fæ að vera i friði á bryggjunni. Einu skiptin sem ég kem hingað er til aö keppa og hef- ur mér gengið mjög vel miðað við það,“ sagði Péturína kampakát með sigurinn. -JAK mm rm, ■0' Guðberciur Reynisson var sö Keppa i kartinu f iyrsta sinn og lenti i ýmsum hremrmngum. Hér m tionurn hjalpfið á tætur eftir að hafa lcnt f arekstfi og veltu á fyrsta hring sinumf keppninni. ÐV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.