Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 3
30 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 35 * Bílar APRILLIA RSV 1000 MILLE Vél: Vatnskæld V2 fjórgengisvél Rúmtak: 997 rúmsentímetrar j V-horn: 60' | Ventlar: 8 Þjappa: 11,4:1 ? Kveikja: Tvö kerti á hvern strokk Gírkassi: 6 gíra Kúpling: Blautkúpling YRTI TÖLUR Lengd/breidd/hæð: 2070/725/1170 mm Hjólhaf: 1415 mm Sætishæð: 820 mm Hæð handfanga: 840 mm Ferill: 99 mm Halli stýristúpu: 25" BURÐARVIRKI Grind: Álgrind Fjöðrun framan: "Up-side down" 43 mm Hreyfigeta: 120 mm Fjöðrun aftan: Algaffall með stillanlegum vökvadempara Hreyfigeta: 135 mm Bremsur framan: 320 mm Brembo diskar, 4ra stimpla dælur Bremsur aftan: 220 mm Brembo diskur, 2ja stimpla dæla Dekk framan: 120/70 ZR 17 Dekk aftan: 190/50 ZR 17 HAGKV/EMNI Bensíntankur: 18 lítrar, 4ra I varatankur Verð: 1.441.000 kr. Umboð: Aprillia mótorhjól SAMANBURÐARTÖLUR Hestöfl/sn: 130/9500 Snúningsvægi/sn: 101 Nm/7250 Þurrvigt: 187 kg Þyngdardreifing: 50/50 FRÉTTIR UTAN ÚR HEIMI Citroén mun frumsýna C3 smábíl- inn sem tekur við af hinum aldna Saxo á bílasýningunni í Frankfurt um miðjan mánuðinn. Þessi frum- legi bíll fer í beina samkeppni við nýju Fiesta og Polo smábílana sem frumsýndir verða á sama stað. Eins og hjá öðrum framleiðendum er áherslan lögö á mikið innanrými og hœrri sœtisstöðu. C3 er stœrri á alla kanta en Saxo og er jafnvel aðeins stœrri en Peugeot 206 sem notast við sama undirvagn. Fimm vélar verða í boði, þrjár bensínvél- ar og tvcer nýjar dísilvélar sem eru samvinnuverkefni PSA og Ford. í bílnum verður mlkið um fjölskyldu- vœnan búnað eins og niðurfellan- lega bakka, auka baksýnisspegil til að fylgjast með börnunum og tvö hanskahólf og verður hœgt að panta annað þeirra með kœlingu. Skottið verður það stœrsta í sínum • flokki, 305 lítrar í minnstu stöðu. C2, sem er tveggja dyra útgáfa, er svo vcentanlegur 2003 og tekur hann við af þriggja dyra Saxo. AMG hefur sent frá sér öflugasta Mercedes bílinn á markaðinum í dag í formi nýja SL bílsins. Sett var forþjappa við CL55 V8 vélina og skilar hún þá 476 hestöflum og hvorki meira né minna en 700 Newtonmetrum af togi. Hann á að vera 4,7 sekúndur í hundraðið og verður aðeins fáanlegur með fimm þrepa sjálfskiptingu. Bíllinn kemur á markað í apríl á nœsta ári. Öfíugri Impreza Subaru er í harðri samkeppni við Mitsubishi í heimsmeistarakeppn- inni í ralli og um hylli WRX bílsins gegn Evo VII. Því hafa tœkni- menn Subaru kynnt nýja útgáfu WRX með breytfum stimpilhaus- um, endurhönnuðu heddi og stœrri forþjöppu. Breytingin skilar sér í 280 hestafla vél og kallast þessi gerð bílsins WRX STi. í Evr- ópuútgáfu sinni verður hann á 17 tommu álfelgum og með sér- stöku sportbremsukerfi frá Brem- bo. Hámarkshraði STi bílsins á að vera 240 km. Benz á hassolíu Verið er að keyra Mercedes bíl þvert yfir Bandaríkin sem vœri svo sem ekki í frásögur fœrandi nema fyrir það að hann gengur fyrir olíu úr hassfrœjum. Um er að rœða baráttuhóp fyrir lögleið- ingu kannabis í lœkningaskyni sem cetlar að keyra 16.000 km leið til að minna á sig. Hópurinn treystlr á olíuframiög frá rœkt- endum á leið sinni. Tækjaakstur nr. 27 Kostir: Afl, sœtisstaða, fjöðrun Gallar: . Yfirstig, ofurnœm afturbremsa Aprilla er framleiðandi mótorhjóla sem ekki hafa sést á íslandi