Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 3
lb FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 200DI FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 17 Sport Ísland-Pólland 1-1 Árni Gautur Arason, markvörður Það reyndi í raun aldrei á hann í leiknum fyrir utan sjálfsmarkið og ber /j%, hann vissa sök á því marki. Virtist stundum frosinn í línunni en gerði engin f önnur stór mistök og greip á stundum vel inn í. Birkir Kristinsson, markvörður Var traustur og tók flest úthlaup ágætlega. Einu sinni reyndi á hann á milli hsffi1 stanganna og þá varði hann vel. Æ Auðun Helgason, bakvörður Einn slakasti leikur hans í langan tíma. Virkaði ekki nógu traustur í vörn- » inni og lítið kom út úr honum sóknarlega. Átti það lika til að tapa boltanum gj* á slæmum stööum. Aukaspyrnur og löng innköst tókust þó stundum vel og Sjffi ein aukaspyma hans skapaði gott færi. Eyjólfur Sverrisson, miövöröur Firnasterkur í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann vann mörg ná- vígi í teignum og var oftar en ekki réttur maður á réttum stað. Átti einnig stór- 9J an þátt í jöfnunarmarkinu þegar hann vann návígi í teignum af miklu harðfylgi Fp og kom þannig boltanum á Marel sem átti stoðsendinguna á Andra. Hermann Hreiðarsson, miðvörður Skoraði afar slysalegt sjálfsmark snemma í leiknum og virtist eiga dálítið BBS erfltt með að fmna sig eftir það. Honum óx hins vegar verulega ásmegin í Æ seinni hálfleik og átti þá m.a. nokkra góða spretti upp völlinn. f Arnar Þór Viðarsson, markvörður Það hefði mátt koma meira út úr Arnari. Hann var þó þokkalega virkur /ftfc sóknarlega en var stundum í vandræðum í vörninni. Geröi þó engin stór j mistök. Heiðar Helguson, kantmaður Hreiöar spilaði sem hægri kantmaður sem er kannski ekki hans staða. Hann kann greinilega betur við sig í framlínunni en átti þó tvö ágætis færi /Ejr sitt í hvoruni hálfleiknum. Hann skilaði þó hlutverki sínu í vörninni ágæt- lega. Helgi Kolviðsson, miðjumaður Átti einkar rólegan fyrri hálfleik og féll nokkurn veginn í skuggann af Pétri 4% og Arnari Grétarssyni, samherjum sínum á miðjunni. Gerði þó fá mistök en var ekki mikið áberandi í leik íslenska liðsins. Jóhannes K. Guðjónsson, miðjumaður Þessi ungi kappi hefur þroskast gífurlega í leik sínum og á hann svo sannarlega sæti sitt í landsliðinu skilið. Hann lék síðari hálfleikinn og var gífurlega öruggur 2® í sinum aðgerðum, sem og mjög óhræddur við að skjóta á markið. Vr Pétur Marteinsson, miðjumaður Pétur barðist eins og ljón allan leikinn í nýrri stöðu hjá landsliðinu. Hann - hélt lífi í íslenska liðinu og var duglegur að drífa sina menn áfram. Pétur er (E máttarstólpi í íslenska liðinu og virðist skipta litlu hvaða stöðu hann leik- ur. Arnar Grétarsson, miðjumaður Arnar lék frábæriega fyrri hálfleik þar sem hann stjómaði flestum .pfc aðgeröum liðsins. í þeim síðari bar minna á honum en hann var samt íQ| traustur í sinni stöðu á miðjunni við hlið Péturs. Líklega einn besti landsleikur Arnars í langan tíma. Tryggvi Guðmundsson, kantmaður Tryggvi náði sér ekki á strik að þessi sinni og var tekin út af á 60. mínútu. BH Hann átti þó ágætis rispur upp vinstri kantinn i fyrri hálfleik en þær voru allt