Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 1
15 Miðvikudagur 29. ágúst 2001 Teitur gefur upp alla von Teitur Þórðarson, þjálfari norska liðsins Brann, segir í við- tali við Verdens Gang að hann sé búinn að gefa upp alla von um að hampa norska meistaratitlinum í ár. Sú von hafi endanlega slokkn- að eftir 3-2 ósigur gegn Lyn um síðustu helgi en i leiknum var Brann komið 3-0 undir eftir stundarfjóröung. Teitur var afar vonsvikinn eft- ir þann leik og sagði að þeir hefðu dæmt sig úr leik sjálfir. „Við höfum sýnt meiri stöðug- leika en í fyrra en þessi hræði- legi leikur eyðileggur mikið. Nú verðum við að berjast um annað sætið, sem gefur okkur rétt til að keppa um sæti í meistaradeild- inni.“ Hann telur að baráttan um meistaratitilinn standi nú á milli Rosenborg, Viking og Lille- ström. -HI Hafdís er komin heim Hafdís Hinriksdóttir, hand- knattleikskona úr FH, sem hafði hug á að leika í Noregi á næstu leiktíð, er hætt við og er komin heim. Hafdís hafði hug á að leika með norska liðinu Træff en fann sig ekki þar. Hafdís mun leika með FH-ing- um á opna Reykjavíkurmótinu um næstu helgi og aUar líkur eru á að hún leiki með liðinu í vetur þó að það sé ekki frágeng- ið ennþá. -HI De Boer kærir UEFA Frank de Boer, leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að kæra evrópsk'a knattspyrnusam- bandið (UEFA) fyrir að hafa klúðrað lyfjamáli hans. Leik- maðurinn var dæmdur i árs keppnisbann fyrir notkun stera- lyfsins nandrolone en eftir frek- ari prófanir var bannið stytt all- verulega og getur hann byrjað að spila þann 1. september. -ÓK Helgi valinn sá bestií ágúst íþróttafréttamenn norska Dag- blaðsins hafa valið Helga Sig- urðsson, framherja Lyn, leik- mann ágústmánaðar. Helgi fékk 6,33 í meðaleinkunn eins og mið- vallarleikmaðurinn Örjan Berg hjá Rosenborg en Helgi hefur oft- ar fengið hærri einkunn en Örj- an og er þvi á toppnum hjá blað- inu. Eftir erflða endurkomu í fyrsta leik í norska boltanum hefur Helgi slegið í gegn og í leikjunum gegn Stabæk á úti- velli og Brann á heimavelli hef- ur hann verið valinn maður leiksins og fengið einkunnina 8 sem þýðir mjög góður á norska kvarðanum. -GÞÖ Blikastúlkurnar Margrét Akadóttir, Hjördis Þorsteinsdóttir, Dúfa Ásbjörnsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir fagna hér íslandsmeistaratitlinum í gær. DV-myndir ÞÖK m mmSf' sr' Wtotá - titillinn til Blikastúlkna Breiðablik varð í gær ís- landsmeistari í kvennaknatt- spyrnu annað árið í röð og í 14. sinn frá upphafi. Jörundur Áki Sveinsson þjálfari, sem hér til vinstri fær faðmlag frá konu sinni, Herdísi Sigursteinsdóttur, þegar titillinn var í höfn, var ánægður með sínar stelpur í sumar. „Það er þungu fargi af mér létt og hópnum öllum. Ég fann það fyrir leik- inn að það var spenna í hópnum því við vissum hvað var mikið húfi og vildum klára þetta í þessum leik. Það er búið að vera erfitt að berja i stelp- urnar trúna og þetta stóð vissulega tæpt í dag. Við erum með stóran hóp því sem betur fer höfum við nóg af ungum og upprenn- andi leikmönnum í Kópavogi sem hafa aldeilis staðið sig þegar við höfum þurft á þeim á halda. Frammi- staða þeirra gefur okkur góð fyrirheit um framtíðina. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er þessi uppskera í ár og í fyrra ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér fyrir tveimur árum með þennan mannskap. Ég hafði samt alltaf trú á þessum stelpum, við höfum góða leikmenn og þær hafa verið alveg ótrúlegar í sumar,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslandsmeist- ara Breiðabliks í kvennaknattspyrnu. -ÓÓJ Sterkt svissneskt lið Friðrik Ingi Rúnarsson, lands- liðsþjálfari i körfubolta, hefur kall- að þá Guðlaug Eyjólfsson úr Grindavík og Magnús Þór Gunn- arsson úr Keflavík inn í landsliðs- hópinn fyrir leikina gegn Sviss- lendingum og írum i undankeppni Evrópumóts landsliða í körfubolta. Sigurður Þorvaldsson úr ÍR lék gegn Finnum á laugardaginn og er áfram í hópnum. Þessir leikmenn koma í stað þeirra Fannars Ólafs- sonar og Sævars Sigurmundssonar sem farnir eru tO náms í Banda- ríkjunum. Leikurinn gegn Sviss verður í Njarðvík í kvöld klukkan átta en liðið leikur síðan gegn írum á sama stað klukkan 16.30 á laugar- dag. Það hefur verið lengi ofarlega á óskalista landsliðsmannanna að fá að spila landsleik í Njarðvík þar sem mönnum þykir gott að spila. Þrátt fyrir að möguleikar ís- lenska liðsins til að komast áfram séu úr sögunni er ljóst að íslenska liðið getur haft áhrif á hvaða lið fara upp úr riðlunum en Svisslend- ingar, írar og Finnar berjast þar um tvö laus sæti. Friðrik Ingi lítur á þessa tvo leiki sem eftir er sem alvöruleiki og þrátt fyrir að bæði Svisslendingar og írar séu betur mannaðir en þegar liðin léku í vor ætli islensku strákamir sér sigur- leik í þessari keppni. -ÓÓJ iilllilil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.