áður. Fyrir- tækið hefur verið þekktast fyrir fram- leiðslu á litlum tvígengishjólum en eftir að þeir hófu þátttöku í GP heimsmeist- arakeppninni með góðum árangri hafa þeir verið að koma á markaðinn með nokkur alvörugötuhjól á síðustu árum. Eitt þeirra er RSV 1000 Mille-hjólið sem kom á markað i fyrra og hefur fengið góða dóma erlendis að undanfórnu. Hjólið var fyrst sýnt á íslandi á DV Sportbílasýningunni og því var ekki seinna vænna að prófa það áður en að sumarið klárast hér á klakanum. Minnir fyrst mikið á Ducati Þegar ég settist á hjólið í fyrsta skipti og setti i gang gat ég ekki gert að því að hugsa hve mikið það minnti mig á Ducati 996. Yfirstigið er mjög hátt sem getur komið sér illa fyrir lágvaxnari ökumenn. Sætisstaðan er svipuð og hljóðið í vélinni einnig þrátt fyrir mis- munandi uppsetningu. Hjartað í hjólinu er V2 1000 vélin með 60" horni sem er minna en hjá keppinautunum og er ástæðan sú að það leyfir minna hjólahaf með betri aksturseiginleikum. Minna horn þýðir venjulega meiri titring frá mótor en Aprillia hafði svar við því með þvi að tvöfalda sveifarásinn á aftur- stimpli og snýst sá hluti öfugt miðað við framhlutann. Á hverjum strokki eru fjórir ventlar og tveir knastásar og tvö kerti til að kveikja í blöndunni frá inn- spýtingunni. Gírkassinn er sex gira með sleipkúplingu sem kemur í veg fyr- ir hikst þegar gírað er hratt niður. Eins og í Ducati 996 er fyrsti gírinn nokkuð hár sem gefur möguleika á að notkun í kröppum beygjum og sleipkúplingin kemur þar sér vel þegar girað er niður. Vel heppnuö fjöðrun Fjöðrunin að framan kemur frá Showa og þar eru það öfugir 43 mm sem sjá um verkið. Að aftan er einn stillan- legur Sachs-dempari með mikla hreyfi- getu. Fjöðrunin gerir þetta hjól mjög þægilegt í akstri þrátt fyrir verklegt út- litið. Hægt er að hafa hana þónokkuð mjúka fyrir heíðbundinn akstur en svo er hægt að stífa hana þónokkuð ef þurfa þykir. Afturgaffallinn er aftursveigður og fer keðjan í gegnum hann. Bremsurn- ar eru þær sömu og í Ducati 996 sem DV-bílar prófuðu í hittifyrra. Eini mun- urinn er á bremsuslöngunum sem eru hefðbundnar á Mille en stálbarkar á ítalska frændanum. Dekkin koma frá Pirelli, enda ekki við öðru að búast frá ítölskum framleiðanda. Þau eru af gerð- inni Dragon Evo sem eru götuútgáfur að Cobra keppnisdekkjum þeirra. Mæla- borðið er kapítuli út af fyrir sig. Flestir mælar, eins og hraðamælirinn, eru staf- rænir og tengdir tölvu. Til dæmis er hægt að láta það mæla brautartíma og er kveikt á því með því að blikka háu Kemur á óvart hve viðráð- anlegt það er og hvað það þreytir lítið ökumann ljósunum. Einnig er hægt að stilla hvenær skiptiljósið í mælaborðinu kviknar ef menn vilja spara mótorinn. Hjólið slær út öðru kertinu í 10.200 snúningum og því seinna 300 snúning- um ofar. Þreytir ekki ökumanninn Hjólið er auðvelt í akstri miðaö við þessa gerð af hjóli. Sætið er rúmgott, sætisstaðan góð og þótt kúplingin sé frekar stíf venst hún fljótt. Aflið í hjólinu er yfirdriflð og skemmtilegt hversu vel það endist upp snúnings- sviðið. Bremsurnar að framan eru góðar en afturbremsan tekur fljótt og vel í og þarf því að gæta sín á henni. Vindvömin er einnig mjög góð og ef maður hallar sér vel fram finnur mað- ur ekkert fyrir mótvindi á líkama. Hjólið er létt og