of fáar og þess á milli sást hann ekki. Andri Sigþórsson, framherji Andri var einn í fremstu víglínu og var oft á tíðum einmana. Hann var að paea vanda mjög duglegur en langt frá því að eiga sinn besta leik. Hann gerði þó Æ jöfnunarmarkið og það skipti sköpum. Framherjar eiga að skora og það pl gerði hann að þessu sinni. Birkir Kristinsson (48., Ámi Gautur Arason), Jóhann B. ”**“ ***“*—**““ Guðmundsson (76., Heiðar Helguson), Jóhannes Karl Guðjónsson (46., Helgi Kolviðsson), Marel Baldvinsson (60., Tryggvi Guðmundsson), Ólafur Stígsson (87., Auðun Helgason) Marel Baldvinsson átti góða innkomu í sínum fyrsta landsleik og lofar góðu. Han gaf sendinguna á Andra sem gaf af sér markið. Jóhannes B. Guðmundsson náði ekki að setja mark sitt á leikinn enda fékk hann skamman tíma inn á vellinum. Ólafur Stígsson lék i nokkrar mínútur og náöi hann að stöðva tvær sóknarlotur Pólverjanna ágætlega. -Ben/esá/HI Hálfleikur: 0-1. Leikstadur: Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4345. Dómari: Mario Van Der Ende (3). Gceói leiks: 3. Gul spjöld: Pétur, Heiðar (íslandi) - Bak, Zewlakow (Póllandi) Skot: 9-10 (Jóhannes Karl 4, Heiðar 2, Amar G., 2, Andri) Skot á mark: 5-5 (Jóhannes 2, Heið- ar, Amar G., Andri) Varin: 3-3 (Ámi, 33%, Birkir, 100%). Aukaspyrnur fengnar: 27 (Pétur 5, Heiðar 4, Hermann 4, Eyjólfur 3, Auðun 2, Andri 2, Marel 2, Arnar Þór, Amar G., Helgi, Tryggvi, Jóhannes Karl) Aukaspyrnur gefnar: 21 (Pétur 4, Eyjólfur 3, Marel 3, Auðun 2, Amar G., 2, Hermann 2, Jóhannes Karl 2, Heiðar, Andri, Jóhann B.) Horn: 3-3. Rangstöður: 2-7. (Tryggvi, Andri) Mörkin: 0-1 Hermann Hreiðarsson, sjálfsmark (16., Arkadiusz Bak gaf langa send- ingu frá miðju vallarins sem var ætluð framhetja Pólverja en Hermann kom inn í send- inguna og ætlaði að skalla aftur á Áma Gaut, markvörð, sem var kominn langt frá markinu og fór boltinn yfir Árna og í markið), 1-1 Andri Sigþórsson (85., Eyjólfur kemur boltanum til Marels þrátt fyrir að hafa tvo Pólverja í sér og rennir Marel boltanum til Andra sem afgreiðir knöttinn örugglega í markið.) Maður leiksins: Pétur Marteinsson, íslandi DV-mynd Hilmar Þór Eyjólfur Sverrisson er hér f hörkubaráttu í vítateig Pól- verja rétt áður en honum tekst að koma boltanum frá sér en í kjölfarið skoraði Andri Sigþórsson jöfnunar- mark ístends. Á efri myndinni til hægri er fram hjá Jerzy Dudek, mark- verði Pólverja, en sá síðar- nefndi átti mjög góðan leik. Til vinstri má sjá skrautlega íslenska áhorfendur á leikn- um. Pétur Marteinsson er svo í eldlínunni á myndinni til hægri en hann átti góðan leik í gær. Islenska landsliðið náði að knýja fram jafntefli gegn Pólverjum á Laugardalsvelli í gær: Það leit ekki vel út fyrir íslenska landsliðið í knattspymu lengi vel í veðurbliðunni í Laugardalnum í gær. Það var undir gegn Pólverjum eftir af- ar klaufalegt sjálfsmark og stefndi í að leikurinn myndi tapast á ódýru marki, rétt eins og í Varsjá í síðasta leik liðanna. Andri Sigþórsson kom þó liðinu til bjargar og skoraði jöfn- unarmarkið skömmu fyrir leikslok. Lið Pólverja er gífurlega sterkt og sást það vel á leik þeirra í gær. í lið- inu eru margir menn sem voru grimmir í vörninni og klárir að skapa sér færi. Enda