Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Page 2
16 17 + ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 Sport DV Sport Evrópukeppni félagsliða kvenna: Þriðja tapið - og KR-konur enduðu í neðsta sæti Brasilíski snillingurinn Rivaldo gæti spilað fyrir Barcelona gegn Real Sociedad um helgina þrátt fyrir að menn hafi leitt að því lík- um að hann yrði frá keppni í allt að tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut með brasilíska lands- liðinu fyrir skömmu. Rivaldo virð- ist hafa náð undraverðum bata heima í Rio de Janeiro og læknir brasilíska landsliðsins er bjart- sýnn. „Ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að hann spili fyrir þá (Barcelona) um helgina og síðan fyrir Brasil- íu gegn ChUe 7. október," segir læknirinn, Jose Luis Runco. Norska liðið Molde, lið Andra Sigþórsson- ar, hefur gengið frá Qögurra ára samningi við sænska markvörðinn Eddie Gustafsson, leik- mann IFK Norrköping. Molde fær leikmann- inn frítt fyrir næsta tímabil en hann hefur átt frábært timabU í Svíþjóð og var meðal annars valinn í landsliðið fyrir skömmu. manni Bate Beresov frá Hvíta-Rússlandi, Vitali Kutuzov að nafni. Milan spilaði einmitt við Beresov í Evrópukeppni félags- liða í síðustu viku og á eftir að mæta liðinu aftur í næstu viku. Kutuzov skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Úkrainski sóknarmaðurinn Sergei Rebrov hefur farið fram á það við Glenn Hoddle, knattspymustjóra Tottenham, að hann geri sér grein fyrir stöðu sinni hjá liðinu, en Rebrov, sem kostaði Tottenham litlar 11 milljónir punda, hefur kvartað mikið yfir því hvað hann fái lítið að spUa og hótað að fara frá félaginu. Vitað er um áhuga AC Milan á kappanum en þar myndi hann hitta fyrir landa sinn og félaga Andryi Shevchenko. „Ég er orðinn þreyttur á því að sitja á bekkn- um,“ segir Rebrov. Aó þvi er fregnir frá Englandi herma mun enski landsliðsfyrirliðinn David Beckham þurfa á skurðaðgerð að halda til að fá bót nárameina sinna. Þeirri aðgerð mun þó hafa verið frestað fram yfir leik Englendinga gegn Grikkjum í undankeppni HM 6. okt. Beck- ham var klárlega ekki alveg heill í viðureign Manchester United við Lille í síðustu viku og var síðan hvíldur í leiknum gegn Ipswich í úrvalsdeUdinni um helgina. í sióustu viku gaf Alþjóða ólympíunefndin út nýja reglugerð varðandi sundkeppni á Ólympíuleikum og varð niðurstaðan sú að greinum fækkar. Reglugerðin segir til um að 50 m greinarnar í flugsundi, bringusundi og baksundi skuli teknar út auk þess sem 10 km sund hefur verið tekið af dagskrá. -ÓK/ósk KR-konur töpuöu þriðja og síðasta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í Noregi í gær. Síðasti leikur liðsins var gegn hvít- rússneska liðinu FC Bobruichanks og fór hann 1-3. KR. endaði í fjórða og síðasta sæti þessa riðils en þetta er fyrsta Evrópukeppni félagsliða hjá kvenfólkinu. KR tapaði, 0-9, gegn norsku meisturunum og síðan naumlega, 3-4, gegn belgísku meisturunum. