Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
29
BÍLAR
ZfMDGESTOne
Dekkar allar aðstæður ©ökmssók
Lágmúla B • Slml 530 2800
j?S XFC
flooo2 dTn
/' fjölmörgUm útgáfum meö ýmsum
Helstu keppinautar nýju Fiestunnar eru auk Citroén C3 og VW Poio Skoda Fabia og Peugeot 206 sem eru í boöi
geröum véla. Enginn þeirra er þó eins rúmgóöur og nýja Fiestan.
GSM-síma sem aukabúnað. Ford
vonast til þess að bíllinn taki foryst-
una í sínum flokki þegar kemur að
árekstraröryggi. Allt að sex öryggis-
púðar verða í boði og telja hönnuð-
ir Ford fjórar stjörnur vera tryggð-
ar, jafnvel þó að þriðja þriggja
punkta beltið vanti aftur í. Mesta
salan verður líklega í 1,4 lítra biln-
um með Duratec vélinni hér á landi.
Sú vél er 80 hestöfl og nær hundrað-
inu á 13,5 sekúndum. Fyrir þá sem
vilja meiri kraft kemur ST útgáfa
2003. Helsta nýjungin í vélarrýminu
verður þó ný dísilvél sem er sam-
vinnuverkefni Ford og PSA, sú
sama og kemur í nýja C3 bílnum frá
Citroén. Það er 1,4 litra einbunuvél
sem er 50% léttari en 1,8 lítra bens-
ínvélin í gömlu Fiestunni.
-NG
Ford Fiesta frumsýnd
í Frankfurt ásamt
annarra smábíla
Ný Fiestan er alveg handan við
homið og það er þvi eins gott að
venjast þessum bíl strax, enda á
hann eftir að sjást meira á næst-
unni. Þetta er bílinn sem verður
frumsýndur á bílasýningunni í
Frankfurt eftir hálfan mánuð og
verður einn af aðalnúmerunum þar.
Hann verður fyrst kynntur sem
flmm dyra bíll og þriggja dyra út-
gáfan fer ekki í framleiðslu
fyrr en seint á næsta ári.
Stærri á alla kanta
Nýi bíllinn er stærsta
Fiestan hingað til, 89 mm
lengri, 49 mm breiðari og
97 mm hærri. Nýtt útlit-
ið er í stíl við línuna
hjá Ford, til dæmis
koma brettabogarnir
beint frá Focus og aft-
urendinn frá Mondeo
langbaknum. Meira
utanmál bílsins er þó
augljósast innandyra
og er fótapláss í aftur-
sætum heilum 60 mm
lengra en áður. Ford
lagði líka áherslu á að
bíllinn myndi rúma
fimm fullorðna með
farangur. Hurðir eru
stórar svo að auðvelt sé að
koma inn barnabílstólum og þess
háttar. Farangursrýmið er 285 lítrar
í venjulegri stöðu sem er nokkuð
gott og búið er að færa aft-
urfjöðrun í lárétta stöðu
þannig að það er breitt og nýt-
ist vel. Stærðin kemur bílnum
einnig til
góða i akstri og yfirbyggingin er
mun stífari en áður. 14 tomma felg-
ur verður normið þó að hægt verði
einnig að fá 15 og 16 tomma.
50% léttari dísilvél
Mikil vinna var lögð í innanrými
bilsins og þá sérstaklega þannig að
það hentaði öllum stærðum af bíl-
stjórum. Búið er að lengja girstöng
um 95 mm og sætin verða fjölstillan-
leg. Fiestan fær ný hljómtæki sem
verða fest með öflugum boltum til
að minnka hættu á þjófnaði.
Einnig verður hægt að panta
leiðsögu-
kerfi og
VOLVO S80 TD 2,4
REYNSLUAKSTUR:
Hljóðlátur,
kraftmikill og
eyðslugrannur
36
APRILLIA RSV 1000 MILLE
REYNSLUAKSTUR:
Kemur á óvart
fyrir hve það er
viðráðanlegt
30
JAMES BOND F>ER BRESK-
AN SPORTBÍL AÐ NÝJU:
Aston Martin
Vanquish
35
Nvm&r &iH- í nofv^uM bílvm!
Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 590 5000
Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is
MMC Pajero Sport,2.5
dísil,f.skrd.26.03.1999,
ekinn 69 þús. km,grænn,5
dyra,bsk.
Verð 2.360.000.
VW Polo, 1.4 bensín, f.skrd.
25.05.2000, ekinn 26 þús.
km,steingrár,5 dyra, bsk.,
spoiler,
Verð 1.150.000.
VW Golf Comfort, 1.4
bensín, f.skrd. 23.06.2000,
ekinn 12 þús. km, blár,5 dyra,
bsk., álfelgur, spoiler,
geislaspilari, aukahátalarar,
Verð 1.490.000.
Hvar er best aö gera bílakaupin?
MMC Pajero, 2.8 dísil,
f.skrd. 19.06.1999, ekinn 70
þús. km, hvítur, 5 dyra, bsk,
32" breyttur,
Verð 2.750.000.
1.000.
BÍLAÞINGfEKLU
www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is •