réðu þeir lögum og lofum í fyrri hálfleik þrátt fyrir fáeinar tilraunir íslenska liðsins. Andri átti eitt besta færi fyrri hálf- leiks þegar hann skallaði rétt fram hjá markinu eftir sendingu Eyjólfs Sverrissonar. Tveimur mínútum síðar kom svo sjálfsmarkið sem var ekki síður sök Árna Gauts í markinu en Hermanns Hreiðarssonar sem er skráður fyrir markinu. Úthlaup hans var síður en svo skynsamlegt þó svo að skalli Her- manns væri ekki af bestu gerðinni. Heiðar Helguson komst í frábært færi á 22. mínútu eftir gott samspil við Andra en markvörður Pólverja, Jerzy Dudek, varði stórkostlega. Var hann með betri mönnum síns liðs. Besta færi Pólverja til að auka mun- inn kom skömmu fyrir leikhlé þegar Amar Þór Viðarsson þurfti að bjarga á marklínu. Pólverjar tóku horn og eftir mikið basl í þvögunni á miðjum teig spýttist boltinn í átt að markinu en Arnar Þór kom í veg fyrir aðrar ófarir. Það virtist sem reyndar hefði verið brotið á Árna Gaut en Mario van der Ende, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Fyrsti stundaríjórðungur síðari hálfleiks einkenndist af mikill óreiðu í leik beggja liða enda mikið af vara- mönnum komið inn á völlinn. Nokk- uð dró úr leik Pólverja og íslendingar gengu á lagið. Pétur Marteinsson átti góðan skalla að marki eftir auka- spyrnu Auðuns Helgasonar og Her- mann Hreiðarsson missti naumlega af góðri sendingu inn á teig gestanna. En ekkert virtist ganga, Jerzy Dudek var feiknasterkur í marki Pól- lands sem fyrr, og strákarnir voru farnir að missa móðinn. En enn var barátta í liðinu. Eyjólfur Sverrisson fékk boltann inn á teig eftir mistök Kaluzny Radoslaw og kom honum áfram þrátt fyrir vera grýtt í jörðina af Pólverjanum. Eitthvað sem verð- skuldaði víti og brottvikningu Rados- law. En van der Ende lét flautuna vera og upp úr þessari sókn kom mark íslands. Islenska liðið var öðruvísi skipu- lagt en venjan hefur verið hjá Atla landsliðsþjálfara og kom sú breyting ekki illa út í fyrstu tilraun. Ætla má að Atli bryddi upp á svipuðu leikkerfi gegn Tékkum sem leika ekki ósvipaða knattspyrnu og Pólverjar. Hafa verður í huga að í íslenska lið- ið vantaði marga lykilmenn og eru úr- slit leiksins því mjög ásættanleg, enda lið Póllands sterkt. Innkoma nýju leikmannanna, sérstaklega Jóhannes- ar Karls, var mjög jákvæð og svo var gott að sjá að baráttugleði íslenska landsliðsins er enn mikil þrátt fyrir misjafnt gengi að undanfórnu. -esá Sport Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari um leikinn gegn Póllandi: Gífurlegur karakter „Þetta var mikil barátta og menn lögðu sig alla í þennan leik. Það eru margir strákar frá sem hafa verið að spila með þessum hóp en þeir sem komu í staðinn lögðu sig 100% fram. Þetta lið er i toppklassa og þeir verða sennilega fyrstir til að tryggja sig í næstu heimsmeistarakeppni," sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. - Það hlýtur að hafa verið slæmt að fá á sig þetta slysalega mark. „Já, heldur betur. Við erum hins vegar frægir fyrir að gefa svona mörk. En þetta getur alltaf komið fyrir, sér- staklega í vindinum sem var í fyrri hálfleik og stóð á okkar mark. Þegar svona gerist þá þýðir ekki að leggja ár- ar í bát. Við héldum áfram að bæta við og spiluðum fyrri hálfleikinn af krafti. Menn börðust eins og Ijón og þjöppuðu sér saman og áttum skilið að jafna. Við vitum að þessi karaktermörk eru nán- ast óendanleg og við getum endalaust bætt við okkur, sérstaklega á síðustu mínútunum. Við eigum að hafa og munum verða með sterkari karakter en flest önnur lið.