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skoraði mark KR á síðustu mínútu leiksins en Natallia Ryzhevic skoraði öll þrjú mörk hvít- rússneska liðsins á 44., 53. og 87. mínútu leiksins. Lið KR í leiknum: Elisabeth Manghi (90., Brynja Guðmundsdóttir), Þórunn Helga Jónsdóttir, Olga Færseth, Sólveig Þórarinsdóttir, Helena Ólafsdóttir (52., Katrín Ómarsdóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (56., Pálína Bragadóttir), Ásdís Þorgilsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Embla Grétarsdóttir, Ólina Sigurgeirsdóttir. Spain - í handboltanum 1. deild karla 1. Haukar ............ 237 stig 2. KA...................... 222 stig 3. Afturelding ........198 stig 4. FH.......................191 stig 5. -6. Valur................175 stig 5.-6. Grótta/KR.............175 stig 7. ÍR .................158 stig 8. Selfoss..................152 stig - efstu 8 komast 1 úrslitakeppnina 9. ÍBV......................138 stig 10. HK......................137 stig 11. Fram....................123 stig 12. Stjarnan................108 stig 13. Þór ................91 stig 14. Víkingur.................86 stig Selfoss, Þór og Vikingur bætast við frá því í fyrra en Breiðablik og Fjölnir heltust úr lestinni. 1. deild karla hefst i kvöld með fjórum leikjum klukkan 20.00. Leikimir era eftirtaldir Grótta/KR-Selfoss .. . Seltjamames FH-Afturelding .....Kaplakriki ÍBV-KA.........Vestmannaeyjar Þór-HK.........HöUin, Akureyri 1. deild kvenna 1. Haukar .............101 stig 2. Grótta/KR.................88 stig 3. -4. ÍBV...................77 stig 3.-4. Valur ............77 stig 5. Víkingur................65 stig 6. Stjarnan ............54 stig 7. FH ..................36 stig 8. KA/Þór....................22 stig - efstu 8 komast í úrslitakeppnina 9. Fram......................20 stig -ÓÓJ - Haukar eiga að fagna íslandsmeistaratitlum karla og kvenna 2002 samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna Handboltafólk hefur mesta trú á að Haukar endurtaki leikinn frá því á síðasta tímabili og vinni bæði ís- landsmeistaratitil í karla- og kvenna- flokki. Fyrirliðar, þjálfarar og for- ráðamenn hittust í góða veðrinu gær í Perlunni og spáðu fyrir um hvernig handboltaveturinn ætti eftir að þró- ast og voru menn staöráðnir að láta ekki óvissuna um fyrirkomulag deild- arinnar hafa áhrif á þann góða, jafna og skemmtilega handbolta sem liðin ætla að sýna í vetur. Strákrnir af staö í kvöld Strákarnir byrja í kvöld þegar fjór- ir fyrstu leikimir fara fram en fyrsta umferðin klárast á miðvikudags- kvöld. Stelpurnar byrja svo ekki fyrr en 2. október. Þaö vakti nokkra athygli að Fram er spáö sæti mjög neðarlega, bæði í karla- og kvennaflokki, og að nýliðum Selfoss í karlaflokki er spáð ofar en liðum eins og ÍBV, HK, Fram og Stjömunni. Spána má finna hér í töflu til hliðar en DV-Sport gekk á milli nokkra manna og fékk þá til að túlka spána frá sínum sjónarhóli. Rökrétt og skynsamleg spá Ragnari Hermannssyni og stelpun- um hans í Haukum er spáð efsta sæt- inu annað árið í röð og i fyrra fóru þær einmitt alla leið og urðu þrefald- ir meistarar. „Spáin í ár er rökrétt og skynsam- leg, miðað við þaö að hún var mjög heimskuleg í fyrra. Mér fannst spána í fyrra nefnilega skorta fagleg vinnu- brögð og bera merki um algjört