Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2001, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2001, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2001 29 BÍLAR Jmdgestohe Dekkar al/ar aðstæður Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 BMW með ás í erminni Bílaframleiðendur ætla sér að lækka verð á nýjum bílum til að vega upp á móti fyrirsjáanlegri nið- ursveiflu í sölu þeirra. Sérfræðing- ar þeirra segja að niðursveiflan sem hófst með hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum geti staðið út árið 2002 og minnkað sölu frá 2,3 mlljónum bíla á þessu ári í tvær milljónir á þvi næsta. „Bílakaup ráð- ast mikið af vel- ferð í hagkerf- inu og árás- imar á Bandaríkin munu hafa áhrif á framtíðina,“ segir Garel Rhys, prófessor hjá Cardiff-háskóla. „Ég held að í janúar verði margir fram- leiðendur að íækka verðið hjá sér,“ segir hann í viðtali við Autocar: Samkvæmt skoðanakönnunum heimsækja nú færri sýningarsali bílaumboða og eftir hina árlegu haustsölu getur komið löng lægð í sölu. Bílaframleiðendur vona að ákvörðun Englandsbanka um að lækka vexti verði til áð auka tiltrú fólks á að hagkerfið rétti úr kútn- um. Búist er þó við að markaður notaðra bíla standi sig mun betur og verð á þeim standi meira í stað. Seljendur þeirra hafa líka meiri sveigjanleika i verði og geta lagað sig betur að að- stæðum. Heimild: Autocar verður hann 4150 mm að lengd, 321 mm styttri en 3-línan og nánast í sömu stærð og Audi A3. BMW hefur líka sett þyngdarmörkin við 1100 kíló fyrir þriggja dyra útgáfuna, sem er 30 kílóum léttara en þriggja dyra Civicinn sem er á leiðinni út af markaðinum en hann hefur ekki verið talið neitt hlass hingað til. Léttari bíll þýðir það að hann getur notast við minni vélar og verður þvi grunnútgáfan liklega 1,6 lítrar og 105 hestöfl. Aðrar vélar yrðu 1,8 lítra, 115 hestöfl og tveggja lítra 143 hestafla en M-vélin verður sú alfull- komnasta. Notast verður við tækni úr Formúlu eitt þar, hún verður með segulstýrðum ventlum og magnesíum blokk og á líka að geta snúist meira en 9000 snúninga á mínútu. Það að hann verður með afturdrifi mun hins vegar þýða að hann verður ekki eins rúmgóður að innan þótt hann nái líklega farang- ursplássi A3 upp á 270 lítra. Búist er við að grunnútgáfan kosti um tvær milljónir í Bretlandi á núverandi verðlagi, þar sem áætlað er að selja 50.000 eintök árlega. -NG Frést hefur að BMW áætli að koma með lítinn millistærðarbíl árið 2004, en þessi tölvumynd af bílnum var aðalfréttin hjá Autocar um daginn. Bíllinn verður þriggja og fimm dyra og verður ás, þ.e. 1- sería og keppir við vinsæla bila eins og VW Golf, Audi A3 og Alfa Romeo 147. Bíladellumenn fá eitthvað fyrir sinn snúð líka í þessum bíl þvi að 240 hestafla M-útgáfa er einnig áætl- uð. Forráðamenn BMW vona að með þessum bíl nái þeir sölunni upp fyrir 1,2 milljónir bíla á ári um miðjan áratuginn, eða þriðjungs- aukningu frá sölu þeirra í dag. Heldur í hefðina Það sem gerir þennan bil ólíkan öllum sinum keppinautum er að þeir hjá BMW hafa verið trúir hefð- inni og munu bjóða hann með aftur- hjóladrifi, til að viðhalda sportlegri aksturseiginleikum. Einnig er verið að hyggja að smíði á fjögurra dyra bíl og langbak, aðallega með Banda- ríkjamarkað í huga, þannig að hér er ekki um einstakan bil að ræða heldur fullbúna línu. Samkvæmt tölum sem smyglað var út úr hönn- unardeild BMW Verð á bílum lækkar í Evr■ ópu og Ameríku í kjölfar hryðjuverka og kreppu MINI-SPORTBÍLL í DEIGL- UNNI HJÁ BMW: ... og fleiri gerðir fylgja í kjölfarið 35 FIAT STILO ABARTH í REYNSLUAKSTRI: Búnaðursem gefur lúxusbíl- um í engu eftir TECHART PORSCHE: Sérhæfa sig í að gera gott betra 36 Jeep Grand Cherokee 4,0, bensín, f.skrd. 04.03. 1993, ekinn 130 þús. km, ssk., dökkblár, 5 dyra. Verð 1.090.000 VW Passat st. 1,8, bensln, f.skrd. 25.11. 1999, ekinn 60 þús. km, bsk., steingrár, 5 dyra, 4x4. Verð 1.690.000 MMC Galant 2,0 bensín, f.skrd. 01.01. 2001, ekínn 9 þús. km, ssk., silfurgrár, 4 dyra. Verð 2.590.000 Toyota Avensis 1,8 bensín, f.skrd. 12.06. 2001, ekinn 8 þús. km, ssk., blár, 4 dyra. Verð 2.040.000 kr. MMC Pajero 2,8 dfsll, f.skrd 24.09. 1998, ekinn 76 þús. km, ssk., vínrauður, 5 dyra. Verð 2.495.000 Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang bilathing@hekla.ls • Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. 12-16. i í jt ? >1 yjf h ,.**‘' ' t L' "" SÍÉySSBr | j^: : ÍplfeÉÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.