“ - Þið voruð undir töluverðri pressu í lok fyrri hálfleiks. „Vindurinn hafði þar nokkur áhrif en hann var meiri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Þeir voru að skrúfa auka- spyrnur og homspymur mjög vel inn á teiginn og þar er mjög erfitt að reikna slíka bolta út. Menn voru svo farnir að bíða eftir að flautað væri til leikhlés og þá gerist þetta. Við komumst þó hjá því að fá á okkur mark á þessum kafla og það skipti miklu máli þegar út í seinni hálfleikinn var komið. Þá vor- um við ákveðnir í að bæta við og vor- um vissir um að með eðlilegri heppni gætum við jafnað eða jafnvel unnið.“ - Hvernig fannst þér innkoma nýju mannanna? „Frábær. Þeir lögðu sig alla í leik- inn. Jóhannes Karl var mjög sterkur og Marel setti mikla pressu á varnar- menn þeirra og lagði upp mark. Ólafur Stígsson og Jóhann B. stóðu sig einnig mjög vel.“ - Býstu við að halda sama leikkerf- inu gegn Tékkum? „Mjög líklega. Grunnurinn í þessu kerfl er í raun 4-4-2 og svo er þetta visst tilbrigði. Við lékum þetta svona þar sem Pólverjarnir eru með mjög stóra og líkamlega sterka framlínu- menn. Miðjan var djúp og við notuðum Pétur Marteinsson sem hindrun fyrir framan vörnina og það kom mjög vel út. Um leið og miðjumaður stingur sér fram erum við í raun komnir með 4-4- 2 og getum stokkið í það kerfi líka.“ r Hvaða vonir gerirðu þér um Tékkaleikinn að loknum þessum leik? „Við eigum mikið inni. Við lékum mjög illa á móti Tékkum í vetur en það er mikil stígandi I liðinu og við sýnum það á móti toppklassaliði í Evrópu þeg- ar vantar 6-7 fastamenn i liðið. Þetta ber vott um bjarta framtíð og þessir ungu strákar munu koma sterkir inn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Tékkaleikurinn verður ofboðslegur leikur, ég finn það á mér. Reyndar verða allir þrír leikirnir sem við eig- um eftir rosalegir. Okkar styrkur ligg- ur í gifurlegum karakter og við verð- um að spila mjög agað og vera þolin- móðir. Ef við höfum yfirburði á þess- um draumasviðum þá getum við náð langt.“ -HI Hvaö var sagt eftir leikinn? Markið óheppni „Er svona þokkalega sáttur við jafnteflið þar sem ég hefði viljað vinna þennan leik. Við náðum smá- pressu á þá í restina og hefði verið gaman að skora eitt í viðbót. Miðað við hvernig þessi leikur var þá er jafntefli kannski sanngjörn úrslit. Þetta mark sem við fáum á okkur er bara óheppni og ekkert við því að gera. Það hefur verið grýla að skora gegn Póllandi og því ágætt að setja á þá núna. Líka mikilvægt fyrir okk- ur að ná að jafna og sýna það að við getum snúið svona leikjum við. Þessi leikur hjá mér er öfugt við það sem ég hef verið að gera úti þar sem ég hef verið að leika vel en ekki fundiö markið en núna var ég ekki að spila neinn toppleik en skora. Ég var að spá í að biðja um skiptingu um tíma þar sem ég var kominn með blöðrur, en ég var í nýjum skóm, en sem betur fer gerði ég það ekki,“ sagði Andri Sigþórsson. Ólafur Stígsson „Þetta var mjög gaman. Ég bjóst alveg eins við því að fá að koma inn á fyrst maður var valinn á annað borð. Ég átti kannski ekki von á því að spila sem hægri bakvörður en ég hef spilað þar svo sem áður og þekki það vel. Ef það gengur vel áfram hjá manni þá er aldrei að vita nema maður fái fleiri tækifæri.