kunn- áttuleysi því að liðið sem var í átt- unda sæti árið á undan átti að fara alla leið upp i 1. sæti. Spáin í ár bygg- ist á tímabilinu í fyrra en mér finnst þó skrítið hvað Víkingum og ÍBV er spáð neðarlega því Eyjastúlkur eiga eftir að styrkja sig enn frekar og við erum ekki búin aö heyra allar fréttir þaðan. Lifum í núinu Við í Haukum lifum bara í nú- inu og vitum að við græöum ekki á fornum afrekum. Hópur- inn okkar hefur reyndar grisjast svolítið frá því í fyrra og æflnga- hópurinn er minni og svo miss- um við út Auði Hermannsdóttur sem var fjölhæfur spilari og mjög mikilvæg. Við þurfum í framhaldi af þessu að breyta ákveðnum hlutum. í fyrra var gríðarlegt hungur í liðinu og ég hef kannski mestar áhyggjur af að það sé ekki sama hungur og ákefð nú þegar við sitjum á toppnum. Það tvennt er ekki síð- ur mikilvægt en getan til þess að vinna,“ sagði Ragnar Hermannsson, en hvemig telur hann að karladeildin eigi eftir að þróast? „Mér finnst spáin hjá strákunum mjög eðlileg og ég tel að Haukar og KA verði í ákveðnum sérflokki. Það kemur á óvart hvað Aftureldingu er spáð góðu gengi á sama tíma og Gróttu/KR og Val er spáð um miðja deild. Ég held að deildin verði einvígi á milli Hauka, KA, Gróttu/KR og Vals og síðan gætu lið eins og' FH og Afturelding blandað sér í þá baráttu," segir Ragnar. Ögrun til aö hækka sig um eitt sæti Gunnar Gunnarsson, þjálfari Gróttu/KR, óttast ekki pressuna í framhaldi af því að liði hans er spáð öðru sætinu í 1. deild kvenna. „Þessi spá finnst mér bara vera í samræmi við það lið sem við erum með. Við er- um með mjög sterkt lið á pappírunum sem þarf reyndar að smella saman á vellinum líka. Ég held að þetta séu mörg jöfn lið sem skipa deildina í ár og það verða því mörg félög að kepp- ast um þetta og ég bendi á það að þó að liðin séu misjafnlega sterk á papp- írunum þá skiptir það öllu máli hvemig þeim gengur að smella sam- Jakvæð þroun i handboltanum - aö mati Guðmundar Guömundssonar landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari hélt framsögu á blaðamanna- fundi tengdum hinni árlegu spá fyrir- liða og þjálfara og þar velti hann fyrir sér komandi handboltavetri og gerði grein fyrir undirbúningi landsliösins. Guðmundur sagði það vera mjög spennandi mál fyrir íslenskan hand- bolta hve margir ungir og upprennandi leikmenn væru að koma upp og hve margir þeirra væru farnir að spila stór hlutverk i sínum liðum. Guðmundur sagði að honum virtist sem liðin kæmu flest vel undirbúin til leiks og fannst það mjög jákvætt að nokkur lið skyldu hafa farið í keppnis- og æfingaférð til útlanda og fannst það sýna að menn legöu mjög mikið á sig. Eins sagði Guðmundur það mjög jákvætt að þrjú lið skyldu taka þátt í Evrópukeppninni, sem hefur ekki gerst í langan tíma. Þar fái ungir og upprenn- andi leikmenn gríðarlega reynslu og þar hefði hann sjálfur lært mest á sín- um ferli. Hvað varðar mótið sagði hann að bar- áttan um sæti í úrslitakeppninni yrði mjög hörð nú þegar 14 lið kepptust um átta efstu sætin. Guðmundur hefur mikla trú á liðum sem eru aö koma upp úr 2. deildinni og nefndi þar lið eins og Selfoss og Þór