meðfærilegt og auð- velt að henda þvi til í beygjum þar sem það er mjög stöðugt og traust- vekjandi. Segja má að Aprillian henti vel sem bæði kapþaksturshjól og hjól til daglegra nota. Ef þú ert að leita þér að hjóli með eiginleika kappaksturs- hjóls en gerir þig ekki ónýtan í baki og höndum eftir nokkur hundruð kílómetra akstur er þetta einmitt hjól- ið fyrir þig. Þá er verðinu stillt í hóf þegar komið er að því að bera það saman við verð á helstu keppinautum eins og Ducati 996 og SP Hondunni. -NG © Gaffallinn og sver hljóökúturinn setja svip á afturhlutann. QSmátíma tekur aö venjast útlitinu sem vinnur vel á, þríhyrningslaga formið á framljósinu er til dæmis nokkuö sér á parti. © Mælaboröið er háþróaö og gott aflestrar. Einnig má breyta kílómetr- um í mílur og Celsíus í Fahrenheit. ®4ð framan er sama Showa-fjöör- unin og sömu Brembo-bremsurnar og í Ducati 996. Qsætisstaöan er sérlega þægileg og vindvörnin góö á Mille hjólinu. Bílar DV-MYNDIR: GASSI & ANNA Bílarnir fengu aö reyna margar torfærur á leiöinni og hér er veriö aö leiðbeina blaöamönnunum yfir sprungu uppi á Langjökli. Blaöamennirnir fengu einnig aö kynnast íslenskum fjallajeppum í sinni hrikalegustu mynd, en þeir voru notaöir til aö flytja hóþinn upp á hábunguna. Þaö var því ánægöur hópur sem stillti sér hér upp fyrir Ijósmyndarann. Freelander kynntur amer- ískum blaðamönnum Hópur bílablaðamanna frá mörg- um stærstu og mest lesnu bílablöð- um í Bandaríkjunum hefur verið hér að undanförnu við prófanir á Land Rover Freelander með V6 vélinni. Þann bU er verið að kynna fyrir þeirra markaði og þá aðeins sjálfskiptan með valskiptingu. Blaðamennimir hafa látið vel af því að prófa bUinn við íslenskar aðstæður þar sem þeir hafa verið sendir með bUana upp á Langjökul og yfir ár og aðrar torfærur. ís- lensk náttúra er að verða sífeUt vinsælli í kynningum á nýjum bíl- um og þetta er ekki í fyrsta sinn sem bílablaðamenn fara upp á Langjökul á þessu ári tU prófana. I vor var hér stór hópur við prófun á nýrri gerð vetrardekkja. Einnig má sjá íslenskt landslag í mörgum bUaauglýsingum í dag og ekki er langt síðan hópur var hér við tök- ur á auglýsingu fyrir nýja Range Rover-lúxusjeppann sem frum- sýndur verður í nóvember. -NG Bond aftur á Aston Martin Gengið hefur verið frá því að of- urnjósnari nr. 007, James Bond, aki nýjasta sportbíl Aston Martin i næstu mynd sinni. Myndin, sem er sú tuttugasta í röðinni, hefur ekki ennþá fengið nafn en kemur út á næsta ári. Aston Martin-biU var fyrst notaður í Bond-mynd árið 1964 í Goldfinger. Sá bUl var af gerðinni DB5 og var útbúinn með slöngvisæti, oliusprautu til að tefja aöra bUa og vélbyssu. Síðast var notast við Aston Martin í The Liv- ing Daylights árið 1987 en sá bíU var með aðeins betra vopnabúri, laserbyssum og ílugskeytum. f síð- ustu myndum sínum hefur Bond ekið um á BMW bUum og mótor- hjólum. BUlinn sem Bond fær til af- nota í nýju myndinni er hinn eftir- tektarverði Aston Martin V12 Vanquish sem smíðaöur er í 200 ein- tökum á ári hverju. Vanquish, sem er 460 hestöU og 4,4 sekúndur í hundraðið, er uppseldur út árið 2003. -NG Vél: V12 álvél Rúmtak: 5.805 lítrar Ventlar: 48 V-horn: 60“ Þjappa: 10,5:1 Hestöfl: 460 Hámarkshraði: 306 km Hröðun 0-100 km: 4,4 sek.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.