“ Hemann Hreiðarsson Það er ágætt að taka þetta út í vináttuleik. Ég varð að fara í bolt- ann því annars hefði hann dottið fyrir aftan mig. Svona gerist þetta bara og maður verður að hrinda þessu frá sér. Pólska liðið hefur verið að gera ágæta hluti að undan- fornu og þeir fá nánast bara eitt gott færi í leiknum. Vonandi erum við að ná góðum stöðugleika. Við átt- um góðan leik á móti Búlgaríu og misstum það í jafntefli. Þannig að við erum búnir að eiga tvo flna leiki gegn sterkum þjóðum. Það er ljóst að við þurfum níu stig i þeim þrem- ur leikjum sem við eigum eftir. Jerzen Engel, þjálfari Póllands Þetta var kannski ekki toppleikur hjá hvorugu liðinu. Báðir þjálfarar fengu gott tækifæri til að skoða unga og efnilega leikmenn í sínum liðum. Ég gat ekki komið með alla mína bestu leikmenn þar sem mikið er um meiðsli I okkar herbúðum. Ég tel að þjálfari íslenska liðsins sé að gera flna fína hluti með liðið. Maður sér framfarir hjá liðinu á hverju ári. íslenska liðið á enn þá möguleika að komast á HM og það er eitthvað sem er nýtt fyrir ísland. Það eru margir mjög svo efnileg- ir íslenskir leikmenn í liðinu. Eyjólfur Sverrisson er mjög góður leikmaður. Síðan vantaöi í liðið leikmenn eins og Eið Guðjohnsen. Þá er Jóhannes Karl Guðjónsson góður leikmaður. Það er mjög gott að þjálfarinn er að gefa mörgum ungu strákum tækifæri með lands- liðinu því þeir lofa mjög góðu. -Ben Birkir Kristinsson fagnaði 37 ára afmæli sinu í gær og kom inn á fyrir Árna Gaut Ara- son á 48. mínútu leiks- ins. Hann fékk einkar góðar viðtökur áhorf- enda og tóku sumir til við að syngja afmælis- sönginn, honum til heiðurs. Bland i poka Mark Andra Sigþórssonar í gær var það fyrsta sem islenska landsliö- ið skorar gegn því pólska í landsleik en leikurinn í gær var sá fjórði í röð- inni. Fyrir mark Andra var marka- talan úr þessum leikjum 5-0 Pólverj- um í hag. Pólskir áhorfendur voru gífurlega áberandi á áhorfendapöllunum á Laugardalsvelli í gær. Mættu íslensk- ir áhorfendur taka sér þá til fyrir- myndar en þrátt fyrir að vera mun færri gáfu þeir íslenskum áhorfend- um ekkert eftir þegar kom að að sýna sínu liði stuðning í verki. íslenska landsliðið á nú fram undan lokasprettinn i undankeppni heims- meistaramótsins sem fer fram í Jap- an og Suður-Kóreu á næsta ári. Þann 1. september veröur tekið á móti Tékkum í Laugardalnum en svo verð- ur haldið utan til Norður-írlands nokkrum dögum síðar til að keppa við heimamenn þar. Þátttöku íslands í undankeppninni lýkur svo i Dan- mörku, laugardaginn 6. október. Hrefna Jóhannes- dóttir, leikmaður KR í Símadeild kvenna, fékk tvo bolta í ein- kunnagjöf DV-Sports fyrir sitt framlag í leik KR og FH á mánudags- kvöld síðastliðið en hennar nafn kom ekki fram. Beðist er vel- virðingar á þeim mistökum. -esá i I 1 1 * I i « I I \ i |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.