sem ættu eftir að gera góða hluti en annars spáði hann jöfnu og skemmtilegu móti. Guðmundur kynnti einnig undirbún- ing landsliðsins og þar er ljóst að frammistaða leikmanna í deildinni heima getur skilað þeim inn í landsliðs- ferlið því í desember kallar Guðmundur saman æfingahóp, aðeins skipaðan leik- mönnum úr íslenskum deildinni. Landsliðið spilar alls tólf landsleiki fram að Evrópumótinu i Svíþjóð í janúar. -ÓÓJ an á vellinum. Hvað varðar okkar lið þá eru í því leikmenn sem hafa metn- að, getu og vilja til þess að betri og mínar stelpur vilja að fólk viti að þær séu í góðu liði. Ég sé þessa spá því ekki sem pressu á mitt lið heldur að- eins ögrun um að lyfta sér um eitt sæti til viðbótar," sagði Gunnar. Höfum eitthvaö til að afsanna Framarinn Sebastian Alexanders- son, fyrirliði meistaraflokks karla hjá félaginu, var ekkert að örvænta yfir slæmri spá meistaraflokka félagsins. „Þetta er bara ágætt því þá höfum við eitthvað til að afsanna. Mér er nokkuð sama hvort aðrir hafa trú á okkur eða ekki en þetta er ekki fjarri lagi miðað við allan hamaganginn sem hefur átt sér stað hjá liöinu í sumar. Við erum búnir að missa ákveðna leikmenn, suma með látum og svo var allt þetta upphlaup með þjálfarann. Ég bendi þó bara á sam- bærilegt dæmi í fótboltanum sem sýnir að það má vel snúa þessu við ef klúbburinn þjappar sér á bak við markmiðið. Það kemur lítið á óvart í spánni þó að mér finnst Stjaman vera heldur neðarlega. Við erum annars með mjög breiðan hóp og nóg af mannskap þótt okkur vanti tilfinn- anlega í eina ákveðna stöðu,“ sagöi Sebastian aö lokum. -ÓÓJ Hofðum við rett fýrir okkur Qnó nV.Qnnrf- R caafi Qnó HvqA caarir FTV 1. sæti IA Spá DV-Sport: 6. sætl. Spá þjálfara og forráöamanna: 5. ____________________________ sæti. Árangur í sumar: 1. sæti með 36 stig og markatöluna 29-16. Hvaö sagöi DV-Sport þá: „Leikmannahópurinn er kannski ekki mjög sterkur á pappírunum en Ólafur Þórðarson er mikill sigurvegari og ef strákarnir hans og stuðningsmenn ÍA standa jafnvel saman í sumar og þeir gerðu í fjárhagsvandræðunum þá geta Skagamenn komiö verulega á óvart." Hvað segir DV-Sport nú: „Ólafur Þórðarson er sigurvegari! Annars eins persónuleiki er vandfundinn í knattspymunni á íslandi. Það sem er merkilegt við Ólaf er að hann náði að setja sama baráttuviljann og dugnaðinn inn í leikmenn sína og var í honum sjálfunt þegar hann var að spila. Skagamenn léku með hjartanu, allir fyrir einn og er öðrum félögum i landinu gott fordæmi hvað varðar uppbyggingu á liði. Hjörtur blómstraði, ungir strákar eins og Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Björnsson spruttu fram á sjónarsviðið sem fullþroskaðir leikmenn og eldri menn eins og Gunnlaugur Jónsson, Pálmi Haraldsson og Kári Steinn Reynisson brugöust ekki þegar mest á reyndi." Spá DV-Sport: 3. sæti. Spá þjálfara og forráðamanna: 4. sæti Arangur í sumar: 2. sæti með 36 stig og markatöluna 23-15. Hvað sagði DV-Sport þá: „Sterkasti hluti liðsins er vörnin þar sem Hlynur Stefánsson fer fram fyrir skjöldu.... Það að Hlynur skyldi halda áfram kemur til með að gera það að verkum að Eyjamenn munu gera atlögu að toppbaráttunni í sumar.