Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Side 4
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001
Þriðja árið í röð hjá Tiger?
Tiger æfir sveifluna.
Bandaríska PGA-meistaramótið i golfi,
það 83. í röðinni, hefst á Highlands-golf-
vellinum í Atlanta í Georgíufylki í dag.
Mótið er fjórða og síðasta risamótið í
golfi á keppnistímabilinu þar sem þeir
bestu í heiminum reyna með sér, en hin
þrjú eru Mastersmótið, US-Open og Brit-
ish-Open. Bandaríski snillingurinn Tiger
Woods, sem nú er langefstur á heims-
afrekalistanum, hefur sigrað á mótinu
tvö síðustu árin og mun nú gera atlögu að
þriðja sigrinum í röð sem engum hefur
tekist síðan Walter Hagens vann það
fjögur ár í röð á þriðja áratugnum. Wood
hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í
keppnum sumarsins og er því engan veg-
inn öruggur um sigur. Hann náði til
dæmis aðeins 25. sæti á British Open fyrr
í sumar og hefur ekki spilað eins illa á
stórmóti síðan árið 1998. -ek
Bland i poka
Argentinumenn urðu fyrstir Suður-
Ameríkuþjóða til að tryggja sér farseðil-
inn í úrslitakeppni HM, sem fram fer í
Japan og Kóreu næsta sumar, þegar
þeir sigruðu Ekvador, 2-0, í und-
ankeppni Suður-Ameríkuþjóða í gær.
Juan Sebastian Veron og Hernan
Crespo skoruðu mörk Argentinumanna
sem nú eru í toppsæti SA-riðilsins með
35 stig eftir 14 leiki sem tryggir þeim
eitt af Qórum efstu sætunum í riðlinum
sem öll gefa HM-sæti.
Brasiliumenn unnu í gær mikilvægan
sigur í sömu keppni þegar þeir lögðu
Paragvœ, 2-0, í Porto Alegre með
mörkum Marcelinho Paraiba og
Rivaldo. Brassar eru þar með komnir í
tjórða sætið, fjórum stigum á undan Úr-
úgvæ sem eru í fimmta sætinu þegar
Qórar umferðir eru eftir. Paragvœ er i
öðru sætinu þrátt fyrir tapið.
Handtökum vegna átaka tengdra knatt-
spymu fjölgaði um 8,1% á Englandi á
síðasta ári. Alls var 3391 fótboltabulla
tekin höndum og hlutu áhangendur
Newcastle þann vafasama heiður að
vera efstir á listanum, en alls 191
Newcastle-aódándi var handtekinn í
fyrra. í öðm sæti koma 166 áhangendur
Sunderland, í þriðja sæti 150 áhang-
endur meistara Manchester United og
þar á eftir fylgjendur Manchester City
(148) og Leeds (119). Derby-aódáendur
voru lægstir á lista úrvalsdeildarliða,
„aðeins" 28 þeirra vom handteknir
vegna óláta. -ek/ók
Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, teygir á vöövunum á White Hart Lane-leikvanginum í gær en félagar hans í hollenska liðinu
unnu Englendinga, 0-2, í vináttuleik. De Boer tók ekki þátt í leiknum vegna meiðsla en fyrir skömmu var ársbann hans vegna
lyfjamisnotkunar stytt og var honum því frjálst að klæöast landsliöstreyjunni á ný. Reuters
>
Urslit landsleikja
í gærkvöld
Undankeppni HM:
Júgóslavía-Færeyjar . 2-0
Eistland-Kýpur . 2-2
Vináttulandsleikir:
Ísland-Pólland . 1-1
England-Holland . 0-2
Danmörk-Frakkland . 0-1
Ungverjaland-Þýskaland . 2-5
Austurríki-Sviss . 1-2
Bosnía-Malta . 2-0
Búlgaría-Makedónía . 1-0
Tékkland-S.-Kórea . 5-0
Finnland-Belgía . 4-1
Írland-Króatia . 2-2
Lettland-Úkraína . 0-1
Litháen-ísrael . 2-3
Noregur-Tyrkland . 1-1
Portúgal-Moldavia . 3-0
Rússland-Grikkland . 0-0
Slóvakia-íran . 3—4
Slóvenía-Rúmenía . 2-2
Svíþjóö-S-Afríka . 3-0
Nýr Kani
til Þórs
Þórsarar frá Akureyri hafa
fengið sér Bandaríkjamann fyrir
komandi leiktið. Sá heitir Stevie
Johnson og kemur frá Iowa
State-háskólanum sem er mjög
sterkur skóli. Johnson er um 190
cm og þykir mjög fjölhæfur.
Hann lék ekki körfuknattleik
síðasta vetur þar sem hann
hefur verið að leika amerískan
fótbolta.
Þá hafa Þórsarar ráðið John
Caraglia liðsstjóra með Hirti
Hjartarsyni sem tók við af
Ágústi Guðmundssyni í vor.
-Ben
Andlausir Englendingar
- töpuðu 0-2 gegn sprækum Hollendingum á White Hart Lane
Hollendingar unnu auðveldan 0-2
sigur á Englendingum þegar þjóðirnar
mættust í vináttulandsleik á White
Hart Lane í Lundúnum í gærkvöldi.
Þetta var fyrsti tapleikur enska liðsins
undir stjóm Svíans Sven-Göran Eriks-
sons, landsliðsþjálfara, en undir hans
stjóm hafði það unnið fimm leiki í
röð.