“ Hvað segir DV-Sport nú: „Eyjamenn læddust bakdyramegin í úrslitaleikinn. Fyrri hluta móts var þeim haldiö á floti með sterkri vörn og góðri markvörslu þar sem Birkir Kristinsson, og 2. sæti IBV 3. sæti FH Spá DV-Sport: 5. sæti. Spá þjálfara og forráðamanna: 6. sæti með 32 stig og sæti. Árangur í sumar: markatöluna 23-16. Hvað sagði DV-Sport þá: „Logi Ólafsson bjó strax til sterkt lið hjá FH í fyrra á sínu fyrsta ári, liðið sýndi yftrburði í 1. deild og komst alla leið í undanúrslit bikarsins Logi hefur áður búið til meistaralið úr „litlum mannskap" (Víkingur 1991) en það þarf margt að ganga upp ætli FH-ingar að skipta sér eitthvað af toppbaráttunni." Hvað segir DV-Sport nú: „Hafi einhvern tímann verið sett Hlynur Stefánsson Kjartan Antonsson drógu mestan þunga. Ungu leikmönnunum Atla Jóhannssyni og Gunnari Heiðari Þorvaldssyni óx ásmegin eftir þvi sem líða tók á mótið og ekki má gleyma þætti Tómasar Inga Tómassonar sem sannaði að hann er einn besti framherji deildarinnar, jafnvel þótt hann sé ekki í toppformi. Ekki má gleyma hlut Njáls Éiðssonar, þjálfara liðsins, en hann náði að byggja upp sterka liðsheild sem virtist vaxa með hverju verkefni." spurningarmerki við Loga Ólafsson sem þjálfara þá er það hér með afmáð. Logi gerði frábæra hluti með FH-liðið í sumar og blandaði saman ungum og efnilegum leikmönnum og gömlum jöxlum svo úr varð skemmtileg blanda. Leikmenn eins og Hilmar Björnsson og Heimir Guðjónsson öðluðust nýtt líf Varnarleikurinn var skipulagður og liðið beitti stórhættulegum skyndisóknum en það er leikaðferð sem hefur reynst Loga vel á þjálfaraferlinum. Logi er horfinn á braut en sá sem tekur við erfir gott bú, svo framarlega sem allir leikmenn verði áfram í Hafnarfirðinum." Spá DV-Sport: 2. sæti. Spá þjálfara og forráðamanna: 2. sæti. Árangur í sumar: 4. sæti. Hvað sagði DV-Sport þá: „Það er hugur í Grindavíkingum í sumar - ný vegleg stúka, hlutafélag með mikið Qármagn og lið sem hefur slípast betur og betur undir traustri stjóm Milans Stefáns Jankovic. í fyrra var besta timabil Grindvíkinga frá upphafi en í því fólust nokkur vonbrigði." Hvað segir DV-Sport nú: „Lið Grindavikur hafði alla burði til að berjast um Islandsmeistaratitilinn. Margir frábærir leikmenn eru í herbúðum félagsins og þegar sá gállinn var á þeim var ekk- i 4. sæti Grindavík ert lið sem gat stöðvað þá eins og sást seinni hluta móts. Það sem vantaði hins vegar í Grindavíkurliðið var ákveðinn agi og grimmd. Leik- menn fengu að leika of mikið lausum hala og líkt og í fyrra voru þeir að missa lykilmenn í bann fyrir fáránlega hluti. Milan Jankovic hefur búið til gott lið en það er okkar tilfinning aö hann sé kominn á endastöð með liðið. Liðið þarfnast leiðtoga sem upprætir barnalega hegðun.“ 5. sæti Fylkir Spá DV-Sport: 4. sæti. Spá þjálfara og forráða- ____manna: 3. sæti Árangur 1 sumar: 5. sæti með 25 stig og markatöluna 26-23. Hvað sagði DV-Sport þá: „Fylkismenn áttu hug og hjörtu knattspyrnuáhugafólks á síðasta ári.... en hætt er við að Árbæingar muni ætla að stökkva yfir næsta stig í sumar og stefna á titilinn i stað þess að ná góðru fótfestu í deildinni. Það gæti vissulega orðið hættulegt, pressan er mikil á liöinu í ár og á síðustu árum hafa spútnikliðin brunað niður stigatöfluna árið á eftir.“ Hvað segir DV-Sport nú: „Ekkert var til sparað í Árbænum. Gengi liðsins framan af móti var frábært og menn hugsuðu með sér hvort hægt væri að stoppa liðið. Vandamálið var bara að leikmenn Fylkis fóru að trúa þvi lika. Þeir voru orðnir meistarar í huganum löngu áður en mótið kláraðist en slíkt þykir yfirleitt ekki vænlegt til árangurs. Þaö er löngu ljóst að bestu liðin þurfa að spila þétt og það eitt afsakar ekki hrun liðsins í deildinni. Karaktersleysi liðsins undir lok mótsins var algjört og það er okkar trú aö næsta ár verði ekki alveg jafn skemmtilegt fyrir Fylkismenn." apa nvai m Spá DV-Sport: 7. sæti. Spá þjálfara og forráðamanna: sæti Árangur í sumar: 6. sæti með 23 stig og markatöluna 27-30. i Hvað sagði DV-Sport þá: „Kefivíkingar eru eitt stórt á spumingarmerki. ... Hvernig ætla Keflvíkingar að bæta V hripleka vörn frá fyrra ári? ... Við hjá DV-Sport stöndum I á gati en svörin koma í ljós í haust.“ " Hvað segir DV-Sport nú: „Kefiavíkurliðið var holdgervingur bæði þess versta og þess besta sem deildin hafði upp á bjóða. Ekkert lið hafði roð við hinum eldfljótu 6. sæti Keflavík i framlínumönnum liðsins, Þórarni, Hauki Inga og | Guðmundi þegar þeir voru í stuði en varnarleikur f liðsins var á móti oft á tíðum spaugilegur að sjá. Gunnar Oddsson og Gestur Gylfason hafa átt farsælan feril en þeirra tími er liðinn. Ungir og sprækir strákar gerðu grín að þeim í allt sumar og þar lá veikleiki Keflavíkurliðsins." 7. sæti KR Spá DV-Sport: 1. sæti. Spá þjálf- ara og forráðamanna: 1. sæti Árangur í sumar: 7. sæti með 22 stig og markatöluna 16-20. Hvað sagði DV-Sport þá: „KR-inga bíður verðugt verk- efni, nefnilega að verja Islandsmeistaratitilinn annað ár- ið i röð. Annað er ekki ásættanlegt í vesturbænum, hvorki hjá stuðningsmönnum, þjálfurum eða leikmönn- um. Þónokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR-inga í vetur og hafa lykilmenn eins og Guðmundur Benediktsson og Þórhallur Hinriksson ekki spilað marga leiki með liðinu á und- irbúningstímabilinu. Pétur Pétursson, þjálfari liðsins hefur Spá DV-Sport: 8. sæti. Spá þjálfara og forráðamanna: 9. sæti Árangur í sumar: 8. sæti. Hvað sagði DV-Sport þá: „Þetta sumar markar timamót í þriggja ára sögu Fótboltaífélags Reykjavíkur, Fram hf. Framarar hafa loks náð jarðsambandi eftir tvö ár í háloftum þar sem öllu var tjaldað í von um árangur en eftir stóð tverggja sumra fallbarátta og mjög bágur fjárhagur. Þeir hafa hins vegar tekið annan pól i hæðina í ár. Horfnar eru væntingar um titla og Evrópukeppni en í staðinn er hafin raunsæ ekki náð að spila liðið saman fyrir mótið og það gæti orðið þeim fjötur um fót í byrjun mótsins." Hvað segir DV-Sport nú: „Guð minn almáttugur! Við slógum nokkra varnagla við gengi KR-liðsins en engan hefði getað órað fyrir öðru eins sumri hjá íslandsmeisturunum. Liðið lék oft á tíðum skelfi- lega knattspyrnu og var þátttakandi í mðrgum af leiðinlegustu leikjum sumarsins. Útlendingar voru keyptir unnvörpum eins og kötturinn í sekknum og skiluðu engu nema léttari pyngju. Lykilmenn liðsins virtust margir hverjir halda að þeir gætu enn lifað á titlum síð- ustu ára en voru áþreifanlega minntir á það að svo er ekki.