Leikur Englendinga í gær var and-
laus frá upphafi til enda, en á móti
léku Hollendingar oft frábæran bolta,
sem uppskar mörkin tvö, sem skoruð
voru með mínútu millibili þegar langt
var liðið á fyrri hálfleikinn.
Það fyrra gerði Mark van Bommel á
38. mínútu, sannkölluð bomba af um
35 m færi, sem small uppi í samskeyt-
unum, óverjandi fyrir Nigel Martyn
markvörð Englendinga. Það seinna
gerði Ruud van Nistelrooy, leikmaður
Manchester United, eftir að Martyn
hafði varið firnafast skot frá Boudewi-
jn Zenden af löngu færi. Nistelrooy
var svo stuttu seinna nálægt því að
bæta við öðm marki en vippaði á slá.
Eriksson gerði átta breytingar á liði
sínu í leikhlé og hafði áður en yfir
lauk notað alla ellefu varamenn sína.
Hann sagði eftir leikinn að sinir menn
heföu sýnt Hollendingum allt of mikla
virðingu. „Þeir eru með frábært lið, en
við heföum þó mátt sækja meira. Það
býr miklu meira í liðinu, en það var
einfaldlega ekki okkar dagur. Ungu
leikmennimir stóðu sig vel og það er
mjög mikilvægt þegar verið er að
byggja upp,“ sagði Eriksson.
Góöur sigur Tékka
Tékkar sem mæta íslendingum í
undankeppni HM þann 1. september
n.k. á Laugardalsvelli, unnu 5-0 stór-
sigur á liði Suður-Kóreu í gær þegar
liðin mættust í Drnovice. Varamaður-
inn Miroslav Beranek, leikmaður FC
Köln í Þýskalandi, skoraði þrennu fyr-
ir Tékka, öll í seinni hálfleik. Pavel
Nedved, sem nýlega gekk til liðs við
Juventus á Ítalíu, fékk afhentan
„Gullknöttinn" fyrir leikinn og þakk-
aði fyrir sig með fyrsta marki leiksins
á 30. mínútu og var staðan 1-0 í háif-
leik. Siðan var komið að áðurnefndum
Baranek sem skoraði annað markið á
66. mínútu aðein mínútu eftir að hann
kom inná. Lokvenc skoraði svo þriðja
markið á 74. mínútu áður en Baranek
fullkomnaði þrennuna í lokin.
Stórsigur Finna á Belgum
Finnar unnu óvæntan 4-1 stórsigur
gegn Belgum í Helsinki, eftir að hafa
komist í 3-0 eftir 30. mínútna leik og
bætt við því fjórða á 79. mínútu. Þeir
Forssell, Kolkka, Litmanen og Tihinen
skoruðu mörk finna en Goor fyrir
Belga.
Frændur okkar Norðmenn fengu
Tyrki í heimsókn til Osló og skUdi lið-
in þar jöfn 1-1 með mörkum Ole
Gunnar Solskjær og Sukur.
Frakkar fengu Dani í heimsókn til
Nantes og unnu þar 1-0 sigur með
marki Robert Pires á 13. mín.
Sjá úrslit úr landsleikjum gærdags-
ins hér að ofan. -ek
Haukadalsá í Dölum:
400 bleikjur og 10 laxar
„Veiðiskapurinn gengur vel hjá
okkur, en við erum komnir með 400
bleikjur og 10 laxa á land núna, en í
fyrra veiddist bara einn lax hjá
okkur en hellingur af bleikju,"
sagði Þór Jónsson, einn af
leigutökum Efri-Haukadalsár i
Dölum, í samtali við DV-Sport, er
við spurðum um stöðuna í ánni.
í Miðá í Dölum hefur veiði-
skapurinn gengið ágætlega og þá
sérstaklega í bleikjunni. Það sama
má segja um Hörðudalsá í Dölum.
En það sem þarf i Dölunum núna
eru rigningar og það stórar. Litið
hefur rignt þar.
-G.Bender
Kristín Harðardóttir aö landa rokvænni bleikju í Laugardrætti fyrir fáum dög-
um. DV-myndir G.Bender
Einar Einarsson meö meö maríulaxinn sinn sem
hann veiddi á Hrauninu í Laxá í Aðaldal en fiskurinn
var 17 pund.
Laxá í Aðaldal:
Veiddi maríu-
laxinn í
fyrsta kasti
Það var heldur betur fjör hjá honum Einar Ein-
arssyni fyrir fáum dögum en þá veiddi hann 17
pund lax á Hrauninu í Laxá í Aðaldal og var
þetta maríulaxinn hjá honum.
„Fiskinn veiddi Einar í fyrsta kasti og þetta
var bardagi í 25-30 mínútur," sagði veiðifélagi
hans, sá sem sá laxinn taka agnið.
„Þetta var skemmtileg viðureign og gaman að
fá laxinn svona í fyrsta kastinu," sagði veiðifélag-
inn enn fremur.
Þeir félagarnir veiddu líka heilmikið af væn-
um urriða og hefur fiskurinn stækkað verulega
hin síðari ár.
Enda hefur miklu af fiski verið sleppt þarna
síðustu árin.
Urriðarnir, sem veiðimennirnir veiddu, voru
frá einu upp i fjögur pund. -G.Bender