“ Hvað segir DV-Sport nú: „Framarar sýndu á sér tvær hliðar i sumar. Sú fyrri kom í fyrri hluta mótsins þar sem ekkert gekk upp hjá liðinu og ekkert virtist geta komið í veg fyrir fall í 1. deild. í seinni hlutanum spilaði liðið hins vegar frábæra knattspymu á löngum köflum og átti þegar á botninn var hvolft svo sannarlega skilið að halda sér uppi. Forráðamenn liðsins héldu ró sinn á meðan illa gekk 8. sæti Fram uppbygging ... en við teljum að Fram bjargi sér frá falli enn eitt og Kristinn R. Jónsson, þjálfari liðsins, endurgalt þá trú seinni árið.' hluta móts. Framarar eru einir af sigurvegurum þess árs.“ 9. sæti Valur Spá DV-Sport: 10. sæti. Spá þjálfara og forráða- manna: 10. sæti Árangur í sttmar: 9. sæti með 19 stig og markatöluna 19-26.Hvað sagði DV-Sport þá: „Það stefnir allt í skelfilega erfitt sumar hjá Valsmönnum. ... Það er ljóst að það bíður Ejub Puresevic, þjálfara Vals, verðugt verkefni, að reyna koma saman liði sem getur barist fyrir tilverurétti sínum í deildinni af einhverju viti. Við hjá DV-Sport höfum ekki trú á honum takist það og spáum Valsmönnum faUi á 90 ára afmæli félagsins.“ Hvað segir DV-Sport nú: „Valsmenn byrjuðu mótið Spá DV-Sport: 9. sæti. Spá þjálfara og forráðamanna: 8. sæti Árangur 1 sumar: 10. sæti með 14 stig og markatöluna 17-32. Hvað sagöi DV-Sport þá: „Það hefur verið sama sagan með Breiðablik undanfarin ár. Vormótin og undirbúningstimabilið hafa lofað mjög góðu en síðan þegar út í alvöruna er komið virðist allt hrynja. Liðið hefur staðið í stað undanfarin ár undir stjóm Sigurðar Grétarssonar og það er okkar spá að þess bíði fall í 1. deild.“ Hvað segir DV-Sport nú: „Breiða- blik hefur verið í afturfor undanfarin ár undir stjóm Sig- urðar Grétarssonar og það að þeir féllu nú var rökrétt framhald af gengi og spilamennsku siðustu ár. Blikaliðið af krafti og stefndu kokhraustir á toppbaráttuna um mitt mót. Síðan fór að halla undan fæti og þá kom í ljós að leikmannahópurinn var kannski ekki jafn sterkur og þeir sjálfir héldu. Þeir spiluðu einstaklega varfærnislega í allt sumar og var síðasti leikurinn gegn Breiðablik gott dæmi um spilamennsku liðsins. Fimm manna varnarlína gegn liði sem var fallið. Það bíður Valsmanna erfitt verkefni að komast aftur upp og spurning hvort liðið nái að halda lykilmönnum eins og Matthíasi Guðmundssyni." 10. sæti Breiðablik spilaði einstak- lega leiðinlega knattspymu og hefði verið fallið miklu fyrr ef ekki heföi komið til frammistaða tveggja manna, Atla Knútssonar og Krist- jáns Brooks. Karakter liðsins virkaði ekki mikill nema í leiKjunum tveimur gegn KR og endurspeglaði að mörgu leyti þjálfarann Sigurð Grétarsson. Sigurður hefur Idrei síðan hann tók við Breiðablik getað viðurkennt ið liðið hafi verið botnbaráttulið. Hann sýndi hroka og það varð honum loks að falli í haust.“ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.